Dagur - 08.12.1988, Page 8

Dagur - 08.12.1988, Page 8
8 - DAGUR - 8. desember 1988 Nemendur eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa úti á landi - það verður að jafna aðstöðuna svo allir geti lokið sem mestu af sínu námi í heimabyggð Með lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi 1974 var landinu skipt í 8 fræðsluumdæmi og í hverju umdæmi skal vera fræðsluráð og fræðsluskrifstofa eins og segir í 10. grein grunnskólalag- anna. Á fjórðungsþingi 1974 var fræðsluskrifstofu fyrir Norðurland vestra valinn stað- ur á Blönduósi og er fræðslu- skrifstofan til húsa í Kvenna- skólanum á Blönduósi sem var fyrir nokkrum árum aflagður sem slíkur. Á fyrsta fundi fræðsluráðs þann 28. maí 1975 var Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri á Reykjaskóla í Hrútafirði kjörinn formaður fræðsluráðs. Sveinn Kjartans- son var þá ráðinn fræðslustjóri úr hópi fimm umsækjenda. Fræðsluráð Norðurlandskjör- dæmis vestra er skipað fimm mönnum sem kjörnir eru til fjögurra ára af fulltrúum sveit- arlclaganna á Norðurlandi vestra á fjórðungsþingi. Þrír kennarafulltrúar kosnir af samtökum kennara, fræðslu- stjóri og framkvæmdastjóri fjórðungssambandsins eiga sæti í fræðsluráði með öllum réttindum nema atkvæðisrétti. Nú standa yfir samningar varð- andi breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og sam- kvæmt drögum að þeim samningi mun rekstur fræðsluskrifstofanna færast alfarið yfir til ríkisins. Skólamenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur ekki síst vegna þeirrar óvissu sem ríkir varöandi stöðu fræðsluráða eftir að ný lög taka gildi. Pá vaknar sú spurning hvort heimamenn hafi lengur nokkuð að segja um rekstur fræðsluskrifstofanna og ráðning- ar fræðslustjóra. Einnig óttast menn að fjárhagsleg fyrirgreiðsla kunni að versna með aukinni fjarstýringu að sunnan. Núver- andi formaður fræðsluráðs er Stefán A. Jónsson á Kagaðar- hóli. Blaðamaður Dags spjallaði um þessi mál við Guðmund Inga Leifsson fræðslustjóra Norður- landskjördæmis vestra. Yöntun á sérkennurum og sálfræðingum - Hvenær tókst þú við starfi fræðslustjóra? „Ég tók við því í ágúst 1982 hafði þar áður verið fjögur ár skólastjóri á Hofsósi og þar á undan fjögur ár starfsmaður menntamálaráðuneytisins sem námsstjóri í samfélagsfræði eftir að ég kom heim frá námi í Nor- egi.“ - Ef mig langar til að verða fræðslustjóri, hvaða menntun þarf ég að hafa? „Það sem til þarf er að hafa réttindi til kennslu á grunnskóla- stiginu og reynslu í stjórnun á þessu skólastigi, verið skólastjóri eða farið með hliðstæð stjórnun- arstörf. Því miður eru ekki gerð- ar kröfur um sérmenntun í stjórnun grunnskóla en nú eru byrjuð námskeið fyrir skóla- stjórnendur, í Kennaraháskóla íslands og verður í framtíðinni ef til vill hægt að gera sérstakar menntunarkröfur til skólastjórn- enda. Fram að þessu hafa ekki verið gerðar kröfur um sérmenntun fyrir skólastjóra eins og víða tíðkast erlendis. Þetta nám var að hefjast í haust og er að hluta til fjarkennslunám með mæting- um nokkra daga í einu. En þetta er í fyrsta skipti sem nám er skipulagt fyrir skólastjórnend- ur.“ - Hvað vinnur margt fólk á fræðsluskrifstofunni? „Á fræðsluskrifstofu af þessari stærð eru ákvæði um að eigi að vera ein ákveðin deild. Það er svokölluð sálfræði- og ráðgjafar- þjónusta. Þar eigum við að hafa tvö og hálft stöðugildi. Nú eru ekki starfandi hjá okkur, í þessu, nema sem svarar einu og hálfu stöðugildi, sálfræðingur í barn- eignarfríi og sérkennari í hluta- starfi. Að öðru leyti eru ekki ákvæði um hvað margir eigi að starfa á fræðsluskrifstofu fyrir utan fræðslustjóra. Gert er ráð fyrir að ráðinn sé sá mannskapur sem þarf til reksturs skrifstofunn- ar vegna samskipta sveitarfélaga og ríkis um rekstur skólanna, við bókhald og annað slíkt. í því er eitt og hálft starfshlutfall og einn starfsmaður sinnir starfi ritara og gjaldkera. Þannig starfa hér í allt fimm manns fyrir utan fræðslu- stjóra en ekki allir í fullu starfi. Okkur vantar helst starfsfólk til sérkennslu, sálfræðiþjónustu og annarra ráðgjafastarfa varðandi kennslu. Við höfðum hér mest tvo sál- fræðinga og deildum þeim þriðja með svæðisstjórn um málefni fatlaðra en eins og er erum við bara með einn sálfræðing en þyrftum meiri starfskrafta í það og til sérkennslunnar. Undir rekstrarumsjónina falla ýmsir þættir varðandi sameigin- legan rekstur grunnskólanna eins og t.d. skólaaksturinn sem ríkið greiðir 85% af eins og er á móti 15% frá sveitarfélögunum. Þetta er einn stærsti sameiginlegi rekstrarliðurinn í rekstri skól- anna og síðan eru það mötuneyt- in sem ríkið greiðir launakostnað við. Þetta fer allt hér í gegn því að við úrskurðum launareikninga frá mötuneytunum. Við höfum ekki með ráðningu starsfólks mötuneytanna að gera heldur önnumst við gerð ráðningar- samninga sem ríkið greiðir svo laun eftir beint frá launadeild- inni. Svo er ýmislegt samkrull eins og leiga á skólahúsnæði þar sem ríkið greiðir helming á móti sveit- arfélögunum, ýmsar tryggingar sem sveitarfélögin eiga að annast en eiga rétt á endurgreiðslu. Einnig á ríkið að greiða hluta af skólaskoðun og heilbrigðisþjón- ustu fyrir skólabörn og það fer allt hér í gegn. Svo hefur fræðsluráð hér haft yfirumsjón með húseignum Kvennaskólans, viðhaldi og rekstri hússins. Það er að hluta leigt til annarra nota en fyrir fræðsluskrifstofuna. Fræðsluráð fékk Kvennaskóla- húsið til umráða fyrir fræðslu- skrifstofuna og aðra starfsemi sem henta þætti. Hér er t.d. leik- fangasafn sem heyrir undir málefni fatlaðra eða félagsmála- ráðuneytið. Svo leigir Blönduós- hreppur hér húsnæði fyrir kennslu í handmennt einnig eru ýmis félagasamtök með aðstöðu hér í húsinu. Það að þurfa að sjá um rekstur hússins eykur umsvif fræðsluskrifstofunnar nokkuð miðað við aðrar hliðstæðar stofn- anir.“ Landshlutasamtökin fengu ekki þá lagalegu stöðu sem gert var ráð fyrir - Hvernig er kostnaði við fræðsluskrifstofuna skipt? „Kostnaðurinn skiptist í tvennt. Annars vegar hinn almenni rekstur sem er fjármagn- aður þannig að ríkið greiðir helming á móti landssamtökum sveitarfélaga. Þetta er ákveðinn galli sem varð í lögunum vegna þess að landshlutasamtökin fengu aldrei þá lagalegu stöðu sem gert var ráð fyrir við gerð grunnskólalaganna og þess vegna hafa greiðslurnar aldrei komið beint frá landshlutasamtökunum heldur hefur þurft að rukka hvert sveitarfélag um sitt framlag. En svo er annar galli að mínu mati á þessum lögum að sálfræði- og ráðgjafadeildin sem er deild inn- an fræðsluskrifstofunnar er fjár- mögnuð að hálfu af ríkinu en að hinum hlutanum af sveitarfé- lögunum hverju fyrir sig. Það er í raun sama fyrirkomulag en þó skilgreint öðruvísi. Fræðslustjóri er hins vegar embættismaður ríkisins en laun annars starfsfólks eru greidd að helmingi frá ríki og að hálfu af sveitarfélögunum. í tengslum við fræðsluskrifstof- una eru starfandi kennsluráðgjaf- ar sem annast ráðgjöf úti í skólunum og eru allir í hluta- starfi. Einn slíkur er starfandi hér á skrifstofunni og sér einnig um kennslugagnamiðstöð. Það fer fram útlán á kennslugögnum, myndböndum og handbókum og einnig ýmis fagleg vinna með þátttöku kennara.“ - Eru kennslugagnamiðstöðv- ar eins og hér er orðnar á öllum fræðsluskrifstofum? „Nei það er ekki þó að sums staðar sé kominn vísir að því. Það hefur verið svo rúmt um okkur að við gátum gert þetta þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir slíkri aðstöðu í upphafi. Það er þó orð- ið svo að mikil áhersla er lögð á að flytja fræðslu og endurmennt- un kennara út í umdæmin. Kenn- araháskólinn hefur lagt á það áherslu og það er sívaxandi skiln- ingur á að þessi fræðsla verður að fara fram úti í héruðunum. Námsgagnastofnun hefur sýnt áhuga á að ná til kennaranna þar sem þeir eru og þessi starfsemi hjá okkur er góður vettvangur til að koma þessu áleiðis. Ég held að þessi þjónusta við kennarana sem er bæði endurmenntun og símenntun eigi eftir að vaxa mik- ið í framtíðinni. Það er rétt að geta þess hér að á næsta ári hefst tvenns konar nám fyrir kennara hér í umdæm- inu. Hefst þá svokallað starfs- leikninám sem er endurmenntun fyrir kennara sem eru í starfi og þessa fræðslu fá kennararnir þá heima í sínum eigin skóla. Það er einn kennari sem hefur farið í þjálfun til að taka að sér þetta stjórnunarstarf innan skólanna að námi loknu. Þeir kennarar sem vilja hittast að minnsta kosti einu sinni í viku eftir skóla og vinna verkefni sem þeir fara síðan með út í sína kennslu, leggja fyrir nemendur og meta síðan verkefnið með aðstoð stjórnandans. Þetta gefur kenn- aranum ákveðin stig sem eru metin bæði til náms og launa. Þetta verður væntanlega í nokkr- um skólum strax næsta haust. Á næsta vori byrjum við væntanlega með nám fyrir sérkennara. Það verður fyrsti áfangi í námi fyrir sérkennara sem dreift verður á tvö ár að mestu í sumarvinnu og með fjarkennslusniði. Þetta verð- Aðsetur fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra í gamla Kvennaskólanum. Starfslið fræðsluskrifstofunnar. F.v. Þórður Ragnarsson, Elín Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Leifsson, Selma Svavarsdóttir og Margrét Skúladóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.