Dagur - 27.01.1989, Síða 1

Dagur - 27.01.1989, Síða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 27. janúar 1989 19. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Verkalýðsfélögin setja sig í stellingar fyrir gerð næstu kjarasamninga: Tökum mið af því hvemig ríkisvaldið hefur leikið launamenn þessa lands Nú er tími hrogna og lifra. Gósentími sælkera. Friðrik Friðriksson, starfsmaður Skutuls hf. á Akureyri, veit hvað klukkan slær og gerir því kutana klára fyrir glænýja ýsu, hrogn og lifur. Mynd: tlv - segir Björn Snæbjörnsson varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar Jóhannes Lárusson, einn eig- enda Dýpkunarfélagsins hf., ásakar hafnarstjórn Akureyrar um óeðlileg vinnubrögð í sam- skiptum sínum við fyrirtækið. Telur hann að forráðamenn hafnarinnar hafi misnotað aðstöðu sína og séu menn að fara út í verk sem þeir sjái ekki fyrir endann á með því að nota krana hafnarinnar við dýpkun nýju Fiskihafnarinnar. Jóhannes segir m.a. að hann muni aldrei aftur ganga til beinna samningaviðræðna við hafnar- stjórn þar sem hún hafi ekki komið fram af heilindum við Dýpkunarfélagið hf. Aðferðir þær sem starfsmenn Akureyrar- hafnar ætli að beita við dýpkun Fiskihafnarinnar séu ótryggar og geti menn hæglega lent í ógöng- um þar sem ekki náist að dýpka höfnina nægilega mikið með því að nota kranann. Þá muni ekki nást að dýpka innsiglinguna í höfnina nægilega mikið. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri, segir aftur á móti að ummæli Jóhannesar séu út í hött og stjórn og starfsmenn hafnar- innar viti vel hvað þeir séu að gera. Fráleitt sé að halda því fram að ekki náist það dýpi í höfninni sem um er rætt, þ.e. 7 metrar á stórstraumsfjöru, og nýja Fiskihöfnin uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem til hennar verði gerðar í framtíðinni. Sjá nánar á bls. 6-7 arnir falla úr gildi.“ Björn telur skynsamlegast að aðildarfélög innan ASI verði samstíga við samningsgerðina, ef sækja eigi á ríkisvaldið verði Alþýðusambandið að koma fram sem ein sterk heild. „Útlitið er ekki gott. Nú verða ntenn því að leggjast á eitt og við verðum að koma fram sem ein heild, sterk heild. Við það verður ekki búið lengur að hlutur þeirra sem minnst bera úr býtum sé sífellt skertur, en hinir sigli lygnan sjó. Peir sem meira hafa í vösunum verða að sitja hjá í bili,“ segir Björn. Samflot aðildarfélaga innan ASÍ er, að mati Björns eina leiðin til að ná fram rétti launafólks í landinu og bindur hann miklar vonir við að breið samstaða náist innan sambandsins um aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem ríkisvald- ið hefur leikið grátt á undanförn- um misserum. „Verðstöðvunin hefur algjörlega misst marks, hún hefur ekki haldið aftur af neinu nema laununum. Af því hljótum við að taka mið við gerð næstu kjarasamninga." Þetta segir Björn Snæbjörnsson í helgarvið- tali sem birtist á morgun. Hann segir ýmislegt fleira, eins og það að bæjaryfirvöld reyni að breiða yfir það ástand sem skapast hefur á vinnumarkaðinum í bænum og að í atvinnumálanefnd bæjarins séu menn eitthvað sloj og hafi hljótt um sig. mþþ félagsins Einingar. Björn segir ekki nóg með að menn hafi verið sviptir • samningsrétti heldur hafi og þær launahækk- anir sem búið var að semja um verið af mönnum teknar. Kjarasamningar Einingar eru lausir hinn 10. apríl næstkom- andi, en Björn býst við að fljót- lega muni menn setjast niður og ræða rnálin „svo eitthvað verði uppi á borðinu þegar samning- Forráðamenn Dýpkunarfélagsins og hafnarstjórn Akureyrar eru ekki á einu máli um hvernig staðið skuli að dýpkun í nýju Fiskihöfninni. Mynd: TLV „Við gerð næstu kjarasamn- inga lilýtur það að sitja í mönn- um hvernig ríkisvaldið hefur leikið launamenn þessa Iands,“ segir Björn Snæbjörns- son varaformaður Verkalýðs- iú Hafnarstjórn Akureyrar: Er sökuð um óheilindi og óeðli- leg vumubrögð Tveir brunar í Mývatnssveit sama daginn með stuttu millibili - skemmdir í skemmum við Arnarvatn og Kröflu Skemmdir af eldi urðu á tveim stöðum í Mývatnssveit í fyrra- dag. I skemmu við Arnarvatn brann nýleg dráttarvél, auk þess urðu skemmdir á tveimur fólksbflum í skemmunni, ýms- um áhöldum, fóðurbæti og fleiru. Einnig kviknaði í skemmu við Kröfluvirkjun. Skemmdist hún af eldi og vegghluta varð að rífa vegna slökkvistarfsins, einnig urðu einhverjar skemmdir af vatni og reyk í skemmunni sem not- uð er sem lager og viðgerðár- verkstæði. „Það var ekkert glæsilegt að koma inn,“ sagði Eysteinn Sig- urðsson, bóndi að Arnarvatni er Dagur spurði um aðkomu að skemmu hans í fyrradag, en þar hafði eldur verið búinn að krauma lengi án þess að fólk yrði hans vart. Skemman stendur aðeins um 30-40 metra frá íbúð- arhúsinu en gola stóð af því svo fólk varð ekki vart við reyk eða brunalykt. Ekkert rafmagn er í skemmunni og taldi Eysteinn lík- legt að kviknað hefði í út frá raf- kerfi nýlegrar dráttarvélar, þó hafði vélin ekki verið sett í gang í tvo daga. Er að var komið var dráttarvélin alveg brunnin og orðin köld en þá logaði í plasti í skemmunni, en þar voru á annað hundrað plastpokar auk nokk- urra dekkja. Heimamönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins með því að henda yfir hann segli, og var það lán því slökkvitæki sem til var á bænum virkaði ekki og hafði þó verið yfirfarið í apríl sl. Einnig var reynt að kalla út slökkviliðið en það tókst ekki þar sem símar slökkviliðsstjóra svör- uðu ekki. Ekki var búið að meta tjónið af eldinum er Dagur ræddi við Eystein í gær en ljóst að um talsvert mikið tjón var að ræða, auk dráttarvélarinnar, sem eyði- lagðist, skemmdust tveir fólksbíl- ar, fóðurbætir, ýmis áhöld og ein- angrun í þaki skemmunnar og einnig verður geysimikið verk að þrífa sót og bráðið plast úr skemmunni. Það var skömmu seinna þenn- an sama dag sem eldur varð laus í skemmu við Kröfluvirkjun. Eldurinn uppgötvaðist þannig að starfsmaður „heyrði" í honum milli þils og veggjar, en nokkrum tímum áður var verið að rafsjóða festingar í stálbita, þegar unnið var við uppsetningu á nýrri hurð, og að öllum líkindum hefur þá komist neisti í einangrun í veggnum. Starfsmenn gátu hent út gas- og súrefniskútum sem voru við vegginn og sprengihætta stafaði af. Vinnuvél var notuð til að rjúfa stálklæðningu utan á húsinu, svo komast mætti að eldinum í einangruninni. Er slökkviliðið kom á vettvang höfðu starfsmenn lokið við að slökkva eldinn ásamt mönnum sem komu þeim til aðstoðar á einkabílum. Ekki var búið að meta tjónið í gærdag en eldurinn var í um átta metra bili af veggnum, klæðning í skemmunni sviðnaði og auk þess urðu ein- hverjar skemmdir í henni af vatni og reyk. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.