Dagur - 02.12.1988, Qupperneq 7
2. desember 1988 - DAGUR - 7
Ámundi Loftsson:
Nú er lag
u. ■
.^
kp zZð*íá
«»»^ .uM^SSn-*'
0wn«rtnn ^áWrtey
s v#f'
Sv
15
Það er ekki á hverjum degi að
málaferlum lykti með því að báð-
ir málsaðilar sigri.
Eins og kunnugt er var Kaup-
félag Þingeyinga dæmt í undir-
rétti til að greiða þeim Þorgrími
Starra Björgvinssyni Garði
Mývatnssveit, og Kára syni hans,
dráttarvexti vegna tafa á greiðsl-
um fyrir sauðfjárinnlegg í fyrra-
haust. Þarna er á ferðinni stór-
fellt hagsmunamál fyrir bændur,
og er vel að þessi niðurstaða er
fengin.
Eg mun hér reyna að varpa
ljósi á þá löggjöf sem hér er um
að ræða, og þá möguleika sem
þessi dómsniðurstaða getur gefið
bændum við að ná þessum rétti
sínum fram, ef rétt er að staðið. í
lögum nr. 46. 1985, þ.e. búvöru-
lögunum svokölluðu, er kveðið á
um hvernig afurðagreiðslum
skuli hagað. 28. gr. er svohljóð-
andi: „Afurðastöð er skylt að
haga greiðslum til framleiðanda
fyrir innlagðar búvörur í sam-
ræmi við ákvæði þessara laga og
þeirra samninga og ákvarðana
sem teknar eru með heimild í
þeim.“ í 29. gr. er svo kveðið á
um síðustu leyfilegu gjalddaga
þ.e. 15. október og 15. desem-
ber. Þar segir ennfremur að
framleiðsluráð setji nánari reglur
um greiðslurnar. Framleiðsluráð
hefur sett þá reglu að bændur
skuli fá 75% greitt á fyrri gjald-
daga og lokauppgjör á þeim síð-
ari. í athugasemdum með frum-
varpi laganna segir um 29. gr.:
„Ákvæði þessarar greinar byggist
á því að afurðastöðvum sé með
afurðalánum gert kleift að upp-
fylla skyldur þessar.“ Og á öðr-
um stað um sömu grein. „Gerðar
verði ráðstafanir til þess að fjár-
magna nauðsynlegar og árstíða-
bundnar birgðir landbúnaðarvara
að fullu, þannig að greiðsla til
bænda fyrir afurðir verði inntar
af hendi þegar eða sem fyrst eftir
afhendingu.“ Hins vegar er nið-
urlag þessarar lagagreinar ein-
kennilegt í meira lagi, en þar
segir: „Heimilt er einstökum
framleiðendum að semja um
annan hátt á greiðslum en að
ofan greinir.“ Hér vaknar því sú
spurning: Hvers vegna þarf að
hafa í lögum, sem eru jafn afger-
andi og að framan greinir,
ákvæði sem þetta? Miðað við að
forsendur laganna standist er
þetta ákvæði óþarft með öllu.
Hér er þó kjarni málsins.
„Forsendur laganna eru ekki fyr-
ir hendi“, og það merkilega er,
að það er viðurkennt í lögunum
sjálfum, með þessu ákvæði sem
síðast er vísað til. í ljósi þessa lýsi
ég áhyggjum mínum vegna
ummæla Hreiðars Karlssonar
kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Þingeyinga í síðasta Víkurblaði,
um að þetta mál þeirra Garðs-
feðga sé aðför að félagskerfi
bænda og kaupfélögunum. Hið
rétta er að þau lög sem áttu hér
að tryggja ákveðinn rétt bænda
hafa stefnt kaupfélögunum í
voða. „Það þarf að lagfæra.“
Á sínum tíma þegar búvöru-
lögin voru til meðferðar á
Alþingi átti Steingrímur J. Sig-
fússon núverandi landbúnaðar-
ráðherra sæti í landbúnaðarnefnd
neðri deildar. Gagnrýndi hann
þessa lagasmíð mjög eindregið,
mest sakir þess hversu flausturs-
lega var að henni unnið. Skilaði
hann þá séráliti varðandi frum-
varpið. Þar er að finna eftirfar-
andi: „Að því er best verður séð
hefur fjármagn engan veginn ver-
ið tryggt með fullnægjandi hætti
til þess að ákvæði um greiðslu
afurðaverðs fái staðist. Frá upp-
hafi virðist því hætta á að þau
ákvæði verði dauður bókstafur
auk þess - sem öllu er alvarlegra
- að þær vonir sem þær gætu vak-
ið hjá bændum yrðu falsvonir.“
Með hliðsjón af þessu sýnist
mér að nú sé lag fyrir félag slát-
urleyfishafa með formann sinn
Hreiðar Karlsson í broddi fylk-
ingar, sem hefur fengið fyrr-
greinda dómsniðurstöðu að
vopni, að fela nýskipuðum land-
búnaðarráðherra, Steingrími J.
Sigfússyni, málið í hendur, hon-
um er það greinilega hugleikið og
knýja á um að forsendur laganna
sem varða þessi mikilsverðu rétt-
indi bænda verði tryggðar.
Að áfrýja þessum dómi að
þessu óreyndu væri hins vegar
alger afleikur og heimskuleg
aðför að réttindum bænda, og ég
trúi því ekki að Hreiðar Karlsson
eða kaupfélögin yfirleitt vilji taka
þátt í slíku. Halda menn kannski
að gagnstæð dómsniðurstaða í
þessu máli sé betra tæki til að ná
þessu markmiði? - Svari hver fyr-
ir sig.
Með bestu kveðjum til bænda
og kaupfélaganna.
Ámundi Loftsson,
Lautum, Reykjadal.
í desember verður ekið sem hér segir:
Laugardaginn 3. desember á 30 mínútna fresti
frá Ráðhústorgi, á tímabilinu frá kl. 09.35-16.35.
Laugardaginn 10. desember á 30 mínútna
fresti frá endastöð við Þórunnarstræti á tímabilinu
09.10-18.10.
Athugið! Nýtt leiðakerfi.
Laugardaginn 17. desember á 30 mínútna
fresti frá endastöð við Þórunnarstræti á tímabilinu
09.10-22.10.
Forstöðumaður.
Sparifjár-
eigendur
Hjá okkur fást nánast öll
örugg veröbréf sem bjóöast
á veröbréfamarkaöi
á hverjum tíma.
Vextir umfram
Tegund bréfs verðtryggingu
Einingabréf 1, 2 og 3 .... 10,0-13,0%
Bréf stærri fyrirtækja 10,5-11,5%
Bréf banka og sparisjóða 8,5- 9,0%
Spariskírteini ríkissjóðs .. 7,0- 8,0%
Skammtímabréf 7,0- 8,0%
Hlutabréf ?
Verðbréf er e/gn
sem ber arð.
Gengi Einingabréfa 2. desember 1988
Einingabréf 1 3.376,-
Einingabréf 2 1.921,-
Einingabréf 3 2.200,-
Lífeyrisbréf 1.698,-
Skammtímabréf 1,179
4J3KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri • Sími 96-24700
mm
hejur fengið
andlitslyftingu!
Tækjasýning frá kl. 10-18
laugardagiim 3. desember.
Komið • Sjáið • Hlustið
Látið fagmann ráðleggja
Viðgerðarþjónusta • Sœkjum • Sendum
Nœg bílastœði bakatil
MEISTARAFÉLAG
RAFEINDAVIRKJA
TRYGGIR GÆÐIN
Glerárgötu 32
Sími 23626
"® hljómflutningstæki
ISFISHER myndbönd
sdeco
sjonvorp
ljósritunarvélar