Dagur - 16.02.1989, Page 7
félag Þingeyinga Húsavík:
1 í heimsókn
Síðan hefur þessi mikla markaðs-
setning átt sér stað og hefur skil-
að sér jafnt inn á við og út á við.
Gagnrýni í dag felst mikið frekar
í því að spurt er hvort ekki sé
hægt að vera með fleiri tilboð og
af hverju við séum ekki með fleiri
slíkar kynningar. Þau viðbrögð
sem við fáum frá okkar viðskipta-
vinum eru mjög jákvæð, þeir
njóta þess greinilega að taka þátt
í þessu með okkur.
Við erum sem sagt að reyna að
færa okkar kynningarstarf til við-
skiptavinarins og fá hann að
hluta til í lið með okkur. Því mið-
ur er ekki tímabært ennþá að
segja frá æfintýrum sem eiga eftir
að verða hér á næstu mánuðum,
en við erum með sitthvað mjög
skemmtilegt í bígerð sem byggir
á því að fá fólk í héraðinu til að
taka þátt í leiknum."
- Undanfarnar vikur hafa m.a.
verið í kaupfélaginu harmoníku-
tónleikar, skinnasýning, jóla-
sveinahátíð, gestakokkar og svo
Jón Páll. Hver fær allar þessar
hugmyndir?
:,Þær koma sitt úr hverri átt-
inni. Hugmyndir verða til á ýms-
um tímum, sumar eiga við í dag
og aðrar ekki. Stundum eru
gamlar hugmyndir teknar upp og
hrist af þeim rykið, til að mynda
með sveitaaksturinn, þegar við
reyndum fyrir jólin að bjóða
sveitafólki rútuferð í bæinn.
Sumsstaðar gafst það vel, annars
staðar ekki. Kannski var þetta
ekki kynnt nógu vel og tíminn
vafasamur, því margir munu hafa
ve'rið í laufabrauðsgerð um þessa
helgi. Þetta hafði verið reynt fyrir
mörgum árum og því ekki að
reyna aftur? En við getum sagt
að allt starfsfólkið eigi þær hug-
myndir sem framkvæmdar hafa
verið.“ IM
tsuður
„Mér skilst að kaupfélagsmenn
séu aðalgrínarar bæjarins um
þessar mundir, þeir Páll og Hilm-
ar sem standa að þessu. Mér líst
vel á þetta hjá þeim, þetta er
bara eins og að vera fyrir sunnan,
hérna fæst allt. Þetta er gott
framtak í svona litlum bæ og mér
sýnist að menn þurfi ekki að
sækja neitt suður. Það er gaman
að sjá hressa krakka og ég vona
að þeir komi til með að æfa og
stunda íþróttir því það er betra
en að leggjast í sígarettureyking-
ar og drekka vín. Krakkarnir
hérna eru áhugasamir og mér líst
vel á þetta.“ IM
Jón Páll bragðar á lúxusvínarbrauðum frá Brauðgerð KÞ.
Kynningar frá Mjólkursamlagi og Brauðgerð KÞ.
Ungur herra spreytir sig við lóðin með aðstoð Jóns Páls.
16. febrúar 1989 - DAGUR - 7
1000 fin leigu-
húsnæði óskast
ViljuiTi leigja 1000 fm
geymsluhsúnæði sem fyrst.
Æskileg staösetning sém næst togarabryggjunni á
Akureyri.
Leigutími 6 mánuðir til að byrja með.
Húsnæðið þarf að vera einangrað með innkeyrslu-
hurðum.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að leggja inn tilboð
á afgreiðslu Dags merkt „Eyrin“ sem fyrst.
r| Árshátíð
Lettis
verður haldin í Hiíðarbæ laugardaginn 18. febrúar
og hefst kl. 21.00.
Húsið opnað ki. 20.30.
Hljómsveitin Helena fagra.
Skemmtiatriði að hætti Léttismanna og Ijúffengur
matur.
Miðaverð aðeins kr. 1.500.-
Miðar seldir í Hestasporti 13.-16. febrúar.
Sætaferðir eftir ball.
Skemmtinefnd.
Aðalfimdur
KA
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður
haldinn föstudaginn 24. febrúar n.k. í KA-heimilinu
og hefst hann kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Kosning stjórnar.
4. Önnur mál.
KA félagar eru hvattir til að mæta vel á fundinn og
eiga síðan saman notalega stund í félagsheimilinu á
eftir.
Stjórnin.
Vélsleða- og
útivistarfólk
7ÁXXJþuotfáí'
O R I % I N A L
Vorum að fá vuufuom,
nærfatnaðinn vinsæla.
T.d. nærbuxur, nærboli, grifflur og sokka á
dömur, herra og börn.
Frábær fatnaður
í vetrarkuldanum.
EYEJORÐ QE
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 JEy
Myndir og texti: IM