Dagur


Dagur - 02.12.1988, Qupperneq 16

Dagur - 02.12.1988, Qupperneq 16
9Mm Akureyri, föstudagur 2. desember 1988 Sjúkrahús Skagfirðinga: Öllu ófaglærðu starfsfólki sagt upp - alls um 50-60 manns Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Öllu ófaglærðu starfsfólki við Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki var sagt upp í gær, 1. desember, alls um 50- 60 manns. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi sjúkrahússins sl. mánudag og að sögn Jón Guðmundssonar stjórnarfor- manns er þetta gert vegna skipulagsbreytinga á rekstri sjúkrahússins. Jón sagði að stefnt væri að því að ráða allt starfsfólk aftur. Sem kunnugt er hefur rekstur Sjúkrahúss Skagfirðinga ekki gengið sem skyldi undanfarin misseri. í uppgjöri fyrir fyrstu 10 mánuði þessa árs var tap á rekstr- inum komið í rúmar 11 milljónir króna. Þar af eru 5 milljónir Akureyri: Kaupmenn komnir í jólaskap Jólin nálgast og umferðin eykst samkvæmt því. Eins og venja er í desember, verða verslanir opnar lengur en venjulega ákveðna daga og byrjar það með því að á morg- un verða verslanir á Akureyri opnar til kl. 16.00. Ragnar Sverrisson varafor- maður Kaupmannafélags Akur- eyrar sagði í samtali við Dag, að jólavertíðin væri þegar byrjuð. „Það hefur verið svo þægiíeg og góð tíð undanfarið, að fólk nýtur þess að fara í bæinn. Þá er færðin mjög góð, svo fólk úr nágranna- byggðarlögunum hefur átt auðvelt með að skjótast til okkar.“ Aðspurður sagði Ragnar að kaupmenn væru komnir í sann- kallað jólaskap. Auk morgun- dagsins verður opið til kl. 18.00 laugardaginn 10. desember, til kl. 22.00 laugardaginn 17. des- ember og á Þorláksmessu verður opið til kl. 23.00. VG vegna vaxtakostnaðar af skuldum síðasta árs. Þótt tap verði nokkurt á þessu ári, þá vonast menn til að það verði minna en á síðasta ári, en þá nam tapið 16 milljónum króna. Fjárveitingar vegna launa fyrir þetta ár voru 140 milljónir króna og eftir að búið var að greiða starfsfólki laun fyrir nóvembermánuð var sú fjárveit- ing fullnýtt, þannig að desem- berlaun verða umfram fjárveit- ingu. Það starfsfólk sem nú var sagt upp vinnur við eldhús, þvotta og ræstingar, auk ýmissa annarra starfa. „Það er alltaf verið að vinna að skipulagsbreytingum, það er reynt að draga úr öllum kostnaði eins og hægt er. Það hefur verið fyrst og fremst launa- liðurinn sem við höfum ekki ráð- ið við, miðað við þær fjárveiting- ar sem við höfum fengið. Hallinn á rekstrinum hefur eingöngu ver- ið þar, við höfum þurft að taka af öðrum þáttum til að geta greitt laun. Þessar uppsagnir eru ein- göngu vegna hagræðingar, það er ekki hægt að breyta vinnutilhög- un hjá fólki án þess að segja því upp, annars er það ekki löglegt samkvæmt kjarasamningum," sagði Jón Guðmundsson stjórn- arformaður sjúkrahússins að lok- um í samtali við Dag. -bjb Sökkull í lausu lofti? Þessi óvenjulega rnynd Var tek- in í vikunni á Akureyri. Eins og kunnugt er hóf byggingafyrir- tækið Híbýli hf. að byggja fjöl- býlishús við Helgamagrastræti í vetur. Þegar vinna við að steypa sökkulinn var langt komin kom í ljós að jarðvegur undir einu horninu var of laus í sér og hef- ur sennilega ekki náðst að þjappa hann nógu vel. Híbýlis- menn urðu því að skipta um jarðveg á þessu svæði að nýju. Tekið skal fram að undirverk- taki sá um að grafa grunninn og skipta um jarðveg. EHB Akureyri: Bautanum boðinn Fiðlarinn á leigu - of skammur leigutími kom í veg fyrir samninga Enn er óvíst hvað gert verður við efstu hæðir og innanstokks- muni Fiðlarans í Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri, en þar rak Svartfugi hf. ráðstefnu- sal og veitingahús. Um tíma leit út fyrir að eigendur Baut- ans á Akureyri myndu leigja rekstur Fiðlarans, en af því verður ekki, a.m.k. ekki í bráð. Stefán Gunnlaugsson á Baut- anum sagði í samtali við Dag, að í upphafi hafi þeim verið boðið að fyrra bragði að leigja rekstur- inn og hafi verið dreginn upp samningur þess efnis. „Við vor- um samþykkir öllu nema leigu- tímanum sem átti aðeins að vera til áramóta,“ sagði Stefán. Mein- ingin mun hafa verið að reka staðinn áfram sem Fiðlarann í samvinnu við fyrrverandi starfsfólk. í fyrrakvöld var haldinn fundur með eignaraðilum hússins og var mál Svartfugls m.a. á dagskrá. Guðjón Jónsson formaður Hús- félagsins vildi ekkert tjá sig um málið, er Dagur hafði samband við hann í gær. „Það er ekkert hægt að segja á þessu stigi málsins.“ VG Sláturleyfishafar binda vonir við að uppgjör við sauðprbændur gangi betur í ár en í fyrra: Gjaldfelling á láni fyrra árs getur þó reynst erfið - segir Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa Góðar líkur eru á því að Bún- aðarbanki, Landsbanki og Samvinnubanki nái að afgreiða full afurðalán til sláturleyfis- hafa á fyrstu dögum desember- mánaðar. Að sögn Geirs Magnússonar, bankastjóra Samvinnubankans, er búist við að gengið verði frá afgreiðslu lánanna þegar fyrir liggja upp- lýsingar frá Framleiðsluráði landbúnaðarins um stöðu full- virðisréttar. Um mánaðamótin nóvember- desember var búið að ganga frá 67% afurðalána af heildsöluverði en miðað er við rúmlega 70% lánahlutfall fyrir 15. desember. Risi á tryggingamarkaðinum að fæðast: Flest bendir til sameiningar Sjóvá og Almennra trygginga í janúar - nýtt félag hefði um 40% bifreiðatrygginga í landinu Flest bendir nú til þess að í upphafi næsta árs verði trygg- ingafélögin Sjóvátrygginga- félag íslands hf. og Almennar tryggingar hf. lögð niður og í kjölfarið stofnað nýtt trygg- ingafélag sem yrði stærst tryggingafélaga á landinu. Viðræður um málið hafa staðið að undanförnu og fyrir liggja viljayfirlýsingar stjórna félaganna um sameiningu en það verður verk hluthafa- funda í janúar að taka ákvörðun um sameiningu. Einar Sveinsson frant- kvæmdastjóri Sjóvá staðfesti í samtali við Dag að góður skrið- ur væri á málinu og þegar liggi fyrir drög að samningi milli félaganna. „Með þessu stefnum við að hagræðingu í rekstri og þegar frant í sækir mun starfs- fólki fækka þótt slíkt sé ekki í sjónmáli nú,“ sagði Einar. Hann segir að bifreiðatrygg- ingar vegi um 50% iðgjalda félaganna. Hið nýja félag yrði með um 40% bifreiðatrygginga í landinu nriðað við reikninga f fyrra. „Rekstrarkostnaður hefur verið um 20% af iðgjöldum og tjón um 80%. Þessum rekstrar- kostnaði ætlum við að ná niður og teljum okkur geta sparað milljónatugi á ári með samein- ingu,“ segir Einar. JÓH Hreiðar Karlsson, formaður Landssambands sláturleyfishafa, segir að þessi afgreiðsla banka- kerfisins sé ágæt svo langt sem hún nái en „sá galli er á gjöf Njarðar að um leið voru gjald- felld lán fyrra árs af birgðum og öðru sem þýðir það að sumir slát- urleyfishafar fá afskaplega lítið út úr lánahækkuninni nú. Þessi lán og eldri birgðir töldu menn að væru á ábyrgð ríkisins en í þessu er verið að vinna nú og mál ekki komin á hreint.“ Hreiðar segir að sláturleyfis- hafar hafi greitt á bilinu 30-50% af uppgjöri við bændur inn á reikning þeirra í október en vonir standi til að hækka hlutfallið í þessum mánuði þegar skýrist með ábyrgð ríkisins á fyrra árs lánum og birgðum og viðbót fáist frá bankakerfinu. „Geta slátur- leyfishafa fer nokkuð mikið eftir því hvort þeir þurfa að bera gömlu lánin eða ekki. Við vonum sannarlega að ástandið verði betra í ár en á síðasta ári,“ segir Hreiðar Karlsson. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.