Dagur - 23.12.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1988, Blaðsíða 13
23. desember 1988 - DAGUR - 13 framsóknarmönnum þannig að framsóknarandinn hafi snemma síast inn. „Jóhann Pétur Magnússon, afi minn, var mjög harður framsókn- armaður og á meðan ég var hér syðra á sjúkrahúsinu töluðum við oft um pólitík. Þannig var það líka þegar ég fór heim til afa og ömmu. Og ef svo brá við að menn komu í heimsókn til okkar þá réðumst við á þá með oddi og egg ef við uppgötvuðum að þeir voru ekki framsóknarmenn," segir Jóhann en fullyrðir að með aldrinum hafi hann slakað á. „Pótt ég væri innan við 10 ára aldur á þessum tíma þá var ég harðari í skoðun þá en ég er í dag. Og ég man að við afi vorum ekki hrifnir þegar við heyrðum í Guðmundi Jaka. Einhvern veg- inn fékk ég þá á tilfinninguna að hann væri einn af höfuðandstæð- ingum Framsóknarflokksins." Jóhann Pétur flutti á dögunum ræðu á flokksþingi framsóknar- manna þar sem hann gagnrýndi harðlega þær áætlanir sem uppi hafa verið í sambandi við tekju- öflun ríkissjóðs að skattleggja happdrætti. Hann segist treysta því að flokksmenn hans stöðvi þessar hugmyndir en vill ekkert fullyrða um hvort hans málflutn- ingur innan flokksins hafi ráðið afstöðu framsóknarmanna í mál- inu. „Nei, ekki veit ég það en ég talaði gegn þessum skatti á flokksþinginu og vonandi hefur sú ræða haft einhver áhrif. Þessar hugmyndir eru forkastanlegar." Aðspurður segir Jóhann að sú þróun að fatlaðir taki virkari þátt í stjórnmálum sé heillavænleg. „Fatlaðir eru hluti af heildinni þannig að það er ekkert óeðlilegt að þeirra sjáist merki í starfi inn- an flokkanna. Og eftir því sem meira ber á fötluðum og þeir verða virkari í þjóðfélaginu þeim mun meiri líkur eru á að viö náum að breyta viðhorfinu í þjóðfélaginu." Presturinn fenginn að norðan í giftinguna Eins og áður sagði er Jóhann Pétur nýkvæntur. Á afmælisdaginn, 18. september, gekk hann aö eiga Þórhildi Guðnýju Jóhannesdótt- ur en henni kynntist Jóhann Pétur meðan hann bjó á vinnu- og dval- arheimili Sjálfsbjargar í Reykja- vík þar sem hún var gangastúlka. Beinast liggur við að spyrja Jó- hann Pétur hvort sama leiðinda- veðrið hafi verið á þessum stóra degi í ár eins og fyrir 29 árum. „Nei, ég skal segja þér að aldrei þessu vant var ekki rigning þennan dag. Sólin braust meira að segja fram úr skýjabökkum rétt á meðan á athöfninni stóð," svarar Jóhann Pétur. „Því miður gat ekki oröið af því að giftingin færi fram fyrir norðan þannig að við giftum okkur í Hallgríms- kirkju. En ég fékk samt prest að norðan, séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki. Það var ekki hægt annað." Eins og margir Skagfirðingar er Jóhann söngelskur. Hann syngur með Skagfirsku söngsveit- inni ásamt tveimur bræðrum sín- um og segist hafa mikið yndi af söngnum. Þetta er fjölmennur kór en þó ekki alfarið skipaður Skagfirðingum. Ekki getur Jó- hann leynt því að víst væri gaman ef svo stór kór gæti verið starf- andi á höfuðborgarsvæðinu sem eingöngu væri skipaður Skagfirð- ingum. „En eins og ég segi. Ef menn hafa gaman af góðum söng og skemmta sér á góðri stund þá eru þeir eiginlega Skagfirðingar í anda.“ „Það er ekkert útilokað að maður geti einhvem tímann gengið en hins vegar er það mér ekkert kappsmál. Fyrir mig er þannig að maður þurfi ekkert endilega að ganga.“ þessi embætti umboðsaðilar Tryggingastofnunar ríkisins og því þeir aðilar sem fatlaðir þurfa að hafa mikil samskipti við. „Þetta kemur, eins og ég sagði áðan, í bakið á mönnum enda geta allir séð að það að umboð i Tryggingastofnunar ríkisins sé óaðgengilegt fötluðum getur ekki gengið til lengdar. Við fatlaðir berjumst kannski mest fyrir bættu aðgengi en þetta eru hlutir sem í rauninni nýtast öllum.“ Jóhanni Pétri þykir ekki mikið til þess koma þótt hann skreppi einsamall „norður á Krók“ í öll- um veðrum. Hann neitar því ekki að fólk verði oft áhyggjufullt þeg- ar það veit af honum einum á ferð. „Jú, þetta kemur öðru hvoru fyrir. En það er eins og gengur. Ég er eiginlega búinn að venja menn af þessu enda engin ástæða til að hafa áhyggjur. Ég er á góðum bíl með drifi á öllum hjólum og hef farsímann við höndina,“ segir Jóhann Pétur hinn rólegasti og bendir á farsím- ann sem festur er við hjólastól- inn. Stóll þessi er mikið tæki, knúinn tveimur 12 volta batterí- um og alls um 120 kg að þyngd. Jóhann segir að búnaðurinn sé traustur ef undan sé, skilinn bún- aður sem tengdur er setunni og gerir honum kleift að lyfta sætinu upp í þokkalega hæð. „Þetta gjörbreytir allri vinnuaðstöðu fyrir mig t.d. að geta náð í bækur upp í hillur og svo framvegis. Svo er þetta þægilegt ef maður ætlar að skála við einhvern í kokteil- boðum,“ segir hann þegar hann hefur sett sætið í fulla hæð. „Það er að vísu betra að sá sé ekki mjög hávaxinn,“ laumar hann út úr sér hlæjandi. Ekkert kappsmál að geta gengið Jóhann Pétur segist ekkert úti- loka að hann geti einhvem tímann gengið. „Það er ekkert útilokað í þessum heimi en hins vegar er það mér ekkert kappsmál að geta gengið. Mér er það miklu meira kappsmál að geta gert þjóðfé- lagið þannig úr garði að maður • þurfi ekkert endilega að ganga," segir hann. Sem formaður Sjálfsbjargar hefur Jóhana þurft að sfanda í fremstu víglínu í baráttunni fyrir málefnum fatlaðra. Hverju finnst honum þessi barátta hafa skilað? „Manni finnst stundum eins og þessi barátta gangi frekar hægt og stirðlega. Samt held ég að ef við horfum fram á veg og um öxl þá sjáum við að vel miðar áfram og breytingar á málum fatlaðra hafa orðið og eiga effir að verða.“ - Hver eru brýnustu verkefni sem Sjálfsbjörg stendur frammi fyrir í dag? „Við ætlum á næsta tímabili að meira kappsmál að gera þjóðfélagið leggja höfuðáherslu á heima- þjónustumál sem við teljum eitt af brýnustu verkefnunum í dag. Húsnæðismál og ferlimál verða áfram stór hluti af okkar verkefn- um en það að koma á fullnægj- andi heimaþjónustu er bæði mjög mikils virði fyrir einstaklinginn sjálfan, sem með viðeigandi aðstoð getur þá búið á eigin heimili, og í öðru lagi er þetta að okkar mati mikils virði fyrir þjóð- félagið og sparar peninga. Sparn- aðurinn liggur í því að einstakl- ingurinn geti búið á eigin heimili en notið nauðsynlegrar aðstoðar í stað þess að vistast á stofnunum sem eru bæði dýrar í rekstri og uppbyggingu. Fjármagnið nýtist á allan hátt betur með þessu móti og með þessu er einnig komið í veg fyrir að fólk hrekist heiman frá sér inn á stofnanir og jafnvel hrekist milli byggðarlaga.“ - En er auðvelt að tala um uppbyggingu og viðbótarþjón- ustu á tímum efnahagsöldudala og niðurskurðar? „Jú, víst er erfitt að eiga við þessa öldudali en við teljum æski- legt og nauðsynlegt að halda vel utan um peningana í þessum efnum. Samt sem áður er með sparnaði á þessu sviði verið að spara aurana cn kasta krónunni." Viðhorf atvinnurekenda gagn- vart fötluðum berst í tal og bend- ir Jóhann strax á að þar komi oft í Ijós dæmi um menn sem hirði aurinn en kasti krónunni. Þeir atvinnurekendur finnist sem sjá fram á að geta ekki ráðið fatlaða í vinnu einmitt vegna þess að aðgengi fatlaða sé ekki fyrir hendi nema með kostnaðarsöm- um breytingum. Því hverfi þeir frekar frá því að ráða fatlaða heldur en ráðast í breytingar. „Svo held ég, því miður, að enn sé það viðhorf ríkjandi meðal vinnuveitenda að þeir fái ekki eins mikið út úr fötluðum starfs- krafti og ófötluðum.“ Kominn af gallhörðum framsóknarmönnum Jóhann Pétur er harður fram- sóknarmaður og situr í miðstjórn Framsóknarflokksins. Hann seg- ist vera kominn af gallhörðum í jólaglögg hjá Skagflrsku söngsveitinni. Jóhann Pétur syngur bassa í „Skagfirsku" eins og hann kallar kórinn dags daglega. Ast á söng er ríkjandi í hans fjölskyldu og meö honum í kórnum syngja tveir bræður hans sem hér eru með honum, þeir Gísli Sveinsson og Olafur Sveinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.