Dagur - 03.11.1988, Side 9

Dagur - 03.11.1988, Side 9
3. nóvember 1988 - DAGUR - 9 Loðdýrabú Bændaskólans á Hólum, þar sem hluti af verklega námskeiðinu fór fram, Hólastaður í baksýn. Hvanneyri. Fyrst var Ævarr tek- inn tali og hann beðinn að skýra hvernig kennsla á flokkun skinna fer fram. „Við erum að reyna að kenna þeim að taka út bestu skinnin og heimfæra það yfir á lífdýravalið, sýna hvaða atriði það eru í skinnunum sem á að skoða og ná út gæðum á þann hátt. Það er í raun og veru gert það sama á báðum stöðum, við erum að reyna að ná fram bestu dýrunum og bestu skinnunum. Það er öðruvísi, kannski, að skoða dýr en að skoða skinn og við reynum að tengja þetta svolítið saman. Markmiðið er, í báðum tilfellum, að gera eigendur dýranna hæfa til þess að velja bestu dýrin til skinnaframleiðslunnar." Þegar þrengist um á markaðinum verða loðdýrabændur að standa sig sjálflr Álfheiður Marinósdóttir hafði nóg að gera við að leiðbeina áhugasömum loðdýrabændum við flokkun skinnanna, en hún hefur yfirumsjón með námskeið- inu fyrir hönd Bændaskólans á Hólum. Það tókst að króa hana af og fyrst var Álfheiður spurð hvernig henni fyndist þátttaka á námskeiðinu. „Mér hefur fundist hún heldur dræm, miðað við hvað hefði mátt búast við. Þetta lagaðist þegar líða tók á, menn voru svolítið seinir að taka við sér. Námskeið- ið var auglýst í bréfi til allra loð- dýrabænda og einnig auglýst í útvarpi. Fólki finnst kannski langt að fara og sumir eiga erfitt með að komast að heiman á þess- um tíma. Það spilar líka inn í þessi deyfð sem er í loðdýrarækt- inni, þetta lága skinnaverð, menn virðast halda að sér höndum. Það er um að gera að læra þetta núna, bændur verða að gera það. Þegar þrengist um á markaðinum verða bændurnir að standa sig, prívat og persónulega." Nú var Álfheiöur kölluð til cins nemandans og fylgdi hlaða- ntaður henni þangað. Þegar hún var búin að sinna nemandanum gaf hún lýsingu á hvcrnig góður feldur væri. „Hárin eiga að vera kringlótt, ekki köntuð. Kringlótt hár, þá eru þau alveg bcin og eiga að liggja samhliða, ekki vera bogin út á við. Þau eiga að þekja allt skinnið, það eiga að vera jafnmörg hár inni í miðjunni og úti á brún. Yfirhárin, eða vind- hárin, eiga að þekja undirfeld- inn, eða þelið, og undirfeldurinn á að vera það stinnur að hann haldi vindhárunum stífum og beinum, ekki þannig að hárin leggist hvert að öðru eins og indíánatjald." Næst fékk blaðamaður smá leiðbeiningu í að sjá út besta skinnið. Greinilegt var á Álfheiði að hún var þrælvön við þá iðju. Fyrir frarnan okkur lágu l() minkaskinn á borðinu og fyrir leikmann virtust þau öll vera cins í fyrstu. Þegar betur var að gáð var hægt aö sjá einhvern mun, cn ljóst er að það er rnikil kúnst að sjá út bestu skinnin. Það er í þessu, eins og flestu, að æfingin skapar meistarann. -bjb „Það þarf góða sjón og góða fingurgóma“ - rætt við Sigurjón Tobíasson frá Geldingaholti, einn þátttakenda á námskeiðinu Þegar blaðamaður leit inn í I Sigurjón Tobíasson minka- hesthús Bændaskóians á bónda frá Geldingaholti í Hólum, þar sem kennsla í Skagafírði. Sigurjón er nýbyrj- flokkun skinna fór fram á nám- aður með minkinn, fékk fyrstu skeiðinu, hitti hann að máli | dýrin í janúar sl., rúmlega 100 „Þetta er æfing og aftur æfing“ - segir Sveinn Sveinsson loðdýrabóndi frá Frostastöðum Einn af nemendunum á nám- skeiðinu var Sveinn Sveinsson, loðdýrabóndi frá Frostastöð- um í Skagafírði. Sveinn var að fíokka minkinn þegar blaða- maður náði tali af honum og lét minkurinn vel í sér heyra, greinilega ekki sérlega ánægð- ur með þá meðferð sem hann þurfti að þola á námskeiðinu. Sveinn er með bæði refí og minka á sínu búi, með 300 minkalæður og um 40 refalæð- ur. Sveinn byrjaði á refnum fyrir 4 árum og ári seinna byrj- aði hann með mink. Hann er eingöngu með loðdýraræktina og sagðist hann ætla að fara að drepa refínn. „Það er ekki glóra í að vera með refínn, eins og staðan er í dag,“ sagði Sveinn. Aðspurður um hvernig honun Sveinn Sveinsson frá Frostastöðum í Skagafirði við að flokka minkinn. minkalæður. Sigurjón ætlar að stækka við sig í vetur, byggði stærri minkahús í sumar, og stefnir á að vera með um 500 minkalæður. Áður en Sigurjón fyndist námskeiöið sagði Sveinn að það væri mjög gott og nauð- synlegt. „Þótt þetta sé stuttur tími, þá verður maður margs vís- ari á námskeiðinu, en þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi. Þetta er æfing og aftur æfing, fyrst og fremst, að sjá hvað er best og hvað lélegast viö dýrin." - Ferðu svo beint út í hús að flokka þegar þú kemur heim af námskfeiðinu? „Nei, ekki alveg. En í rauninni ætti maður að gera það, það veit- ir ekki af. Eins og staðan er núna með refinn, þá er á mörkunum að hægt sé að lifa af þessu." Þegar hér var komið sögu voru minkarnir orðnir æði háværir, og það svo að mannamál rétt heyrð- ist. Sveinn var því ekki truflaður meir við að flokka minkinn og blaðamaður kvaddi og hélt för sinni áfram. -bjb „Þetta er ekkert sem lærist í eitt skipti fyrir öll,“ segir Sigurjón Tobíasson frá Geldingaholti í Skagafiröi, sem er nýbyrjaöur í loö- dýraræktinni. byrjaöi á minknum var hann meö sauöl'é og mjóikurkýr, en hætti síöan með kýrnar. „Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að byggja nýtt fjós. Ég var ekki með það mikinn fullvirð- isrétt að ég ákvað að prófa minkinn,“ sagði Sigurjón. Sigurjón sagði, aðspurður, að sér fyndist námskeiðið mjög gott og væri nauðsynlegt fyrir bændur. „Við höfum ekki fengið mikla menntun í þessu. Við verð- um að vera eitthvað sjálfbjarga, að geta valið lífdýr t.d. og vita hvort dýrið er lélegt eða gott. Það er ábyggilegt að þetta lærist ekki á einu námskeiði. Ég býst við að ef maður kemur hér aftur næsta vetur þá kannski fer maður að fá meira út úr þessu. Menn þurfa að hafa vissa tilfinningu fyrir þcssu, held ég, góða sjón og góða fingurgóma." - Feróu ekki að flokka mink- inn þegar þú kemur heim? „Jú, jú, það liggur fyrir núna að ég þarf að grófflokka minkinn. Við fáum aðstoð í haust við að flokka lífdýr, en þá verð- um við að vera búnir að flokka frá þaö lélegasta a.m.k. Það er fátt fólk í þessu ennþá og það eru margir sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er verið að segja okkur það núna að við verðum að sjá um okkur sjálf í þessu að stærstum hluta, eftir 2-3 ár.“ - Er ekki ánægja á meðal loð- dýrabænda með þessi námskeið? „Jú, það held ég. Hins vegar held ég að það sé ekki nægilega almenn þátttaka, að manni heyr- ist. Þetta fer kannski eitthvað eft- ir svæðum. Það er enginn vafi á því að þessi námskeið eru mjög góð. Eins og einn leiðbeinandinn sagði okkur, þá þurfa vanir flokkunarmenn að fara á nám- skeið alltaf öðru hvoru til að endurhæfa sig. Þetta er ekkert sem lærist í eitt skipti fyrir öll.“ -bjb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.