Dagur - 16.02.1989, Side 9
16. febrúar 1989 - DAGUR - 9
Sýning á myndskreytingum
í norrænum barnabókum
- opnuð í dag kl. 17 í Dynheimum á Akureyri
Fréttatilkynning frá Barnabóka-
ráðinu, Islandsdeild IBBY og
Norrænu upplýsingaskrifstofunni
á Akureyri.
í dag fimmtudaginn 16. febrú-
ar verður opnuð sýningin Börn
norðursins (Children of the
North) í Dynheimum Hafnar-
stræti 73, Akureyri, kl. 17. Er
þarna um að ræða sýningu á
myndskreytingum úr norrænum
barnabókum.
Sýningin er hingað komin á
vegum Norræna hússins og Barna-
bókaráðsins en þetta er sama
sýning og haldin var í Osló dag-
ana 26.-30. sept. 1988 í tilefni af
21. Alþjóðaþingi IBBY þar. Þing
þetta ber yfirskriftina Barnabók-
menntir og nýju miðlarnir.
Skipuleggjendur og umsjónar-
menn þingsins, voru fulltrúar
IBBY deildanna Norðurlöndum
í sameiningu. Frá íslandi voru
send verk eftir Brian Pilkington,
Önnu Cynthiu og Sigrúnu
Eldjárn.
Meðan sýningin stendur yfir
verður lesiö upp úr barnabókum
og sagðar sögur fyrir börn og
unglinga í grunnskólum Akur-
eyrar. Sýningin stendur frá 16.-
22. feb. Opið virka daga kl. 15-
19, laugard. ogsunnud. kl. 15-18.
Allir velkomnir. Norræna upp-
lýsingaskrifstofan á Akureyri,.
Strandgötu 19b, sími 96-27599.
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.
□ St St 59891627 VII 3.
KFUM og KFUK,
j Sunnuhlíð.
|I'Sunnud. 19. feb. Almenn
samkoma kl. 20.30.
Ræðumaður Guðmundur Ómar
Guðmundsson.
Tekið á móti gjöfum í hússjóð.
Allir velkomnir.
§HjáIpræðisherinn
Hvannavöllum 10
ðSamkomur á hverju
W kvöldi kl. 20.30.
Sænski fagnaðarboðinn Fred Byhlin
syngur og talar.
Deildarstjóri Kapt. Daniel Óskars-
son stjórnar.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
hvjmsumumKJM *skm>shud
Fimmtud. 16. feb. kl. 20.30 biblíu-
lestur. Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnusöfnuðurinn.
Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru
félagsskapur ættinga og vina
alkoholista, sem samhæfa reynslu
sína, styrk og vonir svo að þau megi
leysa sameiginleg vandamál sín.
Við trúum að alkoholismi sé fjöl-
skyldusjúkdómur og að breytt við-
horf geti stuðlað að heilbrigði.
Við hittumst í Strandgötu 21:
Mánud. kl. 21.00, uppi.
Miðvikud. kl. 21.00, niðri.
Miðvikud. kl. 20.00, Alateen (ungl-
ingar).
Laugard., kl. 14.00, uppi.
Vertu velkomin!
Gengið
Gengisskráning nr. 32
15. febrúar 1989
Kaup Sala
Bandar.dollar USD 50,840 50,980
Sterl.pund GBP 90,208 90,456
Kan.dollar CAD 42,995 43,114
Oönsk kr. DKK 7,1006 7,1201
Norskkr. N0K 7,625 7,646
Sænsk kr. SEK 8,0994 8,1217
Fi. mark FIM 11,9427 11,9756
Fra. franki FRF 8,1162 8,1386
Belg. franki BEC 1,3177 1,3213
Sviss. franki CHF 32,5793 32,6690
Holl. gyllini NLG 24,4652 24,5326
V.-þ. mark DEM 27,6184 27,6945
ít. líra ITL 0,03791 0,03802
Aust. sch. ATS 3,9266 3,9374
Port. escudo PTE 0,3376 0,3385
Spá. peseti ESP 0,4453 0,4465
Jap.yen JPY 0,40365 0,40476
irsktpund IEP 73,685 73,888
SDR15.2. XDR 67,35080 67,53630
ECU-Evr.m. XEU 57,6297 57,7884
Belg.fr. fin BEL 1,3122 1,3158
Félagsvist
ÉFélagsvist - Spilakvöld.
Spiluð verður félagsvist
fimmtudaginn 16. feb. kl.
20.30 að Bjargi.
Mætið vel og stundvíslega.
Allir velkomnir. Góð verðlaun.
Spilanefnd Sjálfsbjargar.
Akureyrarprestakall.
Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag
fimmtudag kl. 17.15.
Allir velkomnir!
Sóknarprestarnir.
Bingó á Hótel Varðborg sunnud.
19. þ.in. kl. 3 e.h.
Vinningar frá versluninni Hagkaup.
Kaffivél, útvörp, straujárn o.fl. o.fl.
I.O.G.T. bingó.
Minningarspjöld Styrktarsjóðs
Kristnesspítala fást í Bókvali og á
skrifstofu Kristnesspítala.
Emil
í Kattholti
Sunnud. 19. feb. kl. 15.00 Uppselt
Sunnud. 26. feb. kl. 15.00 Uppselt
Sunnud. 5. mars kl. 15.00
Hver er hræddur við
Virginíu Woolf?
Leikstjóri: Inga Bjarnason í samvinnu
við Arnór Benónýson.
Leikmynd: Guðrún Svava Svavarsd.
Tónlist: Leifur Þórarinsson.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikarar: Helga Bachman, Helgi
Skúlason, Ragnheiður Tryggvadóttir
og Ellert A. Ingimundarson.
Frumsýning föstud. 17. feb. kl. 20.30
2. sýning laugard. 18. feb. kl. 20.30
sími 96-24073
LeiKFélAG
AKURGYRAR
Borgarbíó
Alltaf nýjar
myndir
Símsvari 23500
Útsölutilboð
á laugardag frá
kl. 10.00-t6.00 á:
★ Líkamsræktartækjum
★ Gönguskíðum
★ Skíðafatnaði
★ Golfvörum
★ Badmintonvörum
Sportbúðin
Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð
Sími 96-27771
Knattspyrnuþjálfun
Knattspyrnulið á Eyjafjarðarsvæðinu óskar
eftir að ráða þjálfara fyrir komandi keppnis-
tímabil.
Upplýsingar í síma 26792 eftir kl. 17.00.
Alþýðubankamót
í bridds
«
Hið árlega Alþýðubankamót Bridgefélags Akur-
eyrar og Alþýðubankans verður haldið í Alþýðu-
húsinu á Akureyri laugardaginn 18. febrúar.
Mótið hefst kl. 10.00 árdegis og lýkur um kl. 18.00.
Þátttökugjald er 1300 krónur á parið.
Tekið er við skráningum í Alþýðubankanum á af-
greiðslutíma og í símum 26256 og 26668 á kvöldin,
fram að helgi.
Spilafólk á Norðurlandi er hvatt til að fjöl-
menna.
Stjórn B.A. - Alþýðubankinn á Akureyri.
Ilíl framsóknarmenn llll
AKUREYRl
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
er að Hafnarstræti 90, Akureyri.
Opin mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 16-
18. Sími 21180. Starfsmenn Kolbrún Þormóösdóttir
og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Sðmkomur
Tilboðsverð á
smáauglýsingum
hú gefst tækifæri til að auglýsa
ódýrt á smáauglýsingasíðu Dags
því fram til 1. mars verður sérstakt
tilboðsverð á smáauglýsingum í
DEGI.
Ef greiðsla fylgir með auglýsingunni
er verð kr. 300,- fyrir eina birtingu
og kr. 150,- fyrir hverja endurtekn-
ingu.
hú er tilvalið tækifæri til þess að
hrelnsa til í geymslunni.
Auglýsing T DEQI
borgar sig.
Strandgötu 31, 600 Akureyri.