Dagur - 20.09.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 20.09.1988, Blaðsíða 13
20. september 1988 - DAGUR - 13 Bridds: Armann Helgason fyrsti sumarmeistari B.A. SI. þriðjudagskvöld var leikinn sumarbridds í Dynheimum á Akureyri í síðasta sinn á þessu ári, enda ekki seinna vænna, þar sem vetrarstarf Bridge- félags Akureyrar er að hefjast. Að þessu síðasta sumarspila- kvöldi loknu var í fyrsta sinn útnefndur sumarmeistari Bridge- félags Akureyrar, þ.e. sá spilari sem hlaut flest stig yfir sumarið. Ármann Helgason, sá gamal- reyndi spilari, hlaut sæmdarheit- ið og var hann vel að útnefning- unni kominn, með 150 stig samtals. Hlaut hann veglegan eignargrip að launum. í 2.-3. sæti urðu þau Soffía Guðmundsdóttir og Örn Einarsson með 102 stig, í 4. sæti Hilmar Jakobsson með 101 stig, í 5. sæti Gunnar Berg með 97 stig, í 6. sæti Alfreð Páls- son með 87 stig og í 7. sæti Jón Sverrisson með 83 stig. Alls hlaut 51 keppandi stig en þátttakendur voru mun fleiri. Vetrarstarf Bridgefélags Akur- eyrar hefst í kvöld með hinu árlega Startmóti félagsins. Um er að ræða tvímenningsmót með Mitchell-fyrirkomulagi og verður spilað í kvöld og tvö næstu þriðjudagskvöld. Keppnin hefst kl. 19.30 í Félagsborg. Öllum briddsspilurum á Akureyri og nágrenni er heimil þátttaka og fer skráning fram á staðnum. Ástæða er til að vekja athygli á því að borðgjald er óbreytt frá því í vor, enda er verðstöðvun í gildi samkvæmt bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar sálugu. Leiðrétting í umfjöllun Dags á föstudag um mannlíf í Tungurétt var farið rangt með nöfn tveggja heið- ursmanna. Annar vegar var Friðgeir Jóhannsson sagður Jóhannesson og hins vegar var Ingvi Antonsson sagður heita Hafliði Friðriksson. Hlutaðeigandi aðilar eru beðn- ir velvirðingar á þessum mistök- um. Fyrsti sumarnicistari Bridgefélags Akureyrar, Ármann Helgason, ásamt Soffíu Guðmundsdóttur sem varð í 2.-3. sæti ásamt Erni Einarssyni. Jón Sverrisson virðist hafa komið Hermanni Huijbens í nokkurn vanda við spilaborðið, ef marka má svipbrigði þcirra. AKUREYRARB/€R Dagvistardeild Akureyrarbæjar augiýsir eftir starfsfólki í afleysingar við dagvistir Akureyrar. Allar nánari upplýsingar á dagvistardeild frá kl. 10-12 í síma 24600. Dagvistarflulltrúi. Svo lentn lærír i_7 sem fífír Innritun í námsflokkana á Akureyri fer fram dagana 21.-30. september kl. 14-19 í síma 25413. Auk náms í námsflokkum er boðið upp á námskeið til smábátaprófs (pungapróf) - en námskeiðið veitir rétt til að stjórna bátum upp að 30 rúmlestum. NÁMSFLOKKARNIR Á AKUREYRI. Lagerstarf Óskum eftir að ráða duglegan og samviskusam- an afgreiðslumann á lager 5 tíma á dag frá kl. 8-13. Kvöldvakt Einnig óskum við eftir starfsmönnum í vefdeild við rakgrind frá kl. 16-24. Styttri vakt kemur til greina. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (220). / * Alafoss hf., Akureyri. Starf óskast! Ung kona óskar eftir starfi. Hefur verslunarpróf frá Verslunarskóla íslands og níu ára starfsreynslu við skrifstofu- og bankastörf. M.a. sem launagjaldkeri á stórum vinnustað, við tölvuvinnslu á bókhaldi, telexsendingar og erlend við- skipti. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 26367. Óskum eftir að ráða laghentan verkamann á verkstæði strax Upplýsingar gefur Örn Jóhannsson í síma 21332. nn i»~^i AÐALGEIR FINNSSON HF BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA FURUVÖLLUM 5 ■ P.O. BOX 209 ■ 602 AKUREYRI ■ ICELAND SlMAR: 21332 & 21552 ■ NAFNNÚMER: 0029-071B 1988 Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur. JrQ nix gæði á verði sem kemur þér notalega á óvart Kæliskápar án frystis, 6 stærðir Kæliskápar með frysti, 6 stærðir K 130 130 ltr. kælir K 200 200 ltr. kælir K 244 244 ltr. kælir K 180 173 Itr. kælir K 285 277 ltr. kælir K39S 382 ltr. kælir KF120 103 Itr. kælir 17 ltr. frystir KF 195 S 161 ltr. kælir 34 ltr. frystir KF233 208 ltr. kælir 25 ltr. frystir KF250 173 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF355 277 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF344 198 ltr. kælir 146 ltr. frystir Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massíf (nær óbrjótanleg) og afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 4-stjörnu frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrím). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir. 4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum skúffum, 5 stærðir El«»«l 4-stjömu frystikistur, fullinnréttaðar VAREFAKTA, vottorð dönsku neytendastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, einangrun, gangtíma vélar og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum. JrQ nix ábyrgd f 3ár FS100 FS17S FS146 FS240 FS330 100 Itr. frystir 175 ltr. frystir 146 ltr. frystir 240 ltr. frystir 330 ltr. frystir HF234 HF348 HF462 234 ltr. frystir 348 ltr. frystir 462 ltr. frystir CT' Rafland hf. Sunnuhlíð 12 - Akureyri - Sími 25010

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.