Dagur - 03.12.1988, Page 16
16 - DAGUR - 3. desember 1988
VV V
4
poppsíðan
1} Umsjón: Valur Sæmundsson.
Útsendingar Ólundar FM 100,4 hefjast í dag:
„Fyrst og fremst öðruvísi útvarpsstöð“
- segir Kristján Ingimarsson útvarpsstjóri
Eins og kom fram á þessum vett-
vangi sl. laugardag átti útvarpsstöö-
in Ólund aö hefja útsendingarföstu-
daginn 25. nóv. kl. 17.00. Þegar
fjöldi fólks haföi stillt tækin sín á FM
100,4 og beið þess aö útvarpsstjór-
inn hæfi upp raust og flytti ávarp,
heyrðist ekki bofs. „Helvítis drasl
þessi útvarpsstöö," hugsuöu
ábyggilega margir þegar ekkert
kvak haföi heyrst kl. 19.00 og
slökktu á viðtækjunum. En af hverju
stafaði þessi töf? Hvenær veröur
byrjað aö senda út? Kristján Ingi-
marsson útvarpsstjóri er mættur til
að svara þessum spurningum og
mörgum fleiri.
„Ég vil byrja á því að biöja velunn-
ara og virka hlustendur Ólundar af-
sökunar á óþægindum þeim sem
hljóta að hafa skapast vegna þess
aö ekki var staðið við auglýsta
dagskrá, en að baki lágu óviðráðan-
legar ástæður," sagði Kristján með
áherslu. „Smámisskilningur kom
upp á varðandi leiguhúsnæðið en
það var ekki tilbúið þegar stöðin
hafði áformað að fara í loftið,“ bætti
hann við og fékk sér sopa af kaffinu.
„Útsendingar munu hins vegar hefj-
ast í dag laugardaginn 3. des. á fjöl-
breyttri hátíðardagskrá. Þar verður
dagskrá stöðvarinnar og þeir sem
að henni standa, kynnt, ávörp verða
flutt, tónlistarmenn koma í heim-
sókn og flytja lifandi tónlist og fólk
verður tekið tali. Að sjálfsögðu verð-
ur opið hús þar sem fólk getur
komið, skoðað, fengið sér kaffi og
meððí og jafnvel tekið þátt í lifandi
dagskrá ef áhugi er fyrir hendi,“
sagði Kristján, og bætti því við að
stöðin væri til húsa í Eiðsvallagötu
18.
- Hvernig verður svo dagskrá
Ólundar hagað? Er búið að skipu-
leggja það eitthvað?
„Já, við ætlum að senda út öll kvöld
vikunnar milli kl. 19.00 og 24.00, en
á föstudögum og laugardögum
verður þó byrjað kl. 17.00. Dag-
skráin verður mjög fjölbreytt, sem er
hinum mikla fjölda dagskrárgerðar-
fólks að þakka. Ef ég á að nefna
nokkur dæmi, þá get ég minnst á
menningarþætti, viðtalsþætti, tón-
listarþættir eru margvíslegir, fregnir
o.fl. o.fl. Ólund verður alltaf ferskt
og skemmtilegt útvarp, því þar fær
fólk með hugmyndir og sköpunar-
gáfu að njóta sín. Frjálslega verður
farið með dagskrá stöðvarinnar og
alltaf eitthvað nýtt að gerast. Einnig
má bæta því við að við verðum í
góðu sambandi við skólana á Akur-
eyri og verða sérstakir skólatímar
þar sem nemendum gefst kostur á
að vera með sína eigin dagskrá."
- Þú nefndir þarna margvíslega
tónlistarþætti. Gætirðu kannski farið
nánar út í þá sálma og jafnvel svar-
að því í leiðinni hvort rétt sé að ein-
hverjar tónlistarstefnur eða tónlist-
armenn séu á bannlista.
„Við leggjum mikið upp úr því að
vera með öðruvísi tónlist en hinar
stöðvarnar og því spilum við næst-
um allt nema listapopp og diskó-
síbylju. Á Ólund heyrir þú rokk,
pönk, fönk, djass, blús, nýbylgju,
klassík og allt hitt sem lítið heyrist
annars staðar. Það er hins vegar
ekki sannleikanum samkvæmt að
einhver bannlisti sé í gangi yfir lög
„Erum bjartsýnir á viðtökur hlustenda."
Endurskinsmerki
storauka öryggi í umferðinni.
íslensk útvarpshefð hefur hingað til einkennst af leiðindum."
útvarpstækjum sínum, það vill
eitthvað nýtt og öðruvísi. Það vill
Ólund. Við óttumst ekki samkeppn-
ina, því að það verður engin sam-
keppni. Við erum ekki að eltast við
neinn ákveðinn hlustendahóp, held-
ur útvörpum við til þeirra sem vilja
hlusta hverju sinni og höfum gaman
af.“
- Nú er stöðin til húsa í höfuð-
stöðvum Alþýðubandalagsins á
Akureyri. Er þetta pólitísk útvarps-
stöð?
„Nei, það er misskilningur að Ólund
sé í einhverjum tengslum við
Alþýðubandalagið. Ólund er óháð
og ólofuð stöð og ópólitísk líka.
Einu tengslin við eigendur hússins
er leigusamningur. En auðvitað er
öllum pólitískum samtökum vel-
komið að viðra skoðanir sínar á
stöðinni, oins og öðrum félagasam-
tökurn."
- Að lokum Kristján. Hvernig kom
það til að hugmyndin að útvarps-
stöðinni fæddist? Ertu ekki smeykur
núna þegar allt á að fara í fullan
gang seinna í dag?
„Hvernig hugmyndin fæddist? Það
er nú saga að segja frá því. Ég var
eitt sinn staddur ásamt... nei, nei
við félagarnir erum bara 3 einstakl-
ingar úr þeim stóra hópi sem vill
kollvarpa hinni íslensku útvarps-
hefð, sem hingað til hefur einkennst
af leiðindum. Við urðum bara fyrstir
til að gera eitthvað í málinu.
Að lokum vil éa bara hvetja fólk til
að taka þátt í Olund og gera hana
að góðri útvarpsstöð. Eins vil ég
enn og aftur minna á kaffi og meððí
( Eiðsvallagötu 18 kl. 16.00 í dag,“
sagði þessi bjartsýni athafnamaður
og vil ég gjarnan þakka honum kær-
lega fyrir spjallið.
En þá er poppsíðunni lokið í dag,
við sjáumst að viku liðinni.
eða flytjendur, heldurveljum við þá
þáttagerðarmenn til starfa sem vilja
hjálpa okkur að byggja upp öðruvísi
og gott útvarp," sagði Kristján, fékk
sér annan kaffisopa og setti sig í
stellingar fyrir næstu spurningu.
- Hverjir standa að stöðinni? Er
þetta ekki kostnaðarsamt fyrir ykkur
og hvernig er meiningin að standa
undir rekstrarkostnaði?
„Það er fjöldi af indælu fólki sem
stendur að Ólund, utan við mig,
Hlyn Hallsson og Jón Hjalta Ás-
mundsson, sem komum þessu af
stað. Má þar nefna hinn fríða flokk
dagskrárgerðarfólks ásamt ýmsum
hjálparhellum. Allir sem starfa við
útvarpsstöðina eru áhugamenn í
sjálfboðavinnu. Þrátt fyrir það er
kostnaðurinn við reksturinn um
4.000 krónur á dag. Það er að
mestu leyti undir góðvild og gjaf-
mildi fólks komið, hversu lengi okk-
ur tekst að halda stöðinni gangandi,
því að frjáls framlög og styrkir eru
efst á fjáröflunarlista Ólundar. Einn-
ig ætlum við að selja tíma til félaga-
samtaka og einstaklinga en auglýs-
ingar eru neðst á listanum."
- Hvernig hafa undirtektir félaga-
samtaka verið við þessu tækifæri til
að kynna sig og starfsemi sína?
„Við vorum að Ijúka við að senda út
bréf til allra félagasamtaka á Akur-
eyri þar sem við kynntum fyrir þeim
þann möguleika að kynna starfsemi
sína í útvarpi. Þetta er nýjung á
Akureyri og ég held að viðbrögðin
verði góð. Nú þegar hafa okkur bor-
ist fyrirspurnir um þessa sölutíma
sem við köllum „Gatið“. Ég vil skora
á bæði félög og einstaklinga að not-
færa sér þetta einstaka tækifæri og
taka þátt í lifandi dagskrá,“ segir
útvarpsstjórinn og lýkur úr kaffiboll-
anum.
- Eruð þið bjartsýnir á viðtökur
hlustenda? Óttist þið ekkert sam-
keþpni við aðrar stöðvar?
„Við eigum von á góðum viðtökum.
Maður bæði finnur það og heyrir, að
fólk er orðið þreytt á síbyljunni,
auglýsingaskruminu og slúðrinu (
Sæti Vinsældalistar Hljóðbylgjan - vikuna 26/11-3/12 1988 Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (3.) (3) Harder I try Brother Beyond
2. (2.) (4) Kokomo .... The Beach Boys
3. (1.) (4) I’m gonna be Prodaimers
4. (17.) (2) Wild, wild west Escape Club
5. (7.) (4) Groovy kind of love Phil Collins
6. (8.) (4) You are the one A-ha
7. (22.) (2) Nothing can divide us Jason Donovan
8. (11.) (4) Blautar varir Síðan skein sól
9. (4.) (4) Je ne sais pas pourquoi Kylie Minogue
10. (N) (1) Two hearts Phil Collins
íslenski listinn
- vikuna 26/11-2/12 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (2.) (6) l'm gonna be 500 miles Prodaimers
2. (1.) (10) Kokorrio ; Beach Boys
3. (4.) (3) Two hearts Phil Collins
4. (7.) (5) Wild, wild west Escape Club
5. (10.) (5) Girl You know it’s true Millie Vanillie
6 (6) (8) Desiree U2
7. (18.) (4) Pað er svo undarlegt Bítlavinafélagið
8. (8.) (11) Where did I go wrong UB-40
9. (12.) (3) Never trust a stranger Kim Wilde
10. (5.) (11) Groovy kind of love Phil Collins
Rás 2
- vikuna 25/11-2/12 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (1.) (5) l'm gonna be (500 miles) The Proclaimers
2. (3.) (5) Handle with care .. Traveling Wilburys
3. (2.) (10) De smukke unge mennesker Kim Larsen
4. (5.) (9) Where did I go wrong UB-40
5. (4.) (5) The harder I try Brother Beyond
6. (7.) (6) Wild, wild west
7. (6.) (12) Groovy kind of love
8. (12.) (4) Two hearts
9. (13.) (4) Það er svo undarlegt meö unga menn Bítlavinafélagið
10. (14.) (3) Ógeðslega ríkur .. Eggert Þorleifsson