Dagur - 20.09.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 20.09.1988, Blaðsíða 16
Rafgeymar í bílinn, bátinn, vinnuvéliná Viðhaldsfríir Veljiö rétt merki þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Nýjung á Akureyri: Aka versluninni á milli hverfa - „Draumabíllinn“ fannst austur á Héraði í fyrramálið tekur nýstárleg verslun til starfa á Akureyri. Þessi verslun er þeim kostum búin að henni er hægt að aka Kvótaskorturinn: Togarar ÚA veiða fyrir Húsvíkinga Húsvíkingar hafa nú útvegað Útgerðarfélagi Akureyringa hf. atlakvóta með þeim skilyrðum að þeir fái aflann til vinnslu. Að sögn Gísla Konráðssonar, framkvæmda- stjóra ÚA, hafa þegar verið send 30 tonn af fiski til Húsa- víkur, en þessi viðskipti eru á byrjunarstigi. „Við erum grimmir kaupendur ef þú veist um kvóta til sölu,“ sagði Gísli, en Útgerðarfélagið hefur að undanförnu leitað stíft eftir kaupum á aflakvóta fyrir togara félagsins en lítið orðið ágengt. Gísli sagðist þó vona að úr rættist með tímanum því það sem keypt hefði verið til þessa væri langt frá því að vera nóg. Varðandi viðskiptin við Húsvíkinga sagði Gísli að þau gætu verið beggja hagur. Húsvík- ingar hefðu kannski ekki skip til að veiða upp í úthlutaðan kvóta, en vildu fá fisk til vinnslu, og Útgerðarfélagið þyrfti að fá kvóta til að halda togurunum úti. SS um götur bæjarins. Verslunin er nefnilega bfll. Kjörbíll Skut- uls er nafnið og um er að ræða 9 metra langa bifreið ættaða austan af Héraði. Það er Sæmundur Friðriksson sem hyggst höndla með físk og mat- vöru af ýmsu tagi í þessari sér- hönnuðu kælibifreið. Hugmyndina að verslunarmáta þessum segir Sæmundur vera gamla og í fyrstu hafi hann ætlað sér að smíða bíllinn sjálfur. Þeg- ar hann var á ferð um Egilsstaði í sumar sá hann draumabílinn og það varð ást við fyrstu sýn. Sæmundur hringdi umsvifalaust í kaupfélagsstjóra, en bifreiðin var í eigu Kaupfélags Héraðsbúa. Samningar um kaupin tókust, en kaupverðið er leyndarmál. Bifreiðin, hin 9 metra langa, er af árgerð 1955 og hefur þjónað sem verslun á Héraði í 20 ár. „Við höfum unnið í bílnum dag og nótt síðustu fjórar vikur,“ sagði Sæmundur. Nú er verið að leggja síðustu hönd á hina færan- legu verslun og eins og áður sagði tekur Kjörbíllinn til starfa á morgun. Fyrir hádegið verður bíllinn staðsettur við Bugðusíðu í Glerárhverfi og eftir hádegið verður hann í námunda við Hlíð- arlund á Brekkunni. Til að byrja með verður opið frá kl. 9.00- 18.00, frá mánudegi til föstudags. „Ég er bjartsýnn á að þetta gangi. Annars hefði ég ekki farið út í þetta,“ sagði Sæmundur. mþþ Móðir þessa drengs sagðist ekki þora að líta af honum, en hann er í kút eins og getið er um í fréttinni. Mynd: TLV Varasamir smábamakútar Nokkur umræða hefur átt sér stað meðal sundlaugargesta og þá sérstaklega foreldra ungra barna, um ágæti sund- kúta fyrir yngstu kynslóðina. Fjölmargar gerðir kúta eru á markaðinum en engin þeirra virðist uppfylla þær kröfur að vera fullkomlega örugg. Þorsteinn Þorsteinsson sund- laugarvörður í Sundlaug Akur- eyrar sagðist telja fyrir sitt leyti, að svokölluð björgunarvesti, sem börn er klædd í og þau reimuð, væru öruggust. „Þessi vesti hef ég ekki séð til sölu hér, en það er sama hvernig barnið lendir í vatninu, það réttist allt- af við. Þá eru armhringirnir ágætir, en þeir eru tæplega nóg fyrir yngstu börnin.“ Kútar sem þannig eru hann- aðir, að börnin sitja í þeim eru varasamir. Lítið þarf til þess að þeir velti og þá situr barnið fast í kútnum með höfuðið undir yfirborði vatnsins. Þá eru börn- in ekki nema að litlu leyti ofan í vatninu í þessum kútum og er því gjarnt á að verða kalt. Venjulegir hringskornir kútar eru ágætir til síns brúks, en vídd þeirra verður að eiga við stærð barnsins. Séu þeir of víðir, er hætta á að barnið þreytist við að halda sér uppi og um leið og takinu er sleppt, rennur það úr kútnum. Dagur hafði samband við nokkrar verslanir á Akureyri sem selja sundkúta fyrir börn. Kútarnir með sætunum virðast vera nokkuð vinsælir og aðeins ein verslun hefur til sölu vestin góðu, en það er verslun Sigurð- ar Guðmundssonar. VG Svört skýrsla: Skuldastaða Akureyrarbæjar komin á varhugavert stig í skýrslu Úlfars Haukssonar, fráfarandi hagsýslustjóra Akureyrarbæjar, er dregin upp dökk mynd af fjárhag bæjarfélagsins. Þar segir að raunveruleg framkvæmdageta Akureyri: Hnefínn á lofti - sex gistu fangageymslur Gríðarleg ölvun var á Akur- eyri á laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudags og veit- ingahúsagestir margir hverjir í afar slæmu skapi, að sögn Matthíasar Einarssonar varð- stjóra. Sex manns gistu fanga- geymslur lögreglunnar vegna óspekta. „Það var stanslaust verið að kalla okkur á veitingastaði. Allt- af var hnefinn á lofti og ýmis dólgslæti höfð frammi. Við vor- um farnir að hafa áhyggjur af því hvar þetta myndi enda,“ sagði Matthías. Þá voru 10 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, enginn þó á vitlausri ferð, að sögn Matthías- ar. Hann sagði að eftir að lög- reglan hefði fengið radar í fleiri bíla hefðu ökumenn orðið varari um sig og þessi ráðstöfun væri því greinilega til bóta. SS bæjarsjóðs hafí verið 60 til 110 milljónir króna á ári síðustu 7- 8 árin miðað við verðlag fyrra árs, og með lántökum sé þegar búið að ráðstafa þessari fram- kvæmdagetu 3-4 ár fram í tímann. Skýrsla þessi er dag- sett í maí á þessu ári en fjallað var um hana í bæjarráði 15. september. í upphafi skýrslunnar er talað um orsakir þess að dregið hefur úr rekstrarafgangi bæjarsjóðs á undanförnum árum. Orsakirnar eru m.a. verðtrygging lána og háir raunvextir og aukinn rekstr- arkostnaður í kjölfar aukinna framkvæmda. Skuldir bæjarsjóðs sem hlutfall af tekjum hafa vaxið úr 24,8% 1980 í 56,4% 1987. Hlutfall rekstrarkostnaðar hefur verið á bilinu 80-92% af tekjum á þessum tíma og lengst af yfir 85%. Þar af leiðir að 8-15% af tekjum hafa verið til ráðstöfunar til að standa undir öðrum fjár- skuldbindingum en rekstrar- kostnaði, eða 60 til 110 milljónir á ári. Tekjur bæjarsjóðs hafa ekki aukist að ráði á þessu sjö ára tímabili. Minnt er á að Akureyrarbær beri einnig ábyrgð á lánum Hita- veitu Akureyrar og því sé nauð- synlegt að sýna varúð í lántökum til langs tíma. Það er skoðun skýrsluhöfundar að skuldasöfnun bæjarsjóð sé komin á varhuga- vert stig. Skuldir Bæjarsjóðs Akureyrar gætu, samkvæmt skýrslunni, reynst 550-560 milljónir króna um næstu áramót. Vaxtakostnað- ur af skuldum verður þá líklega um 40 milljónir króna á árinu, með einhverri skekkju til eða frá. Tekið skal fram að hér er aðeins rætt um samningsbundin lán, yf- irdráttarlán eru ekki meðtalin. Skýrslan endar á þessum orð- um: „Með vaxandi hlut lánsfjár í framkvæmdum og rekstri getur dregið að því fyrr en varir að tekjustofnar Bæjarsjóðs Akur- eyrar dugi ekki lengur fyrir rekstrarkostnaði." EHB Starfsfólk sláturhúsa: Kjarasamningar framlengdir Gengið hefur verið frá kjara- samningum starfsfólks sem starfar á sláturhúsum vegna sláturtíðar nú. Voru þeir fram- lengdir frá síðasta ári eins og lög og samningar gera ráð fyrir. „Það var ekki hægt að gera neitt annað,“ sagði Sævar Frí- mannsson formaður Einingar t samtali við blaðið. í viðræðum við starfsfólk komu ekki fram óskir um sérákvæði. Þá sagði Sævar að undanfarin ár hafi verið viðraðar hugmyndir um að taka upp premíukerfi, en ekki virtist áhugi fyrir því. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.