Dagur - 02.12.1988, Page 2
2 - DAGUR - 2. desember 1988
Aðalfundur
Hrossaræktarfélags Akureyrar og nágrennis
veröur haldinn í félagsheimili Léttis í Breiöholti nk.
miðvikudagskvöld 7. desember og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál. Stjórnin.
HOTEL KEA
Laugardagur 3. desember
Dansleikur
Kristján Guðmundsson
leikur fyrir matargesti.
Sigurður Árni Snorrason múrari sést hér sprauta pússningu í loft með nýja tækinu. Mynd: éhb
Nýjung í byggingariðnaði norðanlands:
Gipspússningu sprautað
á loft og veggi
Hljómsveitin Kvartett
leikur fyrir dansi.
ATH! Síðasti dansleikur
ársins á Hótel KEA
ll
Borðapantanir í síma 22200
Björn Sigurðsson Baldursbrekku 7, Húsavík. Sími: 41534 - 41666 - 41950
Híbýli hf. á Akureyri hefur
keypt gipspússningartæki af
Knauf-gerð frá Byko hf. Tæki
þessarar gerðar hafa verið not-
uð í nokkur ár á suðvestur-
horni landsins en hafa ekki
áður verið reynd á Norður-
landi. Kunnugir menn segja að
tæki sem þetta spari mikinn
vinnukostnað og flýti stórlega
fyrir innanhússpússningu.
Jóhannes Snorrason, tækni-
fræðingur Byko, var staddur
ásamt tveimur dönskum tækni-
ráðgjöfum í húsi aldraðra við
Víðilund, en þar var tækið notað
við að pússa loft og veggi. Múrar-
inn heldur á eins konar sprautu-
byssu sem er tengd með slöngu
við blöndunarvélina. Hlutverk
síðastnefnda tækisins er að
Húsavík - Akureyri - Húsavík
Sérleyfisferðir
n-i to >oo m n-i ian Prá
01.12. ’88 - 07.01. ’89 Frá Frá
Húsavík Akureyri
Kl. Kl.
Föstudag 2. des...................................... 08.00 16.00
Föstudag 2. des. Um Fljótsheiði ................... 20.00
Laugardag 3. des...................................... 08.00 16.00
Sunnudag 4. des...................................... 19.00 21.00
Mánudag 5. des...................................... 08.00 16.00
Þriðjudag 6. des.................................. 08.00 16.00
Miðvikudag 7. des...................................... 08.00 16.00
Fimmtudag 8. des...................................... 08.00 16.00
Föstudag 9. des...................................... 08.00 16.00
Föstudag 9. des. Um Fljótsheiði ................... 20.00
Laugardag 10. des..................................... 08.00 18.00
Sunnudag 11.des....................................... 19.00 21.00
Mánudag 12. des..................................... 08.00 16.00
Þriðjudag 13. des..................................... 08.00 16.00
Miðvikudag 14. des..................................... 08.00 16.00
Fimmtudag 15. des..................................... 08.00 16.00
Föstudag 16. des..................................... 08.00 16.00
Föstudag 16. des. Um Fljóstsheiði ................. 20.00
Laugardag 17. des..................................... 08.00 18.00
Sunnudag 18. des..................................... 19.00 21.00
Mánudag 19. des..................................... 08.00 16.00
Þriðjudag 20. des..................................... 08.00 16.00
Miðvikudag 21.des....................................... 08.00 16.00
Fimmtudag 22. des..................................... 08.00 16.00
Föstudag 23. des..................................... 08.00 16.00
Föstudag 23. des. Um Fljótsheiði .................. 20.00
Þriðjudag 27. des..................................... 08.00 16.00
Föstudag 30. des...................................... 08.00 16.00
Föstudag 30. des. Um Fljótsheiði .................. 20.00
Mánudag 2. jan...................................... 08.00 10.30
Mánudag* 2.jan....................................... 19.00 21.00
Þriðjudag 3. jan...................................... 08.00 16.00
Fimmtudag 5.jan...................................... 08.00 16.00
Föstudag 6. jan...................................... 08.00 16.00
Föstudag 6. jan. Um Fljótsheiði .................. 20.00
* Merkt ferð er háð lágmarksþátttöku. Pantið tímanlega.
Síðan venjuleg vetraráætlun.
Á Húsavík er afgreiðsla hjá Á. G. Guðmundsson, sími 96-41580.
Á Akureyri er farþegaafgr. umferðam. Hafnarstr. 82, sími 96-24442.
Vörumóttaka á Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu, sími 96-23936.
Geymið auglýsinguna. Sérleyfishafi.
blanda gipsdufti saman við vatn
en síðan er tilbúinni blöndunni
hrært saman og henni dælt með
háþrýstingi úr sprautubyssunni.
Starf múrarans er gert miklu auð-
veldara með þessu móti en gamla
laginu.
Jóhannes sagði að menn hefðu
mikla fordóma gagnvart gipsi
vegna reynslunnar af „gamla
gipsinu" í gipsplötunum. Gipsið
var talið brothætt og vandmeð-
farið efni. Sannleikurinn væri þó
sá að gipsefnin frá Knauf væru
mjög örugg og ekki síður æskileg
innanhúss en hefðbundin
pússning. í Knauf-vélina eru not-
uð tvenns konar gipsefni: Gold-
band og Rothband.
Goldband er til almennra nota
sem lofta- og veggjapússningar-
efni. Hægt er að sprauta efninu á
í 5 til 50 mm þykku lagi í einni
umferð. Opinn tími til að vinna
efnið áður en það harðnar er ein
til hálf klukkustund. Efnið er
mjög auðvelt í uppdragi, hefur
góða viðloðun og afrétting, glött-
un og pússun er einföld.
Rothband hefur sérstaka eigin-
leika fram yfir Goldband en efnið
er ætlað á fleiri sem eru erfiðari í
pússun, t.d. loft, á einangrun-
arplast og aðra staði sem hafa
takmarkaðri viðloðun. Rothband
er talið hafa geysimikla viðloðun-
arhæfni en að öðru leyti hefur
efnið sömu eiginleika og
Goldband.
Gipspússningin hefur marga
kosti. Hún er sterk, auðveld í
vinnu og meðferð og hægt er að
fá mismunandi áferðir eftir ósk-
um hvers og eins. Gipsið andar
þannig að það dregur í sig raka
þegar rakastig er hátt en skilar
honum frá sér þegar loftið verður
þurrt. Það verkar því sem e.k.
rakagjafi. Yfirborðsharka er
mikil og gipsið er skrúfu-, högg-
og naglhelt. Gips er bruna-
tefjandi og er því heppilegt til
eldvarna þar sem slíkar kröfur
eru gerðar. Það inniheldur ekki
kemisk efni og hefur því ekki
milliverkun við önnur byggingar-
efni. Gips gegnumþornar á sjö
dögum og hægt er að vinna við
pússningu við lágt hitastig, allt að
frostmarki. Ekki sakar þótt
pússning frjósi á vegg áður en
hún þornar. EHB
Herrakvöld KA:
Óprenthæfar uppákomur
í góðum félagsskap
Þá er komið að hinu óviðjafn-
aniega, ógleymanlega og
ómótstæðilega Herrakvöldi
KA sem eins og kunnugt ætti
að vera, er nó orðið árviss
viðburður hjá félaginu. Stóra
stundin rennur upp á föstudag-
inn kemur og hefst hátíðin
með fordrykk kl. 19.30 í KA
heimilinu við Dalbraut.
Eins og fyrri ár er mikið í þetta
viðhafnarkvöld lagt. Að loknum
fordrykk verður sest að veislu-
borði og snæddur dýrindis matur.
Veislustjóri kvöldsins verður
Gestur Einar Jónasson sem sjá
mun um að allt fari fram á sem
frumlegastan máta.
Að þessu sinni verður ræðu-
maður kvöldsins enginn annar en
Sr. Hannes Örn Blandon, en
ræðumenn fyrri ára hafa slegið
rækilega í gegn. Auk þessa alls
verða óvæntar uppákomur sem
ekki má segja frá á prenti hverjar
eru en meiningin er að menn
skemmti sér saman fram eftir
nóttu.
Ekki þarf að taka það fram, að
ágóði kvöldsins rennur til góðs
málstaðar, en aðgöngumiðar eru
seldir í Sporthúsinu og í KA-
heimilinu við Dalbraut. VG
Tilhæfulaus frétt?:
Athugasemd fra
svæðisótvarpinu
„Tilhæfulaus“ frétt svæðisót-
varps var efni fyrirsagnar á
baksíðu Dags í gær. Um var að
ræða frétt af góðum horfum á
samningi um ullarviðskipti mili
Álafoss hf. og Sovétmanna.
í framhaldi af því var skýrt frá
því að vegna þessa hæfist fimm
daga vinnuvika hjá Álafossi á
mánudag, en þar hefur aðeins
verið unnið þrjá daga í viku að
undanförnu. Þarna var um að
ræða misskilning fréttamanns,
þ.e. að full vinnuvika væri að
hefjast af þessari ástæðu. Ástæð-
an er viðbótarsamningur sem
gerður var við sovéska samvinnu-
sambandið Soyus. Hann tengist
ekki samningaviðræðunum sem
staðið hafa yfir í Moskvu. Þetta
var leiðrétt í svæðisútvarpinu
strax og hægt var, þ.e. daginn eft-
ir að upprunaleg frétt var lesin.
Að megnið af öðru því sem fram
kom í umræddri frétt hafi verið
„beinlínis rangt“ eins og haft er
eftir Aðalsteini Helgasyni í Degi
í gær, vísar svæðisútvarpið á bug.
Heimildarmenn sem fréttamaður
telur trausta töldu í upphafi vik-
unnar þegar fréttin var flutt, að
horfur á að samningar tækjust í
Moskvu, væru mjög góðar.