Dagur - 08.12.1988, Side 2
Safnastofnun Austurlands:
Framhaldíð háð íjárveitingu
segir bæjarstjórinn á Egilsstöðum
Byggingaframkvæmdir við
Safnastofnun Austurlands á
Egilsstöðum eru sífellt í gangi
þó að verkið gangi misjafnlega
vegna skorts á fjárveitingum.
Peir aðilar sem standa að bygg-
ingunni eru íslenska ríkið sem
byggir yfir minjasafnið að hluta,
þ.e. það fjármagn sem gefið var
til minjasafns á Austurlandi
vegna Skriðuklausturs á sínum
tíma. Norður- og Suður-Múla-
sýsla byggja yfir héraðsskjalasafn
og Egilsstaðabær yfir bók-asafn.
Að sögn Sigurðar Símonarson-
ar bæjarstjóra á Egilsstöðum, er
hver aðili fyrir sig með ákveðinn
hluta byggingarinnar og misjafnt
á hvaða byggingarstigi hver hluti
er. „Framhaldið er háð fjárveit-
ingu, en samningur við ríkissjóð
liggur fyrir, þar sem gert er ráð
fyrir að byggingu Ijúki á um fjór-
um árum.“ VG
Framkvæmdahraði við Safnastofnunina er algerlega háður fjárveitingu.
Mynd: GG
Frá Vopnafirði.
Mynd: TLV
Byggingaframkvæmdir á Vopnafirði:
Samdráttur á síðustu árum
en aukin ásókn út á land
- unnið að skipulagsmálum í vetur
Byggiitgaframkvæmdir hafa
talsvert dregist saman á
Vopnafirði á síðastliðnum
þremur árum, en á tímabili þar
á undan stóðu slíkar fram-
kvæmdir í miklum blóma.
Omar Þ. Björgólfsson bygg-
ingafulltrúi segir að frá árinu
19',8, er hann kom á staðinn
hafi ævinlega verið byrjað á
sex íbúðum og ekki hvikað frá
þeirri tölu. Frá 1984 hafi talan
lækkað um helming og að jafn-
aði byrjað á tveimur til þremur
íbúðum á ári.
Á Vopnafirði eru nú nokkrar
lausar lóðir til úthlutunar, en
Ómar segir menn ekki hafa tekið
við sér og sótt um þær. í vetur
verður unnið að gerð deiliskipu-
lags og segir hann tvö ný svæði
koma til greina varðandi íbúðar-
byggingar. Taldi Ómar að menn
væru að bíða eftir hvort svæðið
yrði ofan á áður en þeir- hæfu
íbúðarbyggingar.
Talsvert hefur verið byggt af
iðnaðarhúsnæði á staðnum, bif-
reiða- og vélaskemmur, fóður-
stöð fyrir loðdýrarækt svo eitt-
hvað sé nefnt. Talsvert er af laus-
um lóðum undir iðriaðarhúsnæði
á Vopnafirði.
í vetur verður unnið af kappi
við skipulagsmál og verður deili-
skipulagið þar eflaust efst á
teikniborðinu, auk þess sem
aðalskipulag bæjarins verður
skoðað nánar. Þá stendur til að
gera skipulag vegna svæðis fyrir
verbúðir smábátaeigenda og
smábátahöfnin er ekki fullfrá-
gengin. Fleiri verkefni í skipu-
lagsdeildinni er m.a. hesthúsa-
hverfi sem rísa á við bæinn og er
fyrirhugað að þar rísi níu hús,
hvert fyrir átta hesta. Hinu fyrsta
er þegar lokið og er unnið að
smíði tveggja til viðbótar.
Ekki er farið út í byggingu
Nokkuð er um skort á sjúkra-
liðum á landinu og auglýsti t.d.
Kristnesspítali í Eyjaflrði eftir
kaupleiguíbúða á vegum sveitar-
félagsins nú, en á síðustu tveimur
árum hafa verið byggðar fjórar
íbúðir í verkamannabústaðakerf-
inu. Ómar segir að skortur á
íbúðum í bænum hafi verið nokk-
ur á undanförnum árum, enda
hafi eftirspurnin aukist ár frá ári.
í haust segir hann að losnað hafi
aðeins um markaðinn, en mikið
af fólki af höfuðborgarsvæðinu
hafi hringt og spurst fyrir um
atvinnu og húsnæði á staðnum og
virtist sér sem fólk af því svæði
vildi í auknum mæli flytjast út á
land. mþþ
sjúkraliðum til starfa nýlega.
Bjami Arthursson framkvæmda-
stjóri sagði ástandið ekki slæmt
hjá þeim, hér væri aðeins verið
að auglýsa eftir sjúkraliðum í
stöður sem losna á næstunni.
Kristnesspítala:
Helst vel á hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum
- útskrift sjúkraliða frá VMA
hefur bætt ástandið
„Vissulega höfum við þurft að
ráða ófaglært starfsfólk til þess að
komast hjá því að fækka rúmum,
en ástandið með sjúkraliða hefur
heldur skánað undanfarin ár,“
sagði Bjarni. Hvort því er hægt
að þakka beint að Verkmennta-
skólinn á Akureyri útskrifar
sjúkraliða, sagði hann: „Að sjálf-
sögðu skilar hann árangri á svæð-
inu og ég fullyrði, að betra ástand
hjá okkur nú er vegna árangurs
skólans."
Sömu sögu er að segja varð-
andi hjúkrunarfræðinga, en á
Kristnesi eru nær allar stöður
skipaðar. „Við höfum ekki þurft
að auglýsa eftir hjúkrunar-
fræðingum í mörg ár. Það er ekki
mikil hreyfing meðal hjúkrunar-
fræðinga og margir þeirra eru
með háan starfsaldur," sagði
Bjarni.
Aðspurður um hugsanlega
ástæðu fyrir þessu, sagðist hann
helst telja að framkvæmdir við
spítalann og fyrirhugaðar breyt-
ingar laði að starfsfólk og haldi í
það sem fyrir er. VG
2 - DrÁÖÚft - 8. déáémbéí 1908°
Hótel Blönduós:
Bessi hættir um áramót
- tekur við Hótel Borgarnes
Bessi Þorsteinsson hótelstjóri
á Blönduósi hefur sagt starfi
sínu lausu og tekur við stöðu
hótelstjóra hjá Hótel Borgar-
nesi um næstkomandi áramót.
Hlutafélagið Hótel Blönduós
var stofnað haustið 1981 og í
febrúar 1982 réðist Bessi til
hótelsins sem kokkur. Hann tók
við stöðu hótelstjóra 1. okt. ’84.
Sölufélag Austur-Húnvetninga er
stærsti hluthafinn í Hótel
Blönduósi hf. en aðrir hluthafar
eru ýmis félagasamtök og ein-
staklingar.
Á hótelinu eru 18 gistiherbergi
og þar starfa nú 6 manns en starfs-
mannahald eykst svo um helming
yfir sumarmánuðina. Ekki hefur
verið ráðinn hótelstjóri í stað
Bessa en þau mál munu verða at-
huguð í rólegheitum í vetur. fh
Bamsburðarleyfi
kennara á hreinu
- júní, júlí og ágúst
reiknast sem einn mánuður
Agreiningur milli ijármálaráðu-
neytisins og kcnnarafélaganna
um barnsburðarleyfi kennara er
nú úr sögunni. Gengið hefur
verið frá samkomulagi um
reglur og segir í nýútkomnu
félagsblaði BK, að fulltrúar
beggja kennarafélaganna í
samstarfsnefnd um þessi mál
telji niðurstöður viðunandi.
Framvegis reiknast barnsburð-
arleyfi þannig, að mánuðirnir
júní, júlí og ágúst teljast sem
einn mánuður. Leyfið reiknast
alltaf frá fæðingardegi, nema ef
um er að ræða fæðingu í júní eða
júlí, þá reiknast leyfið frá I.
ágúst.
Sem dæmi um leyfi, myndi
barnsburðarleyfi vegna fæðingar
barns 30. desember Ijúka 30. maí
og framundan væri sumarleyfi
kennara. Kennsla hæfist á ný 1.
september, 8 mánuðum eftir fæð-
ingu barnsins. Fæðist barn 20.
ágúst, lýkur leyfi 20. janúar, 5
mánuðum eftir fæðingu barnsins
og fæðist barn 15. júní, lýkur
leyfi 1. janúar 6 og hálfum mán-
uði eftir fæðingu því júní, júlí og
ágúst teljast einn mánuður.
Kennarar geta hafið töku
barnsburðarleyfis allt að tveimur
mánuðum fyrir áætlaðan fæð-
ingardag ef þeir óska þess, en
slíkt má ekki hafa áhrif til leng-
ingar barnsburðarleyfis á kennslu-
tímabili skóla. Veikindi á með-
göngu ber að líta á sem veikinda-
leyfi og að öðru leyti fer um
barnsburðarleyfi kennara sam-
kvæmt reglugerð um barnsburð-
arleyfi opinberra starfsmanna.
Reglur þessar taka gildi frá I.
júní 1988. VG
Veiðikeppni DNG:
Sá stærsti var 160 kg
- verðlaunin fóru í Garðinn
Rafeindafyrirtækið DNG
gekkst í sumar fyrir veiðikeppni
á meðal ísienskra sjómanna
sem nota tölvuvindur frá fyrir-
tækinu. Sigurvegarinn var sá
er veiddi stærsta fiskinn á
DNG-vindu á tímabiiinu 20.
júní til 31. júlí.
Þeir sjómenn sem veiddu stóra
fiska á DNG-vindur á umræddu
tímabili, áttu að senda inn til
fyrirtækisins upplýsingar um það.
Stærsti fiskurinn sem veiddist og
upplýsingar fengust um, var 160
kg lúða sem Þór Ingólfsson í
Garðinum veiddi. Hann taldist
því sigurvegari keppninnar og
hlaut að launum fullkomna
DNG-tölvuvindu, sem honum
var afhent í Keflavík í fyrrakvöld.
Næst stærsta fiskinn veiddi
Baldur Bóasson frá Siglufirði,
157 kg lúðu. Þátttaka var nokkuð
góð og var keppnin hörð um
sigurlaunin. -KK