Dagur - 16.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 16.02.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 16. febrúar 1989 Kaupl Jón Pál 55 Fólk horíirjákvætt til verslunar og þjónustu í hein Undanfarna mánuði hefur KÞ staðið fyrir ýmsum „uppákom- um“ í verslunum sínum, þótt heimsókn Jóns Páls slægi líklega allt út hvað vinsældir varðar. Dagur hafði samband við Pái Þór Jónsson, markaðsfulltrúa kaup- félagsins og spurði hann fyrst, varðandi ailt þetta líf og fjör og nýja yfirbragð, hvort kaupfélagið ætlaði að fara að uppfylla skemmtanaþörf bæjarbúa. „Að vissu leyti er það ágætt ef fólk nær að skemmta sér eitthvað um leið og það fer að versla og athuga þær vörur sem kaupfélag- ið hefur til sölu. Þetta er vissu- lega ný stefna sem kaupfélagið er að marka sér í sínum verslunar- deildunt. Menn hafa staðið frammi fyrir mikilli samkeppni á öðrum mörkuðum, sem full þörf er á að sporna gegn. Ákveðið var að reyna að hressa og fríska svo- lítið upp á auglýsingastefnuna og reyna að ná til viðskiptavinarins með nokkuð öðrum hætti. Þegar við á landsbyggðinni erum að tala um samkeppni, erum við að tala um samkeppni við stærri þéttbýliskjarna, þegar litið er á málið í heild. Samkeppni sem landsbyggðin hefur átt við að stríða undanfarin ár hefur að mestu leyti verið við Reykjavík- urmarkaðinn, og því nær sem dregur Reykjavíkurmarkaðnum því meiri verður samkeppnin. Á undanförnum árum hefur fólki kanpski fundist það eðlilegt að leita inn á þennan risastóra mark- að og versla þar í stórum stíl nán- ast allt sitt í fáum verslunarferð- um. Talið síðan eðlilegt að fylla upp í með þessum dagvörum, mjólk, brauði og slíku í sinni heimabyggð. Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki þegar til lengri tíma er litið. Fólk verður að velja á milli hvort það vill versla, og hafa verslun í sinni heimabyggð, eða hvort það vill sækja alla sína verslun og þjón- ustu eitthvað. Það er ánægjulegt að fólk hefur smám saman verið að átta sig á þessu undanfarna mánuði. Það hefur orðið geysileg hugarfarsbreyting og fólk er farið að horfa jákvætt til þeirrar versl- unar og þjónustu sem heima- byggðin býður uppá. Við höfum að sjálfsögðu reynt að leggja okkar að mörkum til að ýta undir Hafliði Jósteinsson starfsmaður KÞ reynir æfingatækin. Hreiðar Karlsson kaupfélagsstjóri, Hilmar Þorvaldsson deildarstjóri Bygg- ingavörudeildar, Jón Páll Sigmarsson hinn sterki og Páll Þór Jónsson mark- aðsstjóri KÞ. Jón Páll umkringdur ungum aðdaendum i Byggingavorudedd KÞ. þessa hugarfarsbreytingu, þannig að fólk hafi gaman af að koma í verslunina. Það sé ekki, eins og oft vill verða og fólk þekkir sér- staklega af Reykjavíkurmarkaði, martröð líkast að mæta í stór- markað á föstudögum. Við vilj- um að verslunarferðir verði meira samblandi af nauðsyn og skemmtun.“ - Er það ekki geysilega dýrt fyrirtæki að vera með svona kynningar, eins og til dæmis að fá Jón Pál hingað? „Nei, það er það ekki. Það er engin spurning að þetta kemur til með að borga sig. Þegar verið er að taka svona auglýsingu, skemmtun eða hátíð inn, þá erum við að kynna nýjar vörur sem KÞ Byggingavörudeild er að bjóða uppá í dag og erum um leið að kynna framleiðsluvörur kaup- félagsins. í leiðinni erum við að bjóða fólki upp á ákveðna skemmtun sem gerir það að verk- um að það horfir kannski svolítið öðrum augum á kaupfélagið sitt heldur en það gerði áður. Jón Páll er alls ekki það dýr að hann standi ekki undir þessu.“ - Finnst ykkur þið verða varir við hugarfarsbreytingu og meiri velvilja fólks? „Við finnum mjög sterkt fyrir þessu. Öll þjónusta fær sinn skammt af kvörtunum en kvart- anirnar koma mismunandi út á hverjum tíma. Stundum er ef til vill kvartað yfir að ekki sé nægj- anlega mikil sölumennska eða nógu góð þjónusta í versluninni. Þessu hefur ekki verið fyrir að fara hjá okkur að undanförnu, nema síður sé. Við byrjuðum þetta markaðsátak á að bjóða öll- um starfsmönnum verslunardeild- anna á ein þrjú námskeið sem haldin voru í byrjun nóvember. Jón Páll Sigmarsson: „Sýnist að menri þurfi ekki að sækja neit Jón Páll hafði nóg að gera í byggingavörudeildinni við að sýna unga fólkinu þrektækin, gefa eiginhandaráritanir og sitja fyrir á myndum með þeim sem vildu eignast mynd af sér með Sterkasta manni heims. Jón Páll gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum blaðamanns Dags, fyrst hvern- ig honum Iitist á sig á Húsavík. „Bara vel. Ég hef kontið hérna áður, að vísu bara einu sinni, á landsmótið. Þá var mjög gott veður og sólskin og það er sólskin núna. Er kannski alltaf sólskin hérna? Að vísu var erfitt að kom- ast hingað, ég átti að vera hérna fyrir viku en þá var ekki flogið.“ - Það hefur lítið heyrst af þér - Ætla að sýna Bretum hvernig á að taka á lóðunum“ undanfarna mánuði, hvað hefurðu verið að gera? „Ég er mest í útlöndum, að keppa og í allskonar auglýsinga- vinnu. Það hefur ekki heyrst af mér síðan í september, þá vann ég titilinn Sterkasti maður í heinti. Mynd frá keppninni hefur verið sýnd ails staðar nema á ís- landi, síðast í Bretlandi á jóla- dag, en mér sýnist að hvorki Sjónvarpið né Stöð 2 hafi áhuga á að sýna þetta efni. Ég er með eintak af myndinni frá mótinu sem krakkarnir eru að horfa á hér í sjónvarpstækjadeildinni." - Æfir þú mikið núna? „Ég er alltaf í góðri æfingu og æfi alltaf mikið. Ég hef ekki misst úr viku síðan ég byrjaði að æfa 17 ára gamall. Æfingin skapar meistarann." - Það er misjafnt við hvað þú ert að fást á hverjum tíma, ekki satt? „Jú, um þetta leyti í fyrra var ég að æfa fyrir vaxtarræktarmót. Þá var ég ögn nettari en ég er núna. Það er vaxtarræktarmót núna í mars og það er aldrei að vita nema ég verði með, gefi mér 3-4 vikur í að „skera mig niður“, eins og þeir segja.“ - Hvað er fleira framundan hjá þér? „Eg þarf að fara til Bretlands eftir þrjár vikur, mæta á líkams- ræktarstað, halda fyrirlestra og sýna Bretum hvernig á að taka á lóðunum. í apríl keppi ég á mót- inu Sterkasti maður Danmerkur, sem gestur, mánuði síðar keppi ég í Finnlandi á mótinu Sterkasti maður Finnlands, sem gestur. Ég verð mikið í Bretlandi í sumar að keppa og vinna og svo fer ég til að verja titilinn Sterkasti maður í heimi, líklega í Barcelona á Spáni í haust.“ - Áttu við nokkur meiðsli að stríða? „Ég er alltaf eitthvað meiddur en ég slarka alltaf í gegn.“ - Ég man að þú sagðir einu sinna að það væri gaman að vera svona sterkur því þá þyrftir þú t.d. ekki neina hjálp við að færa til þvottavélina. Nú ert þú í versl- un sem selur m.a. þvottavélar, ætlar þú að halda á þeim út í bíl ef með þarf? „Ef einhver þarf aðstoð við að setja þvottavél út í bíl þá er ég til- búinn að hjálpa, en fer samt bara með eina í einu niður stigann." - Þessi tæki sem þú ert að kynna hérna, er þetta eitthvað sem hentar öllum? „Þetta eru æfingatæki, þrek- hjól og lóð. Ég hjóla sjálfur svona 15 mínútur á hverjum degi á þrekhjóli. Það er betra en að hlaupa, nú er erfitt að hlaupa úti, það er mikil hálka og snjór og mönnum getur skrikað fótur og þeir dottið svo það er gott að hjóla inni í staðinn og ég notfæri mér það um þessar mundir. Svo lyfti ég lóðunum að sjálfsögðu.“ - Nú hefur kaupfélagið verið með skemmtilegar „uppákomur" að undanförnu, hvernig líkar þér að koma hérna í kaupfélagið og taka þátt í skemmtilegheitunum?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.