Dagur - 14.01.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 14. janúar 1989
STAÐGREIÐSLA
AF HLUNNINDUM
Ferðalög, fœði, fatnaður, húsnœði, orka.
Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru
staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Noregurog NewYork Annars
Svíþjóð borg staðar
Almennir dagpeningar 170SDR 150SDR 155SDR
Dagpeningar vegna
þjálfunar, náms eða
efHrlitsstarfa 110SDR 95SDR 100SDR
Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk:
Gisting og fœði í einn sólarhring 4.665 kr.
Gisting íeinn sólarhring 1.915 kr.
Fœðihvem heilan dag, minnst 10 klstferðalag 2.750kr.
Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.375 kr.
Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35%
vegna fæðis og 15% vegna annars kostnaðar.
Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár
þegar 50% af fullri fjárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð
sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá slíku ferðafé.
Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin
lækka um 540 kr. fyrir hvern dag umfram 30.
---------------------------- FÆÐI ---------------------------
Fæði sem launamanni (og fjöiskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt
og skal metið þannig til tekna:
Fullt fœði fullorðins 540kr.ádag
Fullt fœði bams yngra en 12 ára 433kr.ádag
Fœðiaðhluta 216kr.ádag
Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrirfæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segir til
um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldratekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis
eða að hluta ber að telja til tekna að fullu.
Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru
staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna:
Fyrirársafnotreiknast2,7% affasteignamati húsnœðisins, þmt. bíiskúrs og lóðar.
Sé endurgjald greitt að hluta skal reikna mismuninn til tekna upp að 2,7% af
gildandi fasteignamati.
__________________Húsaleigustyrk ber að reikna að fullu til tekna._______________
Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár.
Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á
kostnaðarverði.
RÍKISSKÆFTSröÖRI
Leiðrétting
í blaðinu þann 5. janúar sögðum
við frá peningagjöf er Fæðingar-
deild FSA hafði borist til
minningar um Arndísi Kristjáns-
dóttur ljósmóður frá Víðivöllum
í Fnjóskadal. Af einhverjum
ástæðum féll niður í frásögninni,
að geta hverjir gefendur voru, en
það var Kvenfélag Fnjóskdæla.
Bílasýning
Bílvirkja hf.:
Daihatsu
Feroza 4x4
Bílvirki hf. á Akureyri sýnir
Daihatsu Feroza 4x4 í sýningar-
sal fyrirtækisins að Fjölnisgötu 6
á laugardag milli kl. 10.00 og
17.00 og á sunnudag milli kl.
13.00 og 17.00.
Daihatsu Feroza jeppinn er
með vökvastýri, 16 ventla vél, 5
gíra kassa, sóllúgu, sjálfvirka
kveikingu ökuljósa, sportfelgur
o.m.fl. Komið og sjáið þessa
athyglisverðu bílasýningu.
Saga
Þorlákshaftiar
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur að frumkvæði Ölfushrepps
gefið út þriggja binda ritverk,
Sögu Porlákshdfnar til loka ára-
skipaútgerðar, eftir Skúla Helga-
son. Hér er á ferðinni viðamikið
og margþætt verk, í senn safn
þjóðsagna frá Þorlákshöfn, sagn-
fræðileg úttekt á sögu staðarins,
þjóðháttarit um sjósókn fyrri
tíma þar sem útgerðarsagan er
rakin frá stofnun biskupsstóls í
Skálholti til loka áraskipaútgerð-
ar 1929, og ævisögurit sögufrægra
bænda og sjósóknara í Höfninni
eins og t.d. Jóns Árnasonar og
Jóns Ólafssonar. Auk þess er hér
safnað á einn stað ýmsu efni
varðandi Þorlákshöfn er birst
hefur áður í blöðum og bókum
eða varðveist í handritum.
En saga Þorlákshafnar varðar
ekki einungis staðinn Þorláks-
höfn, hún er umfangsmikið verk í
íslenskri atvinnu- og menningar-
sögu. Hún lýkur upp dyrum að
heimi löngu genginna kynslóða
þar sem þær ganga fram í starfi
og leik, blíðu og stríðu, í hvers-
dagsleik og á örlagastundum.
Verkið er þrjú bindi, 1500
blaðsíður, prýtt miklum fjölda
gamalla ljósmynda, teikninga og
korta. 1. bindi nefnist Byggð og
búendur, 2. bindi Veiðistöð og
verslun og 3. bindi Atburðir og
örlög.
Skúli Helgason, höfundur
verksins, hefur unnið að söfnun
heimilda varðandi Þorlákshöfn í
áratugi. Fyrri bækur hans eru
Saga Kolviðarhóls og Sagnaþætt-
ir úr Árnessýslu í tveimur
bindum.
Gengið
Gengisskráning nr. 9
13. janúar 1989
Bandar.dollar USD Kaup 49,420 Sala 49,540
Sterl.pund GBP 87,449 87,661
Kan.dollar CAD 41,183 41,283
Dönsk kr. DKK 6,9410 6,9579
Norsk kr. N0K 7,3999 7,4178
Sænskkr. SEK 7,8757 7,8948
Fi. mark FIM 11,6118 11,6400
Fra. franki FRF 7,8861 7,9052
Belg. franki BEC 1,2846 1,2877
Sviss. franki CHF 31,5380 31,6146
Holl. gyllini NLG 23,8312 23,8891
V.-þ. mark DEM 26,8952 26,9605
ít. líra ITL 0,03662 0,03671
Aust. sch. ATS 3,8288 3,8381
Port. escudo PTE 0,3278 0,3286
Spá. peseti ESP 0,4283 0,4293
Jap.yen JPY 0,39010 0,39105
írskt pund IEP 71,963 72,138
SDR13.1. XDR 65,3940 65,5528
ECU-Evr.m. XEU 56,0423 56,1784
Belg.fr. fin BEL 1,2792 1,2823