Dagur - 08.12.1988, Síða 16

Dagur - 08.12.1988, Síða 16
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR FJARFESriNCARFELAGIÐ Ráðhústorgi 3, Akureyri Neytendafélagið kannar verð á kjöti: Matvörumarkaðurirai með lægsta verðið Flugleiðin Akureyri-Reykj avík síðustu dagana fyrir jól: Ennþá eru laus sæti - á 18 af 28 verðflokkum Tæplega 70% verðmunur er á einu kílói af reyttri og sviöinni aligæs í Matvörumarkaðinum og Kjörmarkaði KEA í Hrísa- lundi. I fyrrnefndu versluninni kostar gæsin 715 krónur, en keypt í hinni síðarnefndu er verðið 1205 krónur. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði og birt er í blaðinu í dag. Tekiö skal fram skýrt og greinilega að NAN kannaði ekki gæði kjötsins, heldur einungis verð. í könnuninni var verð 28 vöru- flokka kjöts kannað í þremur verslunum á Akureyri, í Mat- vörumarkaðinum, Kjörmarkaði KEA við Hrísalund og í Hag- kaupi. Matvörumarkaðurinn var í 18 skipti með lægsta verð, Hag- kaup var í þrjú skipti og Kjör- markaður KEA í tvö skipti. Ódýrast er að kaupa eitt kíló af lambahrygg með beini í Hag- kaupi, sams konar tegund af svíni sem og hringskorinn svínabóg. í Kjörmarkaði KEA er hagstæð- ast að kaupa eitt kíló af nauta- lundum og einnig eru pekingend- urnar þar ódýrastar. Flestar aðr- ar kjötvörur reyndust ódýrastar í Matvörumarkaðinum. mþþ Sjá könnun á bls. 7. Bæjarstjórn Akureyrar: Raunhækkrai útsvars- álagningar milli ára - tillaga framsóknarmanna um lægri útsvarsprósentu var felld Á fundi Bæjarstjórnar Akur- eyrar á þriðjudaginn urðu miklar umræður um útsvars- prósentuna, en meirihluti bæjarstjórnar gerði að tillögu sinni að hún yrði hækkuð úr 6,7% í 7,2% á næsta ári. Til- laga framsóknarmanna um 7,0% útsvar var felld á fundin- um eins og áður hefur komið fram en prósentan hækkuð samkvæmt tillögu meirihlut- ans. Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, sagði á fundi bæjar- stjórnar að raunhækkun útsvars- álags milli ára á sama tíma og sýnilegt væri að atvinna væri að dragast saman og búast mætti við rýrnun á kaupmætti væri óheppi- leg. Það væri óeðlilegt að bærinn reyndi að auka tekjur sínar á sama tíma og bæjarbúar, gjald- endur útsvara í bæjarfélaginu, sæju fram á samdráttartíma. I greinargerð með tillögunni segir að samkvæmt tillögu meiri- hlutans um útsvarsprósentuna sé gert ráð fyrir verulegri raun- hækkun útsvarsins milli ára. Þrátt fyrir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé erfið vegna mikillar skulda- söfnunar sé ekki rétt að íþyngja bæjarbúum með svo mikilli aukn- ingu útsvars sem meirihlutinn leggi til. Sýnilegt sé að kaupmátt- ur launatekna fari rýrnandi á næsta ári og gera megi ráð fyrir minnkandi tekjum vegna minni atvinnu á árinu 1989. f>á var lýst stuðningi við tillögu meirihlutans um að afnema álag á fasteigna- skatt af íbúðarhúsnæði, en tillaga framsóknarmanna í þá veru fékk ekki hljómgrunn í fyrra. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi, sagði að meirihlut- inn stæði nú að umtalsverðri raunhækkun útsvarsálagningar milli ára. „Við verðum að athuga að fólk er mjög mismunandi í stakk búið til að greiða þessa hækkun. Ég væri fylgjandi því að taka hærri prósentu af hærri laununum eða þá að útsvarsprós- entan yrði hækkuð um leið og skattleysismörkin yrðu færð ofar. Það stendur þó ekki í okkar valdi að breyta þessum hlutum og því er ég mótfallin þessari hækkun útsvarsins," sagði Úlfhildur. EHB Þó svo að kominn sé 8. desember eru veðurguðirnir mönnum og málleys- ingjum óvenju velyiljaðir. Kvikasilfur hitamælanna stígur með ólíkindum hátt dag eftir dag. I gær lék sunnanandvari með tilheyrandi mörgum plús- gráðum um Akureyringa og nærsveitarmenn. Þessi kona í Innbænum á Akureyri notaði góða veðrið og hengdi upp þvott. Óvíst er um áframhald- andi sumarskap veðurguðanna. Veðurstofan gerir ráð fyrir kólnandi veðri, a.m.k. fyrst um sinn. Mynd: tlv - en allt að verða fullt 2. janúar Frá 20. desember og fram á aöfangadag jóla eru 30 ferðir áætlaðar á vegum Flugleiða frá Akureyri til Reykjavíkur. Þær upplýsingar fengust hjá Flug- leiðum að enn væru laus sæti alla þessa daga en fólki er hins vegar bent á að fresta því ekki um of að bóka sæti. Segja má að jólavertíðin byrji fyrir alvöru hjá Flugleiðum á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík þann 20. desember. Þann dag verða farnar 6 ferðir. Sami fjöldi ferða verður 21. desember en t'immtudaginn 22. desember verða 7 ferðir. Að venju nær jólavertíð- in hámarki á Þorláksmessu, 23. desember. Þann dag verða 9 ferðir á vegum Flugleiða. „Það er ennþá nóg laust síðustu dagana fyrir jól en fólk hefur verið mikið að hringja síðustu daga," sagði starfsmaður Flugleiða á Akureyr- arflugvelli í gær. Á aðfangadag jóla eru tvær ferðir áætlaðar og eru ennþá laus sæti í þær báðar. Álagið í fluginu verður síður en svo minna eftir áramót. Ætla má að mesta örtröðin verði mánu- daginn 2. janúar. Þá eru áætlaðar 7 ferðir frá Akureyri til Reykja- víkur og er fullbókað í fyrstu 5 vélarnar og auk þess biðlisti í þær allar. í síðustu tvær vélarnar eru enn nokkur laus sæti. óþh Afurðastöðvanefnd að ljúka úttekt á mjólkuriðnaðinum: Gert ráð fyrir tiQögum um róttækar breytingar Svokölluð afurðastöðvanefnd sem Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skipaði í upphafi árs 1987 til þess að gera úttekt á mjólkuriðnaðinum í landinu mun að öllum líkind- um skila af sér skýrslu í febrúar á næsta ári. Nefndarmenn eru tveir, Margeir Daníelsson hagfræðingur og Egill Bjarna- son ráðunautur en þeim til aðstoðar hafa verið þeir Hólm- geir Karlsson mjólkurverk- fræðingur og Helgi Sigvalda- son verkfræðingur. Að sögn Margeirs Daníelsson- ar verður skýrslan afrakstur einn- ar markvissustu úttektar sem hef- ur verið gerð á einni atvinnugrein hér á landi. Margeir segir að í úttektinni verði stuðst við reikni- aðferðina línulega bestun, þar sem fundin er hagstæðasta afurða- Tveggja milljarða útboð við Blönduvirkjun hlýtur að skilja eftir mikið fjármagn í héraðinu Nú hefur Landsvirkjun boðið út verkþátt við Blönduvirkjun upp á tvo milljarða króna sem hlýtur að vera með stærstu útboðum sem gerð hafa verið hérlendis. Þessi mikla vinna sem fyrirhuguð er við virkjun- ina á næstu árum hlýtur að lyfta vel undir atvinnulíf í Húna- þingi á næstu árum og koma sér vel á þeim samdráttartím- um sem nú eru og ekki annað að sjá en verði eitthvað viðvar- andi. í samtali við Dag sagði Guð- steinn Einarsson, kaupfélags- stjóri að þjónusta við fjögur til fimm hundruð manns sem fyrir- hugað er að verði á virkjunar- svæðinu hljóti að verða mikil lyfti- stöng fyrir byggðarlagið í heild. Kaupfélagið hefur þjónustað starfslið Blönduvirkjunar hvað varðar kost og annað og sagði Guðsteinn að það hlyti að muna verulega um þessa aukningu. „Þetta er ekki það stórt sam- félag að það hlýtur að muna mik- ið um þetta á mörguin sviðurn. Við getum bætt við mikilli versl- un án þess að þurfa að bæta við mannskap eða öðru hjá okkur. Það rekur einnig talsvert af verk- efnum inn í viðgerðarþjónustu í Vélsmiðjunni og flugþjónustan hlýtur að njóta mjög góðs af milliferðum þessara manna í og úr fríum. Héraðið í heild sinni hlýtur að hagnast á þessu á næsta ári. Þetta er jákvætt fyrir byggð- arlagið því það lítur ekki of vel út með atvinnulífið hér eins og er,“ sagði Guðsteinn. fh samsetningin á hverjum stað. Til grundvallar eru lagðir framlegð- arútreikningar sem afurðastöðv- ar hafa látið nefndinni í té. í skýrslunni verða hagræn sjónarmið fyrst og fremst látin ráða. Margeir segir að það sé annarra, þ.á m. stjórnmála- manna, að taka byggðasjónarmið inn í heildardæmið. Margeir vildi ekki gefa upp á þessu stigi hvað nefndin muni leggja til. Hann sagði þó að niðurstöður og tillögur lægju nú þegar fyrir með einstaka liði skýrslunnar. Aðspurður um hvort í fyrirliggj andi tillögum nefndarmanna fælust róttækar breytingar á skipulagi og fram- leiðslu í mjólkuriðnaðinum sagði Margeir að á vissan hátt mætti líta svo á. „Ég skal ekkert segja um hvort tekið verður mark á þessari skýrslu. Þetta er fyrst og fremst leiðbeiningaplagg til land- búnaðarráðherra og forsvars- manna mjólkuriðnaðarins. Ég er að vona að þetta geti orðið ákveðin leiðbeining og hverri afurðastöð til hagsbóta," sagði Margeir Daníelsson. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.