Dagur - 04.11.1988, Síða 11

Dagur - 04.11.1988, Síða 11
4. nóvember 1988 - DAGUR - 11 Gallerí AllraHanda: Heimilisiðn- aður og listmunir í Gallerí AllraHanda á Akureyri, eru til sölu og sýnis íslenskir list- munir eftir marga af okkar viður- kenndustu listamönnum í ýmsum listgreinum, svo sem í grafík, leirlist, silfursmíði, myndvefnaði og textil. Þá er þar einnig að fá norðlenskan heimilisiðnað og íslenska ilmvatnið. Gallerí AllraHanda er til húsa að Brekkugötu 5, efri hæð. Það er opið á fimmtudögum frá kl. 16.00-18.00, á föstudögum frá kl. 13.00-18.00 og á laugardögum frá kl. 10.00-12.00. Aðrir opnunar- tímar eru eftir samkomulagi. Þessir ungu Þórsarar sem heita Friðrik Baldur Guðbjartsson, Héðinn Jónsson, Baldvin Zophaníasson, Valur Vestniann og Sævar Þröstur Eysteins- son héldu hlutaveltu á dögunum til styrktar bvggingu félagsheimilis Þórs. Þeir söfnuðu kr. 4000.- S Ataksverkefnið á Húsavík: Idýfu- og fiskréttasmökkun á laugardag verkefnisins síðar í haust og þá verður stofnaður verkefnahópur til að hrinda málinu í fram- kvæmd. IM Verkalýðsfélög lögð niður? Húsvíkingum gefst kostur á að koma í Félagsheimili Húsavik- ur kl. 15.00 á laugardag og smakka ídýfur og fiskrétt sem Börkur Emilsson matreiðslu- meistari mun kynna. Fólk verður beðið að láta álit sitt á réttunum í Ijós, og ef þeir líka vel verður stefnt að fram- leiðslu þeirra á Húsavík. Átaksverkefnið á Húsavík stendur fyrir kynningunni á uppskriftum Barkar að ídýfum og fiskrétti. Ef þessir réttir líka vel verður framleiðsla þeirra eitt af verkefnunum sem fyrir verður tekið á leitarráðstefnu Átaks- Á að leggja niður verkalýðsfé- lög? Þetta verður umræðuefni í Mælsku- og rökræðukeppni JC íslands sem fram fer hér á Akur- eyri á morgun, laugard. 5. nóv. Það eru JC Súlur og JC Reykjavík sem leiða saman hesta sína. Reykvíkingar vilja verka- lýðsfélögin feig, en norðanmenn með verkalýðsleiðtogann sinn í broddi fylkingar telja hlutverki verkalýðshreyfingarinnar langt í frá lokið. Keppnin fer fram í Ljósgjafa- salnum, Gránufélagsgötu 49, og hefst kl. 18.00 stundvíslega. Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með keppninni eru vei- komnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Þegar verslað er til helgarinnar liggur leiðin í Hrísalund 5 ★ Þar er úrval afgóðum vörum ★ Þar er hagstætt vöruverð ★ Þar er góð þjónusta Svo styður þú uppbyggingu að betri bæ Notaðu endurskinsmerki og komdu heil/l heim. iIxeroar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.