Dagur - 22.09.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 22.09.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 22. september 1988 Auðkúluheiði: Tilhögun gangna fyrr og nú Gangnaforinginn, Jóhann Guðmundsson í Holti við Kúlukvíslarskála. F.v.Óli á Búrfelli, Jóhann gangnaforingi í Holti og Dóri á Löngumýri. Stefán bílstjóri og Guðrún ráðskona sjá um að enginn þurfi að vera svangur. Auðkúluheiði er mikið og gott afréttarland og sennilega cru til óvenjumiklar upplýsingar um þetta afréttarland vegna úttekta á kirkjustaðnum Auð- kúlu til forna. Vitað er um góðar heimildir um Auðkúlu- heiði frá árinu 1600 en eldri heimildir geta verið til. Mikil aukning fékkst við afréttar- landið árið 1890 en þá keypti upprekstrarfélag Auðkúlu- heiðar 3A hluta af Forsæludals- kvíslum en fyrr á árum átti Forsæludalur í Vatnsdal land allt að Langjökli. Það eru bændur í Svínavatns- og Torfa- lækjarhreppum sem eiga upp- rekstur á Auðkúluheiði og verður leitast við lýsa hér til- högun gangna á þessu afrétt- arlandi fyrr og nú og þeim miklu breytingum sem orðið hafa á tilhögun gangnanna vegna breyttra aðstæðna á mörgum sviðum. Tilhögun gangna fyrir aldamót Um miðja síðustu öld og fram um 1870 var göngum hagað þannig að 16 menn fóru í svokall- aða undanleit og lögðu þá upp úr byggð þriðjudaginn í 21. viku sumars. Þeir höfðu fyrsta nátt- stað í Biskupsáfanga við Seyðisá. Daginn eftir riðu þeir suður yfir Kjalhraun, allt suður í Hvítárnes í áfanga þar. Á fimmtudag og föstudag leituðu þeir allt svæðið frá Hvítárvatni og Hvítá, austur að Jökulfalli og norður með því austur í Jökulkrókinn norðan Kerlingafjalla. Síðan norður með Hofsjökli í Blágnípuver sem er hagablettur niður undan Blá- gnípu sem er klettagnípa sem gengur suðvestur úr jöklinum. Þessa sömu daga leituðu undanreiðarmennirnir vestur- hluta þessa svæðis, úr Hvítárnesi upp í Fróðárdal og norðvestur með Langjökli beggja megin Fúlukvíslar og allan vesturhluta Kjalhrauns upp undir Þjófadali og norður að Kjalfelli. Aðrir gangnamenn, um 40 menn, þar af 10 úr Vatnsdal fóru úr byggð á föstudag og höfðu náttstað við Fellakvísl vestan undir Áfangafelli. Á laugardag- inn riðu þeir svo suður í Þjófadal og á sunnudaginn leituðu þeir fjöllin og dalina og vesturhluta Kjalhrauns og allt norður að Seyðisá. Þann dag riðu undan- reiðarmenn aftur suður á há- Kjalhraun og leituðu austurhluta hraunsins upp aftur samhliða Þjófadalamönnum norður að Seyðisá. Var þá allt það fé sem smalast hafði rekið norður fyrir Kúlukvísl. Leitarmenn lágu næstu nótt í Biskupsáfanga, nema Vatnsdælingar sem þá höfðu náttstað í Seyðisárdrögum. Á mánudaginn var svo leitað norður heiðina að Sandá og nátt- staður á Kolkuhól. Þá leituðu Vatnsdælingarnir Kvíslaland, það sem upprekstarfélag Auð- kúluheiðar keypti seinna að stæstum hluta, og ráku féð niður í Vatnsdal. Á þriðjudag leituðu Auðkúlu- heiðarmenn nyrsta hluta heið- arinnar og að kvöldi var féð rekið í Vökuhvamm við Sléttá, suð- vestur frá Stóradal, og vakað yfir því þar um nóttina. í birtingu að morgni miðvikudagsins var féð rekið að réttinni og fjárdráttur hafinn. Réttin stóð þá í Stóra- dalsnesi þar sem hún stendur enn. Hún var byggð það árið 1819 en hafði áður staðið frammi á Sléttárdalnum. Tungnamenn bætast í hópinn Lýsingin þesi á tilhögun gangna nær fram til ársins 1870 en um það leyti fóru Biskupstungnamenn að reka lömb norður fyrir Hvítá og þá að smala landið norður á há-Kjalhraun. Undanreiðar- mönnum á Auðkúluheiði var þá fækkað og ekki sendir nema fimm menn sem áttu að vera til staðar í Hvítárnesi á fimmtudags- morgni í Hvítárnesi til að leita með Biskupstungnamönnum þaðan norður í Gránunes. Þar áttu þeir að taka úr það fé sem var að norðan og gæta þess á föstudaginn á meðan suðurhluti Kjalhrauns var smalaður. Aðrir fimm menn voru sendir í undanreið degi síðar og áttu þeir að mæta Biskupstungnamönnum sunnan í Rjúpnafelli á föstudeg- inum og leita með þeim suður- hluta Kjalhrauns, norður í Gránu- nes. Aðrir Biskupstungnamenn leituðu sama dag ásamt sumum af fyrri undanreiðarmönnum norðanmanna vesturhluta Kjal- hrauns, Þjófadali og Fögruhlíð. Allt fé sem smalaðist þann dag var rekið í Gránurtes og dregið þar í sundur, fyrst aðeins í aðhaldi við Svartá en síðan var byggð rétt í Gránunesi til sundur- dráttar. Álaugardaginn leituði undan- reiðarmenn ásamt nokkrum Biskupstungnamönnum norður yfir austurhluta Kjalhrauns, norður með Hofsjökli að vestan norður í Blönduupptök og síðan niður með Blöndu, að Seyðisá í Biskupsáfanga. Á sunnudaginn var þetta sama svæði leitað upp aftur samhliða gangnamönnum sem höfðu átt náttstað í Þjófadölum. Að kvöldi þess dags var féð kannað við Seyðisá og tóku Biskupstungna- menn sitt fé og ráku það í áttina suður næsta dag. Það tók nokkur ár að fastmóta þær breytingar sem hér hefur ver- ið lýst á fyrirkomulagi gangnanna og var breytingin ekki komin í fast mót fyrr en um síðustu alda- mót. Þegar þessar breytingar urðu hættu Vatnsdælingar að senda nema fimm menn í Þjófa- dali og eftir það smöluðu Áuð- kúluheiðarmenn austurhluta Forsæludalskvísla, vestur að Eyjavatni og fé af því svæði var rekið til Auðkúluréttar. Um aldamótin fengu norðanmenn 1-2 hundruð kindur í Gránunesi en sunnanmenn fengu um 1000 fjár við Seyðisá. Undanreiðin lagðist af árið 1936 Þessi tilhögun gangna hélst að mestu óbreytt fram til ársins 1936 en þá var mæðiveikin farin að herja á fjárhjarðir bænda og sauðfjárveikivarnagirðing sett upp norðan við Kjalhraun á milli Langjökuls og Hofsjökuls. Við það lagðist undanreið af og aðal- gangnamenn hafa ekki leitað nema að þeirri girðingu og verið einum degi skemur í göngunum en áður var. Sauðfjárveikivarnagirðingin var skammt framan við Seyðisá en árið 1954 var hún flutt og sett upp nokkru nær hrauninu og þar stendur hún enn. Fjárskipti vegna mæðiveikinn- ar fóru fram á upprekstrarsvæði Auðkúluheiðar árið 1948. Þá var sett upp önnur girðing þvert á heiðina við Friðmundarvötn og féð haft norðan þeirrar girðingar fram til ársins 1953. Þá voru aðeins hross höfð á heiðinni framan þeirrar girðingar og fóru aðeins 13 menn til að smala þeim. Um 1000 hross komu til Auðkúluréttar Á mæðiveikiárunum fjölgaði hrossum mjög mikið og komu um 1000 hross til Auðkúluréttar þeg- ar flest var. Síðast liðin fjögur ár hefur upprekstur hrossa verið bannaður á Auðkúluheiði og hef- ur hrossaréttin því fallið niður að sinni, hvað sem seinna verður. Nú er kominn þokkalegur akvegur um endilanga Auðkúlu- heiði, til Hveravalla, og eldhús- bíll með ráðskonur um borð fylgja gangnamönnum. 27 menn ganga nú heiðina í fyrri göngum og reka sex þeirra alla hestana til Hveravalla, sem er fyrsti nátt- staður, en hinir gangnamennirnir eru fluttir þangað á bílum. Það munar miklu fyrir hestana að hlaupa lausir til Hvaravalla og vera ólúnir er göngur hefjast. Nú hafa gangnamenn góða skála til að gista í, tjöld og moldarkofar heyra sem betur fer fortíðinni til og hús hafa verið byggð yfir hest- ana í náttstöðum. í fyrri göngum eru hestarnir reknir til Hveravalla á þriðjudegi og allir gangnamenn safnast þar saman um kvöldið. Næsta dag er smalað norður um Kúlukvísl eða Arnarbæli og gist aftur á Hvera- völlum þá um nóttina. Á fimmtu- daginn er lengsta dagleiðin farin, en þá er reynt að smala allt norð- ur að Kolkuhóli og er gist í skála þar um nóttina. Föstudagurinn er síðasti gangnadagurinn og þá er nyrsti hluti heiðarinnar ásamt Blöndugili smalaður og safnið rekið til Auðkúluréttar. Misjafnt er hvað tekst að koma safninu snemma til réttar þann dag en venjan er að sundurdráttur hefj- ist þá um kvöldið og réttarstörf hefjist svo aftur snemma á laug- ardagsmorgninum. Undantekn- ingalítið er féð bílflutt frá réttinni og fjárrekstrar á vegunum eru að mestu horfnir. Þangað til nú í haust hafa 11 menn farið í seinni göngurnar en nú urðu þeir 13 vegna þess að Auðkúluheiðin var smöluð fyrr til fyrrirétta en þær heiðar sem að henni liggja. Göngunum var hag- að þannig að menn og hestar voru fluttir að skálanum á Kolku- hóli á þriðjudagskvöldi. Daginn eftir var vesturheiðin leituð fram, frá Öldum að girðingunni við Hveravelli, af 10 mönnum en þrír menn voru skildir eftir á Kolku- hóli og leituðu vesturheiðina frá Öldum og norðurúr og ráku féð sem þeir fundu að skálanum. Það er mikil dagleið að fara frá Kolkuhóli og leita vesturheiðina upp að Langjökli og niður að Hveravöllum. Á fimmtudaginn var leitað austan við fellin og var dagleiðin þann dag frá Hvera- völlum að Kolkuhóli. Menn og hundar kunnu sitt fag Blaðamaður Dags var staddur á heiðinni þann dag og hitti hann gangnamennina í áningarstað við Kúlukvísl en þar er stansað og menn og hestar fá þar hressingu og því fé sem þá hefur fundist er komið á bíl. Gangnamenn voru hressir að vanda og sagði Jóhann Guðmundsson í Holti, sem var gangnaforingi, að þeir hefðu fengið slæmt veður daginn áður á leiðinni fram en þrátt fyrir það Þessa tók hundurinn Sírí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.