Dagur - 04.11.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 04.11.1988, Blaðsíða 7
4. nóvember 1988 - DAGUR - 7 Séð yfir hluta kirkjugarðsins á Akureyri. Mynd: TLV inu hjá Minjasafnskirkjunni, en hún var fyrsta sóknarkirkja Akureyringa. Fyrstu áratugina var boriö úr kirkjunni upp hrekk- una í garðinn og var þaö oft hált og erfitt á veturna. í mestu hálk- unum var strengdur kaðall eftir stígnum og burðarmenn fikruðu sig eftir honum upp brekkuna með kisturnar á milli sín.“ I kirkjugarðinum hafa nú verið jarðsettir á 6. þúsund manns. Þar hvíla m.a. þjóðsagnapersónur eins og Matthías Jochumsson skáld, í elsta hluta garðsins. I garðinum eru að jafnaði um 90 jarðarfarir á ári. Þar starfa að jafnaði fjórir fastráðnir menn allt árið og á sumrin er ráðið aðstoð- arfólk. Starfið felst aðallega í verkstjórn og viðhaldi fyrir utan jaröarfarirnar. Yfir sumarið ligg- ur mesta vinnan í hirðingu; slætti og þvílíku, frágangi á minnis- merkjum og steinum sem koma. Dýrlegur staður Aðspurður sagðist Dúi kunna vel við sig í garðinum. „Fað hefur orðið mikil hugarfarsbreyting þessi ár sem ég hef verið hér. Ég man þegar ég var fyrst með krakkana mína hér upp frá, að fólk var að hneykslast á því að ég væri með börnin í kirkjugarðin- um, en þetta er dýrlegur staður. Nú hefur umgangur um garðinn aukist gífurlega og er sérstaklega hátíðlegt um jólin þegar fleiri þúsund manns koma hingað. Ljósakrossar skátanna setja þá líka mjög hátíðlegan svip á garðinn. Pá hefur áhugi fólks á að hirða um leiðin líka aukist mikið. Þeir sem einu sinni hafa komið, koma aftur og aftur. í garðinum er ekki grafreitur fyrir ösku. Dúi sagði einfaldlega að þörfin væri ekki til staðar þar sem enginn hafi bcðið um slíkt. Komi hins vegar fram slík ósk, verður orðið við henni. Einstaka sinnum kemur aska annars staðar að og hefur þá venjulega verið gert ráð fyrir að grafa hana hjá öðrum ættingja. Utför hefur þá venjulega farið fram annars staðar, en þegar askan er jarðsett er prestur þó viðstaddur og athöfnin fer hátíðlega fram.“ Hér sláum við botninn í spjall- ið við Dúa. Skyldan kallar; hann ók í burtu á dráttarvélinni því upplagt er að nota góða veðrið til garðstarfanna. VG Dúi Björnsson er kirkjugarðs- vörður og hefur hann gegnt því starfi síðan 1960 að hann tók við af föður sínum sem hafði verið kirkjugarðsvörður á undan hon- um eða frá 1935. Við báðum hann að fræða okkur um hvað gert hefur verið og hvað fram- undan er. „Hér hefur verið gróðursett mikið af plöntum, götur malbik- aðar og hellulagt víða auk þess sem til stendur að malbika stíg- ana milli leiðanna. Þá hefur húsið verið stækkað og tæki keypt. Enn er eftir að gróðursetja meira og svo er meiningin að setja upp klukknaport í miðjum garðinum. Samkvæmt lögum á að hringja kirkjuklukkum þegar borið er inn í garðinn, en þar sem kirkjan er ekki nálæg, verða klukkur settar í garðinn. Þá erum við að undirbúa nýtt land til stækkunar á garðinum." Um 90 jarðarfarir á ári - Hvað er það mikil stækkun? „Þetta er um þriðjungs stækkun. Þar á eftir að gróður- setja og leggja stíga, svo hér verður hægt að jarðsetja áfram í einhverja áratugi. Þessi garður var tekinn í notkun 1864 í horn- Þeir Ingólfur Herbertsson t.v. og Guðmundur Ingi Hraunfjörð eru fastir starfsmenn í kirkjugarðinum en starf þeirra felst að stórum hluta í almennri garðvinnu. Mynd: tlv Lokað Skipaafgreiðsla KEA verður lokuð föstudaginn 4. nóvember frá kl. 12.00 á hádegi vegna jarðarfarar Sigfúsar Jónssonar, fyrrverandi verkstjóra. V________________I________________/ Þetta hús við Munkaþverárstræti 27 er til söiu. Húsið er um 195 fm ásamt um 39 fm bílskúr. Mjög miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu. Má þar nefna nýlegt þak, gluggar, gler, innrétting í eldhúsi, viðbygging, bílskúr o.fl. Skipti á 3ja eða 4ra herb. íbúð á Brekkunni koma til greina. Fasteignasalan Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Solnes hrl . Jon Kr Solncs hrl oq Arm Palsson hdi Solust. Sævar Jonatansson Nviar Bœkurnar sem beðið er eftir Fóst í bókabúöum og blaösölum um allt land SNORRAHÚS Strandgötu 31 ■ Akureyri • Sími 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.