Dagur - 22.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 22.09.1988, Blaðsíða 15
22. september 1988 - DAGUR - 15 Ægir Dagsson úr KA stóð sig vel gegn Norðmönnum. Mynd: ap , Evropukeppni drengjalandsliða: Islenskur sigur - 1:0 gegn Norðmönnum ísland sigraði Noreg 1:0 í Evrópukeppni drengjalands- liða í Reykjavík í gær. Sigur íslendinga var sanngjarn og hefði átt að vera stærri, m.a. brenndi íslenska liðið af víta- spyrnu. Ausandi rigning var á KR-vell- inum á gær og hafði það að sjálf- sögðu áhrif á leikinn. Fyrri hálf- leikur var að mestu tíðindalaus. Bæðin liðin þreifuðu fyrir sér, en náðu ekki að ógna marki and- stæðinganna að neinu ráði. í síðari hálfleik komu íslend- ingar mun ákveðnari til leiks og gerðu harða hríð að marki Norðmanna. Fyrsta færið átti Skagamaðurinn Arnar Gunn- laugsson á áttundu mínútu en honum brást skotfimin í upp- lögðu færi. En hann bætti fyrir mistök sín tveimur mínútum síðar er hann skoraði gullfallegt mark. Eftir sendingu frá Bjarka tvíburabróð- ur sínum lék harin á tvo varnar- menn norska liðsins og vippaði síðan boltanum yfir markvörð- inn. Þeir bræður komu rnikið við sögu í þessum leik því nokkrum mínútum síðar komst Bjarki inn fyrir vörnina en markvörðurinn varði laust skot hans. En skömmu síðar prjónaði Þórhallur Jóhannsson Fylkismað- ur upp kantinn og sendi góða sendingu fyrir markið. Þar kom Bjarki á fullu, skaut að marki og norskur varnarmaður varði með hendi á marklínu. Arnar bróðir hans brenndi hinsvegar af víta- spyrnunni og þar með urðu íslendingar að sætta sig við eins marks sigur. Hjá íslenska liðinu bar mest á bræðrunum Arnari og Bjarka, en þeir voru hinsvegar full kærulaus- ir undir lok leiksins. Ægir Dags- son KA-maður stóð sig með sóma í markinu og einnig átti Ásgeir Baldurs úr Breiðabliki ágætan leik í vörninni. Róðurinn verður erfiður hjá íslenska liðinu á útivelli eftir rúma viku, en ef þeir spila eins og þeir gerðu í seinni hálfleik ættu þeir að eiga góða möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Danmörku í vor. AP Akureyri: Vináttulandsleikur á Laugardalsvelli: íslendingar steínlágu fyrir Ungverjum - Töpuðu 0:3 í undarlegum leik íslenska landsliðið í knatt- spyrnu mátti sætta sig við stór- an ósigur þegar liðið mætti Ungverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í gær. Ung- verjar skoruðu þrjú mörk gegn engu íslendinga og þótt ótrú- legt megi virðast hefðu íslend- ingar með heppni og e.t.v. örlítið meiri vandvirkni getað unnið þennan leik. Þeir réðu gangi hans mest allan tímann en fóru illa með upplögð marktækifæri auk þess sem þeir áttu ekki svar við beittum skyndisóknum Ungverja í fyrri hálfleik og því fór sem fór. íslendingar fóru vel af stað og náðu strax ágætum tökum á leiknum. Þeir héldu boltanum mun meira en gleymdu sér í vörninni og áður en nokkurn varði höfðu Ungverjar skorað þrjú mörk á fyrstu 20 mínútun- um. Svo sannarlega ótrúlegt mið- að við gang leiksins en því miður satt. Eftir þetta gerðust íslendingar enn ákveðnari og réðu öllu spili á vellinum en það dugði ekki til enda framlínumönnum liðsins mjög mislagðir fætur. Þeir fengu fjögur upplögð marktækifæri en allt kom fyrir ekki og staðan í leikhléi var 3:0, Ungverjum í vil. Ungverjar fengu aðeins þrjú færi í fyrri hálfleik en nýttu þau öll og það réði auðvitað úrslitum. I síðari hálfleik héldu íslend- ingar uppteknum hætti. Þeir héldu áfram að sækja mun meira en voru einnig betur á verði gagnvart hinum hættulegu skyndisóknum Ungverja þannig að aldrei skapaðist veruleg hætta við íslenska markið. Strax á fimm fyrstu mínútum seinni hálfleiks fengu íslendingar þrjú ágæt færi en öll fóru forgörðum. Fleiri færi litu dagsins ljós, eitt við íslenska markið en afgangurinn hinum megin á vellinum án þess að það nægði til að minnka muninn, hvað þá jafna. Um miðjan síðari hálfleik fóru leikmenn að missa áhugann og þá dofnaði mjög yfir leiknum. Arn- ljótur Davíðsson kom inn á sem varamaður og hann náði að lífga aðeins upp á íslenska liðið en allt kom fyrir ekki og íslendingar máttu sætta sig við þennan allt of stóra ósigur. Sigurður Jónsson var yfir- burðamaður í íslenska liðinu að þessu sinni. Hann vann mjög vel á miðjunni og hefur ekki leikið betri landsleik í langan tíma. Lið- ið í heild lék á köflum ágætlega en neistann vantaði og undir lok- in datt botninn úr spilinu. JHB Körfubolti: Tindastóll sigraði Þór í æfmgaleik með 102 stigum gegn 76 Tindastóll og Þór léku æfinga- leik í körfubolta í íþróttahúsi Sauöárkróks sl. þriðjudags- kvöld. Heimamenn unnu med 102 stigum gegn 76. í leikhléi var staðan 44-41 fyrir Tinda- stól. Mikil barátta einkenndi þennan leik, mikið af villum, og án efa verður hart barist á milli þessara liða í úrvalsdeild- inni í vetur. Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur og höfðu yfir lengi framan af. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 25-19 fyrir Þór. Sá munur hélst lengi en þeg- ar 3 mínútur voru til leikhlés komSt Tindastóll yfir og náði 3ja stiga forskoti í hálfleik, 44-41. Tindastóll náði fljótlega yfir- höndinni í seinni hálfleik og hafði 10 stiga forskot lengi vel. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 68-57 fyrir Tindastól og upp frá því jókst forskotið jafnt og þétt. Leikmenn beggja liða lentu í villuvandræðum, aðallega Þórsarar, og undir lokin voru ekki margir úr byrjunarliðinu eft- ir inná. Tindastóll raðaði niður körfum í lokin og það var Eyjólf- ur Sverrisson sem sá um að rjúfa 100 stiga múrinn með til- þrifum á síðustu sekúndum leiks- ins. Stig Tindastóls gerðu: Valur Ingimundarson 44, Eyjólfur Sverrisson 21, Björn Sigtryggs- son 12, Sverrir Sverrisson 11, Guðbrandur Stefánsson 8 og Kári Marísson 6. Stigin hjá Þór: Guðmundur Björnsson 21, Konráð Óskarsson 20, Einar Karlsson 10, Kristján Rafnsson og Björn Sveinsson 8, Eiríkur Sigurðsson 6 og Aðalsteinn Þor- steinsson 3. Þess má geta að félögin léku æfingaleik á Akureyri í síðustu viku og unnu Þórsarar þá með einu stigi. -bjb Sænskur íshokkíþjálíari til skautafélagsins? - ákvörðun væntanlega tekin í næstu viku Hugsanlegt er að Skautafélag Akureyrar ráði til sín sænskan íshokkíþjálfara í vetur. Að sögn Guðmundar Péturssonar, formanns skautafélagsins, hef- ur þegar fengist vilyrði fyrir manni frá íshokkífélagi í Vest- erás en hugsanlegt er að skautafélagið fresti þessu fram yfir áramót eða jafnvel þar til á næsta ári. Eysteinn Kristinsson, knatt- spyrnumaður úr Tindastól, var dæmdur í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ á þriðju- dagskvöld. Eysteinn fékk sitt fjórða gula spjald í leik Tinda- stóls og ÍR um síðustu helgi og missir því af leik Tindastóls og UBK í kópavogi um næstu helgi. Ástæðurnar fyrir því að ráðn- ingu þjálfarans verður sennilega frestað um sinn eru einkum tvær að sögn Guðmundar. í fyrsta lagi er þetta spurning um fjárhag félagsins og í öðru lagi er æskilegt að mannskapurinn sé kominn í gott form þegar þjálfarinn kemur en nokkuð mun skorta á það enn. Endanleg ákvörðun verður trú- lega tekin á aðalfundi félagsins í Þá má geta þess að Njáll Eiðs- son, þjálfari og leikmaður með Einherja frá Vopnafirði, var dæmdur í eins leiks bann á sama fundi. Njáli var vísað af leikvelli í úrslitaleik Einherja og Stjörn- unnar um íslandsmeistaratitilinn í 3. deild og missir því af fyrsta leik á næsta keppnistímabili þar sem keppni í 3. deild er nú lokið. JHB næstu viku. Að sögn Guðmundar er það um 60 manna hópur sem stundar íshokkí á Akureyri og eru það menn á öllum aldri. „Við fórum af stað með unglinganámskeið í fyrra en þrátt fyrir það er enn allt of lítið af yngri spilurum," sagði Guðmundur. Eins og kunnugt er festi Skautafélag Akureyrar kaup á frystibúnaði fyrir skautasvell í fyrra en þegar til kom reyndist hann gallaður. í síðustu viku var staddur á Akureyri sænskur mað- ur að yfirfara búnaðinn og er nú talið að hann sé í lagi. Sagðist Guðmundur reikna með að farið yrði að keyra búnaðinn um næstu mánaðamót þannig að ísinn yrði tilbúinn um miðjan október. „Það sem okkur vantar hins vegar mest eru einhverjir til að keppa við. Það er ekki hægt að pína menn áfram á æfingum þeg- ar ekkert er til að keppa að. Útlitið er því miður ekki gott því Reykvíkingar eru nú enn verr settir en undanfarin ár því nú hafa þeir enga aðstöðu," sagði Guðmundur Pétursson. JHB Knattspyrna: Eysteinn í bann Eyjólfur Sverrisson rauf 100 stiga múrinn þegar Tindastóll sigraði Þór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.