Dagur - 08.12.1988, Síða 7
es&rd£S&mbefc19l88 ^PAOUR & 7
Bætt bifreiðaskoðun stuðlar
að auknu umferðaröryggi
- ályktun frá fundi bifreiðaverkstæða og
bílgreinasambandsins á Norðurlandi
Fundur bifreiðaverkstæða á
Norðurlandi, haldinn á Hótel
KEA laugardaginn 3. desember
1988, leggur áherslu á að í sam-
bandi við skipulag bifreiða-
skoðunar úti á landi verði tekið
upp samstarf við bifreiðaverk-
stæðin við uppbyggingu þessarar
þjónustu. í þessu verði tekið tillit
til hagsmuna landsbyggðarinnar
og nauðsynjar þess að byggja upp
þjónustu við bifreiðaeigendur um
allt land.
Fundurinn telur sýnt að þær
hugmyndir um færanlegar skoð-
unarstöðvar sem kynntar hafa
verið séu alls ekki framkvæman-
legar og allsendis úr takt við
umhverfi, veðurfar og samgöngu-
möguleika og lýsir furðu sinni á
því þekkingarleysi á málum
landsbyggðarinnar sem þar kem-
ur fram. Fundurinn telur nauð-
synlegt að Bifreiðaskoðun
íslands hf. kanni möguléika á því
að verkstæðum verði gefinn kost-
ur á því að setja upp viðbótar-
búnað fyrir almenna skoðun, því
ljóst er að verkstæðin þurfa hvort
sem er að ráðast í fjárfestingar
fyrir milliskoðun og endurskoðun
ef hún á að koma að sömu notum
fyrir bifreiðaeigendur í dag og að
undanförnu, a.m.k. hvað varðar
athugasemdir um hemlabúnað,
þ.e. að þeir þurfi ekki að fara í
skoðun eftir viðgerð á verkstæði.
Bifreiðaverkstæðin hafa ítrek-
að lýst því yfir að þau séu tilbúin
að skapa þá grunnaðstöðu fyrir
skoðun sem talað hefur verið um,
þannig að hægt sé að skipuleggja
skoðunina á þann hátt að þyki
heppilegast fyrir bifreiðaeigend-
ur.
Mörg verkstæði hafa þegar í
dag viðurkenningu til endur-
skoðunar og fleiri og fleiri verk-
stæði eru að fá heimild til burðar-
virkismælinga og hjólastillinga og
eðlilegt að búnaður og þjálfun
yrðu þróuð áfram í það að hag-
nýta sér húsnæði og aðstöðu
verkstæðanna til að vera með
almenna skoðun.
Fundurinn telur ljóst af þeim
gögnum og útreikningum BGS
sem fram hafa verið lögð að sam-
vinna við verkstæðin sé mun
ódýrari kostur en færanlegar
skoðunarstöðvar hvað varðar
fjárfestingar og rekstur og
skoðunin komist í nýtt og betra
form mun fyrr. Auk þess stuðli
það að uppbyggingu verkstæða
og þjónustu á viðkomandi
stöðum. Fundurinn vekur áthygli
á því að aðilar sveitar- og bæjar-
stjórna víðs vegar um land hafa
ályktað um þetta mál og hvatt til
samstarfs Bifreiðaskoðunar ís-
lands hf. við bifreiðaverkstæðin á
viðkomandi svæðum.
Fundurinn ítrekar þörf sam-
ráðs og samvinnu aðila í þessu
máli svo hægt sé að ná sem best-
um árangri við þessar breytingar
á bifreiðaskoðun, bifreiðaeigend-
um og þeim sem starfa við þjón-
ustu við bifreiðaeigendur til hags-
bóta.
Odýrtoggott
í jólamatinn
TILBOÐ
hefst á morgun föstudag
Bayoneskinka
kr. 721kg.
Lambahamborgarhrygqur
kr. 560.- kg.
Selst meðan
birgðir endast.
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis lagði leið sína í Mat-
vörumarkaðinn, KEA Hrísa-
lundi og Hagkaup og kannaði
verð á kjöti, sem líklegt er að
verði á borðum margra heimila
um jólin. Matvörumarkaður-
inn kemur best út úr þessari
könnun með flestar kjötteg-
undir á lægstu verði. Ýmis til-
boð verða í gangi hjá verslun-
unum nú í desember og er ekki
getið um þau í þessari könnun,
þar sem tilboðin standa oft
ekki lengur en í viku. KEA
Hrísalundi selur meðan birgðir
endast hangikjötslæri úrbeinuð
á gömlu verði 1.009,- kr. kíló-
ið. Hagkaup selur svínakjöt
frá Ali, sem er dýrara en ann-
að svínakjöt sem þeir selja.
Eins og alltaf þá leggur NAN
ekki mat á gæði vörunnar, það
eftirlátum við neytandanum.
Verðkönnun NAN
TEGUND VÖRU LAMDAKJÖT MATVÖRU- MARKAÐURINN KEA HRÍSALUNDI HAGKAUP MISMUNUR HÆSTA OG VERÐI A LÆGSTA- MISMUNUR %
Lambalæri nýtt lkg 639.-X 641.- 640.50 2. — 0.03
Lambahryggur nýr lkg 606.-X 608.- 608.40 2.40 0.03
Lambalæri fyllt m. ávöxtum úrb.lkg 1.042.-
Lambahamb.hryggur m.beini lkg 658.- 723 .- 614.-x 109.- 17.7
Londonlamb úr framparti lkg 744.-X 816 .- 72.- 9.6
Londonlamb úr læri lkg 1.081.-
Londonlamb úrb. lkg 857.-
Hangikjötslæri m.beini lkg 698.-x 792,- 705.- 94.- 13.4
Hangikjötslæri úrb. lkg 1.050.-X 1.192.- 1.14 7 50 142,- 13.5
Hangikjöt úr framparti m.beini lkg 440.-x 486.- 462.- 46.- 10.4
Hangikjöt úr framparti úrb. lkg 799.-x 892.- 800.- 93.- 11.6
SVlNAKJÖT
Svínahryggur nýr lkg 959.-X 1.081.- 1.054.- 122,- 12.7
Svínahamb.hryggur m.beini lkg 1.070.- 1.197.- 899.-X 298.- 33.1
Svinahamb.hryggur úrb. lkg 1.480.-x 1.902.- 1.645.- 422 .- 28.5
Svinalæri nýtt m.beini lkg 555.-X 612.- 598.- 57.- 10.2
Svinalæri nýtt úrb. lkg 952.-
Svinalæri reykt m.beini lkg 672.-X 745.- 692,- 73 .- 10.8
Svinalæri reykt úrb.(bayoneskinka)lkg 937,-x 1.036.- 944.- 99.- 10.5
Svínabógur nýr hringskorinn lkg 548,- 595.- 547.-X 48.- 8.7
Svinakambur reyktur úrb. lkg 912.-X 1.042.- 1.017.10 130,- 14.2
Svinakótelettur lkg 969.-X 1.081.- 1,062.- 112.- 11.5
NAUTAKJÖT
Nautalundir lxg 1.799.- 1.669.-X 1.811.20 142.- 8.5
Innanlærisvöóvi lkg 1.070.-X 1.200.- 130.- 12.1
FUGLAKJÖT
Rjúpur óhamflettar 1 stk. 350.-X 375.- 375.- 25.- 7.1
Rjúpur hamflettar 1 stk. 430.-
Pekingönd lkg 658.70X 713.- 54.30 8.2
Aligæs reytt og svióin lkg 715.-X| 1.205.- 885.- 490.- 68.5
Kalkúnn lkg 966.-x 995.- 29.- 3.0