Dagur - 02.12.1988, Page 15

Dagur - 02.12.1988, Page 15
2. desember 1988 - DAGUR - 15 íþróttir Flugleiðadeildin í körfu: Mikilvægur sigur Þórsara - unnu ÍS 78:64 í botnbaráttunni Þórsarar unnu mikilvægan sig- ur á Stúdentum í Flugleiða- deildinni í gærkvöld. Leiknum lauk með 78 stigum gegn 64 og var staðan 38:28 í leikhléi. Fáir áhorfendur voru mættir til Önnur úrslit Flugleiðadeildin: KR-Haukar 82:80 1. deildin í handbolta: KR-FH 27:26 Það sem ber hæst um helg- ina er leikur Þórs og hins sterka liðs Njarðvíkinga í Flugleiðadeildinni í körfu á sunnudagskvöldið. Á morg- un laugardag kl. 14 spila Þórsarar í 2. deildinni við eitt efsta lið deildarinnar Hauka. Stelpurnar í Þór leika tvo Ieiki við Víkinga í 1. deildinni i handbolta, fyrst í kvöld föstudag kl. 20, og svo annan á laugardag kl. 15.15. í yngri flokkunum er heil- mikið um að vera. í hand- knattleiknum fer2. deildin í 5. flokki fram í Glerárskóla og er það KA sem sér um mótið að þessu sinni. 5. flokkur Þórs keppir í 1. deild í Digranesi í Kópavogi og 5. flokkur Völs- unga keppir í Borgarnesi. A Sauðárkróki fer einn rið- ill í 3. flokki karla og kvenna í blaki fram og keppir KA að sjálfsögðu í þeim riðli. Njarðvíkingar töpuðu sín- um fyrsta leik í deildinni í ár gegn Grindvíkingum á þriðju- daginn. Það sýnir að Jiðið er ekki ósigrandi enda verða Þórsarar að taka á stóra sínum ef þeir ætla sér ekki að falla niður í 1. deild. í leikhléi verður að sjálf- sögðu hinni spennandi víta- skotakeppni framhaldið og þegar þessar línur eru ritaðar er ekki ljóst hverjir muni etja kappi saman. Þórsararnir f handboltanum fá verðuga andstæðinga á laugardaginn. Haukar ur Hafnarfirði koma í heimsókn og verða Þórsarar að leggja sig alla fram því liðið er í mikilli fallhættu f 2. deildinni. KA strákarnir í 5. flokki hefja keppnina í Glerárskóla kl. 20.40 í kvöld við ÍR. Á laugardag eru leikir við Fram kl. 14.50, ÞórVe. 17.30 og ÍA kl. 20.10. Á sunnudag er síðan keppt við HK kl. 10.20 og Val kl. 12.20. Stelpurnar í Þórsliðinu eiga erfiða leiki fyrir höndum um helgina. Víkingsstelpurnar eru með mjög gott lið og verður róðurinn sjálfsagt erfiður hjá Þórsstelpunum. En þær eru hvergi bangnar og ætla sér að veita þeim röndóttu verðuga keppni. að fylgjast með þessum tveimur liðum í Höllinni í gær. Þetta áhugaleysi virtist smita út til lið- anna og voru fyrstu 15 mínútur leiksins líkari æfingaleik en botn- baráttuleik í úrvalsdeild. Undir lok hálfleiksins leystist leikurinn upp í hálfgerða vitleysu og skiptust liðin á að klúðra sóknum. En frumkvæðið var allt- af Þórsmegin og þeir náðu 10 stiga forskoti fyrir leikhlé 38:28. Leikur Þórsara skánaði til muna í síðari hálfleik og þá juku þeir forskot sitt smátt og smátt og komust meira að segja í 20 stiea mun 70:50. Stúdentar náðu aðeins að laga muninn undir lokin en sigurinn var öruggur hjá heimamönnum 78:64. Það er vert að minnast á að munnsöfnuður sumra áhangenda Þórs í áhorfendastæðunum er félaginu til lítils sóma og hjálpar örugglega ekki leikmönnum Þórs inn á vellinum. Það væri frekar að eyða hrópunum í að hvetja sína menn í stað þess að skíta út '“ííi* u . ; Kristján Rafnsson var góður í leiknum í gær og var venjulega í baráttunni miðri. dómarana og leikmenn gestaliðs- ins. Besti maður ÍS í þessum leik var Páll Arnar og dreif hann sína menn áfram með baráttu sinni. Einnig áttu Jón Júlíusson og Sólumundur Jónsson ágætan leik. Valdimar Guðlaugsson þjálfari þeirra Stúdenta var hins vegar óvenjudaufur og skoraði lítið af körfum. Þórsliðið var dauft framan af leiknum. Guðmundur Björnsson var atkvæðamikill í byrjun en dalaði þegar á leið. Þá tók Krist- ján Rafnsson vel við sér og verð- ur að teljast besti maður liðsins í þessum leik. Hittnin hjá honum var mjög góð og hann er dugleg- ur í fráköstunum. Konráð Ósk- arsson gerði góða hluti inn á milli, en hefur oft leikið betur en í gærkvöld. Þessi sigur var mikilvægur í Bikarmót KRAFT: Kári bestur norðanmanna setti tvö ný Akureyrarmet Bikarmót Kraftlyftingasam- bands íslands fór fram í Reykjavík um helgina 26. og 27. nóvember. Keppendur voru 26 og þar af 3 að norðan. Þetta voru þeir Kári Elíson, FIosi Jónsson og Kjartan Helgason. Kári Elíson sigraði í 75 kg flokki og hlaut verðlaun fyrir besta árangur á mótinu í bekk- pressu. Hann lyfti 250 kg í hné- beygju, 170 kg í bekkpressu, 270 í réttstöðulyftu eða 690 samtals. Hnébeygjan og samtalsþyngdin eru hvort tveggja Akureyrarmet. Kárí Elíson hlaut verðlaun fyrír besta árangurinn í hnébeygju á mót- inu. Flosi Jónsson náði í 2. sætið í 100 kg flokki. Hann iyfti 280 kg í hnébeygju og er það Akureyrar- met. Hann meiddist hins vegar við þessa lyftu og gat því ekki beitt sér sem skyldi það sem eftir var mótsins. Flosi iyfti að vísu 102,5 kg í bekkpressu og 250 kg í réttstöðu, samtals 629,5 kg. Kjartan Helgason lenti í 5. sæti í 100 kg flokki og bætti persónu- legan árangur sinn töluvert. Hann lyfti 255 kg í hnébeygju, 140 kg í bekkpressu og 245 í rétt- stöðu. Þetta gerir 640 kg samtals og er það persónulegt met. Aðalfundur KA: „Áhyggjur vegna vallarmála“ - segir í ályktun aðalfundarins Tvöfaldur pottur Potturinn hjá íslenskum getraunum er tvöfaldur þessa vikuna. Engum tipp- ara tókst að vera með 12 rétta í seinustu viku og flyst því tæplega milljón áfram til næstu leikviku. Það má því búast við góðri sölu þessa vikuna og verður þetta örugglega söluhæsta vika Getrauna með nýja sölukerf- inu. Skipverjar á Sléttbaki halda enn forystu í hópleiknum og eru með 22 stig. Margir hópar eru skammt undan og verða Sléttbakarnir að halda vel á spöðunum til að vera á toppn- um áfram. Aðalfundur knattspyrnudeild- ar KA var haldinn fyrir skömmu. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst vegna vallar- mála á Akureyri. Fundir samþykkti ályktun þar sem segir að „aðalfundur knatt- spyrnudeildar KA haldinn 28. nóvember 1988, lýsir þungum áhyggjum með aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Akureyri. Þar eð ijóst má vera að SANA- völlurinn verður ekki árinu leng- ur til afnota fyrir knattspyrnuiðk- endur, er brýnt að annar völlur komi í hans stað. Því er ítrekuð nauðsyn þess að gervigrasvöllur verði byggður hér sem allra fyrst, til að jafna aðstöðu Akureyrar- félaga við aðstæður félaga á Stór- Reyk j avíkursvæðinu. Til að bæta á þennan aðstöðumun, urðu knattspyrnu- iðkendur að víkja úr íþróttahúsum bæjarins fyrir öðrum hefðbundn- um inniiþróttum. Því er mjög brýnt að sem allra fyrst verði haf- ist handa við byggingu íþrótta- húss við íþróttasvæði KA.“ Fundurinn var að öðru leyti rólegur og var stjórn deildarinnar öll endurkjörinn, fyrir utan að Örlygur ívarsson gaf ekki kost á sér áfram, en í hans stað var kos- inn Símon Magnússon. Á fundinum kom fram að rekst- urinn gekk nokkuð vel á síðasta ári og tókst að reka deildina hallalausa. Að vísu fylgja gamlar skuldir deildinni og það þyngir að sjálfsögðu allan rekstur. Pétur Ólafsson þjálfari 2. flokks kvenna fékk aflienta sér- staka viðurkenningu á fundinum vegna glæsilegs árangurs stelpn- anna en þær urðu íslandsmeistar- ar seinasta sumar og er þetta fyrsti yngri flokkur KA sem hlýt- ur íslandsmeistaratitil. botnbaráttunni, en fyrst hann var ekki stærri gæti það þýtt að Þórs- arar verði að vinna ÍS í Reykja- vík til þess að fá aukaleik um sæti í Flugleiðadeildinni. Stig Þórs: Guðmundur Björnsson 19, Kristján Rufnsson 18, Konrnð Óskarsson 17,Jóhunn Sig- urðsson 11, Eiríkur Sigurðsson 5, Birgir Kurls- son 2, Aðalsteinn Porsteinsson 2, Björn Sveins- son I. Stig ÍS: Pull Arnur 18, Jón Júlíusson 15, Valdi- mur Guðluugsson 8, Gísli Pulsstin 6, Sólmundur Jónsson 6, Guðmundur Jóhannsson 5. Ólafsijörðiir: Rúnar kosinn nýr formaður - hjá Knattspyrnu- deild Leifturs Aðalfundur knattspyrnu- deildar Leifturs í Ólafsfirði var haidinn fyrir helgi. Rún- ar Guðlaugsson var kosinn nýr formaður en fráfarandi formaður Þorsteinn Þor- valdsson gaf ekki kost á sér. Hann situr nú samt áfram í stjórninni sem meðstjórn- andi. Reksturinn hjá Leiftri gekk þokkalega á síðasta ári og tókst að reka deildina án taps. Það er ekkert uppgjafar- hljóð í Ólafsfirðingum þrátt fyrir að liðið hafi fallið í 2. deild. Mjög líklegt er að rúm- enskur leikmaður, Arthur David, komi til Ólafsfjarðar og leiki með þeim í 2. deild- inni næsta sumar. Allir heimamenn ætla að vera með áfram og að öll- um líkindum mun Hörður Benónýsson einnig leika með liðinu. Ekki er ljóst hvort Þor- steinn Geirsson mun leika með Leiftri næsta sumar en hann er jafnvel á leið til Sví- þjóðar til frekara náms. Lúð- vík Bergvinsson mun hins veg- ar fara aftur til Vestmanna- eyja- Á aðalfundinum var til- kynnt um hverjir hefðu verið kosnir knattspyrnumenn yngri flokka félagsins. í 3. flokki var Kristinn Björnsson kosinn bestur, í 4. flokki Bergur Bjömsson, í 5. flokki Steinn V. Gunnarsson og í 6. flokki var Arnar Árnason valinn bestur. í meistaraflokki kvenna var Ásta Þorsteinsdóttir valin besti leikmaðurinn og Erla Sigurðardóttir í yngri flokki kvenna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.