Dagur - 02.12.1988, Page 4

Dagur - 02.12.1988, Page 4
tírttsa íi SUáJAC -• 8SGÍ 4 - DAGUR - 2. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. iitm siðferðisþroski Umfangsmikil áfengiskaup Magnúsar Thoroddsen, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, hafa verið mjög til umræðu síðustu daga. Það er ósköp eðlilegt, því fá mál hafa vakið almennari athygli og hneykslan í þjóðfélaginu um langt skeið. Eftir að áfengiskaup þessi komust í hámæli fyrir atbeina fjölmiðla, fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Eftirmálann þekkja allir: Magnús Thoroddsen sagði af sér sem forseti Hæstaréttar og í framhaldi af því lagði Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra það til við forseta íslands að Magnúsi yrði veitt lausn frá embætti hæstaréttardómara um stundarsakir, vegna meintra ávirðinga í starfi. Ljóst er að þetta sérkennilega áfengiskaupamál hefur miklu víðtækari skírskotun en í fljótu bragði mætti ætla. Það er ekki einungis Hæstiréttur sem beðið hefur verulegan og e.t.v. varanlegan álits- hnekki vegna þess, heldur má fullyrða að tiltrú almennings á æðstu embættismönnum landsins hafi minnkað talsvert síðustu daga. Ekki varð það heldur til að draga úr tortryggni almennings, þegar upplýst var að áfengiskaup sem þessi, þótt í minni mæli væru, hafi tíðkast um langt árabil. Fjölmiðlar hafa dregið fleira fram í dagsljósið, sem tengist ívilnunum ýmissa opinberra embættismanna. Þannig var t.d. upplýst á dögunum að sérhver ráðu- neytisstarfsmaður getur keypt sér tvær flöskur af sterku víni í desember ár hvert, fyrir miklu minna fé en nemur útsöluverði í ÁTVR. Fólk fyllist undrun við slík tíðindi og spyr hátt og í hljóði hver setji slík- ar reglur og hvaða tilgangi þær þjóni. Slíkar spurn- ingar eru eðlilegar og þeim þarf að svara. Viðbúið er að enn séu ekki öll kurl komin til grafar hvað varðar áfengiskaup opinberra embættis- manna og ívilnanir þeim tengdar. En áfengiskaupin sem slík eru ekki aðalatriðið í sjálfu sér. Kjarni máls- ins er sá að hér á landi virðist siðferðisvitund opin- berra starfsmanna og embættismanna almennt vera vanþróaðri en gerist og gengur meðal vest- rænna þjóða. Hvert hneykslismálið hefur rekið ann- að undanfarin ár, án þess nokkur hafi þurft að standa ábyrgur gerða sinna. Gjaldþrot Hafskips og hrun Útvegsbankans í framhaldi af því er eitt hrika- legasta dæmið, stórkostleg eyðsla umfram áætlanir við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er annað. Svona mætti lengi telja. Enginn stjórnmála- maður þurfti að segja af sér vegna þessara mála, enginn opinber embættismaður heldur. Enginn var dreginn til ábyrgðar, þótt almenningsálitið krefðist þess. Þjóðin var hins vegar látin borga brúsann. Er ekki kominn tími til að breyta þeim hugsunar- hætti sem landlægur hefur verið í málum sem þess- um allt of lengi? Staðreyndin er sú að meðan hið opinbera siðferði er á svo lágu plani, sem raun ber vitni, er engin von til þess að embættismenn þjóð- arinnar ávinni sér þá virðingu almennings sem þeir ættu að hafa. BB. „Það er ekki raunsætt að halda því fram, að komist verði hjá samstarfi við erlenda aðila um að byggja upp meiri háttar atvinnurekstur í þessu landi,“ segir greinarhöfundur m.a. Áskell Einarsson: Að sanna mátt sinn og megin meðal þjóða heims Nú 1. desember eru liðin 70 ár síðan íslenska þjóðin fékk stjórn- arfarslegt fullveldi. Á næsta ári verða liðin 45 ár síðan þjóðin fékk óskorað sjálfstæði. Allar götur síðan, að íslendingar fengu heimastjórn 1904, hefur þjóðin verið að sanna sig í eigin landi. Alhliða fullveldi í eigin landi Spurningin um fullveldi er ekki eingöngu stjórnarfarsleg. Hún varðar líka atvinnu og efnahag, og einnig hvort þau búsetuskil- yrði, sem landið hefur upp á að bjóða, geti staðið undir sjálf- stæðri tilveru þjóðar, sem vill standa jafnfætis á við stærri þjóðríki. Einangrun íslands um aldir, fjarri alfaraleið heimsviðburða, skapaði þjóðinni sérstöðu. Þjóð- in varð að búa að sínu, án nábýlis við aðrar þjóðir. Þrátt fyrir þetta höfum við sannað heiminum að okkur hefur tekist að skapa sjálf- stætt þjóðríki á hjara veraldar. Þjóðin er svo fáliðuð, að líkt er við útborgir stórborga erlendis. Einn kunnasti fræðimaður alda- mótanna líkti þessu við, að hver íslendingur þyrfti að vera jafnoki þriggja manna meðal stærri þjóða. Það er einstaklingurinn, og trúin á eigin mátt, sem er hvati framtaks og framfara í þjóðlíf- inu. Þetta eru séreinkenni fá- mennra þjóða. Sjálfskaparvítin munu reynast þjóðinni hættulegust Á þessum tíma stöndum við á hinum alkunnu tímamótum, þeg- ar styrkur undirstöðu þjóðfélags- ins nægir ekki til að halda uppi hátimbraðri yfirbyggingu. Fram- leiðsluatvinnuvegirnir duga ekki lengur þjóðarbúi þessarar stór- huga þjóðar, sem gleymir smæð sinni og hæfileika til að sníða sér stakk eftir vexti. Landið er komið í þjóðbraut. Það liggur nánast á krossgötum á milli heimsálfa. Við verðum að laga okkur eftir nýrri heims- mynd, þar sem fyrirbæri eins og þjóðland okkar fær ekki staðist, nema það nýti rétt sinn og aðstöðu, til að teljast menn með meiri mönnum. Þetta er okkar þjóðarmetnaður. Ákvarðanir séu í takt við veruleikann Spurningin er, hvernig ætlar fá- liðuð fjárvana þjóð í stóru landi að viðhalda fullveldi og auka það á komandi áratug, á tímum stórra markaðssvæða og fjár- streymis á milli landa? Það er þegar ljóst, að erlendir aðilar hafa uppgötvað landkosti þessa lands, og munu hafa fullan hug á að taka þátt í nýtingu þeirra. í þessum efnum dugar ekl.i að hafa aðferð strútsins. Hér verður að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma, og það af fullri ábyrgð. Þjóðin verður sjálf að hafa for- ystu um raunsæja atvinnustefnu og varast gloppur í byggð landsins, þannig að skapist eyður fyrir þjóðir í ofsetnum þjóðlönd- um til að fylla. Þjóðin verður að sanna fullveldi sitt, með þátttöku í samskiptum og í samstarfi þjóða á milli, og vera þannig gjaldgeng í heimi alþjóða sam- skipta. Vill þjóðin láta dæma sig úr leik? Það er ekki raunsætt að halda því fram, að komist verði hjá sam- starfi við erlenda aðila um að byggja upp meiriháttar atvinnu- rekstur í þessu landi. Sérstaklega á þeim sviðum, sem okkur skortir þekkingu og fjárhagslegt bol- magn. Verði sú leið ekki farin, dæmum við okkur sjálf úr leik. Megin málið er þó að þjóðin haldi sjálf á taumunum og verði áfram eigin herra í því landi, sem hún nam í öndverðu. Lítil þjóð, með eigin tungu og sjálfstæða menningu á mikið í húfi að halda menningarlegu fullveldi sínu. Þjóðarsókn með aldamótahugsjónir að leiðarljósi Framundan er tími, þegar reynir á innviði þjóðfélagsins um að hefja sig upp úr efnahagslegu skammdegi sjálfskaparvíta, og móta þjóðfélagsstefnu með raun- hæfum aldamótahugsjónum að leiðarljósi. Við blasa átakatímar um hag- nýtingu orku landsins, þriðju auðlindarinnar, sem á vonandi eftir að færa landið í þjóðbraut á sviði nútíma atvinnuhátta. Hér sem fyrr verðum við að treysta á eigin mátt og landkosti þessa lands, sem þjóðin nam í öndverðu og á sína tilveru að þakka, sem sérstök þjóð. Vörumst víti annarra þjóða Vonandi hendir ekki þessa þjóð að vera stjórnmálalega sjálfstæð, án fullveldis í eigin landi. í heim- inum eru mörg víti til að varast í þeim efnum. Þjóðina má ekki skorta eld- móð til að ákveða sjálf hlutskipti sitt í nýjum tíma, sem verða miklir örlagatímar í þjóðartilveru okkar íslendinga. (Byggt á fullveldishugvekju, sem flutt var í Svæðisútvarpinu á Akureyri 1. desem- ber 1988.) Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga Alhliða fullveldi í eigin landi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.