Dagur - 03.12.1988, Side 7

Dagur - 03.12.1988, Side 7
3. desember 1988 - DAGUR - 7 Dagur er liðinn að kveldi á fallegum haustdegi þegar við knýjum dyra á litlu húsi við Suðurgötuna á Siglufirði. Ætlunin er að heilsa upp á Sigurjón Sigtryggsson og fá að forvitnast um starf hans sem er fræðimennskan. Hann er fróður maður um sögu Siglufjarðar fram til aldamóta, ekki síst verslunar- sögu staðarins. Saga Siglufjarðar er ekki það eina sem Sigurjón hefur fengist við því þessa dagana rýnir hann í ættir Ólafsfirðinga og skrifar æviskár þeirra. Sigurjón flettir í gegnum æviskrár Ólafsflrðinga, sem hann vinnur nú að. Einhverjum þætti þessi skrifstofa ærið þröng. Mynd: TLV „Hefur að mörgu leyti verið gott að búa á Siglufirði“ - Dagur heimsækir fræðimanninn Sigurjón Sigtryggsson „Jú, ég er að taka saman æviskrár Ólafsfirðinga og er núna kominn með á spjaldskrá alla sem hafa verið í Ölafsfirði frá 1785 til 1951,“ segir Sigurjón þeg- ar við höfum komið okkur fyrir á „skrifstofunni“ hans sem reyndar er ekki annað en lítið herbergi uppi á lofti. „Upp úr þessu vinn ég æviskrár og er búinn að vinna núna um 1000 skrár. Þetta verk verður á líkum nótum og Borg- firskar æviskrár en ég reikna ekki með að þetta komi út á næstunni. Kannski ekki einu sinni á meðan ég lifi,“ bætir hann hlæjandi við. Mörgum kann að þykja undar- legt hvernig hægt er að vinna upp æviskrár af þessu tagi aftur í aldir. Sigurjón segist eingöngu hafa unnið þessar æviskrár upp úr kirkjubókum en vera kunni að hann verði að leita annað eftir upplýsingum og þá komi til greina að fletta upp í tíundarskrám og hreppsskjölum. Kirkjubækurnar hefur hann allar á míkrófilmum en búið er að taka allar kirkju- bækur landsins á filmur. „Þessar bækur eru settar á filmur af mormónum úti í Amer- íku og þess vegna getur oft reynst snúið að fá þær. En margir vinna svona bækur án þess að líta nokkurn tímann á fílmur en hvem- ig þeir fara að þessu hef ég ekki hugmynd um. Eg hins vegar vinn töluvert með þessar filmur,“ seg- ir Sigurjón. Ættfræðin heillar ungu kynslóðina Ættfræðin nýtur vaxandi vin- sælda hjá íslendingum, sér í lagi yngra fólki. Sú tilhneiging fólks að afla upplýsinga um forfeður sína er ríkjandi og því er allt les- efni um ættir og ættfræði kær- komið. Sigurjón segist þess mjög var að ættfræðin sigli hraðbyri upp vinsældalistann hjá fólki. „Það er orðinn alveg feikna áhugi á ættfræði, ekki síst hjá unga fólkinu. Ég veit um, að minnsta kosti, tvo aðila sem bjóða upp á ættfræðinámskeið og þau eru alltaf fullsetin. Ég hef nú hins vegar aldrei farið á nám- skeið af þessu tagi enda tel ég mig ekki vera neinn ættfræðing þó að maður sé að fást við þetta,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að mun auðveld- ara sé nú en áður að afla sér upp- lýsinga um ættfræði. Þetta eigi sinn þátt í að kynda undir ætt- fræðiáhuganum en á því sé vart vafi að fólk hafi nú mun meiri löngun til að leita upprunans. „Þetta var allt öðruvísi hér áður fyrr. Þegar ég var strákur var ættfræði næstum því bannorð og ekki nema örfáir sérvitringar minntust á ættfræði. Menn allt að því skömmuðust sín fyrir að tala um þessa hluti." Verð að hafa tvö verkefni í einu Lengi vel var grúskið nokkurs konar „hobby“ hjá Sigurjóni en síðustu árin hefur hann haft þetta að aðalstarfi. Um 1970 fór hann fyrst að safna að sér ýmsum upp- lýsingum um Siglufjörð, eða Hvanneyrarhrepp eins og hann hét áður. Fyrstu ritgerðirnar eftir hann birtust í Siglfirðingabók árið 1975 og næstu árin lá hann yfir sögu staðarins, eins og hann orðar það sjálfur. Sú yfirlega skil- aði því verki sem leit dagsins ljós árið 1986 þegar Sigurjón sendi frá sér þriggja binda verk, „Frá Hvanndölum til Úlfsdala," eins konar búskaparsögu Hvanneyrar- hrepps. í þessum bókum er með- al annars að finna sögu verslunar á Siglufirði og annar kafli, ekki síður merkilegur, fjallar um há- karlaveiðarnar en uppistöðuna í þennan kafla segist Sigurjón hafa fengið úr dagbókum eins af fremri hákarlaútgerðarmann- anna, Jóns „bóndans" eins og hann var kallaður. Sigurjón segir að áður en hann lauk við sögu Hvanneyrarhrepps hafi hann verið byrjaður á skrá- setningu Hreiðarstaðakotsættar, sem kennd er við samnefndan bæ í Svarfaðardal. Þetta tveggja binda verk er nú að koma úr prentsmiðjum og enn er Sigurjón farinn að huga að verkefni sem hann geti unnið jafnframt því að skrá æviþætti Ólafsfirðinga. „Jú, ég var hér einu sinni byrj- aður á ævisögu séra Ásmundar Gunnlaugssonar sem var prestur hér á Hvanneyri og nú tek ég sennilega til við hana á ný. Það er nefnilega svo að maður verður að „Orðinn feikna mikill áhugi á ætt- fræði hjá ungu fólki." hafa tvö verkefni í gangi í einu vegna þess að þegar maður er alltaf að grúska í því sama þá er eins og maður tæmi kollinn og fái leið á verkinu. Því verður maður að hafa eitthvað annað að grípa í.“ Trúi ekki sögnum um hungurdauða í Siglufírði Eins og áður segir er Sigurjón manna fróðastur um uppbygging- una á Siglufirði, enda hefur hann kafað manna dýpst í sögu staðar- ins. Hann segir að sennilega hafi enginn hreppur búið við jafn örðugar samgöngur og Hvann- eyrarhreppur. „í rauninni hefur að mörgu leyti verið gott að búa í Siglu- firði, sé litið framhjá samgöngu- þættinum. Og ég held að öllu fjasi í gömlum bókum og annál- um um hungurdauða og horfelli hér í Siglufirði beri að taka með sérstakri varúð. Reyndar hefur maður litlar skjalfestar sannanir fyrir þessu nema frá móðuharð- indunum. Þá var í einni sveit í Þingeyjarsýslum hokrað á þrem- um bæjum auk prestssetursins. Fólkið var fallið og flúið. Á hinn bóginn var hokrað á hverju koti í Siglufirði en það var ekki fyrr en harðindunum létti að fólk tók að tínast í burtu og þá inn í Skaga- og Eyjafjörð. Ef maður ber saman kirkju- bækur Hvanneyrarhrepps og annarra hreppa frá árunum 1785 og 1786, þá kemur í Ijós að fólk hrundi niður í öðrum hreppum og banameinið alltaf skráð það sama, hor og óþrif eða ófeiti. Þetta sést hins vegar ekki í kirkju- bókum Hvanneyrarhrepps, að einu atviki undanskildu. Éf mað- ur fer að hugsa um þetta þá er það mjög skiljanlegt að ástandið hafi verið betra hér en annars staðar. Byggðarlagið var mjög fámennt og hér var ákaflega fiskisælt, það er niargsannað. Þess vegna trúi ég því ekki sem stendur í annálum síðustu ára 17. aldar um horfelli og hungur. Þessir annálar voru skrifaðir suð- ur á landi og vafalaust hefur orð- ið hungurdauði einhvers staðar hér í kring en að í Hvanneyrar- hreppi hafi fólk orðið hungur- dauða tel ég bull. Mér finnst í það minnsta furðulegt ef menn hafa ekki einu sinni náð í soðið handa þessum 100 sálum sem bjuggu í hreppnum á þessum tíma þó svo að annálar geti um fiskileysi fyrir Norðurlandi auk þess sem Siglnesingar voru þekktir af því að vera fornbýlir mjög á fisk og hákarl." Verslun á Siglufíröi 170 eða 200 ára? Við víkjum talinu að verslun- arsögu Siglufjarðar en eins og menn muna var haldið upp áL 170 ára afmæli verslunar á Siglufirði nú í sumar. Sigurjón segir að vissulega séu 170 á.r liðin frá lög- gildingu verslunar á Siglufirði en að hans mati hafi þungamiðjan í hátíðarhöldunum í sumar átt að vera sú að nú eru 200 ár liðin frá því verslun hófst á staðnum. „Þegar verslunin var gefin frjáls öllum þegnum Danakon- ungs þá var gerð ein undantekn- ing frá því ákvæði að ekki skyldi verslað annars staðar en þar sem verslað var áður. Þetta var Siglu- fjörður. Hvannhreppingar áttu kaupsókn til Akureyrar en voru ófúsir að hlýða þeim lögum í einu og öllu. Því var það að Christian Redslew, sem áður hafði verið við verslunarstörf á Akureyri, fékk að hefja verslun á Siglufirði árið 1788. Redslew þessi var rustamenni og kaupmennirnir á Akureyri vildu því losna við hann þaðan. Sumir vilja álíta að ekki hafi verið mikið gagn af verslun Christian Redslew á Siglufirði, enda maðurinn hálfgerður band- ítti og kona hans, Anna Kristín, engu skárri. En þó varð hún fyrsta konan sem verslaði á ís- landi því hún tók við Siglufjarð- arversluninni af manni sínum þegar hann dó árið 1789. Ekki fór þó neinum frægðarsögum af versíun Önnu Kristínar hér á Siglufirði því hún fór með versl- unina á hausinn og var tekin höndum í Noregi árið 1791 fyrir skuldir.“ Sigurjón segir að í framhaldi af handtöku Önnu Kristínar hafi sölunefnd konungsverslana á ís- landi ólm viljað fella niður versl- unina á Siglufirði. Ekki fékkst það í gegn né heldur vildi Freder- ich Lynge, kaupmaður á Akur- eyri, kaupa verslunina. Þá kom kaupmaður frá Austfjörðum, Andreas Kyhn, til Siglufjarðar og setti upp verslun þar án leyfis. En deilum við sölunefnd konungs- verslana hélt áfram. „Þeir vildu að versluninni hér yrði hætt og Siglfirðingar versl- uðu á Akureyri en auðvitað voru engar líkur til að þessari verslun yrði hætt þar sem hún var komin á staðinn. En það var hins vegar ekki fyrr en árið 1818 að Siglu- fjörður fékk löggildingu sem verslunarstaður, réttum 30 árum eftir að Redslew hafði byrjað sína verslun. Þetta hef ég álitið að hafi átt að vera aðalatriði í þeim hátíðarhöldum sem haldin voru á Siglufirði í sumar. Það vita allir að verslunin á Siglufirði var ólögleg þessi 30 ár en hún var engu að síður til staðar og vegna hennar er Siglufjörður til í dag. Ég held að það hefði aldrei kom- ið verslun til Siglufjarðar ef það hefði ekki verið undir þessum kringumstæðum. Hefði ekki ver- ið um að ræða óvinsældir Christi- an Redslew sem kaupmanns á Akureyri þá hefði þessi verslun ekki orðið til.“ JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.