Dagur - 27.01.1989, Side 8

Dagur - 27.01.1989, Side 8
8 - DAGUR - 27. janúar 1989 27. janúar 1989 - DAGUR - 9 t spurning vikunnar Veist þú hve langt er milli Reykjavíkur og Akureyrar sé ekinn þjóðvegur nr. 1? (Spurt í Reykjavík) l Erling Kristjánsson: „Veit ég? Viltu fá þetta nákvæm- lega? Ja, ætli þetta séu ekki 5-600 kílómetrar. Eða voru þetta tæpir 500 kílómetar. Segj- um bara 480 kílómetar." Þorlákur Helgason: „Bíddu nú við. Þ^ð er nú langt síðan ég hef ekið þessa leið. Ætli þetta séu ekki 455 eða 456 kílómetrar. í það minnsta var þetta svo langt síðast þegar ég fór.“ Björg Elísabet Guðjónsdóttir: „Nei, ég hef ekki hugmynd um þaö. Nei, ég treysti mér ekki til að giska á hvað þetta er langt.“ Gylfi Guðmundsson: „Þessi leið var 548 kílómetrar að því er mig minnir. Eða var það 448 kílómetrar. En ég veit þó að hún er orðin styttri núna, man að hún styttist töluvert þegar gerður var nýr kafli aust- an við Hofsós." Halldór Bjarnason: „Landleiðin er 450 kílómetar. Eða öllu heldur var þetta vega- lengdin hérna í mína tíð en reyndar er búið að taka margar beygjur af síðan ég keyrði þetta síðast og leiðin er sjálfsagt orðin styttri." (Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins er nákvæm vegalengd 432 kílómetrar) Landbrot en ekki landvamir Gísli Þorleifsson, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, ritaði Náttúruverndarráði og Land- græðslu ríkisins bréf í febrúar í fyrra til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi bakkavarnir og framkvæmdir við Svarfaðardalsá sem breyta rennsli árinnar og veita henni í nýjan farveg. Vegna skrifa um þessar framkvæmdir undanfar- ið vilja hjónin á Hofsá koma á framfæri áliti sínu á því verki sem undanfarið hefur verið unnið í dalnum, þar sem það álit mun ekki áður hafa birst ítarlega á opinberum vett- vangi. Bréfið til Náttúruverndarráðs hljóðar þannig: „í október sl. voru hafnar framkvæmdir til breytinga á rennsli Svarfaðar- dalsár í landi jarðarinnar Bakka. Undirbúningur að þessu verki virðist hafa farið mjög leynt í Svarfaðardal, þar sem ég frétti ekki af þessum áformum fyrr en framkvæmdirnar voru að hefjast. Ég fékk teikningar af fyrirhuguð- um breytingum á rennsli árinnar sem ekki voru aðeins í landi Bakka heldur einnig í landi jarð- anna Syðra-Garðshorns, Ytra- Garðshorns, Hofsár, Hofs, Syðri-Grundar og Grundar. Samkvæmt teikningunni eru hér á ferðinni áform um algera breyt- ingu á rennsli árinnar á nokkurra kílómetra svæði. Teikning gerð án vitundar annarra bænda en ábúenda á Bakka Ég fór að kynna mér hver stæði fyrir þessu og var sagt að Sigurð- ur Hermannsson, verkfræðingur, hefði gert teikninguna samkvæmt tillögu Ævars Hjartarsonar ráðu- nautar í samráði við bændurna á Bakka, án vitundar annarra bænda sem hlut eiga að máli. Ekki vissi stjórn Veiðifélagsins heldur um þessar framkvæmdir. Ekki vissi oddviti eða hrepps- - athugasemdir Gísla Þorleifssonar á Hofsá vegna framkvæmda við Svarfaðardalsá Gísli Þorleifsson bóndi á Hofsá. Mynd: TLV nefnd hvernig framkvæma átti þetta verk né hvaða afleiðingar það myndi hafa. Svarfaðardalsá hefur frá alda öðli runnið í botni dalsins og fært rennsli sitt milli kvfsla um af- markaðar eyrar eða haldið sig í farvegi milli gróinna moldar- bakka. Nokkur áraskipti hafa verið að því hvort hún rennur í vestari eða eystri hluta eyranna og af þeim sökum hefur brotnað lítið eitt úr bökkum á stöku stað en jafnframt hafa gróið upp eyrar og hólmar. Við Skakkabakka í landi Grundar hefur tekist vel að hefta landbrot með stórgrýti og er það álit mitt að hægt hafi verið að beita sömu aðgerðum hér sem hefðu ekki jafn stórfenglegar breytingar í för með sér. Ef framkvæmdum verður hald- ið áfram er gert ráð fyrir að ruðst verði gegnum ævafornan, gróinn bakka og í annan stað verði rifn- ar upp grónar eða hálfgrónar eyr- ar á löngum kafla. Einnig hljóta verulegir ruðningar að myndast og verða til stórra lýta. Það er með öllu ósýnt hvernig áin hegð- ar sér í nýjum og beinum farvegi. Allar líkur hljóta þó að benda til þess að hún breyti honum veru- lega og ryðjist um meira og minna. Ég óttast að ekki verði staðar numið með framkvæmdir eftir að búið er að fara gegnum landsvæði Bakka heldur verði, af illri nauðsyn, að ljúka við fram- kvæmdirnar a.m.k. alla þá leið sem þegar hefur verið teiknuð. Þennan ótta byggi ég á að vegna aukins straumþunga og fram- burðar árinnar á aur og möl muni hún auka til muna ágengni sína á það land sem hún liggur um. Má í því sambandi benda á að beggja megin árinnar, þ.e. í löndum Ytra-Garðshorns og Hofsár, liggja slægjulönd. Einnig má benda á að í landi Bakka er verið að fara gegnum land sem ein- göngu hefur verið nýtt sem beiti- land. Eyðilegging veiðisvæða Ég fæ ekki séð að hugmynda- smiðir og hönnuðir þessa „mann- virkis“ hafi íhugað hvernig haga eigi frárennsli á síkjum og lækj- um frá hlíðum dalsins beggja vegna á þessu svæði. Traustur stofn sjógenginnar bleikju hefur jafnan verið í Svarf- aðardalsá. Allir, sem til þekkja vita, að aflasælasti kaflinn í ánni er einmitt það svæði sem breyt- ingarnar eru hafnar á, eða eru fyrirhugaðar á. Næsta ljóst er að þetta er einnig megin hrygningar- og uppeldissvæði bleikjunnar. Þetta styður sú litla athugun sem Tumi Tómasson, líffræðingur, gerði í skyndingu s.l. haust, og segir frá í skýrslu sinni. Ef haldið yrði áfram gerð þessa skipa- skurðar myndi neðri hluti megin- hrygningarsvæðisins einnig eyði- leggjast. Þar með væru ekki aðeins eyðilagðir flestir bestu veiðistaðirnir í ánni heldur stofn- inum öllum stefnt í tvísýnu. Sil- ungsveiðin hefur verið mörgum Horft inn Svarfaðardal. til ánægju og sumum bændum til nokkurrar búbótar, enda hafa stangveiðileyfi verið eftirsótt. í stuttu máli: 1) Fyrirséð er veruleg spilling á ásýnd dalbotns- ins á nokkurra kílómetra kafla. 2) Álit mitt er að hægt sé að koma í veg fyrir tjón af völdum landbrots með öðrum hætti. 3) Verulegt landbrot á sér stað í stað landvarnar. 4) Mikil eyði- legging á hrygningarstöðum og veiðistöðum bleikjunnar. Síðast en ekki síst vil ég benda á að mér er mjög umhugað um að vernda náttúru dalsins sem ég hef átt heima í allt mitt líf og er af mörgum talinn einn fegursti dal- ur íslands. Því bið ég Náttúru- verndarráð um hjálp við verndun Svarfaðardals." „Ekki hægt að blanda bakkavörnum saman við þessi ósköp“ Gísli segir ennfremur um sjón- armið sín í þessu máli í samtali við Dag: „Eins og komið hefur fram hér í blaðinu 11. janúar eyðilögðust ruðningarnir í vor- flóðunum síðustu. Þá fór sú þró- un af stað að efni úr þessum ruðningum barst niður eftir allri ánni. Hjá mér gerðist það að vatn stóð í skurðum og tjarnir í túnum í sumar. Land Hofsár liggur svo lágt að ekkert má hækka í ánni svo ekki hljótist tjón af, t.d. gat ég ekki borið á hluta af túnum mínum í vor og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Einnig má sjá nú í vetur hvað áin flæðir yfir bakkana hér fyrir neðan og tel ég það vera fyrir hvað hún er búin að bera í eyrarnar. Ég vil að eftirfarandi komi skýrt fram: Bakkavörnum, í rétt- um skilningi þess orðs, vil ég ekki blanda saman við þessi ósköp og það vekur furðu mína að oddviti segir mér að ekki sé fjallað um þetta verk né afstaða tekin til þess í Hreppsnefnd Svarfaðar- dalshrepps. Þó á hún fulltrúa í nefndinni sem er sonur Þórarins á Bakka og beitir hann sér ötul- lega við þessar framkvæmdir í nafni Hreppsnefndarinnar. Skil ég ekki þau vinnubrögð. Vatn hefur ekki runnið yfir bakkana á þeim stað sem gróf ofan af lögn Vatnsveitu Dalvík- ur. Ef áin hefði fengið að vera áfram í sínum gamla farvegi hefði þetta ekki gerst. Ég get ekki skilið þau „rök“ að áin rífi rneira úr ævafornum grón- um bökkum, eyrum og börðum en úr þeim lausum malarkömb- um sem nú er verið að ýta upp. Síðustu aðgerðir sem við urðum vitni að fyrir skömmu sýna að fleiri eru orðnir hræddir um ruðningana því verið var að breiða nót á þá. Það er orðin skrýtin veiðiá sem er klædd rauðri nót á bökkunum. Ég hlýt að spyrja: Hvernig ætla þeir, sem að slíku standa, að tryggja að nótin losni ekki, fari niður ána og verði öllum fiski dauðagildra sem verður á vegi hennar, sbr. lýsingu á álíka dauðagildrum í sjó, sem mjög hefur verið barist gegn á undanförnum árum. Að Iokum segir Gísli: Til styrktar þessum málflutningi er ekki úr vegi að enda þessa grein á tilvitnun í bréf sem heimildar- menn þessarar greinar fengu í byrjun janúar frá Náttúruverndar- ráði. Þar segir: „Garðar, sem ýtt er upp úr farveginum og eru úr möl og malarkenndu efni án bylgjuvarna eru næsta gagnslitlir sé litið til lengri tíma en tveggja til þriggja ára.“ EHB Engin ólund í Ólundarmönnum: Erum í sjöunda himni - segja þeir Kristján, Hlynur og Jón Hjalti um óskabarnið sitt útvarpsstöðina Ólund „Viðtökurnar hafa verið ein- staklega góðar, einkum og sér í lagi á meðal yngra fólksins.“ Þannig mæla aðstandendur Útvarpsstöðvarinnar Ólundar, þrír ungir Akureyringar sem leiðir voru orðnir á diskójukki útvarpsstöðvanna frjálsu og létu því drauminn rætast. Draumurinn; að setja upp útvarpsstöð, þar sem hið tal- aða mál fengi notið sín, en yrði eigi í bandarísku iðnaðarrokki kæft. Stöðin hefur nú starfað í tæpa tvo mánuði og piltarnir eru ánægðir með viðtökurnar. Umræddir piltar eru þeir Kristján Ingimarsson útvarps- stjóri, Hlynur Hallsson frétta- stjóri og Jón Hjalti Ásmundsson tæknistjóri. Þeir fóstbræður út- skrifuðust af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri síð- astliðið vor og eru nú í vetur önn- um kafnir við nám og störf. Kristján selur bækur, Jón Hjalti er kennari og nemandi í Mennta- skólanum; kennir stærðfræði og nemur á eðlisfræðibraut þar sem hann hyggur á verkfræðinám síðar, en Hlynur er leiðbeinandi í Barnaskóla Akureyrar, þar sem hann leiðbeinir um móðurmál og stærðfræði. Hann situr einnig í öldungadeild MA og stundar af kappi tungumálið dönsku. Dönskuáhuga piltsins er við- brugðið, en orðrómur sá hefur þó flogið fyrir að einkum og sér í lagi sé áhugi þessi tilkominn vegna afsláttar á námi hans í Myndlistarskólanum! Þeir Ólundarmenn breyttu dagskrástefnu sinni um áramótin, í ljósi reynslunnar og bjóða nú upp á fjölbreytta dagskrá frá klukkan 19.00 og fram að mið- nætti. Á föstudögum og laugar- dögum hefjast útsendingar klukkan 17.00 og standa allt þar til klukkan er orðin fjegur að nóttu. Skólar bæjarins hafa aðgang að útvarpsstöðinni og eru sérstakir skólaþættir á dagskrá nokkrum sinnum í viku. Þá geta og ein- staklingar og fyrirtæki keypt tíma á stöðinni í þætti þeim er nefnist Gatið. Þeir félagar segja það mælast einstaklega vel fyrir og hafi fólk sýnt Gati þessu áhuga. Sem og yfirleitt útvarpsstöðinni í heild. Það sem framar öðru hefur staðið stöðinni fyrir þrifum er skortur á fé. Ekki ný bóla svo sem í íslensku þjóðfélagi, en hvimleið engu að síður. í upphafi voru hugmyndir piltanna þær að fjármagna stöðina með frjálsum framlögum í fyrsta lagi, seldum aðgangi að Gatinu svonefnda í Hafið hljóð, ég er í útsendingu!! Það kostar 4000 krónur á dag að reka þessa útvarpsstöð! Síðan er þeim er lesa þetta bent á þar til gerðan söfnunarbauk. Sumir gleyma honum. öðru lagi og í þriðja lagi með auglýsingum. Tvennt hið síðast nefnda hefur gengið þokkalega, en þegar kemur að framlögunum frjálsu kveður við annan tón. Þau hafa svo gott sem gersamlega brugðist. Aðdáendur stöðvarinn- ar tóku sig því saman í andlitinu og efndu til heilmikilla tónleika í Borgarbíói og í kjölfar þeirra má segja að piltar hafi tekið gleði sína. „Við erum í sjöunda himni,“ segja þeir og brosa og mátti vart á milli sjá hvor breið- asta brosið átti. Allt um það. Nú búa þeir sig af kappi undir flutninga mikla; ætla sér upp í ris og hreiðra þar um sig. Við það batnar aðstaða öll til útsendinga. Þá má nefa að nýir menn eru komnir inn í stjórn útvarpsstöðvarinnar, auk þeirra þriggja sem áður eru upptaldir. Þar er um að ræða eftirtalda: Ástu Júlíu Theodórsdóttur, Ásmund Ásmundsson, Kjartan Frey Vilhjálmsson og Árna Val Árnason. Með þetta fólk við stjórnvölinn siglir Ólundin ótrauð inni í ólgusjó fjölmiðlaflórunnar hinnar íslensku. mþþ Iðnadarhúsnæði tíl leigu á Oseyri 4, Akureyri ca.soofm. Mjög gott húsnæði á góðum stað norðan við nýju Glerárbrúna. Fagverk sf. Konráð Árnason heimasími 23024. sími 21199 WraOTatamsEirrtC' FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fósturskóla íslands vantar stundakennara í sálfræöi. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara. Menntamálaráðuneytið. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Tölvunámskeið Verkmenntaskólans Kynningarnámskeið hefst þriðjudaginn 7. februar Tekið á móti umsóknum á skrifstofu VMA á Eyrar- landsholti til föstudagsins 3. febrúar. Sími 26810. POSTUR OG SIMI Símnotendur Dalvík og Hrísey Stafræna símstöðin verður tengd um mið- nætti föstudaginn 27. janúar 1989. Búast má við truflunum. Munið sérþjónustu í stafræna símakerfinu. Umdæmisstjóri. Akureyringar Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráð- herra verðurtil viðtals í Hafnarstræti 90, laugard. 28. janúar frá kl. 10.00-12.00. Framsóknarfélögin. Húsvíkingar Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráð- herra verður til viðtals í Garðari laugard. 28. janúar frá kl. 15.00-17.00. Framsóknarfélögin. FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Bæjarmálafundur verður sunnud. 29. janúar kí. 17.00 í Hafnarstærti 90. Fjárhagsáætlun bæjarins rædd. Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.