Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 12
e^TiBéöö1*-^ SI0W5Í&S5 W8 „Það er dásamlegtað sofabakvið pálmatré“ ann sendi ég þetta í fjölritun og gaf þar með út bók. Helmingurinn af efninu er á íslensku og helmingurinn á ensku. Bókin var gefin út í 100 ónúmeruðum og ótölusettum eintökum og fæst hún hvergi. Eg á ennþá tugi bóka, en hef fleygt henni í vini og kunningja við mikla kátínu.“ - Þú hefur líka dundað við smásögur, ekki satt? „Jú, maður er alltaf skrifandi eitthvað en það verður voðalega lítið úr því. Það situr í mér að klára nógu margar sögur til að eiga nóg í hefti, kannski 10-15 sögur, en það gengur hægt. Ég skrifa eina góða sögu á ári og ætli ég verði ekki um fertugt þegar ég get gefið út fyrstu og sennilega einu bókina.“ - Þú hefur kannski lítið skrif- að á íslensku eftir að þú fórst út. „Ég hef ekkert skrifað á íslensku. Það er orðið svo að ég er betur talandi á ensku en íslensku. Það er ferlegt að koma heim og þurfa allt í einu að tala, hlusta og hugsa á íslensku. Síðan tala ég þýsku við mömmu. Þýsk- an er núna komin í þriðja sæti. Ég reyni að halda henni við úti með því að ráðast á hvern Þjóð- verja sem ég kemst í færi við og lesa þýskar bækur.“ „Reagan er venjulegt gamalmenni“ - Snúum okkur að Bandaríkjun- um. Þú fórst í tískunámið fjöl- miðlafræði. Er það draumurinn að segja okkur kvöldfréttirnar í framtíðinni, í útvarpi eða sjón- varpi? „Nei, ég verð sennilega aldrei fyrir framan myndavélarnar, heldur á bak við þær. Ég er á sérstöku sviði fjölmiðlafræði þarna úti sem heitir: Broadcast journalism, og snýst eingöngu unt sjónvarp. Þetta svið skiptist síðan í tvennt; annað hvort að vera fréttamaður eða tæknimað- ur á bak við vélarnar. Ég er á tæknibrautinni, enda hef ég eng- an áhuga á því að standa fyrir framan vélarnar. Það er nóg að horfa á sjálfan sig í spegli svo maður þurfi nú ekki að horfa á „Veit enginn hvort ég giftist þarna Úti.“ Myndir: GB sjálfan sig á skjánum líka. Það má eiginlega segja að ég sé í kvikmyndatökunámi, með þá sérgrein að taka myndir sem passa í fréttir sem eru 1-1VS mínúta að lengd. Þetta er ekki langur tími til að segja frá ein- hverju mikilvægu og hugmyndin er að reyna að gefa meiri upplýs- ingar varðandi fréttina með myndum, „illústrera“ fréttirnar. Þeir segja þarna úti að maður geti aldrei fengið vinnu í þessu nema að hafa farið í vissa þjálfun, sem felst í ólaunuðu starfi við sjónvarpsstöð. Ég var svo heppinn að komast til Wash- ington og vann í sumar hjá Washington Indipendent News. Þetta er nokkurs konar umboðs- aðili. Það var hringt í okkur utan af landi og einhver sjónvarpsstöð vildi fá efni frá Washington í kvöldfréttirnar. Við fórum og tókum upp efnið og sendum það síðan í gegnum gervihnött til við- komandi sjónvarpsstöðvar. „Betur talundi á ensku en íslcnsku.“ Ég vann þarna sem hljóðmað- ur og kynntist aragrúa af míkró- fónum. Ég fór í Hvíta húsið og sá Reagan tala, Jackson sá ég líka, Bush og fleiri toppa. Þetta voru ósköp venjulegir menn, Reagan er bara venjulegt gamalmenni." „Sæki kannski um hjá Sjónvarpinu“ - Ertu búinn að ákveða hvernig og hvar þú ætlar að nota þetta nám? „Nei, það kemur til greina að vinna í Bandaríkjunum en það er mjög erfitt að fá atvinnuleyfi þar. Helst er það hægt ef maður giftist bandarískri stúlku og er öruggur með búsetu. Það veit enginn hvort ég giftist þarna úti. Ég er að velta því fyrir mér að fara til Ástralíu þegar námi lýkur. Ég á töluvert af vinum þar og mig hefur alltaf hálfpartinn langað til að búa þar. Svo er aldrei að vita nema maður sæki bara um starf hjá Sjónvarpinu og flytji alfarinn til Reykjavíkur og fari aldrei út framar. Mér þykir það samt ólíklegt." „Síðan getur maður þess vegna leg- ið í „coma“ fram að næsta degi.“ - Flökkueðlið er þá ekki alveg dautt. „Flökkueðlið er alltaf að drepa mig. Maður er í viku á einum stað og er ekki í ró fyrr en maður er kominn á annan stað.“ - En flakkari eins og þú hlýtur að sjá ísland í öðru ljósi en hinir átthagakæru. Hvernig líst þér á land og þjóð? „Landið er afskaplega fallegt og myndrænt. Mig hefur langað mikið til að koma hingað með kvikmyndatökuvél og gera 15-20 mínútna heimildarmynd um Eyjafjörðinn, Akureyri og nágrenni, til að sýna fólkinu úti. Fólk sem ég hef talað við í Bandaríkjunum veit ósköp lítið um ísland og það væri gaman að geta skellt spólu í tækið og sýnt því hvernig landið er.“ Snjóhúsin hituð upp með rafmagni! - Og losna þannig við eskimóa- ímyndina. „Já, ég er oft spurður hvort ég búi í næsta húsi við eskimóa eða hvort við búum í snjóhúsum. Einn mann hitti ég í Egyptalandi, og sá þóttist fróður. Hann hafði það fyrir satt að við ættum heima í snjóhúsum og að við hituðum snjóhúsin með rafmagni. Hann var mikið að velta því fyrir sér hvernig við kæmum í veg fyrir að snjóhúsin bráðnuðu þar sem það væri svo hlýtt inni í þeim! Vitneskjan um ísland þarna úti er voðalega takmörkuð. Maður sér landið í öðru ljósi en aðrir, t.d. þegar maður er spurður um hluti sem manni þykja sjálfsagðir en aðrir furða sig á. Ég get nefnt drykkjarvatnið, skyrið, fiskinn, mjólkina og smjörið. Það eru svona hlutir sem maður saknar úti.“ Þar með sláum við botninn í þetta spjall. Jens var á leiðinni til Bandaríkjanna aftur. Hann skrapp til íslands í vikutíma til að heilsa upp á móður sína á Krist- nesi, en síðasti veturinn í skólan- um er framundan og hvað síðan tekur við hjá honum er stórt spurningarmerki. SS DANSSKÓLI Scéáu Síðustu innritunardagar Kennsla hefst 26. september Nemendur athugið! Afhending skírteina verður laugardaginn 24. sept- ember milli kl. 14 og 16. Nánari upplýsingar í síma 26624. TILBOÐ óskast í eftirtaldar tjónabifreiðar Volvo 244 ........................... árg. 1978 Mazda 323 4x4 Turbo ................. árg. 1987 Volkswagen Golf ..................... árg. 1986 M M Spacewagon 4x4 .................. árg. 1988 Subaru Sedan ........................ árg. 1983 Bifreiðamar eru til sýnis að Glerárgötu 24. Tilboð leggist inn fyrir fimmtudag 29. september nk. Brunabótafélag íslands Akureyrarumboð Langar þig að starfa í hjálparsveit? Vaxtarræktin Nú fer nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta Akureyri að hefjast, því verður efnt tií kynningarfundar á starfsemi sveitarinnar, þriðjudaginn 27. september kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar Lundi v/Skógarlund. Við leitum að fólki 17 ára og eldra sem hefur áhuga á björgunarstörfum hvar sem er og hvenær sem er. Fólki sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu við margvísleg störf. Allir sem áhuga hafa og vilja kynna sér málið ættu að koma á kynningarfundinn. Þar verður gerð grein fyrir starfinu í máli og myndum. r Vaxtarræktin Iþróttahöll Almennir tímar: Mánud. og fimmtud. kl. 16.30- 20.30. Þriðjud., miðvikud., föstud. kl. 16.30-22.00. Laugard. kl. 10.00-14.00. Byrjendatímar karla: Þriðjud. — föstud. kl. 20.00. Laugard. kl. 11.30. Kvennatímar: Dagtímar: mánud. og miðvikud. kl. 14.00. Kvöldtímar: mánud. og fimmtud. kl. 20.30. Laugard. kl. 10.00. Leiðbeinendur: Sigurður Gestsson, Einar Guðmann, Kristjana ívarsdóttir og Halla Stefánsdóttir. Mánaðargrjald. kr. 2.500.- Frjáls mæting. Nánari upplýsingar í síma 21061.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.