Dagur - 28.10.1988, Síða 1
71. árgangur
Akureyri, föstudagur 28. október 1988
Verslun á tveimur
hæðum
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Málstaður íslend-
inga skaðast
- vegna uppþota og hávaða undanfarið
í hvalamálinu
Haildór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, hélt framsöguer-
indi á aðalfundi Útvegsmanna-
félags Norðurlands í gær. Hall-
dór sagði Ijóst að draga þyrfti
úr veiðum á þorski, karfa og
rækju á næsta ári.
Halldór var spurður sérstak-
lega um hvalamálið áður en fund-
urinn hófst. Hann sagði það
skoðun sína að uppþot og hávaði
um það mál í tengslum við síð-
ustu atburði hefði skemmt fyrir
Sólfell með
30 tonn á
einni viku
í gær landaði Sólfellið 30
tonnum af þorski í Hrísey eft-
ir rúmlega viku veiðiferð.
„Okkur gekk hörmulega þrátt
fyrir að góð veiði hafi verið á
miðunum,“ sagði Guðmund-
ur Kristjánsson skipstjóri í
samtali við Dag.
„Við ætlum að bíta á jaxlinn
og halda áfram með þorskinn,"
sagði Guðmundur en stefnt var
að því að fara út aftur í dag.
Sólfell á nú um 150 tonna
þorskkvóta sem þeir fengu í
skiptum fyrir síldarkvóta, en
skipið fór aldrei á síld. Þá fær
frystihúsið í Hrísey líka fisk upp
í kvótann frá Dalvík. „Það
leggjast allir á eitt,“ sagði Guð-
mundur að lokum. VG
málstað íslendinga frekar en hitt.
Menn þyrftu að horfa til lengri
tíma en nánustu framtíðar í öll-
um málum sem snerta sjávarút-
veg, hvort sem um er að ræða
hvalveiðar, þorskveiðar eða
aðrar veiðar.
í máli Halldórs kom fram að
hann telur vandasamt verk vera
fyrir höndum hvað varðar sam-
drátt í fiskveiðum á næsta ári.
Samræmi þurfi að nást varðandi
reglur um fiskveiðar mismunandi
báta og skipa. Halldór sagði enn-
fremur að honum fyndust ýmsar
nýlegar fjárfestingar í fiskiskip-
um vægast sagt vafasamar.
Sjá nánar á bls. 3. EHB
„Hvor þeirra er ég?“
Mynd: TLV
Árlax í Kelduhverfi:
Ætlar að setja upp aðstöðu
fyrir matfiskeldi á Kópaskeri
Mikil uppbygging mun eiga sér
stað á næstunni hjá Árlaxi í
Kelduhverti og verður m.a.
sett upp aðstaða fyrir matfísk-
eldi á Kópaskeri. Heildar
starfsmannafjöldi fyrirtækisins
verður orðinn um 15 manns
árið 1990, þar af um helmingur
staðsettur á Kópaskeri.
Guðrún Þórhallsdóttir fram-
kvæmdastjóri Árlax sagði í sam-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu:
Rannsóknar sak-
sóknara krafist
- af Landssambandi lögreglumanna
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í Degi var eigendum bátsins
Þóris Jóhannssonar GK 116
afhent aftur nokkurt magn af
viskí og bjór sem gert var upp-
tækt er skrokkur skipsins kom
til skipasmíðastöðvarinnar
Mánavarar á Skagaströnd.
Nokkur umfjöllun hefur orðið
um þetta mál síðan í fjölmiðlum
og í viðtali við DV síðastliðinn
laugardag sagði Jón ísberg, sýslu-
maður á Blönduósi að þetta væri
ekki blaðamatur þar sem það
væri ólöglegt. Góð viðurkenning
það.
Lögreglumaður sá er tjáði sig
um þetta mál við blaðamann
Dags fékk harða áminningu fyrir
að skýra frá því sem þarna gerð-
ist og var áminningin skrifleg og
undirrituð af aðalvarðstjóra við
embætti sýslumannsins. Lög-
reglumanninum þótti hart að
sitja undir ámæli fyrir að hafa
ekki þagað yfir lögbroti emb-
ættisins og vísaði máli sínu til
Landssambands lögreglumanna
og hafa lögfræðingar LL nú kraf-
ist rannsóknar saksóknara ríkis-
ins á meðferð þessa máls við
embætti sýslumannsins.
Nú er eftir að vita hvort jafnt
verður látið ganga yfir þá nafn-
ana „Jón og séra Jón“, því venju-
legum tollgæslumönnum hefur
verið vikið úr störfum ef upp hef-
ur komist að þeir hafi tekið
áfengi undan innsigli. Þetta mál á
sér sennilega ekki neina hlið-
stæðu og verður fróðlegt að fylgj-
ast með framvindu þess. fli
taii við Dag, að á hluthafafundi í
haust hafi verið ákveðið að safna
auknu hlutafé. Ákveðið var að
safna að lágmarki 60% hlutafjár,
eða 15,12 milljónum og að
hámarki 75% eða 18,9 milljón-
um. Fyrir var hlutafé upp á 25,2
milljónir. Nú hefur safnast nægi-
lega mikið til að hægt verði að
innheimta það; um 66% aukn-
ing eða 16 milljónir og 595 þús-
und krónur. Óselt hlutafé er nú 2,3
milljónir en segja má að búið sé
að selja það. Áð þessu hlutafé
standa 106 nýir hluthafar, bæði
fyrirtæki, hreppar, kaupfélög og
einstaklingar fyrir norðan og auk
þess burtfluttir Norðlendingar
búsettir í Reykjavík.
„Stjórnin hefur því ákveðið að
fara út í þá uppbyggingu sem
ákveðin hafði verið. Við munum
setja upp aðstöðu fyrir matfisk-
eldi á Kópaskeri og í sama til-
gangi að bæta við kerum í aðal-
stöðinni í Ártungu Kelduhverfi,"
sagði Guðrún.
Byrjað verður á áð bora eftir
eldisvökva um eða upp úr næstu
helgi. Nú er verið að velja úr til-
boðum um kaup á efni, panta
þau og hefjast framkvæmdir eins
fljótt og auðið er.
Stefnt er að því að framleiða
um 130 tonn af matfiski á næsta
ári en 1990 er stefnt að því að full
afköst hafi náðst með framleiðslu
230 tonna á ári. Þá er reiknað
með að alls um 15 starfsmenn
hafi vinnu við fyrirtækið auk
ígripafólks við slátrun, pökkun
og slíkt.
Fram að þessu hefur Árlax ein-
göngu verið í seiðaframleiðslu.
Þeir halda henni áfram og ráð-
gera að vera með 75 þúsund sjó-
gönguseiði umfram eigin þörf á
næsta ári. Auk þess verða þeir
með um 50 þúsund stórseiði til
sölu á komandi vori. Þá verður
bleikjueldi á næsta ári um 21
tonn og 77 tonn 1990.
„Þótt erfiðleikarnir séu ekki allir
að baki, þýðir ekki annað en að
fara út í þetta. Við erum reyndar
búin að missa af sumrinu sem er
besti framkvæmdatíminn. En
markaðir eru nægir og verð hátt
svo um leið og við höfum eitt-
hvað að selja getum við gengið
inn í samning," sagði Guðrún að
lokum.
VG
Togarar ÚS:
Drangey og Skafti
með góðan þorskafla
Vinna í frystihúsunum þrem í
Skagafírði tekur mikinn kipp
þessa dagana, en bæði Drang-
ey SK-1 og Skafti SK-3 komu
til hafnar í vikunni með góðan
þorskafla. Drangey kom sl.
miðvikudag með um 135 tonn
og Skafti kom til hafnar í
gærmorgun með um 140 tonn.
Ætti þessi afli að duga frysti-
húsunum nokkra næstu daga
til vinnslu, eftir dræma tið að
undanförnu.
Þá landaði Hegranes SK-2 afla
sínum í Reykjavík í vikunni og
uppistaðan í þeim afla var karfi,
alls um 160 tonn. 100 tonn fóru í
sölu á Faxamarkað og fengust
rúmar 2,6 milljónir króna fyrir
það, meðalverð því rúmar 26
krónur kíióið. Rúm 60 tonn fóru
síðan í gámaútflutning. Að sögn
Júlíusar Skúlasonar skipstjóra á
Hegranesinu var karfinn mjög
góður, meðalfallþungi um 1,3
kílógrömm, sem telst gott þegar
karfi á í hlut.
Hegranesið veiddi þessi 160
tonn af karfanum á 5 dögum og á
nú eftir um 200 tonn af karfa-
kvótanum. Skipið fer aftur á
veiðar um helgina og mun þá að
öllum líkindum klára karfann og
selja hann ■ í Þýskalandi 14.
nóvember nk. Þá verða eftir um
300 tonn af þorskkvóta skipsins.
-bjb
Akureyri:
3 árekstrar á
sama hominu
Fjórir árekstrar urðu á Akur-
eyri í gærdag og þar af urðu
þrír þeirra á sama horninu, eða
á horni Gránufélagsgötu og
Glerárgötu.
Þá varð einn árekstur í gær-
morgun á horni Oddeyrargötu og
Brekkugötu. Ekki urðu slys á
fólki í þessum óhöppum en tölu-
verðar skemmdir á bifreiðunum
og í einu tilvikinu þurfti að fjar-
lægja báðir bifreiðarnar með
kranabíl. -KK