Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - 24. september 1988 „Það er sofabakvið pálmatré“ Menn eru misjafnlega jarð- bundnir. Sumir vilja dvelja á heimaslóðum alla sína tíð, aðrir kjósa að flakka um heiminn. Einn þeirra síðar- nefndu er Jens Kristjánsson, sem nú stundar fjölmiðlanám í Bandaríkjunum. Kannski segir hann okkur kvöldfrétt- irnar í framtíðinni, en að þessu sinni œtlar hann að segja okkurfrá œvintýrum og uppákomum sem hann hefur lent í, t.a.m. á Akureyri og í ísrael. Eflaust muna margir eftir piltinum því Jens þótti fádæma litríkur á mennta- skólaárunum og er það kannski enn. M eð kaffi og kraum- andi pípustert inn- an seilingar hóf Jens frásögn sína. Hann fæddist 14. október 1961 klukkan 6 að morgni og er alinn upp á Kristnesi hjá móður sinni, Ingibjörgu Pálsdóttur, en hún var og er hjúkrunarfræðingur á Krist- nesspítala. Ingibjörg er þýsk, en Kristján, faðir Jens, er íslenskur og búsettur í Reykjavík. Jens er því hálfþýskur og talar íslensku og þýsku jöfnum höndum. Hann segist reyndar vera Sorbi að ein- um áttunda, en það er slavneskur þjóðflokkur sem hluti af móður- ætt hans er kominn af. Fullt nafn hans hefur ekki fengist viður- kennt, en það er hvork meira né minna en: Jens Kristján Línus May Kristjánsson. „Ég ólst þarna upp í sveitasæl- unni og lék mér í heyinu, enda með heymæði mikla. Mamma var Jens Kristjánsson frá Kristnesi lýsir lífshlaupi sínu í ýmsum löndum alltaf að segja mér að vera ekki að leika mér í heyinu, en ég var svo þrjóskur að ég stakk mér af enn meiri krafti í heyið og kom heim hrínandi og bólginn og gat vart andað.“ „Tómas Ingi sagði að ég hefði slæm áhrif á bekkinn“ Við stöldruðum ekki lengi við bernskuminningarnar en Jens gekk í skóla á Hrafnagili. Hann fór síðan í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan á vordögum 1982 eftir fimm ára nám á málabraut. - Pú hefur væntanlega sótt heim í sveitasæluna á sumrin. „Já, ég bjó heima hjá mömmu á sumrin og var þar reyndar með annan fótinn, sinnti hestunum og kettinum. Mamma er með tvo hesta, fékk þá 1972, árið eftir að við fengum köttinn, og ég hef átt annan þeirra síðan. Hinn seldum við 6-7 árum seinna og fjárfestum í hesti sem heitir Gregoríus grámann. Hann er orðinn fjör- gamall og þeir báðir. Kötturinn er líka enn til staðar. Hann varð 17 ára í lok maí. Petta er mikill, stór og ægi- lega feitur köttur. Pyngsti köttur sem ég hef haldið á. Samt eru engin ellimörk á honum. Hann slæst ennþá og þykist eiga Hælið.“ - Snúum okkur að mennta- skólaárunum. Þú vaktir mikla athygli í skólanum, kanntu ein- hverjar skýringar á því? „Nei, öngvar. Ekki nema hvað Tómas Ingi Olrich, þáverandi konrektor, kallaði mig inn á skrifstofu til sín einn daginn og honum þótti ég hafa verið heldui mikið fjarverandi. Hann lýsti því yfir að ég hefði slæm áhrif á bekkinn. Ég skildi ekki hvað maðurinn var að fara og skil það ekki ennþá, eins og ég var blíður nemandi og auðsveipur og með eindæmum áhugasamur. Það kom samt ekki mikið út úr eink- unnunum, enda var ég í hinum alræmda 5.B og sá bekkur hafði ýmislegt annað orð á sér en góðar einkunnir.“ „Röflaði bara á þvsku í Ríkinu“ - Mér skilst þó að þú hafir ekki átt í vandræðum með þýskuna, enda móðurmál þitt, og það hef- ur jafnvel heyrst að þú hafir not- að þýskukunnáttuna til að blekkja saklausa samferðar- menn. „Já, það getur passað. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára þegar ég veðjaði við Jakob Kristinsson um það að ég kæmist í Ríkið og veðj- uðum við um flösku af Kijafa. Ég skondraði síðan í Ríkið og röflaði bara á þýsku, skildi hvorki ensku né aðra tungu, sérstaklega ekki íslensku. Það varð mikið stíma- brak þarna inni því enginn skildi þýsku. Þá fóru þeir bakatil á lagerinn og náðu í mann sem kunni hrafl í þýsku. Þeir voru nú dálítið efins um mig en ég stóð fast á mínu og það endaði með því að ég fékk flöskuna. Kvöldið eftir var ég að rúnta um bæinn og um þrjúleytið um nóttina var bankað á gluggann hjá mér og vinkona mín spurði hvort ég gæti ekki keyrt hana og manninn sem hún var með heim til hennar. Þetta var fyrir utan Sjallann. Jú, það var sjálfsagt. Ég leit ekkert á manninn en við stúlkan spjölluðum mikið saman. Síðan er mér litið í baksýnisspeg- ilinn og sé þá manninn sem seldi mér flöskuna í Ríkinu daginn áður. Eftir það fór ég ekki í Ríkið fyrr en maðurinn hætti að vinna þar.“ - Saknarðu menntaskólaár- anna? „Ja, þetta var mjög skemmti- legur og lærdómsríkur tími. Ef ég ætti að lifa þau aftur hugsa ég að ég myndi breyta ýmsu. T.d. að lesa skólabækurnar, það kemur að góðu gagni stundum, og leggja sum sé meiri rækt við námið en minni rækt við líkams- og sálar- rækt sem fram fór á öldurhúsum bæjarins. Þegar maður eldist og vitkast sér maður hvað þetta var í rauninni vitlaust, en þetta var ægilega skemmtilegur tími og ég hugsa oft til hans með kökk í hálsinum." / / A samyrkjubúi í Israel - Hvað tók við hjá þér eftir menntaskólanámið? Jens rótaði í pípunni og svolgr- aði Braga-kaffið sem hann hefur ekki bragðað lengi, enda ekki algengt í Bandaríkjunum. Hann reif sig upp úr menntaskóla- minningum og sagði með hægð: „Ég vann í eina 15 mánuði á Akureyrarflugvelli sem hlaðmað- ur og fleira. Þá fór útþráin að kræla á sér einu sinni enn. Mamma fór fyrst með mig út þeg- ar ég var tveggja ára og eftir það fórum við út á eins eða tveggja ára fresti, stundum tvisvar á ári. Svo var það einn daginn að stúlka sem ég þekkti kom út úr vél Flugfélags Norðurlands. Ég dröslaði tösku hennar á vagninn og spurði hana hvar hún hefði verið. Hún sagðist hafa verið á samyrkjubúi í Israel og með það sama ákvað ég að drífa mig þangað. Þetta var upphafið að þriggja ára flakki vítt og breitt um heiminn." - Hvernig var að vinna á sam- yrkjubúi í ísrael? „Það var rosalega gott. Mig minnir að það hafi verið í sex daga stríðinu sem landið var lagt í rúst og mikil þörf á sjálfboðalið- um til uppbyggingarstarfa. Þá komu margir Evrópubúar til ísra- el og aðstoðuðu landsmenn við uppbyggingu á búunum. Þarna skapaðist hefð og nú koma þang- að bæði Evrópubúar og Banda- ríkjamenn í stórum stíl, alls kyns flökkulýður, og ég veit t.d. að það eru hópferðir frá Þýskalandi á þessi samyrkjubú. Það eru í kringum 30 sjálfboðaliðar á hverju búi í einu. Ég var þarna að tína banana á ökrunum, þvo diskana í eldhús- inu, skúra gólf og um tíma var ég með stelpu sem vann á barna- heimili og þar sem hún vann á öðrum tíma en ég var ég farinn að gæta barna með henni. Það var mjög gaman." „Það fæst ekkert í eyðimörkinni“ - Hvernig var samkomulagið á samyrkjubúinu? „Það var alveg frábært. Þetta eru mestmegnis flökkukindur sem safnast saman á þessum sam- yrkjubúum og nota það jafnvel sem hvíldarheimili. Þá eru þeir kannski búnir að vera á flakki í 6- 8 mánuði og það er t.d. mjög ódýrt að fara frá Grikklandi til ísrael og setjast að á samyrkjubúi í nokkrar vikur. Þarna skiptast menn líka á upplýsingum og spá í ferðir til Egyptalands eða lengra inn í Afríku. Þetta er að hluta til nokkurs konar upplýsingamið- 24. september 1988 - DAGUR - 11 „Mér datt í hug hvort ég stæði ennþá einhvers staðar í rykinu þegar ég væri fertugur og ætti hvergi heima ... Með það ákvað ég að fara í skóia.“ Mynd: GB stöð því opinberar upplýsingar eru oft af skornum skammti. Það er einn galli við samyrkju- bú: Maður þarf ekki að hugsa þar. Við fáum fæði, húsnæði, vinnufatnað og vasapeninga og þurfum bara að koma okkur í vinnu og vinna okkar 6-8 tíma. Síðan getur maður þess vegna legið í „coma“ fram að næsta degi. Enda drekka menn mikið af bjór þarna og rótsterku anís- brennivíni og fikta við fleira.“ - Hvað varstu lengi í ísrael? „Ég var tvisvar í ísrael, u.þ.b. sex mánuði í hvort skipti. Þá var ég í Egyptalandi í rúman mánuð og ferðaðist um það endilangt í lest. Ég eyddi líka ógurlegum tíma í Sínaí eyðimörkinni, var alltaf að koma þangað, fara og koma aftur. Þetta er dýrðarinnar staður. Það fæst ekkert í eyði- mörkinni, enda ekki hægt að tala um mannabyggð nema þrjá litla staði þar sem Bedúínar bjuggu. Ég var alltaf á einum af þessum stöðum, sem var næst ísrael, oe þar var stórmarkaður mikill. I honum fengust svartar ólífur, pítubrauð, geitaostur, vatn, en ekkert meira. Á þessu lifði maður.“ „Nú á ég hvergi heima“ - Hvað var svona heillandi við Sínaí eyðimörkina? „Eyðimörkin er ólýsanleg. Þetta var alveg við sjóinn og maður bjó ekki í neinu húsi held- ur svaf ég á ströndinni. Þarna voru pálmar, sandurinn, sjórinn og kóralrif, ekkert annað. Það er dásamlegt að sofa bak við pálma- tré, vindurinn kemur bara úr einni átt þarna og hlémegin við trén er blíðalogn. Þangað ætla ég að fara í brúðkaupsferð, þegar að því kemur. Að vísu kom vin- stúlka mín með aðra tillögu um daginn: Óbyggðir Bandaríkj- anna, þannig að við munum sennilega varpa hlutkesti um staðinn." - Eftir þetta flakk fórstu að hugsa um skólagöngu á ný, ekki satt? „Jú, ég sótti um nám í Texas, en til þess að komast út þarf mað- ur að taka enskupróf. Ég hef allt- af verið frekar góður í enskunni en það gerðist eitthvað í þessu prófi og ég féll, fékk 525 punkta en þurfti að ná 550. Ég komst því ekki inn í skólann þetta árið þannig að ég fór í Háskóla Islands í eitt ár, í ensku, tók síð- an prófið á ný og sótti um aðra skóla. Þá fékk ég 661 punkt út úr prófinu, sem þykir gífurlega há einkunn. Kennararnir úti segja mér að þeir þekki engan sem hef- ur náð svona mörgum punktum, hvorki Bandaríkjamenn né útlendinga. Mér var boðinn skólastyrkur frá háskólanum í Mississippi og fór þangað. Ég er búinn með tvö ár og á eitt eftir. Ástæðan fyrir því að ég fór í skóla var sú, að ég var staddur rétt utan við Eilat, sem er syðsta borgin í ísrael. Maður þarf að fara yfir Negev eyðimörkina til að komast upp til Tel Aviv, sum sé upp til mannabyggða. Ég var að reyna að húkka mér far en það gekk ekki og hafði staðið allan daginn í rykinu. Mér datt í hug hvort ég stæði ennþá einhvers staðar í rykinu með bakpoka á bakinu þegar ég væri fertugur og ætti hvergi heima. „Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima", leið í gegnum huga minn. Með það ákvað ég að fara í skóla og reyna að gera eitthvað úr mér, verandi líka með stúdents- próf frá hinum ágæta skóla, Menntaskólanum á Akureyri." „Gat ekki tekið neitt úr sálartetrinu og slett framan í næsta mann“ Þegar Jens var í MA bjó hann á heimavist og síðan á farfugla- heimili á Akureyri. Þar var oft glatt á hjalla og ekki var síður mikið um að vera þar sem hann bjó í Reykjavík meðan hann var í Háskólanum. Hann leigði nefnilega herbergi á Grenimel 9 hjá Halldóri Halldórssyni, sem mjög hefur verið rætt um í sunn- anblöðunum og mikil málaferli hafa spunnist í kringum hann. En á þessu tímabili kom út ljóðabók eftir Jens, Kaktusblóm, undir dulnefninu Mýrkjartan. - Hvað kom til að þú gafst út ljóðabók? „Þegar ég var á flakkinu hafði ég engan sem þekkti mann til að tala við, samræðurnar urðu yfir- borðskenndar og maður gat ekki tekið neitt úr sálartetrinu og slett framan í næsta mann. Til að losa um slíkar tilfinningar setti ég saman vísur og kviðlinga um það sem skeði. Þetta var líka nokkurs konar dagbók. Þegar ég kom til landsins eftir síðustu ferðina sett- ist ég niður og vélritaði kvæðin og þegar ég fór suður í Háskól- Sjá næstu síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.