Dagur - 23.12.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1988, Blaðsíða 12
vv 12 - DAGUR - 23. desember 1988 JM afi urðum ekki hrifnir að heyra í Guðmmdi Jaka“ - Stórskagfirðingurinn Jóhann Pétur Sveinsson í helgarviðtali „Jú, ég er og verð Skagfirðingur enda sérðu það að ég ek enn um á K-númeri,u segir hér- aðsdómslögmaðurinn Jóhann Pétur Sveinsson þegar hann sest á helgarbein Dags. Jóhann Pét- ur er vel þekktur hér á landi enda hefur hann barist manna harðast fyrir málefnum fatlaðra hér á landi og ekki lætur hann hjá líða að gagn- rýna það sem honum finnst miður enda kynnist hann í sínu daglega lífi mörgum atriðum sem gera fötluðum, og þá sérstaklega fólki í hjóla- stól lífið leitt. En Jóhann Pétur hefur náð langt, hann rekur nú ásamt einum fyrrverandi skóla- félaga sínum, lögfræðistofu á Seltjarnarnesi auk þess sem hann er formaður Sjálfsbjargar, sem er að hans sögn ærið starf. Þessu til viðbót- ar bregður hann sér bæjarleið einu sinni í mán- uði og ekur sem leið liggur norður á Sauðár- krók þar sem hann sinnir lögfræðiverkefnum fyrir sveitunga sína í Skagafirðinum. Myndir og texti: JÓH Jóhunn Pétur sestur undir stýri í nýja og sérútbúna bílnum sínum. Einu sinni ■ mánuði leggur hann leið sína norður í Skagafjörðinn á þessum bíl þar sem hann sinnir lögfræðistörfum fyrir sveitunga sína. Frændi minn einn sagði mér að það hafi verið rigning og leiðinda- veður þegar ég fædd- ist. Þetta var náttúr- lega í miðjum göngum, nákvæm- lega kl. 10.45 þann 18. september 1959,“ byrjar Jóhann Pétur ævifrásögn sína. „Ætli öll þessi bleyta boði ekki að ég fljóti í gegnum lífið. Ekki svo að skilja að ég sé neitt sérstaklega blaut- ur . . .“ heldur Skagfirðingurinn áfram og hlær innilega. Jóhann Pétur er fæddur að Yarmalæk í Skagafirði þar sem móðir hans og tvö systkini búa í dag. Uppvaxtarárin í Skagafirði urðu ekki mörg því um 5 ára ald- ur þurfti Jóhann Pétur að fara til lækninga til Reykjavíkur. Sjúk- dómurinn sem herjaði á hann var barnaliðagigt, sjúkdómur sem ekki hafði oft verið greindur hér á landi. Þessi sjúkdómur getur lagst þungt á börn en elst af þeim þegar þau váxa úr grasi. Pannig var þessu varið með Jóhann Pétur, Sjúkdómurinn hefur elst af honum þótt afleiðingar hans verði eftir. „Jú, maður var með verkjum og kvölum annað slagið. Auðvit- að var mikill dagamunur en á timabili var ástandið þannig að varla mátti koma við mann. Ég þurfti samt aðeins að reyna að hreyfa mig í rúminu vegna þess að ef það var ekki gert þá gat maður hreinlega fest í sömu stellingum,“ segir Jóhann Pétur um fyrstu misserin á sjúkrahúsi í Reykjavík. Sjúkdómur hans upp- götvaðist í kjölfar þess að hann lærbrotnaði heima í Skagafirði og þurfti þess vegna að liggja mikið í rúminu. Þegar síðan brotið var gróið kom í ljós að hann átti erf- itt um gang og var orðinn stirður. Eftir flakk frá einurn spítala til annars greindu læknar Landspít- alans þennan sjúkdóm og þar með var löng sjúkrahúsdvöl hafin. „Afi minn og amma fluttust suður um þetta leyti þannig að ég gat farið til þeirra í fríum en ann- ars reyndi maður að komast norður á sumrin og um jólinl Að öðru leyti var maður algjörlega bundinn á sjúkrahúsinu.“ Eins og gefur að skilja er það ekki auðvelt hlutskipti að liggja hreyfingarlítið í rúminu svo mán- uðum og árum skiptir. Jóhann Pétur segist hafa stytt sér stundir við bókalestur „og síðan fór mað- ur á flakk um allan spítalann eftir að ég fékk stólinn," segir hann. Gagnfræðingur frá Landspítalanum Skólaganga Jóhanns Péturs hófst þegar hann var 9 ára gamall og fljótlega var hann kominn á rétt- an tíma í námi. Þetta var á þeim tíma þegar gagnfræðaprófið var og hét en væntanlega eru ekki margir sem státað geta af gagn- fræðaprófi frá Landspítalanum! „Ég var 9 ára þegar kennari kom fyrst til mín á Landspítalann og upp frá því fékk ég kennslu þar. Að vísu tók ég prófin í Vörðu- skóla og fór síðan þar í lands- próf.“ Jóhann Pétur var tæplega 16 ára þegar hann loks útskrifaðist af Landspítalanum. Þá lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hann hóf nám á félags- sviði. „Jú, vissulega kom raun- greinasviðið til greina en ég gerði mér fljótt grein fyrir því að fyrir mig yrðu framtíðarstörfin meira á féíagsmálasviðinu þannig að maður valdi með tilliti til þess. Þarna var ég í þrjú og hálft ár þótt venjulegi tíminn sé fjögur árl' Eiginlega var það bara Ieti í mér að vera ekki lengur, ég var bara áð krækja mér í hálfs árs frí,“ segir Jóhann Pétur með háðsglotti. Jóhann Pétur fór beiná leið í Háskóla íslands og skellti sér í lögfræði. Reyndar kom sú hug- mynd oftar en einu sinni upp á borðið hjá honum að fara í við- skiptafræði en engu að síður varð lögfræðin fyrir valinu og segist hann ekki sjá eftir þeirri ákvörð- un. Háskólayfirvöld brugðu skjótt við þegar Jóhann Pétur hóf nám í lögfræðinni og lagfærðu tröppur á gangstétt sem liggur að Lög- bergi þannig að auðvelt væri fyrir hann að komast úr og í skólann. Jóhann Pétur segir að um þetta Ieyti hafi ferðaþjónusta fatlaðra verið um það bil að taka til starfa og það hafi gjörbreytt möguleik- um hans til ferðalaga um borg- ina. Skólagangan hafi því ekki reynst neinn höfuðverkur. Að spara aurinn . . . Árið 1988 hefur verið viðburða- ríkt fyrir Jóhann Pétur. Hann gekk í hjónaband í haust og urðu við það þáttaskil í lífi hans. Að þessum stóra þætti verður síðar komið en í spjalli okkar stöldrum við við þá breytingu sem varð á högum Jóhanns Péturs í ágúst síðastliðnum þegar hann fékk eig- in bíl útbúinn með lyftu sem þýð- ir að nú þarf hann aldrei að fara úr rafmagnsstólnum þótt hann bregði sér bæjarleið. „Þetta er allt annað líf. Maður getur borið sig meira um og er frjálsari. En jafnframt fer manni að gremjast meira þessar litlu hindranir sem eru í þjóðfélaginu sem gera að verkum að maður getur ekki komist áfram á hjóla- stól. Víða er ekki nema ein trappa inn í hús og kannski önnur þegar maður er kominn inn. Allt þetta hindrar mann í hjólastól. Ég myndi ekki segja að okkur sem erum í hjólastólum sé greið- fært um Reykjavík en því er ekki að neita að ástandið er betra en var fyrir nokkrum árum og á von- andi eftir að batna. Verslunarleiðangrarnir hafa orðið Jóhanni Pétri auðveldari eftir að Kringlan í Reykjavík var opnuð. Þar kemst maður í hjóla- stól auðveldlega sinna ferða en það sama verður ekki sagt um gamla góða Laugaveginn. „Það verða kannski ekki alltaf stór- hindranir á vegi manns en mý- mörg atriði sem eru svo smávægi- leg að enginn höfuðverkur ætti að vera að kippa í liðinn. Menn hugsa bara oft ekkert út Lþessa hluti.“ Jóhann Pétur segir <að énn þann dag í dag rísi upp bygging- ar, jafnvel opinberar stofnanir þar 'se'm'! ekki er gert'i ráð fyrir- aðgengi fyrir fatlaða. Þessu til staðfestingar nefnir' hanm fjöl- mörg dæmi en segir jafnframt að ekki megi líta framhjá því að til séu dæmi um byggingar sem eru fötluðum greiðfærar. Aðspurður um hvað valdi segir hanmað til komi margir þættir. í fyrstu byrji hugsunarleysið hjá hönnúðunum og haldi áfram í gegnum; allan byggingarferilinn. „Það" virðist vera einkennilegur andsksoti að ef þessir hlutir skipta þessa menn ekki sjálfa máli þá hugsa þeir ekki út í þá. Oft á tíðum er eins og menn verði endilega að vera með sem mest af hæðum og stöll- um í byggingum sem geri fötluð- um erfitt fyrir. Auk heldur þykj- ast menn alltaf vera að spara aur- inn með því að hafa þrepgri og minni hurðir o.s.frv. En þetta er mikill misskilningur. Auðvitað margborgar sig að byggja hús- næði sem er lífstíðarhúsnæði og hentar öllum vegna þess að ekki þarf nema smávegisóhapp að henda og þá stendur fólk frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að selja hús sín vegna þess að það tók ekki tillit til þess í upphafi að mismunandi aðstæður geta kom- ið upp. Auk þess vill fólk ekki hafa of mikið af tröppumog stöll- um þegar það er orðið gamalt. Þess vegna verður fólk að átta sig á því að með því að gera ráð fyrir þessum aðstæðum þá er ekki bara verið að taka tillit til fatl- aðra heldur er það að taka tillit til sjálfs sín.“ Búinn að venja fólk af ótta um mig í fyrrnefndum mánaðarferðum sínum norður í land kemur Jó- hann Pétur gjarnan við hjá emb- ættum sýslumanna og bæjarfó- geta sem á leið hans verða. Hann segir ekkert þessara embætta vera aðgengilegt fötluðum, jafn- vel þó að á þessum stöðum séu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.