Dagur - 08.12.1988, Page 15
íþróftir
KA sigraði ÍBV 24:19
- Liðið fór í gang í síðari hálfleik
Knattspyrna:
Jón Grétar í KA?
Jón Grctar Jónsson sóknar-
maður úr Val er e.t.v. á leið
til KA næsta sumar. í samtali
við Dag í gær sagðist Jón
Grétar vera að hugsa málið
og myndi hann gera upp hug
sinn á allra næstu dögum.
Jón Grétar er skæður sóknar-
maður og myndi hann fylla vel
upp í skarð Valgeirs Barðason-
ar sem hefur ákveðið að hverfa
aftur til síns gamla félags, ÍA.
Antony Karl Gregory er góð-
ur vinur Jóns Grétars og að
sögn Jóns spilar það inn í áhuga
hans á að koma til KA. Þeir
léku saman í gegnum alla yngri
flokka Vals og þekkja því vel til
hvors annars.
Valsmenn hafa nú sankað að
sér mönnum, m.a. Halldóri
Áskelssyni og Heimi Karlssyni,
og ekki er ólíklegt að Jóni Grét-
ari finnist að sér þrengt í fram-
línunni. Þar eru nr.a. Sigurjón
Kristjánsson, Valur Valsson,
Tryggvi Gunnarsson, Jón
Gunnar Bergs, Steinar Adolfs-
son o.fl. þannig að samkeppnin
er mikil um stöðu í framlínunni.
Heyrst hefur að Róbert Har-
aldsson, sem lék með KS tvö
síðustu sumur, sé á leið til KA.
Hann leikur nú með HK í 2.
deildinni í handbolta og lýkur
stúdentsprófi í vor þannig að
hann myndi ekki koma norður
fyrr en í vor.
Það bendir því allt til að KA-
menn mæti með sterkan hóp í
baráttuna í 1. deildina næsta
sumar.
Knattspyrna/3. deild:
KS og Dalvík mætast
í fyrsta leik b-riðils 3. deildar
Dregið var í tölluröð 3. deildar
hjá KSÍ í gær. Sá leikur sem
mesta athygli vekur í 1. umferð
er leikur Dalvíkinga og Sigl-
fírðinga á Dalvík.
Nýliðinn Kormákur frá
Hvammstanga fær Reyni í heim-
sókn og Magni fær Austra frá
Eskifirði í heimsókn á Grenivík.
Þróttur Nes. mætir Valsmönnum
frá Reyðarfirði á Norðfirði.
í a-riðli mætast Grindvíkingar
og ÍK, Leiknir og Hveragerði,
Víkverji og Þróttur, Grótta og
Afturelding og Reynir S. og
badmintondrengirnir frá ísafirði.
Þar sem reglunum um 3. deild
var breytt á KSÍ-þinginu um
helgina verður harðar barist í
deildinni en áður. Ástæðan er sú
að fimm neðstu liðin í a-riðli og
sex neðstu liöin í b-riðli falla nið-
ur í 4. deild.
Öll liðin í b-riðli hafa nú geng-
ið frá þjálfaramálum sínum. Hjá
liðunum á Norðurlandi þjálfar
Mark Duffield KS, Þorsteinn
Ólafsson Magna, Kristinn
Björnsson Dalvík, og að öllum
líkindum mun Páll Leó Jónsson
þjálfa Kormák áfram.
Fram kærir KA
- fyrir að nota Ingibjörgu með strákunum í 5. flokki
KA sigraði ÍBV í gærkvöld í 1.
deildinni í handknattleik með
24 mörkum gegn 19. KA þurfti
töluvert fyrir sigrinum að hafa
og það var ekki fyrr en í síðari
hálfleik að heimamenn
tryggðu sér sigurinn með góð-
um kafla í byrjun hálfleiksins.
KA-menn tóku Sigurð Gunn-
arsson úr umferð í fyrri hálfleik
og gaf það ekki góða raun. Eyja-
menn spiluðu skynsamlega í
sókninni, fiskuðu aukaköst sem
Sigurður skoraði úr.
Reyndar fór KA hræðilega
með mörg dauðafæri úr hraða-
upphlaupum og því tókst þeim
ekki að hrista ÍBV-liðið af sér.
Staðan í leikhléi var því 12:10.
KA skoraði þrjú fyrstu mörk
síðari hálfleiksins og þá virtust
gestirnir missa móðinn. Ef örar
innáskiptingar í lok leiksins
hefðu ekki verið framkvæmdar
hefði KA sigrað í leiknum með
mun meiri mun. En lokatölur
voru 24:19, eftir að KA var með
23:15 yfir þegar nokkrar mínútur
voru til leiksloka.
Axel Stefánsson var besti mað-
ur KA í þessum leik, eins og oft
Blak:
Haukur valinn
blakmaður 1988
Haukur Valtýsson úr KA hef-
ur verið valinn blakmaður
ársins 1988. Þetta er í fyrsta
skipti sem blakmaður úr KA
hefur verið útnefndur sá besti
og er þetta mikill heiður og
mikil lyftistöng fyrir starfsemi
deildarinnar. Það eru Samtök
íþróttafréttamanna sem
standa að þessu vali.
Valið á Hauki kemur ekki á
óvart. Hann hefur um Iangt
skeið verið einn fremsti blak-
maður íslands og margreyndur
landsliðsmaður. Haukur þjálf-
aði KA-liðið í fyrra sem náði að
komast í úrslit á íslandsmótinu
og er nú einn lykilmaðurinn í
hinu sterka KA-liði sem enn er
ósigrað á þessu íslandsmóti.
Erlingur Kristjánssun átti góðan
Ieik í gærkvöld, skoraði 7 mörk.
áður og varði m.a. fjögur víti.
Friðjón var ágætur leiknum,
skoraði falleg mörk og hefði að
ósekju mátt reyna meira í sókn-
Knattspyrna:
Krístinn
þjáJfar
Dalvík
Kristinn Björnsson hefur verið
ráðinn þjálfari Dalvíkinga í 3.
deildinni. Hann er ekki alveg
ókunnugur hér norðanlands
því hann þjálfaði lið Leifturs
frá Ólafsfírði árið 1984 og kom
því upp í 3. deild. Síðastliðin
tvö ár hefur hann þjálfað Iið
Stjörnunnar frá Garðabæ og
kom því upp í 2. deild í haust.
Kristinn kemur alkominn til
Dalvíkur í apríl. Þangað til mun
hann skreppa nokkrum sinnum
norður og þar að auki stjórna
æfingum hjá þeim strákum sem
stunda nám í Reykjavík, e‘n þeir
eru um átta talsins.
Að sögn Snorra Finnlaugsson-
ar formanns Knattspyrnudeildar
UMFS ríkir mikil ánægja hjá
þeim með hinn nýja þjálfara.
„Kristinn hefur sýnt jjað og sann-
að að hann er hæfur þjálfari og
hefur gert góða hluti með þau lið
sem hann hefur þjálfað."
Mikil barátta verður í 3. deild-
inni á næsta ári því vegna breyt-
inga á reglum um deildina munu
hvorki fleiri né færri en fimm af
þeim níu liðum sem eru í b-riðli
falla í 4. deild.
inni. Pétur Bjarnason meiddist
og Ólafur Hilmarsson nýtti sér
það og skoraði sín fyrstu mörk
fyrir KA. Erlingur var öruggur í
vítunum og stóð sig vel í vörninni
að halda Sigurði Gunnarssyni
niðri. Guðmundur Guðmunds-
son virðist kominn í gott form og
er farinn að grípa eins og engill á
línunni.
Hjá ÍBV bar að vanda mikið á
Sigurði Gunnarssyni. Jóhann
Pálsson stóð sig vel á línunni og
Sigurður Friðriksson var einnig
ágætur í leiknum.
Mörk KA: Eriingur Kristjánsson 7/4, Guö-
mundur Guömundsson 6, Friöjón Jónsson 4,
Jakob Jónsson 3, ólafur Hilmarsson 2, Sigurpáll
Á. Aðalsteinsson 1, Pétur Bjarnason 1. Varin
skot:Axel Stefánsson 18/3. Sigfús Karlsson 1.
Mörk ÍBV: Sigurður Gunnarsson 6, Siguröur
Friðriksson 6/2, Óskar Freyr Brynjarsson 3,
Jóhann Pálsson 3, Tómas I. Tómasson 1. Varin
skot: Sigmar Þröstur 13.
Dómarar voru þeir Vigfús Þorsteinsson og
Steinþór Baldursson og viröist þeim vanta
samæfingu í flautinu. Einkum virtist Vigfús vera
utangátta.
Áhorfendur: Um 600.
Fram hefur kært KA-Iiðið í 5.
flokki fyrir að nota stúlku í
liðið. Það skondnasta við þetta
er að stúlkan, Ingibjörg H.
Ólafsdóttir, er einungis tíu ára
gömul en piitarnir í 5. flokki
eru 11 og 12 ára gamlir. Þrátt
fyrir þennan unga aldur er Ingi-
björg einn besti leikmaður
KA-liðsins og telja Framarar
að hún hafí átt stærstan þátt í
því að KA sigraði í riðiinum á
meðan Fram-liðið sat eftir.
Sigurður I. Tómasson formað-
ur handknattleiksdeildar Fram
sagði að þeir hefðu ákveðið að
kæra þetta mál að vandlega yfir-
lögðu ráði. „Fyrst það er verið að
skipta þessu upp í kvenna- og
karlaflokka þá á auðvitað sama
yfir alla að ganga. Ef stúlka gæti
spilað með strákaflokki, ætti
strákur samkvæmt sömu reglum
að geta spilað með stúlkna-
flokki," sagði formaðurinn.
Ekki náðist í neinn sem sæti á
dómstól HSÍ þannig að ekki er
Ingibjörg H. Ólafsdóttir er of góð
að mati Framara.
vitað hvenær mál Fram gegn KA
verður tekið fyrir.
Ef niðurstaða dómstóls HSÍ
veröur KA óhagstæð getur það
þýtt að allir leikir liðsins verði
dæmdir tapaðir og þá fellur
KA í 3. deild í stað þess að kom-
ast upp í 1. deild.
Úrslit í gær
1. deild karla
Valur-FH 30:25
UBK-KR 23:26
Fram-Víkingur 29:29
Stjarnan-Grótta 24:19
Evrópukeppnin:
Napoli-Bourdeux 1:1
Inter M.- Bayern M. 1:3
Köln-Real Sociedad 2:2
þaó hressir
:
- ■' fj gj|i§ IL; |)i