Dagur - 28.10.1988, Side 15
ííUíiitio: - íu
28. október 1988 - DAGUR - 15
íþróttir
Karfa:
Þetta verður hörkuleikur
- segir Valur Ingimundarson um leikinn gegn Þór
„Leikurinn gegn Þór leggst
þokkalega vel í mig. Þetta
verður jafn leikur og ekkert
gefíð eftir. Við komum til
Akureyrar til að vinna sigur,“
sagði Valur Ingimundarson
þjálfari Tindastóls í samtali við
Dag, aðspurður um leikinn
gegn Þór nk. sunnudagskvöld í
Höllinni á Akureyri í Flug-
leiðadeildinni í körfu.
Valur sagði að munurinn á
þessum liðum fælist f stærðinni,
að leikmenn Þórs væru mun há-
vaxnari. „Það er alltaf erfitt að
koma á Akureyri og spila, Þór
hefur staðið vel í bæði liðum eins
og Haukum og Val. Það sem
mun ráða úrslitum er bara hvort
liðið nær betri degi,“ sagði Valur.
Aðspurður um gengi Tinda-
stólsliðsins að undanförnu sagði
Valur að það væri búið að vera
mjög óheppið. „Annars finnst
mér liðið búið að spila vonun
framar, t.d. í leikjunum gegn
Haukum, Val og KR. Ég átti
ekki von á þetta góðum leikjum
svona snemma. Svo höfum við
dottið mjög mikið niður á útivöll-
um, eins og t.d. gegn Njarðvík,
þar var allt annað lið á ferðinni.
Það virðist vanta að menn
Guðlaugur Halldórsson með hinn glæsilega „Vachun-vasa“.
JÚdÓ:
Guðlaugur hlaut^
tækniverðlaun JSÍ
- Fjóla fékk Murata-ljónið
Guðlaugur Halldórsson júdó-
maður \ KA hlaut tækniverð-
laun JSI í flokki karla yngri en
21 árs. Verðlaun þessi, „Vachun-
vasinn“, voru gefín af Tékkan-
um Michal Vachun árið 1986
en eru veitt nú í fyrsta skipti.
Vachun sem hefur verið ráðinn
landsliðsþjálfari íslands í júdó
og var staddur á Akureyri um
helgina, afhenti Guðlaugi
verðlaunin sjálfur á sunnudag-
inn.
Guðlaugur sem keppir í mínus
78 kg flokki, er vel að þessum
verðlaunum kominn en hann
náði frábærum árangri á keppn-
istímabilinu sem nú er að ljúkja.
Hann sigraði í sínum fiokki á
haustmóti JSÍ fyrir tæpu ári, bæði
í flokki U-21 árs og fullorðins-
flokki og lagði þá m.a. íslands-
meistarann í karlaflokki að velli.
Guðlaugur varð íslandsmeistari í
flokki karla U-21 árs og varð
íslandsmeistari í sama aldurs-
flokki með KA í sveitakeppn-
inni. Hann keppti einnig í sveita-
keppni fullorðinna á íslandsmót-
inu og vann þar allar sínar
glímur.
Á afmælismóti JSÍ sigraði
Guðlaugur í sfnum flokki og varð
annar í flokki fullorðinna. Loks
keppti hann fyrir íslands hönd á
Norðurlandamótinu og hafnaði
þar í 5. sæti í sínum flokki. Hann
lagði þar m.a. Svía að velli sem
stóð þó síðar uppi sem Norður-
landameistari.
En það voru fleiri KA-menn en
Guðlaugur sem fengu verðlaun
fyrir góðan árangur á keppnis-
tímabilinu. Fjóla Guðnadóttir
hlaut Murata-ljónið sem íslands-
meistari kvenna og Svala Björns-
dóttir hlaut tækniverðlaun
kvenna. -KK
„peppi“ sig meira upp fyrir úti-
leiki. En ég á ekki von á öðru en
að framhaldið lofi góðu, þetta er
ekkert gert allt á einum degi,“
sagði Valur.
„Það hafa alltaf verið hörku-
leikir gegn Tindastól og ég hef
trú á því að svo verði einnig nú,“
sagði Jóhann Sigurðsson Þórsari
um leikinn á sunnudag. „Við höf-
um alltaf lent í basli með Sauð-
krækingana en oftast marið sigur.
Nú hefur þeim bæst gífurlegur
liðstyrkur þar sem Valur Ingi-
mundarson er og það þyngir
róðurinn fyrir okkur til muna.
Við leggjum mikið upp úr því
að stöðva hann og Eyjólf Sverris-
son, skytturnar tvær í liðinu, og
ef okkur tekst það stöndum við
uppi sem sigurvegarar,“ sagði
Jóhann Sigurðsson. -bjb/AP
Þad verður örugglega hart barist
leik Þórs og UMFT.
Enska knattspyrnan:
Hvar endar þetta
Tottenham?
hjá
1. deild.
Luton-Arsenal
Manchester Utd.-Norwich
Newcastle-Middlesbrough
Nottingham For.-Liverpool
Tottenham-Southampton
2. deild.
Birmingham-Stoke City
Crystal Palace-Oxford
Hull City-Chelsea
1:1
1:2
3:0
2:1
1:2
0:1
1:0
3:0
Fatlaðir fá
10 milljóiiir
Ríkisstjórnin ákvað á fundi
sínum í gær að afhenda
íþróttasambandi fatlaðra 10
milljónir króna að gjöf vegna
glæsilegs árangurs fatlaðra
íþróttamanna á Heimsleikum
fatlaðra í Kóreu á dögunum.
Þess má geta að Rás 2 verður
með fjársöfnun í gangi í dag til
styrktar byggingu íþróttahúss fyr-
ir fatlaða við Hátún í Reykjavík.
Uppskeruhátíð
golfaraáKróknum
Golfklúbbur Sauðárkróks
heldur síðbúna uppskeru-
hátíð sumarsins nk. laugar-
dagskvöld í skála klúbbsins
að Hlíðarcnda. Hefst hún
með borðhaldi kl. 20.00. Að
því loknu fara fram verð-
launaafhendingar fyrir ýmis
mót sumarsins.
Má þar fyrst nefna Meist-
aramót klúbbsins og æfinga-
mót, sem haldin voru einu
sinni í viku á þriðjudögum.
Þar fást úrslit með því að
leggja saman stig kylfinga úr
þeim mótum yfir sumarið. Þá
má ekki gleyma Bændaglím-
unni, sem fram fór fyrir
skömmu, og mun sigurlið
þeirrar keppni taka við vegleg-
um verðlaunum. Einnig verð-
ur sýnt myndband frá Bænda-
glímunni. Þegar öllu þessu
lýkur má búast við að kátt
verði í Hlíðarendakoti fram
eftir nóttu. -bjb
Ipswich-Portsniouth 0:1
Oldham-Bournemouth 2:0
Plymouth-Shrewsbury 0:0
Sunderland-Blackburn 2:0
Watford-Barnsley 4:0
Bradford-Leeds Utd. 1:1
Brighton-Walsal! 2:2
Leicester-Swindon 3:3
W.B.A.-Manchester City 1:0
• Kingsley Black jafnaði fyrir
Luion úr aukaspyrnu eftir að
Alan Smith hafði skorað fyrir
Arsenal.
• Glen Cockerill skoraði bæði
mörk Southampton, en áður
hafði Raymond Wallace komið
Tottenham yfir með sjálfsmarki.
• Brian Rice og Neil Webb
skoruðu mörk Forest gegn
Liverpool, en auk þess misnotaði
liðið vítaspyrnu. lan Rush skor-
aði mark Liverpool.
• Mark Hughes skoraði fyrst
fyrir Man. Utd. gegn Norwich,
en þeir Mike Phelan og Andy
Townsend skoruðu tvívegis á síð-
ustu 6 mín. leiksins fyrir
Norwich.
• Brasilíumaðurinn Mirand-
hinha gerði tvö af mörkum
Newcastle gegn Middlesbrough.
• Oxford tapaði ekki aðeins
leik sínum í 2. deild í vikunni
heldur var framkvæmdastjórinn
Mark Lawrenson rekinn eftir að
hafa misst stjórn á sér þegar
Dean Saunders þeirra besti
leikmaður var seldur til Derby
fyrir eina milljón punda án hans
vitundar. Brian Horton hefur
tekið við af honum.
• Howard Kendall afþakkaði
boð um að gerast framkvæmda-
stjóri Newcastle, en hann er nú á
Spáni. Þ.L.A.
íþróttir
helgarinnar
Það er þó nokkuð um að
vera á íþróttasviðinu á
Akureyri um helgina. Hæst
ber þar leik körfuboltaris-
anna á Norðurlandi, Þórs og
Tindastóls, í Iþróttahöllinni
á Akureyri á sunnudags-
kvöldið kl. 20. KA leikur
sinn fyrsta heimaleik í 1.
deildinni í blaki í Glerár-
skóla á laugardaginn kl.
14.30. Einn riðill í 3. flokki
kv. fer fram í Iþróttahöllinni
á laugardag og keppa þar
m.a. KA og Völsungur. Sú
keppni byrjar kl. 12.30.
Þór og Tindastóll
á sunnudagskvöldið
Það verður örugglega hart
barist hjá nágrannaliðunum
Þór og Tindastól í Flugleiða-
deildinni á sunnudagskvöldið.
Bæði liðin hafa sigrað í einum
leik og þurfa nauðsynlega að
bæta við stigum til að bæta
stööu sína í deildinni. Það má
búast við að fjöldi manns konri
frá Sauðárkróki aö fylgjast
með leiknum og er því líklegt
að stemmning verði í Höllinni
á sunnudagskvöldið.
Gestur Éinar Jónasson, sem
fengið hefur viðurnefnið
útvarpsmaðurinn ósigrandi,
mætir í vítaskotakeppnina og
andstæðingur hans að þessu
sinni er Hörður Túliníus.
KA mætir HSK í blaki
KA-drengirnir í blaki mæta
HSK í Glerárskóla á laugar-
daginn kl. 14.30. KA stóð sig
mjög vel fyrir sunnan í tveim-
ur fyrstu leikjunum og lögðu
þá ÍS og íslandsmeistara
Þróttar. Kínverjinn Fei, sem
þjálfar og leikur með liðinu,
virðist vera að gera góða hluti
með þessa drengi og verður
athyglisvert að sjá þá í sínum
fyrsta heimaleik.
KA og Völsungur
í 3. flokki kvenna
Einn riðill í 3. flokki kvenna
fer fram um helgina á Akur-
eyri. Þctta er svokölluð 3.
deild og þar spila m.a. KA og
Völsungur. Eitthvað hefur
verið um að lið að sunnan hafi
afboðað þátttöku í þessum
riðli og sannast það hér enn
einu sinni að mun lengra er frá
Reykjavík til Akureyrar en frá
Akureyri til Reykjavíkur.
Þetta var nú bara smá úturdúr
og keppnin hefst kl. 12.30 í
íþróttahöllinni á laugardag.
Aðrir yngri flokkar Þórs og
KA keppa utan sinnar heima-
sveitar. 5. flokkar KA og Þórs
keppa í Breiðholtsskóla og 3.
flokkur Þórs keppir í Hafnar-
firði. 3. flokkur KA keppir
hins vegar í Hveragerði og 3.
fl.kv hjá Þór keppir f Selja-
skóla.
Sjómenn athugið!
Ávallt til línuefni og ábót.
Setjum upp línu.
Ennfremur flestar aðrar útgerðarvörur
SANDFELL HF
v/Laufásgötu • Akureyri • s. 26120
3