Dagur - 23.12.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. desember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JólaMður Senn fer að höndum fæðingarhátíð frelsar- ans, Jesú Krists. Þessi stærsta kirkjuhátíð ársins skipar sérstakan sess í hugum krist- inna manna um heim allan, þótt þeir undir- búi komu hennar með mismunandi hætti, því sinn er siður í landi hverju. Hér á landi er jólaundirbúningurinn umfangsmikill hjá þorra landsmanna og sumum kann að finn- ast nóg um allt það tilstand sem jólunum fylgir nú í seinni tíð. Hins vegar er ekkert nema gott um það að segja þótt kristnir menn vilji gefa gjafir og gleðja vini og vandamenn venju fremur á þessari miklu hátíð. Svo lengi sem sjálfur boðskapur jól- anna gleymist ekki, er ekki til skaða þótt umgerðin sé fyrirferðarmikil. Jólin eru hátíð friðarins. Boðskapur þeirra er friður á jörð, byggður á batnandi sambúð einstaklinga og þjóða. Enginn hef- ur komið þeim boðskap betur til skila en sá sem jólin eru helguð. Boðskapur frelsarans er enn í fullu gildi og ef til vill hefur mannkynið aldrei haft meiri þörf fyrir þann boðskap en nú. Víða um heim geisa styrj- aldir og stórveldin ráða yfir gereyðingar- vopnum sem nægja myndu til að granda öllu lífi á jörðinni. Þótt teikn séu á lofti um að ef til vill takist samkomulag um eyði- leggingu slíkra vopna á komandi árum, er löng leið fyrir höndum áður en því marki verður náð. Jólin eru hátíð ljóssins, hátíð barnanna, hátíð fjölskyldunnar. Þá gefst fjölskyldunni kostur á að vera saman í nokkra daga og njóta þess friðar sem jafnan fylgir hinni miklu hátíð. Jafnvinnusamri þjóð og íslendingum veitir svo sannarlega ekki af að njóta kyrrðar jólanna og slaka á frá spennu hversdagsins. Innan tíðar gengur jólahátíðin í garð og friður færist yfir. Ljósin skína skært og víkja svartasta skammdeginu til hliðar um stund. Kærleikurinn ræður ríkjum og fagn- aðarboðskapurinn hljómar um heim allan. Dagur óskar lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegra jóla. BB. úr hugskotinu „Sú hugmynd að fresta jólunum er að sönnu nokkuð róttæk . . .“ Biðin sem er börnunum oft svo löng er senn á enda. Við borð- um skötuna kæstu í minningu þess sæla Þorláks, sem á sfnum tíma blessaði mjöðinn svo gæði hans yrðu tryggð, og gerir von- andi einnig að fyrsta mars af- stöðnum, drífum okkur síðan niður í göngugötu til að eyða síðasta eyrinum eða hækka Visareikninginn um einhverjar krónur. Síðan er seint sofnað sætt og rótt. Aðfangadagur að morgni. Dagurinn sem við öll verðum börn á ný. Furðulegt að til skuli vera það fólk sem kýs að flýja þessa skemmtilegu, en að vísu stressuðu stemmningu sem er ómissandi hluti hins íslenska jólahalds, jafnvel íslenskrar þjóðarsálar. Frestun á jólunum Fyrir skömmu var flutt á rás Ríkisútvarpsins númer Eitt, þessari sem enn ávarpar sig með nafni Reykjavíkur, þó svo löngu sé sannað að oft sé bæði betra og frumlegra útvarpsefni framleitt annars staðar, leikrit þeirra róttæku bræðra Jónasar og Jóns Múla „Deleríum búbónis“, og þó að deila megi um það hversu smekklegt það sé að vera að spara peninga með því að vera að spila spólur með leikverkum þar sem stór hluti þeirra sem léku er látinn, þá verður að viðurkennast, að verk þetta er um margt hin besta skemmtun, óg færir manni að ýmsu leyti heim sann- inn um það, að aldarháttur hef- ur í raun ótrúlega lítið breyst síðan á haftaárunum. Þá eins og nú höfðu fulltrúar braskliðsins á þingi miklar mætur á gengisfell- ingum sem efnahagsúrræði, þó öllum væri það ljóst hversu von- lausar þær væru fyrir undir- stöðuatvinnuvegina, en hins vegar mikil lyftistöng fyrir fjármagnseigendur, en sem kunnugt er, þá eru það í dag fyrst og fremst verðbréfamiðlar- ar, krítarkortafyrirtæki og jafn- vel ferðaskrifstofur, sem hagn- ast myndu á þessari aðgerð. Og í stað þeirrar spillingar sem á þessum árum viðgekkst í kring- um öll höftin, er bara komin spilling í kringum hina ýmsu sjóði og banka sem í dag fita Reykjavík í stað haftanefnd- anna. Sú hugmynd að fresta jólun- um er að sönnu nokkuð róttæk, svo ekki sé meira sagt, þó svo félagi Castro hafi eitt sinn hrint henni í framkvæmd, hvort sem hann hefur nú fengið hugmynd- sveitarstjórnarmaður sem getur snúið aftur heim að lokinni höfuðborgarvistinni. En þó svo að þessi tillaga sé í sjálfu sér alveg nauðaómerki- leg, þá gæti hún orðið þess vald- andi, að þjóðinni yrði ýtt út í milljóna kosningaævintýri á miðjum vetri, af þessu ein- kennilega bandalagi sem mynd- ast hefur nú á jólaföstunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur háttað hjá hagsýnu húsmæðrun- um í Kvennalistanum, með á milli sín krógann sem pabbinn er nýfarinn frá til Parísar. Nema fjölskyldan ætli sér bara að fara að stjórna landinu. Og þá verða líklega jól alla daga. Handan tíma Við höfum þessar síðustu vikur og mánuði séð svona bandalög hinna ólíklegustu aðila verða til að riðlast. Fátt er hverfulla en svona bandalög, sem oftast eru mynduð utan um einhverja stundlega hagsmuni. Pau eru ávallt tímanleg, meðan ýmis trúarleg eða menningarleg verðmæti eru á einhvern hátt „handan“ tíma, eru og verða alltaf hvað sem á gengur í þjóð- félaginu. Þannig er því varið með jólin. Þau voru til á Norðurlöndum fyrir kristni, og mestar líkur eru á því að þau myndu áfram verða við líði, þó svo ólíklega færi að kristni hyrfi. Jólin eru nefnilega ekki aðeins til staðar vegna minning- arinnar um þá stórkostlegu persónu sem í Palestínu fæddist fyrir þetta tveimur árþúsund- um, sem þó væri ærin ástæða, heldur eru þau einnig til staðar vegna okkar, svo við getum um stund hvílt okkur á öllu arga- þrasinu, þar á meðal allri stjórnmálaendileysunni sem í ár virðist vera að keyra um þverbak, svo við getum fengið svolitla birtu inn í skammdegis- drungann, og gert okkur glaðan dag með vinum og ættingjum án þess að yfirkeyra samviskuna. Jólin eru nokkuð sem pólitíkus- arnir geta ekki tekið frá okkur, hvort sem þeir skerða kjör okk- ar upp eða niður, eða hækka verðið á hátíðarnamminu með skattlagningu eða gengisfell- ingu. Af því að jólin eru vegna okkar sem í skammdeginu vill- umst. Þau eru draumurinn handan tíma sem um sinn tekur sér bólfestu á jörðinni. Því hljómar nú frá strönd til strandar, byggð til byggðar þessi hljómfagra kveðja Gleði- leg jól. Reynir Antonsson skrifar ina hjá þeim bræðrum, en samt hvarflar það nú að manni, að ástandið á Alþingi sé á þessari jólaföstu ekki svo ólíkt því sem lýst er í leikritinu, og blessaður fjármálaráðherrann í ekki ólík- um sporum og Ægir Ó. Ægis. Hann hefur nefnilega, líklega fyrstur íslenskra fjármálaráð- herra uppgötvað hversu mikil- væg jólin eru fyrir ríkiskassann. þannig er sú staðreynd, að hin mikla niðursveifla í efnahagslíf- inu sem í dag er að ganga yfir, skuli hafa skollið á einmitt þeg- ar allir áttu að vera að keppast við að kaupa inn jólavarning- inn, nánast búin að setja okkur á hausinn, og að minnsta kosti búin að valda því að stórauka verður skattheimtu. Bandalög á jólaföstu Ef til vill væri það ráð hjá ríkis- stjórninni, nú eftir að „huldu- maðurinn" góði er farinn veg allrar veraldar, að bjóða jóla- föstubandalagi stjórnarand- stæðinga, að fallið verði frá öll- um hugmyndum um nýjar álög- ur, fjárlög ársins í fyrra verði látin gilda áfram, og jólunum verði frestað um óákveðinn tíma með von um betri tíð með blóm í haga. Að vísu, þá fylgir sá böggull skammrifi, að þjóðin er þegar - að sönnu ekki búin að fresta jólahaldi - en hún er að stórum hluta búin að fresta því að greiða þau fram í febrú- ar, en slíkum smámunum hlýtur að vera auðvelt að kippa í lag. Þeir eru sjálfsagt ekki margir sem taka þessa tillögu of hátíð- lega, en sannleikurinn er sá, að hún er í sjálfu sér ekkert fárán- legri en sumar af þeim tillögum sem jólasveinaliðið á Alþingi er að bræða saman í fúlustu alvöru þessa dagana, til að mynda þetta, að breyta Atvinnutrygg- ingasjóðnum í deild í Byggða- stofnun. Þetta er auðvitað engin eðlisbreyting, aðeins skipt um skilti á einni hurð í húsi, og væntanlega er það svo einn Jól vegna okkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.