Dagur - 08.12.1988, Síða 14

Dagur - 08.12.1988, Síða 14
14 - DAGUR r- 8. desember 1988- FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Umræðufundur Norðurlandsdeild FVH boðar til umræðu- fundar fimmtud. 8. desember kl. 16.00 á Hótel KEA. Fyrirlesarar verða Már Guðmundsson efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra og Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs. Stjórnin. Atvinnurekendur ath. Óska eftir framtíðarstarfi á Akureyri. Er menntaður véla- og iðnrekstrarfræðingur. Hef margþætta reynslu af málmiðnaði og er vanur að vinna sjálfstætt. Upplýsingar veitir Kristján í símum 91-13119 og 92-11735. s Oskum eftír að ráða fyrir einn af viðskiptavinum okkar í eftirtalin störf. ★ Hálfsdagsstarf á skrifstofu. Starfið felst m.a. í vinnu við umsjón bókhalds, reikn- ingsgerð, innheimtu og önnur almenn skrifstofustörf. Góð bókhaldskunnátta og reynsla í skrifstofustörfum nauðsynleg. ★ Heilsdagsstarf við framleiðslustörf. Starfssviðið er margvísleg vinna við hreinlega fram- leiðslu hjá litlu iðnfyrirtæki. Einungis samviskusöm og stundvís starfsstúlka ekki yngri en 20 ára kemur til greina. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. = ===== FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455. í Innilegar þakkir fyrir fjölmargar heimsóknir, skeyti, gjafir, símhringingar og áframhaldandi samband á 90 ára afmæli mínu þann 25. nóvember sl. ISérstakar þakkir til barna minna og nánustu ættingja fyrir góð veisluhöld. Guð blessi ykkur öll. JÓN FRIÐRIKSSON Á HÖMRUM. sf--------------------------- Bróðir okkar, STEFÁN BJÖRNSSON frá Víkingavatni, Brekkugötu 37, Akureyri lést fimmtud. 1. desember að Hjúkrunarheimilinu Seli. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstud 9. desember kl. 13.30. Hallgrímur Björnsson, Friðbjörg Björnsdóttir, Indriði Björnsson Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR INGIBJARGAR SIGVALDASÓTTUR, Sandhólum, Tjörnesi. Margrét Bjartmarsdóttir, Sveinn Egilsson, Sigrún Bjartmarsdóttir, Sigurjón Ingimarsson, Baldur Bjartmarsson, Kristín Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fæddur 16. desember 1906 - Dáinn 29. nóvember 1988 Sonarleg kveðja frá Lionsklúbbi Akureyrar í dag kveðjum við félagar í Lionsklúbbi Akureyrar Lions- pabba okkar eins og Eyþór var oft nefndur í okkar hópi. Eyþór var frumkvöðull Lions- hreyfingarinnar í Eyjafirði, eða á svæði 6 eins og það heitir á máli okkar Lionsmanna. Á því svæði eru í dag 9 Lionsklúbbar og má með réttu kalla Lionsklúbb Akureyrar og Eyþór föður þeirra sumra, afa annarra og jafnvel langafa einhverra. Eyþór stofnaði Lionsklúbb Akureyrar 10. mars árið 1956 ásamt 15 öðrum stofnfélögum og var fyrsti formaður hans. í byrjun þessa Lionsárs voru aðeins þrír af þessum stofnfélögum sem enn sýndu klúbbnum okkar trúnað og hollustu og var Eyþór einn þeirra. Sumir voru horfnir yfir móðuna miklu, aðrir höfðu helst úr lestinni við brottflutning úr héraði, enn aðrir hætt störfum af áhugaleysi einu saman. Velvilji og vinátta Eyþórs H. Tómassonar í garð klúbbsins okkar var einstök. Hann var ávallt reiðubúinn að liðsinna þeg- ar til hans var leitað og skipti þá ekki máli hvort um vinnu eða verðmæti var að ræða. Eyþór stofnaði Ekknasjóð Lionsklúbbs Akureyrar með mjög rausnarlegu framlagi. Sjóð- urinn hefir að markmiði að veita litlum ljósgeisla inn í tilveru ekkna látinna félaga í svartasta skammdeginu. Nú er Eyþór Helgi Tómasson horfinn okkur að sinni að strönd nýrra verkefna og víst er að þar situr hann ekki auðum höndum. Siðreglur Lions eru níu. Hin sjötta hljóðar svo: „Gerðu vin- áttu að markmiði, ekki að marki. Sönn vinátta krefst einsk- is í eigin þágu og má aldrei vera háð-gagnkvæmum greiða.“ Þetta voru einkunnarorð Eyþórs „Lionspabba okkar“. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Lionsklúbbur Akureyrar. Jólin ’88 í Vín Ingimar Eydal leikur alla sunnudaga fram að jólum. Málverkasýning - Sölusýning. Aðalsteinn Vestmann. Kynning og sala á handunnu konfekti eftir Benedikt Grétarsson, matreiðslumeistara. Jólatréssala er hafin. Eingöngu íslensk jólatré úr barrskógum Þingeyjarsýslu. Þar á meðal hinn einstaki fjallaþynur. Opið alla daga frá kl. 10-23 Keramik jólatrésfætur. Allt efni til skreytinga. Gjafavörur í úrvali. Glæsilegar veitingar. Jólatilboð á ísréttum. Opið alla daga frá kl. 10-23 Blómaskáli við Hrafnagil. Sími 31333 J3 Jólamerki „Framtíðar- innar“ 1988 Jólamerki kvenfélagsins „Frarn- tíðin“ Akureyri er komið út. Merkið er teiknað af frú Krist- jönu Tryggvadóttur, og prentað hjá Prentverki Odds Björnssonar hf. Akureyri. Sölustaðir eru Póststofan Ak- ureyri, Frímerkjahúsið og Frí- merkjamiðstöðin Reykjavík. Félagskonur sjá um sölu á Akureyri. Merkið kostar 10 krónur og örkin 120 krónur. Allur ágóði rennur í elliheimilasjóð. Gott fólk við treystum á ykkur! Framtíðarkonur. Dagur lólablað Jólablöð Dags verða tvö talsins að þessu sinni. Fyrra blaðið kemur út föstudaginn 16. desember en hið síðara þriðjudaginn 20. desember. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blöðum eru beðnir að hafa samband við auglýsingadeild Dags fyrir kl. 17.00 mánudaginn 12. desember. Jafnframt eru aðrir þeir, sem hyggjast koma tilkynn- ingum á framfæri í blaðinu, svo sem um messur um jól og áramót, beðnir að hafa samband við blaðið hið allra fyrsta. Síminn er 96-24222.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.