Dagur


Dagur - 02.12.1988, Qupperneq 1

Dagur - 02.12.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, föstudagur 2. desember 1988 230. tölublaö Getraunir alla laugardaga Akureyringar! Spilið með og styrkið ykkar félag Muniö félagsnúmerin! KA 600 Þór 603 Lok og læs hjá frystihúsum eftir miðjan desember: Kvóti togara búinn um miðjan mánuðinn - segir Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands Allar líkur eru á því að starf- semi frystihúsa á Norðurlandi stöðvist um miðjan mánuðinn vegna hráefnisskorts. Togarar hafa nú þegar eða eru í þann veginn að Ijúka að veiða upp í kvóta og áætlar Sverrir Leósson, formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands, að þeir síðustu nái að þreyta þorr- ann fram í miðjan desember. Eftir miðjan mánuðinn er því ekki annað fyrirsjáanlegt en vinnslustöðvun fjölmargra fisk- vinnslustöðva og verður að ætla að lítið verði aðhafst í þeim fyrr en að liðinni rúmri viku af nýju kvótaári. Að sögn Sverris Leóssonar eru togarar almennt fyrr búnir með kvóta en á síðasta ári. Hann segir að á því séu ákveðnar skýringar: „Aflinn á yfirstandandi ári er minni en á fyrra ári. Síðan horfa menn fram á enn meiri samdrátt í afla á næsta ári. Þar af leiðandi hefur verið minna um kvótatil- færslur nú en á árinu 1987,“ segir Sverrir. Útgerðir hafa rétt á tilfærslu 5% af kvóta ársins 1989 yfir á yfirstandandi ár. Þá er þeim útgerðum, sem eiga afgang af kvóta þessa árs, heimilt að færa 10% af honum yfir á næsta ár. óþh Ef skipið aðeins fer í för en fúnar ekki í naustum Mynd: TLV Skipaskipti Sauðárkrókur-Keflavík: Skrífað undir samiiinga eftir helgi - „Höfum aldrei verið svartsýnir,“ segir stjórnarformaður ÚS „Þaö er ekki búið að undirrita samninga en ég á von á að af því verði eftir helgina. Við höf- um aldrei verið svartsýnir, við gerðum samkomulag við Hrað- nystihús Keílavíkur og það hefur aldrei verið kvikað neitt frá því, frá því það var gert, það stendur enn,“ sagði Marteinn Friðriksson stjórnarformaður Útgerðarfélags Skagfiröinga í samtali við Dag, aðspurður um Fyrstu frjóvguðu Gafloway-eggin flutt úr Einangrunarstöðinni í Hrísey upp á meginlandið á næsta ári: Nú þarf að fara að huga að framhaldsræktiminni Nú er í undirbúningi að taka frjóvguð egg úr kúnum í Ein- angrunarstöð holdanauta í Hrísey. Ætlunin er síðan að flytja þau egg, sem eru af fjórða ættlið Galloway- kynsins, í land. Fjórði ættliður gefur 94% af hreinræktuðum Galloway-nautgrip, fímmti ættliður gefur 97% og sjötti ættliður 99%. Sigurborg Daðadóttir, fram- kvæmdastjóri Einangrunarstöðv- arinnar, segir að ekki sé hægt að tímasetja • nákvæmlega hvenær verði hafinn flutningur frjóvg- aðra eggja frá stöðinni en búist sé við að hann geti hafist í mars á næsta ári. Sigurborg bendir á að með flutningi frjóvgaðra eggja í land sé í raun komið að lokapunkti í upphaflegu ætlunarverki Einangr- unarstöðvarinnar. Hún segir að næsta skref sé framhaldsræktun í landi. „Nú er brýnt að taka ákvörðun um hvernig og hverjir standi að framhaldsræktun í landi. Það verður að fara að taka ákvörðun um hvort hún verði í umsjá ríkis, búnaðarsambanda eða bænda. Það hefur engan til- gang að dreifa eggjum út um allt ef afkomendum er síðan lógað jafnóðum. Ræktunin verður að halda áfram til að tryggja að fimmtán ára vinna í Einangrun- arstöðinni komi að notum.“ Um Einangrunarstöðina í Hrísey segir lagabókstafurinn: „Landbúnaðarráðherra skal láta koma upp aðstöðu utan sóttvarn- arstöðvarinnar til kynblöndunar nautgripa með notkun sæðis úr nautunum í stöðinni." Sigurborg segir að eftir þessari lagagrein hafi aldrei verið farið en hins veg- ar hafi einstaka bændur stundað sjálfstæða ræktun í landi með góðum árangri. Löggjafinn kveð- ur skýrt á um að ríkið eigi að tryggja framhaldsræktun. Sam- kvæmt búfjárræktarlögum er landbúnaðarráðherra einnig heimilað að semja við aðra aðila, t.d. búnaðarsambönd eða bændur, um umsjón framhalds- ræktunar. óþh stöðuna í skipaskiptunum við Hraðfrystihús Keflavíkur. Af þessum orðum má dæma að allar líkur eru á að Aðalvík og Bergvík sigli frá Sauðárkróks- höfn eftir áramótin og Drang- ey mun hverfa til Suðurnesja, eftir að hafa verið breytt í heil- frystiskip. „Eldeyjarmenn hafa aldrei verið inni í myndinni. Þeir hafa auðvitað eitthvað verið að tala, en ég hef ekki fylgst með því þar ég hef ekki verið á landinu. En ég kannast ekkert við það að neitt hafi komið upp sem hafi truflað þá samninga sem við vorum bún- ir að gera við stjórn Hraðfrysti- húss Keflavíkur. Það er ekkert annað líklegrá en af undirritun samninga verði á næstu dögum, þetta eru formsatriði meira held- ur en að það sé neinn dráttur á gangi mála af því að menn séu að kippa að sér höndum. Þetta er talið báðum aðilum, og þó eink- um Keflvíkingum, það til hags- bóta að ég sé ekki neina ástæðu til annars en að þeir haldi áfram í málinu,“ sagði Marteinn enn- fremur. -bjb Tangi hf. Vopnafirði: Saltað í 11.300 tuimur - síldarsöltun lauk í gær I gær lauk síldarsöltun hjá Tanga hf. á Vopnafirði og var þá búið að salta í um 11.300 tunnur. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Pétur Olgeirsson framkvæmdastjóri. Hraðfrystihúsið á Hofsósi: Hyggst auka hlutafé um 30 millj. - Kaupfélagi Skagfirðinga og Útvegsfélagi samvinnumanna boðin kaup á 28 milljónum A fundi stjórnar Hraðfrysti- hússins á Hofsósi fyrir skömmu var ákveðið að bjóða Kaupféiagi Skagfírð- inga og Útvegsfélagi sam- vinnumanna aukin hlutafjár- kaup í fyrirtækinu. Auka á hlutaféð um 30 milljónir, úr 22 milljónum í 52. Rætt er um að Kaupfélag Skagfírð- inga og Útvegsfélagið kaupi 14 milljónir hvor aðili í hluta- fjáraukningunni. Þá ætla nokkrir einstaklingar á Hofs- ósi og Verkalýðsfélagið Ársæll að kaupa þær 2 millj- ónir sem eftir verða í aukn- ingu hlutafjár í Hraðfrysti- húsinu á Hofsósi. Sem og í mörgum frystihús- um hefur rekstur Hraðfrysti- hússins á Hofsósi gengið erfið- lega að undanförnu og í upp- gjöri fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs var komið 20 milljón króna tap á rekstrinum, sem er svipað tap og allt síðasta ár. Líklegt má telja að af kaup- um Kaupfélags Skagfirðinga og Útvegsfélagsins verði á hlutafé HFH, þar sem báðir þessir aðil- ar höfðu áður lýst áhuga sínum á kaupunum, en viðræður standa nú yfir. -bjb En nú er rétt um mánuður lið- inn frá því hafíst var handa við að salta upp í samninga við Sovétmenn. Á þessari vertíð var saltað í um 100 tunnum meira hjá fyrirtæk- inu en í fyrra. Alls unnu um 60 manns við síldarsöltunina, þar af voru um 40 konur á planinu. „Menn eru alltaf bjartsýnir þegar síldin kemur,“ segir Pétur, „það kemur svo í ljós eftir ára- mótin hvernig söltunin kemur út. Það er ómögulegt að segja fyrir um það á meðan dollarinn lætur eins og hann lætur.“ Ekkert hefur verið brætt í loðnubræðslu Tanga á þessari vertíð, en Pétur segir allt klárt og að líkindum verði farið að bræða á næstu dögum. Hráefnisstaða Tanga er ágæt, nægur kvóti er til fram að jólum og því næg vinna í frystihúsinu. „Ástandið er þokkalegt atvinnulega séð, en það væri gaman að sjá meiri pen- inga,“ segir Pétur Olgeirsson. mþþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.