Dagur


Dagur - 16.02.1989, Qupperneq 11

Dagur - 16.02.1989, Qupperneq 11
fþrótfir 16. febrúar 1986 - DAGUR - 11 I Blak: „Vantar íslandsmeistaratitil til að fuilkomna þrennuna“ - segir Haukur Valtýsson fyrirliði KA-liðsins Haukur Yaltýsson fyrirliði hins sigursæla blakliðs KA er frek- ar bjartsýnn á að liðið geti staðið sig vel í keppninni um íslandsmeistaratitilinn, en KA tryggði sér Déildarmeistara- titilinn endanlega um síðustu helgi. „Úrslitakeppnin verður mun erfiðari en deildakeppnin, því nú leggja hin liðin, ÍS, Þróttur 9g HK, allt í sölurnar til þess að leggja okkur að velli,“ segir Haukur. KA-menn eru nú strax farnir að undirbúa sig undir keppnina, en hún hefst að öllum líkindum um aðra helgi með tveimur leikj- um KA við ÍS og HK fyrir sunnan. Haukur segir að á marg- an hátt sé auðveldara að undir- búa sig undir úrslitakeppnina en deildakeppnina. „Við vitum gegn hvaða liðum við leikum og þekkj- um þessi lið vel því við höfum margleikið gegn þeim í vetur. Á móti kemur auðvitað að liðin þekkja okkur og munu því sjálf- sagt reyna að finna snögga bletti á okkar leik.“ - KA-liðið fór frekar illa út úr úrslitakeppninni í fyrra, en þar tapaði liðið öllum leikjum sínum. Haukur var spurður hvort hann væri smeykur um að sagan myndi endurtaka sig. „Nei, það er lítil hætta á því. í fyrra vorum við bæði með slakara lið en nú og þar að auki vorum við í lægð þegar keppnin fór fram. Reyndar töpuðum við flestum leikjunum mjög naumt, fjórum leikjum 3:2, einum 3:1 og einum 3:0 ef ég man rétt. Núna erum við á leið upp úr öldudal og ég er þess vegna hóflega bjart- sýnn á árangur okkar í þessari úrslitakeppni." - Hvert af liðunum þremur mun verða erfiðast viðureignar? „Það er erfitt að segja um það svona fyrir fram. HK-liðið hefur ekki komið eins sterkt út í vetur, eins og ég átti von á, og þess vegna er ég hræddari við ÍS og Þrótt. Þróttarar byrjuðu mótið frekar illa, en hafa verið að sækja í sig veðrið og hafa verið illsigranlegir í undanförnum leikjum. Hins vegar er því ekki að leyna að eina liðið sem við höfum lent í vand- ræðum með í vetur eru Stúdent- arnir. Þar' að auki hefur Norð- firðingur Sigfinnur Viggósson hafið æfingar aftur með þeim og hann styrkir liðið mikið. Ég á því von á hörku viðureignum við þessi tvö lið, þótt alls ekki megi vanmeta Kópavogsliðið." - Nú ert þú orðinn 32 ára gam- all og flestir af þínum jafnöldrum löngu hættir í svona keppnis- íþróttum. Hvað fær KA að njóta krafta þinna lengi? „Það hefur oft hvarflað að manni að leggja skóna á hilluna en blakið er það góð íþrótt og félagsskapurinn skemmtilegur að maður veigrar sér við því. Ég ætla því ekki að gefa neinar yfir- lýsingar nú um hvort ég muni halda áfram eður ei. Hins vegar liggur ljóst fyrir að þegar ég er viss um að einhver muni geta tekið við stöðu minni þá fer Haukur Valtýsson að fylgjast með leiknum úr áhorfendastúk- unni. Svo má nú ekki gleyma því að ég hef aldrei orðið íslandsmeist- ari í blaki og ómögulegt að hætta án þess að hafa náð í þann titil. Þegar ég lék með Stúdentum varð ég tvisvar sinnum Bikar- meistari og einu sinni Deildar- meistari þannig að íslandsmeist- aratitilinn vantar til þess að full- komna þrennuna.“ Haukur segir að leikirnir á Akureyri geti ráðið úrslitum hvort KA tekst að hreppa titil- inn. „Áhorfendur studdu vel við bakið á okkur á heimaleikjunum í vetur og í þeim leikjum lékum við vel. Ég vona því að áhorfend- ur mæti á leikina í úrslitakeppn- inni og styðji okkur sem áður, enda gæti það ráðið úrslitum um hvort Islandsmeistaratitillinn lendir hér á Akureyri í fyrsta sinn eða fyrir sunnan.“ Haukur Valtýsson var kosinn Biakmaður ársins 1988. Hér sést Hrefna Brynjólfsdóttir afhenda honum blómvönd í tilefni af útnefningunni. Stefán Magnússon formaður blakdeildar KA stendur á milli þeirra broshýr á svip. Mynd: ai> Karfa: Enn frestað hjá TindastóB - búið að fresta fimm leikjum liðsins Fresta varð leik Tindastóls og Keflvíkinga sl. þriðjudags- kvöld í Flugleiðadeildinni sem vera átti á Sauðárkróki. Kefl- víkingar komust ekki norður vegna þess að Arnarflug neit- aði að fara í loftið vegna ótryggrar veðurspár. A sama tíma flaug áætlunarvél Flug- leiða til Sauðárkróks. Þó að Keflvíkingar byðust til að verða eftir á Króknum, var ekki hægt að tjónka við Arnarflugs- menn. Ekki orð um það meir. Er þetta þriðji leikur Tinda- stóls sem frestast og að sögn Pét- urs H. Sigurðssonar framkvæmda- stjóra KKÍ hefur skapast vand- ræðaástand hjá þeim með niður- röðun frestaðra leikja. Fyrir utan leikinn gegn Keflavík á Tinda- stóll eftir leik við Val og við KR í bikarnum. Sá leikur á að fara fram á Sauðárkróki í kvöld ef veður leyfir. Hjá Þór hefur þurft að fresta 2 leikjum, við Keflavík og KR og hefur leikurinn við ÍBK verið settur á 23. febrúar nk. Fyrirhugað er að leikur Tindastóls og ÍBK fari fram næsta þriðju- dag en ekki hefur verið ákveðið með aðra frestaða leiki Tinda- stóls og Þórs. í samtali við Dag í gær sagðist Valur Ingimundarson þjálfari Tindastóls vera orðinn þreyttur á þessum eilífu frestunum. „Þessar frestanir eru alltaf slæmar, sér í lagi þegar þær koma í hnapp. Einnig er það slæmt þegar lið er búið að byggja sig vel upp fyrir leik, sem er svo frestað á síðustu stundu, eins og gerðist í gærkvöld," sagði Valur ennfrem- ur. í stað leiksins gegn ÍBK tóku leikmenn Tindastóls létta æfingu og ætla að mæta grimmir til leiks í kvöld, gegn KR í bikarnum, ef þeir koma. „Það á bara að hakka KR-ingana í kvöld," sagði Valur að lokum. -bjb Miimingarmót um Bjöm Brynjar - í Ólafsfirði á laugardaginn Minningarmót unt Björn Brynjar Gíslason, sem lést í bílslysi í Noregi árið 1987, verður haldið í Ólafsfirði á laugardaginn 18. febrúar og hefst kl. 12.00. Keppt verður í svigi í flokki fullorðinna og í flokki drengja 15-16 ára. Mótið er opið punkta- mót og er reiknað með þátttöku skíðamanna víðs vegar að af Norðurlandi. Getraunir: Dalvík tók kipp - KA enn efst Það var hópurinn ROZ í Reykjavík sem var með 12 rétta í getraunum á laugardag- inn og var sá eini með alla rétta. ROZ-félagar skipta því rúmum 4,2 miljónum á milli sín. Hér fyrir norðan tóku Dal- víkingar mikinn kipp og eru nú þriðja söluhæsta félagið á svæðinu. KA er enn söluhæst en féll nið- ur í 4. sæti yfir allt landið. í humátt á eftir þeim eru Þórsarar og eru þeir 6. söluhæsta lið á landinu. Leiftursmenn tóku einnig góðan kipp og rjúka upp töfluna. En lítum þá á söluna og nú birtum við söluna hjá öllum liðum á Norðurlandi. 1. KA Raðir 23.795 2. Þór 23.088 3. Dalvík 8.102 4. Leiftur 7.292 5. Tindast. 6.067 6. KS 4.718 7. Golf. Hús. 4.027 8. Völsungur 3.442 9. Möðruvalls. 2.235 10. Magni 1.749 11. Eilífur 1.582 12. Æskan 1.363 13. Einherji 1.277 14. Umf. Grettir 1.089 15. Hvöt 970 16. Austri Rauf. 932 17. Vorboðinn 906 18. Fram, Skagstr. 862 19. Langnesingar 806 20. Narfi, Hrísey 786 21. Neisti, Hofsó. 783 22. Eining 782 23. Árroðinn 428 24. Reynir Ársk. 362 25. Mývetningur 340 26. Snörtur Kópsk. 107 27. Sundl. Grímsey. 85 28. Víðidalur 85 29. Vaskur 77 30. Dagrenning 61 31. Höfðstrending. 40 32. Golf. Skagstr. 40 33. Framtíðin 14 34. UFA 3 Eins og sést á þessari upptaln- ingu eru þetta alls konar félög sem stunda getraunastarfsemi. Vert er að hvetja forráðamenn félaga til þess að auglýsa sín númer með því að hengja upp piaköt frá getraunum því þessir peningar eru auðteknir og lítið þarf að gera til þess að auka söl- una umtalsvert, eins og sést hjá Dalvíkingum sem fóru í herferð síðustu söluviku og margfölduðu söluna hjá sér. Það er t.d. athyglisvert hve lít- ið Hvöt á Blönduósi selur og einnig hve lítið er selt hjá Reyni á Árskógsströnd. Þessi lið gætu sjálfsagt aukið sína sölu töluvert án mjög mikillar fyrirhafnar. Karfa: ÞórogUMFG í kvöld - á Akureyri Samkvæmt mótaskrá eiga Þór og Grindavík að leika í Fiugleiðadeildinni í körfu í kvöld á Akureyri kl. 20. Þrátt fyrir umhleypinga í veðrinu undanfarna daga þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn og vona að leikurinn fari fram. Gindvíkingar eru með ungt og skemmtilegt lið og hafa kornið á óvart í vetur með góðurn árangri. Þeirra besti maður er hinn hávaxni Guð- rnundur Bragason sem nú á orðið fast sæti í íslenska lands- liðinu. Þórsarar hafa ekki leikið í þó nokkurn tíma og eru orðnir óþreyjufullir að komast í tæri við boltann aftur. Það má því búast við frískum Þórsurum í leiknum í kvöld og ætti leikur- inn því að vera hin besta skemmtun fyrir áhorfendur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.