Dagur - 02.12.1988, Page 3

Dagur - 02.12.1988, Page 3
2. desember 1988 - DAGUR - 3 Harmoniku- dansleikur verður haldinn að Lóni Hrísalundi 1, laugardag- inn 3. desember frá kl. 22.00-03.00. Allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda. Engin sala í ríkisskuldabréfum - ekki umtalsverður samdráttur á verðbréfamarkaði: - gengur verr fyrir vestan Stofnsamningur fyrir héraðs- nefnd Austur-Húnavatnssýslu var undirritaður sl. miðviku- dag en samningar hafa enn ekki tekist milli sveitarfélag- anna í Vestur-Húnavatnssýslu. Samningur sá sem Austur- Húnvetningar undirrituðu á mið- vikudaginn gerir ráð fyrir að einn maður frá hverju sveitarfélagi eigi sæti í nefndinni fyrir hverja 250 íbúa eða brot af þeirri tölu. Þá verða í nefndinni fintm full- trúar frá Blönduósi, þrír frá Skagaströnd og einn frá hverjum sveitahreppanna. Með þessu móti verður nefndin skipuð 16 fulltrúum nteð jafnri skiptingu á ntilli sveitanna og þéttbýlisstað- anna. fh Sala á 3. flokki ríkisskulda- bréfa hjá Landsbanka íslands hefur verið með daprasta móti að undanförnu. Að mati Þor- láks Sigurðssonar hjá Lands- bankanum veldur þar mestu óvissa um vaxtastig á næst- unni. Ríkisskuldabréf eru með fasta vaxtaprósentu í þann tíma sem þau gilda og telur Þorlákur að sú staðreynd hafi mikið að segja um að fólk festi ekki kaup á þeim nú. Hann segir að í því vaxtaumróti sem nú er í gangi á peningamark- aðinum bíði fólk átekta. „Fólki finnst vaxtastigið vera orðið lágt og lifir í voninni um að það hækki aftur. Það vill einfaldlega ekki binda peningana á lágum vöxtum til langs tíma.“ Nokkur samdráttur varð í sölu verðbréfa fjárfestingarfyrirtækja á haustmánuðum. Að sögn for- svarsmanna Fjárfestingarfélags- ins og Kaupþings Norðurlands má ætla að þar hafi óvissa í pólitíkinni og Ávöxtunarmálið svokallaða haft áhrif. Jón Hallur Pétursson, framkvæmdastjóri Kaupþings, segir að á liðnum þremur vikum hafi sala verðbréfa verið nokkuð Íífleg. Guðmundur Guðmundsson hjá Fjárfestingar- félaginu segir að óneitanlega hafi dregist saman sala verðbréfa að undanförnu í takt við samdrátt í þjóðfélaginu en það sé hins vegar athyglisvert að samdráttur í sölu hafi verið umtalsvert minni á Akureyri en hjá aðalstöðvuin Fjárfestingarfélagsins í Reykja- vík. Jón Hallur Pétursson telur að allt tal um kreppu og samdrátt muni ekki minnka sölu verðbréfa fjárfestingarfyrirtækja. „Það eru öfug áhrif. í samdrætti eins og nú frestar fólk fjárfestingu og neyslu. Fólk sparar við sig og sá sparnaður verður eftir í bönkun- um og kemur líka á verðbréfa- markaðinn. Almennt gildir að í upphafi samdráttartímabils dreg- ur úr viðskiptum á verðbréfa- markaði en til lengri tíma litið aukast viðskiptin.“ Austur- Húnvetningar: Undimta stofhsamning fyrir héraðsnefhd Guðmundur Guðmundsson tek- ur undir þessi orð Jóns Halls. Hann segir að þeir aðilar sem eigi peninga í kreppu hljóti að festa fé þar sem möguleiki sé á sem hæstri ávöxtun. „Pað er enginn svartsýnistónn í mönnum á verðbréfamarkaði þrátt fyrir komandi samdrátt í þjóðfélaginu því að það er okkar mat að fólk muni bregðast við samdrættinum nteð því að leita eftir bestu ávöxt- unarmöguleikum síns sparifjár. Við teljum að þeir möguleikar liggi í verðbréfum fjárfestingar- fyrirtækjanna.“ óþh FALDUR Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. í síðustu viku kom enginn seðill fram með 12 réttum. Þess vegna er tvöfaldur pottur - og tvöföld ástæða til að vera með! Hjá okkur kostar röðin aðeins 10 kr. Láttu nú ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. -ekkibaraheppni \/ / v i ' \ I / \ ^ I I Fj árfestingarfyrirtæki óttast ekki samdrátt

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.