Dagur - 11.11.1988, Page 6

Dagur - 11.11.1988, Page 6
« - 'ÐAGUfi -11? nóvember 1988 Jólabasarinn okkar verður í Blómaskálanum Vín, sunnudaginn 13. nóv. kl. 13.30. Kristnesspítali. Hvað er að gerast AKUREYRARB/tR Hundaeigendur Akureyri Lögboöin hundahreinsun veröur í áhaldahúsi Gróörarstöövarinnar á Akureyri föstudaginn 11. nóv. kl. 16-18 og laugardaginn 12. nóv. kl. 10-12. Hundaeigendur framvísi kvittun fyrir ábyrgðar- tryggingu og greiði leyfisgjald kr. 3.360.- Hundurínn skal vera fastandi hreinsunardaginn. Eftirlitsmaður með dýrahaldi. Rúllukragabolir í ýmsum litum. Verð kr. 805.- Joggingpeysur renndar. Verð kr. 2.380.- Jakkapeysur á fullorðna. Verð kr. 1.925,- Prjónapeysur á fullorðna. Verð kr. 2.565.- Black Jack komnar aftur. Verð aöeins kr. 960.- Leðurhanskar herra. Verð kr. 1.195.- Leðurhanskar dömu. Verð kr. 1.150.- lll msL • 9 EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 Hjálparsveit skáta: Ganga í hús og selja sjúkraspjöld Landssamband hjálparsveita skáta stendur um þessar mund- ir fyrir sölu á svonefndu „sjúkraspjaldi heimilisins“, og veröur spjaldið boðiö til sölu um allt land um helgina. Mark- mið hjálparsveitanna með söl- unni er að stuðla að bættri þekkingu á heimilum í skyndi- hjálp, hvetja almenning til að cignast nauðsynlegustu sjúkra- gögn og alla um leið fjár til starfsemi hjálparsveita skáta. Gunnar Gíslason, formaður Hjálparsveitar skáta á Akureyri, sagði að nemendur úr Mennta- skólanum á Akureyri, Hjálpar- sveit skáta í Reykjadal, Björgun- arsveitinni Dalbjörgu og féíagar úr Hjálparsveit skáta á Akureyri myndu ganga í hús á Akureyri til að selja spjöldin. Samkvæmt upplýsingum land- læknisembættisins um slys á síð- asta ári þurfti því sem næst þriðji hver landsmaður að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa. í>eg- ar slysin eru skoðuð nánar kemur í Ijós að orsakir þeirra má að verulegu leyti rekja til óhappa í heimahúsum en þar átti fjórða hvert slys sér stað. Því er mikil- vægt að eiga réttan búnað heima við þegar slys verður og einnig ættu sem flestir að lesa bók um skyndihjálp sem fylgir hverju sjúkraspjaldi. Sjúkraspjaldið er ætlað til að festa á hurð. í því er hægt að Landssamband Búseta: Kynningarfundir á Norðurlandi Landssamband Búseta boðar til funda um húsnæðismál á Norðuriandi um helgina. Reynir Ingibjartsson hjá Búseta í Reykjavík og Guðni Jóhannes- son, formaður landssambands- ins, kynna félagið og þá mögu- leika sem skapast hafa með nýj- um lögum um kaupleiguíbúðir. Fyrsti fundurinn verður á Hótel Húsavík í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20.30. Á laugar- daginn verða fundir í Tjarnar- borg í Ólafsfirði kl. 13.30 og í Bergþórshvoli á Dalvík kl. 17. Fjórði fundurinn verður á sunnu- daginn í starfsmannasal KEA á Akureyri kl. 14 og er hann á veg- um landssambandsins og Búseta á Akureyri. Fundirnir eru öllum opnir. 99 Bleiki fíllirin 66 opnaður í kvöld í kvöld verður opnaður á Ak- ureyri nýr skemmtistaður sem ber nafnið „Bleiki fillinn“. Skemmtistaðurinn er til húsa að Hafnarstræti 100, þar sem áður var skemmtistaðurinn „Zebra“ og þar áður H-100. Það eru nýir eigendur sem nú opna með pompi og prakt nýjan og breyttan skemmtistað í hjarta bæjarins. Eigendur „Bleika fílsins“ eru þeir Antonio Mellado, Afinæfisfagnaður til heiðurs hjónunum Stefáni Valgeirssyni og Fjólu Guðmundsdóttur verður í blómaskálanum Vín, sunnudaginn 20. nóvember n.k. og hefst kl. 20.30. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi sunnudaginn 13. þ.m. í eftirtalin símanr.: 23880 (Haraldur), 27613 (Hörður), 31132 (Sigrún), 61515 (Jóhann). Undirbúningsnefnd. Guðni Árnason og Jón Ellert Tryggvason. Sem fyrr segir er opnunarhá- tíðin í kvöld og eru allir vel- komnir. Annað kvöld verða svo gömlu dansarnir stignir og sér hljómsveitin Útkall um fjörið. koma fyrir grisjum, plástrum, sótthreinsunarvökva, skærum o.fl. sem ætti að vera til á hverju heimili. Er ekki að efa að hjálp- arsveitarfólkinu verður vel tekið af Akureyringum. EHB Sveinbjörn Dúason með sjúkra- Spjald. Mynd: GB Fjölskyldu- skemmtim í Laugarborg í>á er komið að hinni árlegu fjöl- skylduskemmtun kirkjukórs Grundarkirkju en hún verður haldin í Laugarborg föstudaginn 11. nóv. nk. og hefst kl. 21.00. Ymislegt verður til skemmtunar svo sem kórsöngur undir stjórn Sigríðar Schiöth við undirleik Þórdísar Karlsdóttur og Eiríks Bóassonar, kvartettsöngur, ungir og upprennandi tónlistarmenn leika á ýmis hljóðfæri, upplestur og flutt verða atriði úr kabarett Leikfélags Öngulsstaðahrepps. Kaffiveitingar eru innifaldar í aðgangseyri. Á eftir verður stig- inn dans við hljómsveitarundir- leik til miðnættis eða lengur eftir því hvað stuðið endist. Allur ágóði rennur í orgelsjóð. Stjórnin. 99 Rokkskór og bítla- hár“ í SjaUanum Föstudaginn 11. nóvember og 18. og 19. nóvember verða aftur sýn- ingar á söngskemmtuninni Rokk- skór og bítlahár í Sjallanum. Engin lát ætla að verða á vin- sældum söngskemmtunarinnar. Hún var fyrst sett upp á Akureyri síðasta vetur og vegna vinsæld- anna þar voru sýningar svo hafn- ar á Hótel íslandi í Reykjavík nú í haust. Nokkrar mannabreytingar urðu og bættust m.a. Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms og Sigríður Beinteins við söngvara- liðið. Stjórnin, húshljómsveit Hótel íslands, hefur tekið við öll- um hljóðfæraleik í sýningunni undir stjórn Grétars Örvarssonar hljómsveitarstjóra. Um síðustu helgi var söng- skemmtunin Rokkskór og bítla- hár sýnd í Sjallanum og hlaut hún góðar viðtökur. Því verða þrjár ofangreindar sýningar á dag- skránni um næstu og þarnæstu helgi. Þetta verða síðustu sýning- arnar á Akureyri, því Rokkskór og bítlahár er svo bókað á Hótel íslandi allt til ársloka. Hraðskák- mót UMSE Hraðskákmót UMSE verður haldið í Þelamerkurskóla sunnu- daginn 13. nóvember og hefst það kl. 13.30. Teflt verður í flokki fullorðinna og unglinga. Aðalfundur Skákfélags UMSE verður haldinn strax að mótinu loknu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.