Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 24.09.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR— 24. september 1988 - frá ferð karlakórsins Heimis í Skagafirði til ísraels og Egyptalands Jerúsalem! - Óljós minning úr biblíusögutímum, þegar takmarkið var það eitt að vera fermdur og losna úr skóla. Jerúsalem! - Vettvangur ógnvekjandi frétta frá fyrstu minningu um þetta nafn, með ívafi ofstækis, haturs og heittrúar. Jerúsalem! - Sveipuð dýrðarljóma af frásögn hinnar helgu bókar um líf og starf Jesú Krists, en þó fjarræn og spyrjandi. Magnþrungið myrkrið virðist þykkt af rökum og kæfandi hita Miðjarðarhafsstrandarinnar. Maður hefur á tilfinningunni að það veiti mótstöðu þegar þéttsetin langferðabifreiðin ryðst inn í það út frá öskrandi þotugný Ben Gurion flughafnarinnar við Tel Aviv, um gróðurríkt og flatt akurlendi í fyrstu, en fer brátt að sækja á brattann. Við erum á leið upp til Jerúsalem. Framandi og nýstárlegt landslagið þýtur hjá og lýsing hraðbrautarinnar nægir aðeins til að merkja forvitni um það sem fjær er í myrkrinu. Það var klukkan 8.25 í morgun mánudaginn 6. júní 1988 að Flugleiðaþotan seig afstað frá flugstöð Leifs Eiríkssonar, í átt til flugbrautarinnar, með félaga úr karlakórnum Heimi í Skagafirði, ásamt fylgdarliði og fararstjórum innanborðs. Ferðinni er heitið til landsins helga, ísraels, og Egyptalands. Greinarhöfundur, Kristján Stefánsson Gilhaga II, með forláta byssu sem hann keypti í ísracl. Þetta er minjagripur, líklcga ættaður frá Suður-Jemen. Skeftið er útskorinn rándýrshaus með ekta villidýrstönnum. að er Guðni Þórðarson og ferðaskrifstofan Sól- arflug sem skipulagt hafa ferðina og Guðni er jafnframt fararstjóri ásamt Sverri Einarssyni. Með í för, og kórnum til liðveislu, eru óperusöngvar- arnir Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson, sömuleiðis Friðbjörn G. Jónsson ásamt eig- inkonu sinni, en honum má lík- lega þakka það fyrst og fremst að þessi ferð var farin. Það er um hádegisbil er við lendum í Heathrow flughöfninni við London til að skipta um farkost. Og hér fáum við fyrst að kynnast reglum og aga þeim er viðgengst víðast út í hinum stóra heimi. íslendingseðlið má því leggja til hliðar í bili þar sem sjálftúrgingsháttur og mannalæti hvers konar verða nú fjötrar á ferð. Bljúg og auðmjúk lötrum við því undirgefin yfirboðurum okkar úr einurn stað í annan, þessa ógnarstóra völundarhúss. Bíða hér, fara þangað, bíða þar, og svo er komið að farangurs- skoðun og yfirheyrslum um hann. Gífurlega ströng gæsla er hjá ísraelskum yfirvöldum vegna sífelldra hryðjuverka og nú erum við spurð spjörunum úr og síðan leidd að töskunum okkar, látin skoða ofan í þær í ásýnd örygg- isvarða og staðfesta að allt sé með sömu ummerkjum. „í hvað margar töskur pakkaðir þú?“ „Bað einhver þig fyrir pakka?“ „Þekkirðu nokkurn í ísrael?“ Að lokum þetta: „Taktu ekki við neinu frá neinum héðan í frá, til ísrael." Málakunnátta ferðalanga er ákaflega takmörkuð, skringileg tilsvör og hegðan eru tíð fyrir- bæri, en spennan, óttinn og eftir- væntingin virka á móti og lam- andi á alla gamansemi. Mjög svo einkennileg stemmning er því ríkj- andi og að einhverjum klukku- tímum liðnum sjáum við út um glervegg hvar Boeing 727 júmbó- þotan er dregin upp að bygging- unni, útgangurinn teygir sig líkt og fílsrani yfir bilið sem á milli er og við göngum um borð. Þetta tröllvaxna ferlíki silast svo af stað í átt til flugbrautar á meðan undr- unarsvipurinn enn og einu sinni uppmálast á andlitum Skagfírð- inganna. Sagt er að sæti séu fyrir 500 farþega, auk farangurs, og áður en varir æðir hún af stað í loftið. Tröllauknir hreyflarnir ryðjast með okkur gegnum skýja- þykknið, norðaustur yfir Alpana og innan tíðar verður Evrópa að baki. Mikið lifandis ósköp er maður nú annars lítill innan um allt þetta: Á vængjum þöndum yfir lönd og álfur í austurveg. Líkt og erfrjáls minn hugursvífur, sjálfur nú sveima ég. Útþráin rík mig hefur hár í haldi. Hve hér er ég smár, á örlaganna valdi. Komið til Jerúsalem Og Miðjarðarhafsbotninn nálgast óðum með strönd nýrrar heims- álfu; Asíu. Vegurinn leitar stöðugt á bratt- ann og Iandið verður hrjóstugra, það lítið af sést, stöku tré á stangli er virðist standa á berum klettaskriðum þar sem vegurinn hefur verið skorinn gegnum ával- ar fjallöldur. Svo birtist Jerúsal- emborg, eða Ijósaslæða sem bylgjast yfir öldur og dali. Innan stundar er staðnæmst við tignar- legt, stórt og nýtískulegt hótelið sem verður okkar aðsetur fyrst um sinn. í flughöfninni niðri á Ben Gurion kom til móts við okkur glaðhlakkalegur karl, kominn vel til ára sinna, eða jafnaldri þess elsta í okkar hópi. Ben Shaloom heitir hann og hefur það hlutverk að vera okkar leiðarljós meðan dvalist er í ísrael. En í ár heldur stjórnin upp á 40 ára afmæli ísra- elsríkis og af því tilefni bauð hún karlakórnum Heimi í söngferð til landsins og greiðir ferðakostnað að hálfu. Sérstök deild í mennta- málaráðuneytinu sér um þessa hlið mála og skrifstofustjóri þeirrar deildar er eiginkona stað- arleiðsögumannsins Ben Sha- loom. Hann er búinn að missa tvær fjölskyldur í stríðinu, fyrr- um óperusöngvari og söng þá í vestrænum óperum. Mjög svo frísklegur og skemmtilegur karl og auðvitað fróður um sögu lands, staða og þjóðarinnar þó ekki sé hann þar lenskur. Hann afhendir nú öllum hattkúf, að mér skildist að gjöf, og til notk- unar í steikjandi sólarhita kom- andi daga. Lyklum að hótelherb- ergjum úthlutað í anddyri, sval- andi ávaxtasafi boðinn meðan beðið er og svo gengur fólk til svefns. Eins og gengur til í lífinu eru ekki allir jafn ánægðir með sitt hlutskipti, en ekki hefðum við hjónin getað hugsað okkur betri vistarveru en þetta herbergi nr. 23 á 7. hæð Knesset Tower hótelsins. Vistlegt, rúmgott og snyrtilegt, snyrting með sturtu, eldhúsbekkur með vaski og tveim eldunarhellum, svalandi loftræst- ing heldur hitastiginu þolanlegu. Þunnt lak til yfirbreiðslu í svefni stingur óneitanlega í stúf við þykkar dún- eða vatteraðar sæng- urnar heima á íslandi. Olíufjallið jafn tignarlegt og Blönduhlíðarfjöllin Þriðjudagurinn 7. júní er vakið með símhringingum korter fyrir níu og nú er mál að rísa. Hlað- borð bíður okkar til morgunverð- ar en margir eru óvanir því að byrja daginn á að borða mikið. Það verðum við þó að gera í þessu ferðalagi því að maður er svo ekki fyrr en síðdegis eða á kvöldin, eftir skoðunarferðir. Egg, brauð, smjör, ostar, súr- mjólk og ávextir líklega í tugatali eru þó freistandi, einkum ávext- irnir, ferskir og ljúffengir. Enda er borðað með bestu lyst að sjá. Þannig gekk þetta til alla daga á morgnana. Máltíðin að kveldi var kjöt að aðaluppistöðu, ýmist nautakjöt, kalkún eða kjúkling- ar, ekki soðnar sósur en mayon- es og ávaxtasalöt í miklum mæli. Mjög mikið og sterkt krydd er notað og kartöflur gegna næstum aukahlutverki við matargerðina, en því meira af baunum, maís og hrísgrjónum. Ávaxtasafinn er þykkur og góður, enda mikið notaður, sem og auðvitað borð- vín og bjór. Kranavatnið er ómengað og gott þarna í Jerúsal- em og engin ástæða til að óttast það, en tortryggni var mikil, a.m.k. fyrst lengi vel á nánast allt sem inn fyrir varirnar kom. Að loknum morgunverði hóf- ust svo skoðunarferðir um sögu- fræga staði og er það auðvitað fastur rúntur sem ferðamönnum er ætlaður þarna, sem og annars

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.