Dagur - 03.12.1988, Síða 9

Dagur - 03.12.1988, Síða 9
"ráttnMaeHttfl*8- Kynning á ensku liðunum Aftasta röð (frá vinstri til hægri): Pat Van den Hauwe, Dave Watson, Mike Stowell, Neville Southall, Neil McDonald, Paul Bracewell. Miðröð: Chris Goodson, Graham Smith (framkvæmdastjóri unglingaliðs), Pat Nevin, Stuart McCall, Neil Pointon, Graeme Sharp, Wayne Clarke, lan Snodin, Neil Adams, lan Wilson, Mick Lyons (þjálfari), Terry Darracott (aðstoðarframkvæmdastjóri), Paul Power (þjálfari unglingaliðs). Fremsta röð: Trevor Steven, Adrian Heath (nú Espanol), Kevin Ratcliffe, Colin Harvey (framkvæmdastjóri), Peter Reid, Tony Cottee, Kevin Sheedy. Everton er eitt stórliðanna í Englandi, en þarf að búa við þá áþján að vera staðsett í sömu borg og Liverpool liðið og skuggi þess hefur hvílt yftr Goodison Park með fáum und- antekningum síðustu árin. En það hefur ekki alltaf verið þann- ig og Everton hefur leikið sam- fellt í 1. deild síðan 1954. Ever- ton hefur Englandsmeistaratitla að baki, 1891, 1915, 1928, 1932, 1939, 1963, 1970, 1985 og 1987. 2. deildarmeistari 1931 og Evrópumeistari bikar- hafa 1985. Þá hefur liðið orðið FA-bikarmeistari 1906, 1933, 1966 og 1984. Liðið hefur einn- ig sigrað í FA Charity Shield 8 sinnum þar af fjórum sinnum í röð frá 1984 til 1987. Everton hefur marga snjalla leikmenn í liði sínu, markvörð- urinn Neville Southall er lands- liðsmarkvörður Wales og talinn besti markvörður í 1. deildinni. Kevin Ratcliffe miðvörður og fyrirliði liðsins er einnig í lands- liði Waies og við hlið hans leikur Dave Watson enskur landsliðs- maður. lan Snodin hefur verið færður af miðjunni í stöðu hægri bakvarðar sem Neil McDonald hefur nú misst. Pat Van Den Hauwe welskur lands- liðsmaður er vinstri bakvörður liðsins. Tengiliðirnir eru sterkir, bar- áttuhesturinn Peter Reid er enskur landsliðsmaður og Stuart McCall einnig mjög sterkur. Tveir landsliðsútherjar eru hjá liðinu, þeir Trevor Steven sem verið hefur fastamaður í landsliði Englands og Pat Nevin hefur leikiö fyrir Skota. Miðherj- ar liðsins hafa verið þeir Graeme Sharp mjög sterkur skallamað- ur og skoskur landsliðsmaður og hinn marksækni enski lands- liðsmaður Tony Cottee. Liðið hafnaði í fjórða sæti 1. deildar í fyrra og stóð sig vel í bikarkeppnum án þess þó að sigra. Meiðsli settu þá strik í Framkvœmdastjórinn í júní 1987 hætti Howard Kendall sem framkvæmda- stjóri Everton og tók við Athl- etic Bilbao á Spáni, hann hafði þá nýlokið við að gera Everton að Englandsmeisturum. Við starfi hans tók Colin Harvey sem hafði um árabil verið aðstoðarmaður hjá Kendall. Harvey lék 321 deildarleik fyrir Everton og var einn hluti hins fræga tengiliðatríós sem átti mestan þátt í að gera Everton að Englandsmeisurum 1970, hinir voru Kendall og Alan Ball sem nú er framkvæmdastjóri Portsmouth. Harvey lék einnig í nokkra mánuði með Sheffield Wed. áður en hann lagði skóna á hilluna og gerðist þjálfari, þá lék hann einn landsleik fyrir England. Það kom honum mjög á óvart að fá framkvæmdastjórastöðuna, sem hann hafði ekki sóst eftir og margir töldu hann ekki rétta manninn í þetta erfiða starf, hann væri ekki nægilega harð- ur og stjórnsamur. Everton tapaði Englandsmeistaratitlin- um á hans fyrsta leiktímabili með liðið, og hefur ekki gengið sem best undir hans stjórn. Colin Harvey framkvæmdastjóri Everton. Heyrst hafa raddir að undan- förnu sem telja að Everton sé að reyna að lokka Howard Kendall til félagsins að nýju, en stjórn félagsins ber þetta þó allt til baka, en er þó ekki ánægð með árangur Harvey til þessa. Aðstoðarmaður hans er Terry Darracott sem er fyrrum leikmaður með liðinu og sömu sögu má segja um þjálfarana Mick Lyons og Paul Power sem báðir eru fyrrverandi leik- menn Everton. Þ.L.A. reikninginn, miðvallarleikmað- urinn Paul Bracewell hefur lítið getað leikið undanfarna mánuði vegna meiðsla, en hann er enskur landsliðsmaður. Félagið gerði sér miklar vonir um velgengni í vetur eftir kaup á sterkum leikmönnum í sumar, en þrátt fyrir góða byrjun hefur liðið valdið fylgismönnum sín- um miklum vonbrigðum það sem af er. Liðið sigraði í sínum tveim fyrstu leikjum í 1. deild, þar sem Tony Cottee skoraði fjögur mörk. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar að undanförnu og aöeins bætt við þrem mörk- um fyrir liðið. Everton hefur leg- ið um miðja deild og ekki sjáan- leg merki þess að félagið blandi sér af krafti í baráttuna um meistaratitilinn í vetur. Þá gerði liðið aðeins jafntefli í 3. umferð deildabikarsins á heimavelli gegn 2. deildarliði Oldham, en tókst þó að sigra í síðari leiknum og er því komið áfram í 4. umferð deildabikars- ins. Það virðist því sem skuggi risans á Anfield muni enn um sinn hvíla yfir Goodison Park. Þ.L.A. Kaup og sölur Everton keypti fjóra mjög snjalla leikmenn til félagsins í sumar fyrir stórar upphæðir og má segja að þar hafi Colin Harvey tekið nokkra áhættu, en með þessum kaupum taldi hann sig vera kominn með lið sem gæti endurheimt Eng- landsmeistaratitilinn úr hendi Liverpool. Dýrastur þessara leikmanna var miðherjinn Tony Cottee sem kostaði £ 2.200.000 frá West Ham. Hann hefur leikið landsleiki fyr- ir England og er mjög mark- sækinn. Útherjinn Pat Nevin kom frá Chelsea fyrir £ 925.000, en hann er skosk- ur landsliðsmaður. Stuart McCall miðvallarleikmaður var keyptur frá Bradford fyrir £ 850.000, hann gat valið á milli þess að leika fyrir Eng- land eða Skotland og valdi að lokum Skota og hefur nú leikið í 21 árs liði þeirra. Sá fjórði er liðið keypti í sumar er Neil McDonald, hægri bakvörður frá Newcastle, hann kostaði £ 525.000 og var Tony Cottee var keyptur frá West Ham fyrir £2,2 milljónir. keyptur til að fylla stöðu Gary Stevens landsliðsbakvarðar Englands er var seldur til Rang- ers í Skotlandi í sumar fyrir 1 milljón punda. McDonald hefur leikið með 21 árs liði Skot- lands. Auk milljón punda sölunnar á Gary Stevens til Rangers voru þrír aðrir leikmenn seldir í sumar. Markvörðurinn Alec Chamberlain til Luton fyrir £ 150.000, miðvörðurinn Der- ek Mountfield til Aston Villa á £ 450.000 og hinn fjölhæfi Alan Harper til Sheffield Wed. fyrir £ 250.000. Þá varð bak- vörðurinn Paul Power að hætta vegna meiðsla og var gerður að þjálfara unglinga- liðsins. Nú nýlega var miðherjinn Adrian Heath seldur til spænska liðsins Espanol fyrir um £ 500.000 og örugglega fylgja fleiri sölur og kaup í kjöl- farið, t.d. er miðherjinn Wayne Clarke á sölulista og Everton hefur augastað á ýmsum leik- mönnum annarra liða. Þ.L.A. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Fyrsta konan í vetur er nú með í getraunaleiknum Páll Pálsson sigraði Jóhann Inga son sinn í seinustu viku með því aö hafa 6 rétta. Hann hefur nú skorað á Soffíu Jóhannsdótt- ur starfsmann hjá Amaro en hún er gamalreyndur tippari og hef- ur verið með í getraunum í mörg ár. Páll segir að hann hafi oft lotið í lægra haldi fyrir henni í get- raunum. „Hún er ansi glúrin á að hitta á rétt úrslit," sagði Páll. Ekki vildi Soffía gera mikið úr kunnáttu sinni á þessu sviði. „Það er mjög gaman að tippa og hef ég haldið tryggð við get- raunirnar í gegnum tíðina, þótt ég laumi nú einstaka sinnum lottómiða svona með.“ Páll: Soffía: Aston Villa-Norwich 2 Aston Villa-Norwich 2 Everton-T ottenham 1 Everton-Tottenham 1 Luton-Newcastle 1 Luton-Newcastle 1 Millwall-West Ham 1 Millwall-West Ham 1 Nott.For.-Middlesbro X Nott.For.-Middlesbro X Q.P.R.-Coventry 1 Q.P.R.-Coventry 2 Sheff.Wed.-Derby 1 Sheff.Wed.-Derby 2 Wimbledon-Southampt. 2 Wimbledon-Southampt. 1 C.Palace-Man.City X C.Palace-Man.City 2 Portsmouth-W.B.A. 1 Portsmouth-W.B.A. 1 Stoke-Chelsea X Stoke-Chelsea X Sunderland-Watford 2 Sunderland-Watford 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.