Dagur - 14.01.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 14. janúar 1989
FjARMAL PlN
SÉRGREIN OKKAR
10. tölublað
FJARFESriNGARFELAGIDi
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Akureyri:
Innlán í bankana jukust frá
um 27% og upp í ríunlega 60%
Innlán hafa aukist talsvert í öll-
uni bönkum á Akureyri á milli
áranna 1987 og 1988, eða á bil-
inu frá 27% og upp í 50%. Inn-
Iánin jukust um helming í úti-
búi Iðnaðarbankans, en þar á
bæ eru meðtalin innlán í formi
verðbréfakaupa. Útibússtjórar
annarra banka tóku fram að
einungis væri miðað við inn-
eignir á sparisjóðsbókum og
reikningum.
í Landsbankanum varð 31.3%
innlánsaukning, en á árinu 1988
voru lagðir inn í bankann tveir
milljarðar og rúmar tvær milljón-
ir króna. „Við erum ánægðir með
þessa aukningu," segir Helgi
Jónsson útibússtjóri. Heildarút-
lán bankans jukust um 38.4% og
numu fjórum milljöröum, 375
milljónum króna. Sú tala er ekki
miðuð við gengisbreytingar
vegna afurðarlána.
I Utvegsbankanum jukust inn-
lán um 28.2%, sem er um 40
milljón króna aukning og útlánin
jukust unt 31% sem er um 55
milljónum meira en á árinu þar á
undan. Innlánsaukning í Alþýðu-
bankanum varð 20.5% og útláns-
aukningin varð á síðasta ári 44%.
í Iðnaðarbankanum jukust
innlánin um 58.7 í aðalútibúinu,
en í útibúi bankans við Hrísalund
jukust innlánin um 49 milljónir
króna á milli ára sem gerir 63.3%
aukningu. Innlánin á síðasta ári
numu tæplega 616 milljónum
króna. Par er um að ræða bæði
verðbréfakaup á árinu og einnig
inneignir á bókum. Útlán bank-
ans námu á síðasta ári 654 millj-
ónum króna, í aðalútibúinu juk-
ust þau um 61%, en um 30% í
útibúinu við Hrísalund.
Um 27% innlánsaukning var í
Búnaðarbankanum og útlán juk-
ust um 38%. Innlán í bankann
numu alls rúmum einum milljarði
króna. „Fólk hefur áttað sig á að
það er hagstætt að eiga peninga í
banka,“ segir Gunnar Hjartarson
útibússtjóri. Mismuninn á inn- og
útlánum sagði Gunnar fyrst og
fremst stafa af mun meiri vanskil-
um en áður og sagði hann að
einkum hefðu vanskilin verið
hina síðustu mánuði ársins. mþþ
Helgarveðrið:
Hvasst, frost
og snjókoma
Helgarveðrið á Norðurlandi
verður fremur leiðinlegt. í dag er
gert ráð fyrir norðaustan hvass-
viðri og stormi á öllum miðum og
djúpurn. Á Akureyri og nágrenni
veröur vaxandi austanátt. hvasst
og snjókoma eða slydda síðdegis.
I nótt mun hins vegar lægja og
á morgun er gert ráð fyrir þurru
og björtu veðri, en frosti um allt
land. Samkvæmt þessu virðist
ætla að verða ágætt veður til að
taka til í geymslunni í dag eða
gera eitthvað annað gagnlegt
innandyra. VG
Formaður Áfengisvarna-
nefndar Akureyrar:
Aukinn drykkju-
skapur það
sem þjóðin
síst þaröiast
Sú nefnd á vegum bæjarins, er
hefur með áfengisvarnir að
gera hefur ekki fengið upp á
borð til sín til umfjöllunar
umsóknir vegna nýrra vínveit-
ingaleyfa. Allt eins höfðu
menn búist við að slíkum
umsóknum myndi rigna inn á
borð nefndarinnar nú þegar
styttist verulega í að almcnn-
ingi gefst kostur á að kneyfa
hinn umdeilda mjöð; bjórinn.
Þetta er forinanni Áfengis-
varnanefndar Akureyrarhæjar
mikið fagnaðarefni.
Ingimar Eydal formaður nefnd-
arinnar telur að vínveitingaléyfi í
Akureyrarbæ séu um tíu. Ekki
kannaðist liann við að ákveðið
hámark veittra leyfa til vínveit-
inga væn í gangi í bænum. „En
það er stefna nefndarinnar að
sporna á móti nýjum vínveitinga-
leyfum í bænum," segir Ingmar.
„Við tcljum að gengið sé þvert
á stefnu áfengisvarna með stefnu
hins opinbera í áfengismálum, ef
stcfnu skyldi kalla." Ingimar seg-
ir aö áfengisvarnanefndir hvar-
vetna séu óhressar með ákvörðun
stjórnvalda varðandi sölu á bjór,
enda muni áfengisneysla slórauk-
ast í kjölfarið. Aukin drykkju-
skapur sé það sem þjóðin síst
þarfnist nú.
„Fað er sagt að stór og stækk-
andi hópur manna í Vestur-
Evrópu geri sig ánægðan með
bjór og vídeóspólur, ég vona svo
sannarlega að þeir tímar renni
ekki upp hér á landi.
Nefndin sendi á sínum tíma frá
sér ályktun þar sem leyfi til sölu
áfengs öls var mótmælt og segir
Ingimar það álit nefndarinnar að
liægt sé að einhverju leyti að
stýra áfengisneyslu með einföld-
um stjórntækjum eins og því hve-
nær selja megi áfengi, hvar og
hvaða tegundir og á hvaða verði
það er selt. mþþ