Dagur - 28.10.1988, Qupperneq 2
V' HIU’VAfl _ «HC. r PO
2 - DAGUR - 28. október 1988
Tjónabifreið
Til sölu Subaru 1800 st. 4x4 árg. ’86, skemmdur eftir
umferðaróhapp.
Bifreiðin er til sýnis við skrifstofu okkar að Glerárgötu 24.
Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir hádegi mánudaginn
31. október.
BRUIWBtngÉUMiiSUWlS
Akureyrarumboð, sími 23445.
/-------------------\
Vetrarskoðun 1988
Akureyringar - Eyfirðingar
Látið undirbúa bílinn undir veturínn
Innifalið í vetrarskoðun okkar:
★ Vélastilling
★ Vélaþvottur
★ Hreinsun á geyma-
samböndum
★ Mældur rafgeymir
★ Mæld rafhleðsla
★ Skipt um kerti
★ Skipt um platínur
★ Skoðuð viftureim
★ Stillt rúðupiss
★ Mælt frostþol á vél
★ Ljósastilling
★ Loftsía athuguð og skipt
um ef þarf
★ Vætuvarið rafkerfið
★ Bensínsía athuguð og
skipt um ef þarf
Verð kr. 5.500.-
Vandið valið - Við vöndum verkið.
Steinunn Konráðsdóttir
Fædd 05.10.1914 - Dáin 21.10.1988
KVEÐJA TIL ÖMMU
f svölum sunnanblænum
er svífur haustiö að
þá fellur oft til foldar
eitt fölnað rósarblað
og allt sem augað gleður
þá annað svipmót ber.
Hún amma okkar kvaddi
— hún er ei lengur hér. —
Við samhljóm sumarradda
þá setti okkur hljóð,
að vita þig svo veika
þú varst svo þreytt og móð.
En ávallt samt þú áttir
þann yl í líknar mund
sem hlýjar barnsins hjarta
á hljóðri kveðjustund.
Við lítum himinljómann
og Ijúfa heyrum rödd
sem frið í huga færir
þótt frá oss værir kvödd.
Að loknu löngu stríði
nú læknast hjartasár.
Því amma er hjá Guði
sem allra þerrar tár.
Barnabörn.
Bændaskólinn á Hólum:
Námskeið fyrir loðdýrabændur
- gæðaflokkun lífdýra og skinna kennd
Þessa vikuna stendur yfír
námskeið á Bændaskólanum á
Hólum í loðdýrarækt fyrir
bændur í loðdýrarækt. Um er
að ræða 2ja daga námskeið,
sem skiptist í bóklegt og verk-
legt nám. Loðdýrabændum var
skipt í 4 slíka hópa og alls hafa
um 50 bændur víðs vegar af
landinu tekið þátt, aðallega frá
Norður- og Austurlandi. Sams
konar námskeið verður síðan
haldið á Hvanneyri. Fram-
leiðnisjóður styrkir þátttak-
endur á námskeiðið með uppi-
halds- og ferðastyrk.
Leiðbeinendur eru kennarar í
loðdýrarækt við Bændaskólana á
Hólum og Hvanneyri auk sér-
fræðings frá Danmörku, Erik
Jensen. Þá leiðbeina héraðsráðu-
nautar í loðdýrarækt og menn
sem hafa mikla reynslu í grein-
inni. Skipulagning þessara nám-
Ökumaður
ófundinn
Enn er óupplýst máiið er barn
varð fyrir bifreið á gatna-
mótum Þingvallastrætis og
Mýrarvegar á Akureyri mið-
vikudaginn 19. október sl.
Slysið vildi þannig til, að bif-
reið ók á barn á reiðhjóli með
þeim afleiðingum að flytja þurfti
barnið á sjúkrahús. Okumaður
ók á brott og hefur enn ekki gefið
sig fram. Barnið reyndist lítið
meitt. VG
skeiða er alfarið í höndum
bændaskólanna tveggja.
Námskeiðið felst í því að loð-
dýrabændur fá leiðsögn í að
flokka lífdýr, í þessu tilviki
minka, eftir gæðum og einnig
eiga þeir að flokka skinn með
svipaðri aðferð. Áður en sá þátt-
ur námsins hefst fá bændur bók-
legt yfirlit um það af hverju það
er svo mikilvægt fyrir þá að geta
flokkað dýrin eftir gæðum. Með
því er verið að gera loðdýra-
bændum betur kleift að velja þau
dýr sem fara á uppboð, frá þeim
dýrum sem fá að lifa, eða með
öðrum orðum að geta séð út
vænlegustu dýrin frá þeim lök-
ustu. Ávinningur fyrir bændur
með svona námskeiði er mikill og
ber þar hæst að með meiri þjálf-
un þeirra í flokkun ætti að takast
að koma upp betri stofnum innan
búanna.
Nánar verður greint frá nám-
skeiðinu síðar í blaðinu. -bjb
Dreifa plakötum og spum-
ingalistum um umferðarmál
- spjallað við Kristínu Þórisdóttur í tilefni af JC deginum
JC dagurinn er á morgun, laug-
ardaginn 29. október. Félagar í
JC Akureyri munu ganga í hús í
tilefni dagsins og leggja spurn-
ingalista fyrir ungt fólk varð-
andi umferðarmál. Kristín
Þórisdóttir, varaforseti JC
Akureyrar, svaraði nokkrum
spurningum varðandi þetta
verkefni félagsins.
- Viltu lýsa þessu verkefni JC,
Kristín?
„Já, JC fer af stað með verk-
efnið á JC daginn. Verkefni þetta
er unnið í samvinnu við Umferð-
arráð og er um að ræða plaköt
sem við létum útbúa upp úr aug-
lýsingunum Akstur er dauðans
alvara. Við fengum leyfi til að
nota myndirnar hjá Samstarfs-
hópi leikara um umferðaröryggi.
Á sjálfan JC daginn munum við
heimsækja ungt fólk á aldrinum
17 til 20 ára sem er búsett á
Akureyri. Við gefum fólkinu
plaköt og spyrjum það nokkurra
spurninga um umferðarmál og
umferðaröryggi.“
- Hvað verður gert við niður-
stöðurnar eða svörin við spurn-
ingunum?
„Við munum vinna úr spurn-
ingunum og birta þær. Auk þess
verða niðurstöðurnar sendar
Umferðarráði. Þetta eru almenn-
ar spurningar um umferðina.“
- Hvers vegna eruð þið í JC að
einbeita ykkur að umferðarmál-
um einmitt núna?
„JC starfar þannig að í fyrsta
lagi er það félagsskapur fyrir ungt
fólk á aldrinum 18 til 40 ára.
Félagið starfar að uppbyggingu
einstaklingsins og stuðlar að and-
legum og félagslegum þroska
hans. Þetta byggist upp á vinnu
félaganna í þágu byggðarlags og
að ýmsum málefnum. Þetta ár
vinnum við eftir meginþema um
æskulýðsmál. Síðan er landsverk-
efni undir þemanu „Maðurinn og
umhverfið" og síðast en ekki síst
alþjóðaverkefnið „Ungt fólk fyrir
heimsfriði". Við þurftum að
finna mál sem tengdist æskulýðs-
málum og okkur finnst aldrei of
mikið fjallað um umferðaröryggi.
En ég tek fram að á JC daginn
eiga öll JC félög landsins að
vinna að einhverju slíku verkefni
og vonandi gera þau það með
tölu.“
- Hvað eru margir félagar í JC
Akureyri?
Kristín Þórisdóttir.
„Við erum um 22 og ég vonast
til að fá sem flesta til að ganga í
hús á laugardaginn. Við ætlum að
byrja um klukkan eitt og stefnum
að því að ljúka þessu fyrir klukk-
an fimm. Þetta er mikil vinna því
innan bæjarmarkanna eru um þús-
und manns á þessum aidri. Það er
þó aldrei að vita hversu margir
verða heima þegar við komum
með spurningarnar.“
- Hafið þið sjálf alfarið undir-
búið þetta verk?
„Já, við sömdum spurningarn-
ar og létum prenta plakötin. Síð-
an unnum við að því að pakka
þeim inn þannig að þau yrðu til-
búin til afliendingar.“
- Hvernig félagsskapur er JC?
„Ég tel að það sé öllum hollt
að starfa að einhverju leyti í JC.
Það er mjög þroskandi. JC er
skipt í fjögur svið: Svið einstakl-
ings, svið byggðarlags, svið al-
þjóðasamstarfs og svið stjórnun-
ar. Það er ýmislegt sem maður
getur persónulega grætt á því að
vinna að þessum verkum. Við er-
um með námskeið sem haldin eru
um verkefni á þessum sviðum.
Núna erum við t.d. með nám-
skeið sem heitir ísbrjóturinn sem
er til að hjálpa fólki í mannlegum
samskiptum og koma sér af stað.
Við verðum einnig með námskeið
sem hafa verið haldin á vegum
verslunarráðs þ.e. Bansettu
fundina og Óskipulagða stjórn-
andann. En námskeiðahald og
vinna að þroskandi verkefnum er
þungamiðjan í starfi okkar hjá
JC.“ EHB