Dagur - 02.12.1988, Page 9
8 - DAGUR - 2. desember 1988
2. desember 1988 - DAGUR - 9
jj^g^_^pumin^ikunnor
Hvað finnst þér
skemmtilegast að gera?
Spurt var á dagheimilinu Flúðum
á Akureyri
Viihelm Einarsson, 4 ára:
Ég hlakka til jólanna. Þá ætla
ég aö kveikja á kertunum. Mér
finnst líka skemmtilegt aö leika
mér, teikna og búa til hluti úr
leir.
Lillý Erla Adolfsdóttir, 3 ára:
Mér finnst skemmtilegast aö
leika mérsvonafimm mínútur í
einu. Þaö er gaman aö fara í
feluleik og póný. Svo hlakka ég
til jólanna því mamma bjó einu
sinni til piparköku-kökuhús,
-bangsa og -kisu. Hún ætlar aö
gera þaö aftur og ég ætla aö
borða kökurnar.
Anna Kristín Þórhallsdóttir,
5 ára:
Mér finnst gaman aö leika mér í
pónýhestaleik. Þaö er líka
skemmtilegt að lita og teikna en
úti finnst mér mest gaman aö
feluleik og eltingaleik. Svo
hlakka ég til jólanna því þá fæ
ég jólapakka og jólakort.
Elvar Magnusson, 4 ára:
Þaö er mest gaman aö fara í
feluleik, ég fel mig oft undir
boröum. Samt finnst mér ennþá
skemmtilegra aö leita sjálfur aö
öörum. Á jólunum er gaman, þá
ætla ég að baka og mér finnst
piparkökur bestar. Ég vil fá
bangsa í jólagjöf.
Andri Már Samúeisson, 2 ára:
Mér finnst skemmtilegast aö
leika mér aö kubbum, ég var aö
búa til eldflaug úr kubbum
áöan. Svo er gaman aö teikna
og leira.
Enginn töframaður
með pípuhatt
- spjallað við Susanne Wilke gæðastjóra hjá
Fiskiðju Raufarhafnar hf.
Susanne Wilke er gæðastjóri
hjá Fiskiðju Raufarhafnar.
Hún er fædd og uppalinn í
Dusseldorf í Þýskaiandi, en
kom hingað til lands sem
skiptinemi á vegum þjóðkirkj-
unnar árið 1980. „Mér leist
mjög vel á mig hér á landi og
varð því eftir,“ sagði hún. I
febrúar síðastliðnum hóf hún
störf hjá Jökli og hefur búið á
Raufarhöfn síðan ásamt fimm
ára gamalli dóttur sinni, Klöru
Dorotheu.
Á meöan Susanne var skipti-
nemi fór hún víða um landið, en
settist síðan að í Reykjavík og
hóf nám við Háskóla íslands,
fyrst í íslensku fyrir erlenda stúd-
enta en síðar einnig í þýsku.
Jafnframt því stundaði hún einn-
ig nám í Fiskvinnsluskólanum.
„Ég hef mjög gaman af því að
vinna í fiski og mig langaði líka
að læra eitthvað praktískt," sagði
Susanne, en hún útskrifast úr
skólanum um næstu áramót. Nú
er hún að afla sér reynslu sem
kröfur eru gerðar um varðandi
nemendur í Fiskvinnsluskólan-
um, en hún sagði að í Dusseldorf
væri ekki um neina fiskvinnslu að
ræða.
Susanne sagði starf gæðastjóra
mikilvægt, en það felst m.a. í því
að sjá um að vel og snyrtilega sé
gengið um frystihúsið og að
tryggja að gæði vörunnar séu
ávallt eins og best verði á kosið.
„Þessu starfi hefur ávallt verið
sýndur mikill skilningur í þessu
húsi,“ sagði hún. Hins vegar
sagði hún að þetta starf væri því
miður ekki alls staðar álitið jafn
mikilvægt, þó svo að þróunin
væri að verða sú að meiri áhersla
væri lögð á gæðaþáttinn í fisk-
vinnslunni. „Það er tiltölulega
stutt síðan athygli manna beind-
ist að þessum þætti, en sem betur
fer er áhugi manna að aukast.
Það hefur vart fallið úr dagur í vinnu hjá Fiskiðju Raufarhafnar og er útlit fyrir samfellda vinnu fram í miðjan des-
embcr.
Susanne Wilke gæðastjóri hjá Fiskiðju Raufarhafnar: „Þessu starfi hefur ávallt verið sýndur mikill skilningur í þessu
frystihúsi.“ Mynd: TLV
að enginn töframaður með pípu-
hatt, sem getur kippt kanínunni
upp hvenær sem er. Þetta tekur
allt saman tíma.“
Susanne sagði að á hennar
könnu væri einnig að sjá um vel-
líðan starfsfólks á vinnustað og
væri fyrirhugað að fara bráðlega
af stað með leikfimi. Allt væri til-
búið til að hún gæti hafist, en
leiðsögnina vantaði. Væri nú
unnið í að fá einhvern sem gæti
tekið hana að sér. „Það skiptir
miklu máli upp á gæði vörunnar
að fólki líði vel á vinnustaðnum.
Það er ekki við því að búast að
fólk sem líður illa geti framleitt
góða vöru. Þess vegna verðum
við að huga að þessum málum
líka.“
Hin sígilda spurning um hvern-
ig henni líkaði dvölin á Raufar-
höfn var að sjálfsögðu lögð fyrir
Susanne. „Ég kann vel viö mig
hérna. Það er heilmikið um að
vera, ég held ég sé upptekin í fé-
lagsstörfum þrjú kvöld í viku.
Það eru ýmiss konar námskeið í
gangi og hér er spilað blak. Þá
var verið að stofna bókmennta-
leshring á staðnum, sem er mjög
spennandi. Ætli ég sé ekki upp-
teknari hér en ég var í Reykja-
vík,“ sagði Susanne. Hún bætti
því við að sér og dóttur sinni
hefði verið vel tekið á staðnum.
mþþ
Þetta kostar mikla þolinmæði,
það þarf stöðugt að fylgjast vel
með því sem fram fer í húsinu og
einnig að safna upplýsingum
langt aftur í tímann til að skoða
þróunina,“ sagði Susanne.
Hún benti á að í nokkrum
frystihúsum hefði verið starfandi
gæðastjóri um tíma, en um leið
og eitthvað fór að þrengja að í
rekstrinum væri það iðulega
þannig að hann væri látinn fara
fyrstur. „Við þurfum að sannfæra
stjórnendur frystihúsanna um
mikilvægi þessa starfs, því oft
virðast þeir halda að þetta starf
borgi sig ekki. Það má kannski
segja að árangur af starfi gæða-
stjóra komi ekki einn tveir og
þrír um leið og hann hefur störf,
en hann kemur síðar. Það er líka
mikilvægt fyrir kaupendur fisks-
ins að vita að um þessi mál sé
hugsað í fyrirtækinu og gefur
þeim ákveðna tryggingu fyrir
góðri vöru. Gæðastjóri er auðvit-
Þeir sem unnið hafa í frystihúsi vita hversu kærkomin heimsókn brýnarans
er. Þessi virðist halda upp miklu fjöri þegar hann brýnir hnífana.
Hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf.
á Raufarhöfn vinna nú um 50
manns og er það svipaður
fjöldi og verið hefur á þessum
fíma árs. Vinna hófst að nýju
hjá Fiskiðjunni í febrúar á
þessu ári og sagði Hólmsteinn
Björnsson framkvæmdastjóri
að fyrirsjáanlegt tap yrði á
rekstrinum í ár. Á síðasta ári
skilaði fyrirtækið um 13 milljón
króna hagnaði.
Rauðinúpur er búinn með út-
hlutaðan þorskkvóta sinn og er
nú á skrapveiðum, en hann á
eitthvað eftir af karfakvótanum.
Hólmsteinn sagði að útlit væri
fyrir að samfelld vinna yrði í
frystihúsinu fram í miðjan des-
ember og hingað til hefði vart
fallið úr dagur í vinnu hjá því
fólki sem starfar í húsinu.
Auk afla Rauðanúps á Jökull
rétt á 25% af afla Súlnafellsins,
en skipið er nú farið til veiða að
nýju eftir vélaskipti. Um 15 trill-
ur róa frá Raufarhöfn, frá þrem-
ur upp í níu tonn og hefur afli
er dýrt að gera ekki neitt
- spjallað við Hólmstein Björnsson framkvæmdastjóra Fiskiðju Raufarhafnar
þeirra verið góður á haustdögum,
en Hólmsteinn sagði að frekar
lélegt hefði verið hjá trillunum í
sumar sem leið. Afli Rauðanúps
hefði á hinn bóginn verið heldur
lélegur svo til allan síðasta
mánuð.
Heimild er fyrir því að veiða
5% af kvóta næsta árs nú síðustu
vikurnar fyrir áramót, en það
gera um 80 tonn fyrir Rauðanúp.
Skipið hefur þegar klipið örlítið
af þeirri veiðiheimild. „Það er
ekki mjög skynsamlegt hafi menn
einhverja von um betri afkomu á
næsta ári. Það er hins vegar dýrt
að gera ekki neitt,“ sagði Hólm-
steinn. mþþ
Fiskiðja Raufarhafnar. Vinna hófst í nýja húsinu á þessu ári, en gamla frysti-
húsið brann fyrir nokkrum árum.
,Það er útlit fyrir samfellda vinnu fram í miðjan desember,
segir Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri,
Myndir: TLV
%AMOR
Jakkaföt á dömur og herra.
Skyrtur með Maó kraga.
Rúllukragapeysur og -bolir.
Pilsdragtir.
Vorum aÖ taka upp mikiÖ affallegum
peysum, buxum og skyrtum
fyrir dömur og berra.
Ný sending af beltum og treflum.
Ferðamannabærinn
Akureyri
Atvinnumálanefnd Akureyrar gengst fyrir
opnum fundi um framtíðarhorfur í ferða-
málum á Akureyri og nágrenni.
Hefurþú skoðun á því hvert hlutverk bæjarfélags
á að vera í:
★ Gistihúsarekstri
★ Ferðamannaverslun
★ Uppbyggingu tjaidstæöa
★ Rekstri safna
★ Skipulagi samgangna
★ Öðrum þáttum í ferðaþjónustu
Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA kl.
14.00 laugardaginn 3. desember.
Allir áhugaaðilar um ferðamál hvattir til að
mæta og hafa þannig áhrif á mótun ferða-
málastefnu Akureyrarbæjar.
OPIÐ HUS
Vegna aukins áhuga almennings á verðbréfavið-
skiptum mun Iðnaðarbankinn á Akureyri hafa
opið næstu 3 laugardaga fyrir þá sem vilja kaupa
eða kynna sér þau verðbréf sem bankinn hefur til
sölu. Útibúið,. Geislagötu 14, verður opið frá kl.
11-15 og eru allir velkomnir.
Laugardaginn 3. des-
ember veröur dr. Sig-
uröur B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri
Veröbréfamarkaöar
lönaöarbankans ásamt
sölumönnum útibúsins
og svara fyrirspurnum
varöandi veröbréf og
hlutabréf.
Við vonum að sem flestir viðskiptavinir og annað
áhugafólk um verðbréfaviðskipti sjái sér fært að
koma og ræða málin yfir kaffibolla, í notalegu
umhverfi.
0 lónaöarbankínn
Geislagötu 14, Akureyri.