Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 5
,24. september 1988 - ÐAGUR - 5 cormino í „Við vorum kallaðir munkabekkuriim“ - Björn Dagbjartsson í Carmínu-viðtali „Já, svona teiknaði Valgarð- ur (Egilsson lœknir) mig á sínum tíma,‘‘ sagði Björn Dagbjartsson forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar íslands og brosti er hann sá Carmínu-myndin af sér. „Ég var alltaf stór eftir aldri og eftir þvíþungur. Það ersjálf- sagt ástæðan fyrir því að ég er sýndur svona breiður á teikningunni, en hvort ég hafi verið lygilega sterkur í œsku læt ég liggja á milli hluta, “ bætti hann við kíminn á svip. Björn Dagbjartsson útskrifað- ist úr stærðfræðideild MA árið 1959 og hélt þá til Þýsklands til efnaverkfræðináms. Hann var spurður hvort verkfræðin hafi alltaf verið það fag sem hann stefndi á. „Já, það má segja það. Þegar ég fór í stærðfræðideildina var ég nokkurn veginn öruggur að ég myndi síðan halda áfram í verkfræðinám. Mér gekk alltaf ágætlega í raungreinunum og það lá því beint við að halda áfram á þeirri braut.“ - Nú kemur fram í textanum að þú hafi verið mikið í félagsmálum skólans. Geturðu sagt okkur örlítið frá því? Nú dæsti Björn, hagræddi sér í stólnum og sagði: „Ég sé ekki eft- ir neinu í sambandi við þau störf, en það var ótrúlegur tími sem fór í þetta félagsmálastúss. Það kom niður á náminu, en það sem mað- ur fékk í staðinn var vel þess virði. Við vorum með hörkubriddssveit Ég starfaði mikið í kringum Leik- félagið og var m.a. formaður þess einn vetur. Ég var formaður Nemendafélagsins einn vetur og svo má ekki gleyma því að ég var forfallinn briddsspilari. Við erum fjórir félagarnir úr MA sem enn höldum hópinn og hittumst hálfs- mánaðarlega til að spila - þetta eru þeir Júlíus Stefánsson útgerð- armaður, Guðmundur Arason og Jón Rögnvaldsson verkfræðingar hjá Vegagerðinni og svo ég. Annars er hálfsvekkjandi að gera sér grein fyrir því að manni hefur farið mjög aftur í spila- mennskunni síðan á mennta- skólaárunum. Við MA-ingar, m.a. Halldór Blöndal og fleiri, spiluðum þá utan skólans og vor- um með hörkugóða sveit.“ - Nú ert þú ættaður frá Mý- vatni. Hvar bjóst þú á meðan á náminu stóð? „Ég bjó alla tíð á heimavist- inni. Fyrsta veturinn bjó ég meira að segja í gömlu vistinni. Sú vist var dálítið einangruð frá hinni heimavistinni og því kynntist maður fólki ekki eins vel. Én síð- an flutti ég næsta vetur og það var allt annað líf. Þegar ég var í skólanum voru gangaslagirnir upp á sitt besta. Ég verð að viðurkenna nú tæpum þrjátíu árum síðar að ég átti hlut í því að brjóta einar þrjár rúður eina vikuna. Þetta gekk yfirleitt stórslysa- laust fyrir sig, en svo kom að því að leið yfir einn piltinn og þá skarst Þórarinn Björnsson skóla- meistari í leikinn og stöðvaði þessa bardaga með harðri hendi. Þá lögðust þessir bardagar af, eft- ir því sem ég best veit.“ Höfðum nóg annað að sýsla en elta stelpur í stærðfræðideildinni með Birni voru eingöngu strákar og var þar þétt setinn bekkurinn því nem- endurnir voru 27. Hann var spurður hvort þeir hefðu ekki saknað stúlknanna. Björn brosti tvíræðu brosi við þessari spurningu og sagði að þeir hefðu haft um nóg ann- að að hugsa en stelpur á þess- nóg annað sýsla en vera að elta munkabekkurinn á þessum árum vegna strákafjöldans. Annars var mjög lítið af stelpum í árgangin- um og ef ég man rétt þá var minna en fjórðungur nemend- anna kvenkyns. Auðvitað var eitthvað um að strákarnir væru með grasið í skónum á eftir einhverjum stúlkum, en fyrir flesta okkar var nóg annað að sýsla en vera#elta veikara kynið úti í bæ!“ - Nú segir í textanum að þú hafir komist til mannvirðinga hjá Vegagerðinni. Er það rétt? „Það er nú varla rétt að segja að ég hafi komist til mannvirð- inga hjá þeirri ágætu stofnun. Hins vegar er rétt að öll námsárin vann ég í vegavinnu og það er athyglisvert að velta því fyrir sér að sumarhýran dugði mér alltaf til að lifa af veturinn. Það er víst ekki mikið af skólafólki í dag sem getur lifað af sumarkaupinu sínu um veturinn. Auðvitað er rétt að kröfurnar voru miklu minni og ekki datt manni í hug að taka sumarfrí. Síðan þurfti maður ekki heldur að hafa áhyggjur af því að finna bílastæði við skólann, eins og virðist vera orðið mikið vanda- mál núorðið, a.m.k. í Reykjavík! Við vorum þrír bræðurnir í MA á sama tíma og allir unnum við í vegavinnu á sumrin. Hinir voru Sigurður, sem nú er búsett- ur í Þýskalandi, og Atli barna- læknir í Reykjavík. „Það er ekki laust við að nianni þyki vænt um skólann.“ Margir góðir MA-ingar voru einnig í vegavinnunni, m.a. Þröstur Ólafsson hagfræðingur og Friðgeir Björnsson verk- fræðingur. Það var því oft glatt á hjalla hjá okkur strákunum.“ Þá kættist Jón Hafsteinn - Færðu sting í hjartað þegar þú sérð gamla skólann þinn? „Já, það er ekki laust við að Úr Carmínu: Ég á órótt ólgu blóð, ég skal standa og verjast og með hug og hetjumóð hermannlega berjast. (Alþr.) Síðan á 19. degi janúarmánaðar 1937 hefur öðru hvoru borið á vatnaskrímsli í Mývatni, er áður þótti með friðsælustu vötnum. Er ýmsum getgátum að leitt, hvað valdi, en þeir, sem gleggst þekkja til, telja þó ekkert yfirnáttúrulegt á seyði. Hér sé einungis um að ræða piltung nokkurn, er býr á bænum Álftagerði þar við vatnið. Heitir sá Björn Dagbjartsson. Björn Dagbjartsson var lygilega sterkur í æsku, það svo, að jafnvel Þingeyingum blöskraði. Hann var margra manna maki við fjölmörg störf, og var hann því fenginn til Austurlands, að tilhlutan búnaðar- sambanda þar, til þess að kenna Austfirðingum vinnubrögð. Dvaldist hann þar um nokkurt skeið, einkum þó í Vopnafirði, og segja menn Austfirðinga örlitlu skárri síðan. Björn nam að Laugum í tvo vetur, tók landspróf og settist í M.A. haustið 1955. Hefur þar ætíð verið ( fremstu röð, bæði í námi og félagsmálum. Hann var formaður Hugins og er formaður Leikfélags- ins, hann hefur gegnt inspectorstörfum, sungið í Karlakórum og spii- að bridds, svo og verið nothæfur til hvers kyns íþrótta. Á sumrum hefur Björn mokað hundruðum tonna af mold (reyndar með vélskóflu) og komist til mannvirðinga hjá Vegagerðinni. Um áhugamál hans mætti skrifa slöttungsþykkar bækur, en fram- tíðin verður víst verkfræði. manni þyki vænt um skólann. Þegar ég var þingmaður reyndi ég alltaf að koma við á kennara- stofunni og ræða við kennarana. Það var alltaf ánægjulegt að ræða við starfsfólkið og sérstaklega við kennarana sem kenndu mér fyrir rúmum þrjátíu árum. Þar má t.d. nefna Gísla Jónsson íslensku- kennara og Jón Árna Jónsson og Aðalstein Sigurðsson. Einnig er eitthvað af gömlum samnemend- um mínum orðnir kennarar við skólann, þannig að tengslin við MA eru alltaf sterk. Sá kennari sem mér er þó minnisstæðastur er Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðikennari. Hann kenndi okkur mjög mikið og lagði sig feikilega fram til að ná til okkar strákanna. Jón var mjög kröfuharður kennari en gerði bæði kröfur til sín og nemendanna. Samkomulagið var mjög gott við okkar bekk, en aftur á móti kom honum illa saman við stærð- fræðibekkinn árinu á undan okkur. Ekki veit ég af hverju okkur kom svo vel saman við hann en þeim ekki. Líklegast hafa þeir haft hugann við aðra hluti en námið, en minn bekkur var aftur mjög iðinn. Stúdentsprófið í stærðfræði var t.d. að einhverju leyti samræmt með hinum menntaskólunum á landinu, MR og ML. Okkar bekkur var með langhæstu meðaleinkunnina og þá kættist Jón Hafsteinn." Nú var síminn farinn að hringja á borðinu hjá Bimi og það reyndist vera langlínusímtal frá Grænhöfðaeyjum. Þar eru íslendingar með þróunarverkefni og okkur því ekki til setunnar boðið að kveðja þennan gamla MA-ing og þakka honum fyrir viðtalið. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.