Dagur - 03.12.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 3. desember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKFIIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÓRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Loksins
lækka vextir
Bankarnir hafa ákveðið að lækka nafnvexti um 6% að
jafnaði í þessum mánuði og raunvextir lækka um allt
að 1%. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart, enda hefur
verðbólga hríðlækkað síðustu vikur. Það er hins vegar
vonum seinna sem vextirnir fylgja þeirri þróun og
vaxtalækkun kemur til framkvæmda. Reyndar þurfti
ríkisstjórnin að hóta því að koma vöxtunum niður
„með illu," ef forráðamenn peningastofnana létu sér
ekki segjast.
Margir stjórnmálamenn hafa lýst undrun sinni á því
tregðulögmáli sem ríkir í bankakerfinu, þegar vaxta-
lækkun er annars vegar. Það hefur sýnt sig að vaxta-
lækkun kemur ekki til framkvæmda fyrr en löngu eftir
að forsendur fyrir henni hafa skapast. Þetta stafar
m.a. af því að samkeppnin um sparifé landsmanna er
gífurlega hörð og gylliboðunum rignir yfir fjármagns-
eigendur, ekki bara frá bönkum og sparisjóðum, held-
ur einnig peningafyrirtækjum á hinum svonefnda gráa
markaði. Þess vegna veigra bankastjórnir sér við að
ganga á undan og lækka vexti af ótta við að tapa við-
skiptavinum yfir til keppinautanna. Það þorir enginn
að hafa frumkvæðið.
Sú harða gagnrýni, sem sett hefur verið fram á
bankakerfið, á fullan rétt á sér. Bankaútibúum hefur
fjölgað ótrúlega hratt og starfsmannafjöldinn vaxið að
sama skapi. Bankakerfið er orðið eitt stærsta báknið í
þjóðfélaginu. Sem dæmi má taka að á Akureyri eru nú
starfræktar 10 afgreiðslustofnanir banka og spari-
sjóða. Flestum er ljóst að ekki er þörf fyrir öll þessi úti-
bú á ekki stærri stað. Þó er fjöldi bankastarfsmanna og
útibúa á Akureyri hlutfallslega mun minni en á höfuð-
borgarsvæðinu.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, gerði
íslenska bankakerfið að umtalsefni í ræðu sinni á
flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. Þá
sagði hann m.a.:
„Því betur sem ég kynnist ástandi atvinnu- og efna-
hagsmála sannfærist ég betur um það að íslenska
bankakerfið er afar óhagkvæmt og í raun ófært um að
gegna því hlutverki, sem því er ætlað, sem á að sjálf-
sögðu fyrst og fremst að vera að þjóna atvinnugrein-
unum. Líklega er það rétt sem ágætur maður sagði um
bankakerfið: „Það er sjúkt og þarfnast alvarlegs upp-
skurðar." Fullyrt er að vaxtamunur sé a.m.k. tvöfalt
meiri hér en talið er sæmilegt erlendis og starfsmenn
í bönkum eru margfalt fleiri miðað við umfang en er
hjá öðrum þjóðum. Bankarnir stunda, í kappi við gráa
markaðinn, útlán sem fyrir nokkrum árum voru talin
versta okur, knúðir, að því er þeir segja sjálfir, af
skammsýnum aðgerðum Seðlabankans, sem allar
bitna á viðskiptabönkunum einum en hlífa gráa mark-
aðnum.
Endurskipulag bankakerfisins er nauðsynlegt
ásamt heildarlöggjöf og stjórn á peningamarkaðnum
öllum. Banka þarf að sameina, hvað sem þeir heita, og
ákveða ber hámark leyfilegs vaxtamunar."
Dagur tekur undir þessi orð forsætisráðherra.
Bankakerfið er vægast sagt afar óhagkvæmt og þarfn-
ast gagngerrar endurskipulagningar við. Það er þjóð-
arhagur að gengið verði til þess verks hið fyrsta. BB.
myndbandarýni
Afþreying í
meðallagi
Vidcoland: In Praise of Older Women
Útgefandi: Stcinar
Leikstjóri: George Kaczender
Aðalhlutverk: Tom Berengcr, Karen Black,
Susan Strasberg
Sýningartími: 106 mínútur
Aldurstakmark: 16 ár
Gamla, rangeygða frygðargellan
Karen Black leikur hér stórt hlut-
verk á móti hinum ágæta Tom
Berenger. Myndin er að vísu
nokkuð komin til ára sinna og
Karen Black því enn í nokkrum
blóma og ekki verður á móti
mælt að hún stendur sig bara vel
og slær öðrum hjásvæfum
Berengers við.
In Praise of Older Women fjallar
um flagarann Andras Vayda
(Tom Berenger), sem ekki gerir
greinarmun á ást og kynlífi.
Fyrstu spor hans á þeirri braut
stígur hann 12 ára gamall með
vændiskonu í Vín í síðari heims-
styrjöldinni. Átján ára gamall er
hann farinn að táldraga konur í
Búdapest og verður bara vel
ágengt. Ávallt eru þetta konur
sem eru mun eldri en hann
sjálfur.
Myndin snýst að mestu um þetta
kynlífsbrölt í Andras. Hann er
snillingur í umgengni við þrosk-
aðar konur, a.m.k. bráðna þær
flestar og stökkva upp í bólið
með honum. í bakgrunni er bylt-
ingin í Ungverjalandi 1956 og
innrás Rússa í landið. Andras
kemst til Kanada og heldur áfram
að fleka konur.
Þótt myndin lýsi stanslausu stóð-
lífi er varla hægt að kalla hana
djarfa. Hún er frekar langdregin
og hæg en þó eru gamansöm
atriði er krydda einhæfa tilver-
una. Sjálfsagt er Andras að leita
að sjálfum sér með þessu atferli,
sjálfsagt er hann tilfinningalega
óþroskaður, sem rekja má til
rauna hans á uppvaxtarárum, og
því er ekki nema sjálfsagt að
myndin endi á því að hann finni
bæði sjálfan sig og hina hreinu til-
finningu sem nefnist ást.
Þessi mynd hlaut 10 útnefningar
til æðstu verðlauna kanadíska
kvikmyndasambandsins.
Kannski segir það einhverjum
eitthvað. Það segir mér hins veg-
ar ekki neitt.
Ógeðsleg en
spennandi
Videoland: Prince of Darkness
Útgefandi: Myndform
Leikstjóri: John Carpenter
Adalhlutverk: Donald Pleasence, Lisa
Blount, Victor Wong, Jameson Parker
Aldurstakmark: Bönnuð yngri en 16 ára
(skiljanlega)
Prince of Darkness er nýjasta
mynd leikstjórans John Carpent-
ers en hann er kunnur fyrir hryll-
ingsmyndir sínar, s.s. The Fog og
Halloween. Best þykir mér hon-
um takast upp þegar hann fæst
við dularfulla atburði, ógn-
þrungna spennu, í stað þess að
velta sér upp úr blóði og líkams-
leifum eins og honum hættir til í
PRlNCE^pARKNESS
þessari mynd. En myndin er
sannarlega ógnvekjandi og
skiljanlegt að hún beri titilinn
„Biggest horror film of 1988“.
Carpenter fæst við sjálfan
myrkrahöfðingjann, eða reyndar
afkvæmi hans. Ekki ætla ég að
segja nánar frá efni myndarinnar
því hún er virkilega spennandi og
tekst leikstjóranum vel upp á
köflum. Handritið er að mörgu
leyti lunkið en útfærslan kannski
full ógeðsleg, t.a.m. finnst mér
óþarfi hjá Carpenter að hrella
mann með alls kyns lindýrum og
skorkvikindum.
Donald Pleasence (presturinn)
er ómissandi í hryllingsmyndum
og tekst honum bærilega upp.
Victor Wong (Birack) er líka
sannfærandi svo og Lisa Blount
(Catherine). Jameson Parker
leikur hetjuna Brian og er þar
full lítil persónusköpun á ferð-
inni. Þá er gaman að sjá djöfla-
rokkaranum Alice Cooper
bregða fyrir.
Athafnir fólksins í hinu skelfi-
lega klaustri eru ekki nægilega
agaðar frá leikstjórans hendi en
spennan er þó alltaf til staðar og
verður stundum óbærileg. Ég er
ekki sáttur við endi myndarinnar,
en dæmi hver fyrir sig. Tæknilega
séð er myndin afar vel gerð.
Erfið leit
að ástínni
Videoland: The Lost Boys
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Joel Schumacher
Aðalhlutverk: Jason Patrick,
Kiefer Sutherland, Jami Gertz,
Corey Haim, Dianne West
Sýningartími: 94 mínútur
Aldurstakmark: 16 ár
Það er fjör að vera vampýra.
Týndu drengirnir sofa allan
daginn, djamma liðlanga nóttina,
hlusta á geggjað rokk, eldast
ekki. Þeir búa yfir óvenjulegum
kröftum og blóð æsir þá. Þannig
eru nú helstu fyrirbærin í hinni
vinsælu kvikmynd The Lost
Boys. Nútíma hryllingsmynd er
hún auglýst en þó er henni gjarn-
an tekið sem ævintýramynd eða
jafnvel gamanmynd.
Ég hef fregnað að The Lost
Boys sé sérstaklega vinsæl hjá
unglingum, enda eru unglingar í
aðalhlutverkum og þeirra á með-
al leikarasonurinn og leikarinn
efnilegi Kiefer Sutherland. Þetta
vekur hins vegar upp ýmsar
spurningar því myndin er bönnuð
börnum innan 16 ára. Hafi þetta
átt að vera unglingamynd hefði
Scumacher að ósekju mátt sieppa
blóðbaðinu sem þarna á sér stað
undir lok myndarinnar. Myndin
hefði ekki orðið verri fyrir vikið.
Ég hefði frekar viljað sjá The
Lost Boys sem gamansama
afbökun á vampýrumyndum því
vissulega eru skondnir sprettir í
handritinu. í þessum búningi er
hún ekki nema í meðallagi sem
afþreying, að mínu mati. Mörg
góð atriði prýða myndina, s.s.
stökkið af brúnni og fluglistir
týndu drengjanna, og tæknivinna
er með ágætum. Þá er Sutherland
yngri góður í hlutverki Davids,
en annars er leikurinn köflóttur.
Já, ég bjóst við meiru.
Farsakennt
geimævintýri
Videoland: Spacelialls
Útgefandi: JB-myndhönd
Leikstjóri: Mel Brooks
Aðalhlutverk: Mel Brooks, John Candy,
Rick Moranis, Bill Pullman.
Daphen Zuniga
Sýningartími: 92 mínútur
Aldurstakmark: Ekkert
Hverju búast menn við þegar
þeir setjast niður með Mel
Brooks á skjánum? Auðvitað
öfgakenndu gríni, farsakenndum
uppákomum og kolrugluðum
söguþræði. Þetta gengur allt eftir
í Spaceballs, eða Geimkúlum, og
þótt myndin sé kannski ekki
toppurinn á ferli Mel Brooks þá
er hún í betri kanti nýlegra
gamanmynda, að mínu mati.
Hún er nefnilega skemmtileg, en
sömu sögu er ekki hægt að segja
um margar af þessum gaman-
myndum.
Öðrum þræði er Spaceballs
ósköp ljúf ævintýramynd en hins
vegar háðsk ádeila á frægar geim-
myndir á borð við Star Wars,
Star Trek, Alien og hvað þær nú
heita allar. Helst þyrfti maður að
hafa séð þessar myndir til þess að
gera sér grein fyrir skopstælingu
Mel Brooks. Ég hef iítið velt mér
upp úr geimævintýrum en þó
þekkti maður viss atriði eins og
hina óborganlegu Alien-stælingu.
Söguþráðurinn er í stuttu máli
þessi. Vespa Drúídaprinsessa á
að giftast prinsinum Valíum, en
strýkur. Illmennin Hj'álmur og
Skrúbbur forseti hyggjast ræna
henni en hetjurnar Lone Starr og
Barf koma til hjálpar. Upphefst
þá mikill darraðardans þar sem
barátta góðs og ills er í öndvegi.
Dvergurinn Jógúrt kemur til
sögunnar og hefur mikil áhrif á
gang mála. Ástin lætur á sér
kræla og hefur meydómsvarinn
nóg að gera.
Myndin er skemmtilega fráleit
og leikararnir hafa greinilega
gaman af ýkjukenndum hlutverk-
um sínum. Mel Brooks sjálfur er
í hlutverki Jógúrts og forsetans,
John Candy er hálfur maður og
hálfur hundur, Rick Moranis er
hinn aulalegi Hjálmur og Bill
Pullman leikur Lone Starr, sem
er nokkurs konar Harrison Ford-
týpa. Þá má ekki gleyma dekur-
prinsessunni sem Daphne Zuniga
lifir sig inn í. Ágæt skemmtun, er
niðurstaða mín. SS