Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGÚR - 21. febrúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Björgunaraðgerðir Frá því ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum í haust hefur stærsta og jafn- framt brýnasta verkefni hennar verið að búa fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækjum landsins viðunandi rekstrarskilyrði. Rekstur þorra þess- ara undirstöðufyrirtækja var á heljarþröm þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór frá völdum og enn er mikið verk óunnið við að koma rekstri þeirra á réttan kjöl að nýju. Ríkisstjórn Stein- gríms hefur hafnað gengiskollsteypu sem leið út úr vandanum, enda hefur reynslan sýnt að sú leið er haldlítil þegar til lengri tíma er litið. Þess í stað hafa stjórnvöld einbeitt sér að því að lækka raungengi krónunnar með öðrum ráðum, lækka vexti og fjármagnskostnað og síðast en ekki síst að færa fjármagn til undirstöðugrein- anna með sérstökum aðgerðum. Því verður ekki á móti mælt að síðustu mánuði hefur stórfelld eignatilfærsla átt sér stað í þjóð- félaginu. Röng gengisskráning og allt of háir vextir hafa gert það að verkum að eiginfjárstaða útflutningsfyrirtækja hefur rýrnað ótrúlega hratt. Með þessum hætti hafa milljarðar króna flust frá fiskvinnslu, útgerð og samkeppnisiðn- aði yfir til fjármagnseigenda. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar miða að því að skila hluta þessa fjármagns til baka, því án þess geta fyrirtækin ekki þrifist. Þar kemur til kasta tveggja nýrra sjóða: Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgrein- anna og sérstaks hlutafjársjóðs, sem ætlað er að starfa í tengslum við Byggðastofnun. Auk þess hefur Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins verið vakinn til lífsins á ný. Atvinnutryggingarsjóði er ætlað það hlutverk að að leysa úr fjárhagsvanda útflutningsfyrirtækja með skuldbreytingum og hagræðingu. Sjóðurinn starfar hins vegar eftir mjög ströngum reglum um stöðu þeirra fyrir- tækja sem hann veitir fyrirgreiðslu. Þau fyrir- tæki sem eru það illa stödd að þau fá ekki lán úr Atvinnutryggingasjóði geta leitað á náðir hins nýja hlutafjársjóðs, sem er beinlínis ætlað að styrkja eiginfjárstöðu slíkra fyrirtækja. íhaldsöflin í landinu hafa keppst við að gera þessar millifærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar tor- tryggilegar. Eflaust hefðu þau heldur kosið að láta skeika að sköpuðu og láta undirstöðufyrir- tækin fara á hausinn, hvert á fætur öðru. Það er engu líkara en að þau hafi gleymt þeirri stað- reynd að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru hreinar björgunaraðgerðir, sem miða beinlínis að því að halda landinu í byggð. Það verður að koma fót- um undir sjávarútvegsfyrirtækin sem allt atvinnulíf í fjölmörgum byggðarlögum byggir á. Til þess má seilast mjög langt. BB. leiklist Ljótir samkvæmisleikir Leikfélag Akureyrar: Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Höfundur: Edward Albee Þýðing: Sverrir Hólmarsson Lcikstjórn: Anonymous og Arnór Ben- ónýsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikendur: Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Ellert Ingimundarson, Ragn- heiður Tryggvadóttir. Ekki minnist ég þess að hafa far- ið á frumsýningu sem hefur ’átt jafn sögulegan aðdraganda og Hver er hræddur við Virginíu Wolf? í ujypfærslu Leikfélags Akureyrar. An þess að fara nán- ar út í þá sálma get ég vel ímynd- að mér, eftir að hafa séð verkið, að ágreiningur geti komið upp við uppfærslu þess. Verkið er margbrotið og túlkunarmögu- leikarnir margir. Hægt er að leggja áherslu á sálfræðilega, félagslega, sögulega, vísindalega, feminíska eða pólitíska túlkun; allt eftir því hvaða stefnu leik- stjórinn tekur. En fyrst ætla ég að líta á verkið sjálft. Hver er hræddur við Virginíu Wolf? gerist í litlum háskólabæ í Nýju Karþagó í Bandaríkjunum. Sögusviðið er nánar tiltekið heim- ili hjónanna Mörtu og Georgs, heimili sem gæti reyndar verið allt að því hvar sem er í heimin- um. Sögusviðið er ekki bundið við Bandaríkin nema að litlu leyti. Innri tími verksins er aðeins nokkrar klukkustundir aðfara- nótt sunnudags en ytri tíminn teygir sig áratugi aftur í upprifj- unum Georgs og Mörtu og reyndar líka í frásögn Nicks og Honey. Sögutíminn er óljós, ekki bundinn við ákveðið ártal, þann- ig að þessir atburðir gætu hafa átt sér stað fyrir 50 árum eða í gær. Þetta tímaleysi á ekki hvað minnstan þátt í því hve verkið er í rauninni klassískt. Formið er hið hefðbundna þrískipta leikritsform. Verkið er í þremur þáttum; Skemmtanir og leikir, Valborgarmessa og Anda- útrekstur. Uppbyggingin er skýr. Fyrst kemur kynning aðstæðna og persóna, þá heilmikil flækja sem endar í ansi kyndugri lausn. Þar er ekki um að ræða allsherj- arlausn, eða Deus ex machina, því ýmsir þræðir eru lausir og þá má spinna áfram. Leikritið fjallar um tvenn hjón sem tengjast háskólanum. Georg er gamall refur í sagnfræðideild- inni og Marta er dóttir rektors- ins. Nick er ungur líffræðikenn- ari, nýkominn til skólans ásamt Honey konu sinni. Eftir sam- kvæmi hjá rektornum býður Marta ungu hjónunum heim en Georg er ekki ýkja hrifinn af því, enda klukkan að verða tvö. Fleira hangir þó greinilega á spýt- unni. Á heimili Mörtu og Georgs upphefst stórbrotið drama sem varla er hægt að brjóta til mergjar. Þessu má líkja við ljóð, fullt af vísunum og táknum, mað- ur skynjar hughrifin, nýtur þess en greinir það ekki í sundur. Skal ég þó nefna nokkur atriði. Fyrst verð ég að kasta raunsæ- ishugtakinu burt. Verkið stendur nær absúrdisma að mínu mati, en þar með er ekki sagt að það endurspegli ekki raunveruleik- ann. Aðferðir höfundar eru öfga- fullar og vægðarlausár. Hann teflir fram mörgum andstæðum, vendir skyndilega kvæði sínu í kross og samúð áhorfenda sveifl- ast á milli sögupersóna. Georg er tákn gamla tímans, hann er í sagnfræðideildinni. Nick er nýi maðurinn, líffræð- ingurinn. í öfgafullri túlkun Georgs er Nick aðeins vísinda- maður, gjörsneyddur mannleg- um tilfinningum. Hann vill gera alla eins með hjálp vísindanna, sem er hliðstætt hinni ógnvekj- andi þjóðfélagsmynd skáldsög- unnar Brave New World. Þessar andstæður takast á í verkinu, en gamli maðurinn hefur betur. Hann hefur söguna á bak við sig. í annan stað takast hjónin Georg og Marta á í all svakaleg- um senum. Þar togast á sannleik- ur og blekking, veruleiki og absúrdismi, ást og hatur. Þau berjast af alefli, brjóta hvort ann- að niður með þvílíkri illkvittni að ég hef varla séð annað eins. Samt geisla þau af húmor og gáska þess á milli og böndin milli þeirra eru sterk. Otrúlegar persónur sem snerta hinar margvíslegu tilfinn- ingar áhorfenda. Ljótir leikir þeirra eru sannkallaðar perlur á sviði leiklistarinnar. Börn skipta töluverðu máli í verkinu, en ekki ætla ég að ljóstra upp neinum leyndarmál- um. Höfundur er greinilega undir áhrifum frá þeim Freud og Jung og kemur það fram í tali Mörtu og Georgs um „soninn“ og ekki síður hjá ungu hjónunum, t.d. fósturstellingar Honey á baðher- bergisgólfinu. Þá mætti einnig beita ævisögu- legri greiningu og spyrða saman hinn foreldralausa Edward Albee og sögupersónuna Georg, en ég ætla ekki nánar út í þá sálma. Túlkunarmöguleikarnir eru nán- ast ótæmandi, en hvernig tókst Leikfélagi Akureyrar að koma þessu verki til skila? Ég held að frumsýningargestir hafi verið sammála um þáð að hér er á ferðinni stórkostleg sýning. Lengi vel er hún farsa- kennd og nokkuð ber á ofleik hjá leikurunum, ef miðað er við raunsæiskröfuna. Hlátur er ótæpilega vakinn en brátt fara til- finningarnar að brjótast út með öðrum hætti. Ég reyni ekki að lýsa þeim hughrifum sem sýning- in vakti en hún mun lengi sitja í mér. Því miður veit ég ekki hvort það er Anonymous eða Arnór Benónýsson sem ber ábyrgð á leikstjórninni en viðkomandi hef- ur gert marga góða hluti. Leik- stjórinn er bæði öfundsverður og ekki öfundsverður. Hann fær magnað verk upp í hendurnar sem hann getur sveigt að vild en erfitt er að fá heilsteypta útkomu. Ég er þó sáttur við útkomuna en mig grunar að leik- ararnir, ekki síst Helgi og Helga, eigi stóran þátt í þeirri persónu- sköpun sem fyrir okkur er borin. Ekki sá ég neina hnökra á leik- mynd Anonymous og djasstónlist Anonymous var sterk þótt ekki skipti hún miklu máli í sýning- unni. Lýsing Ingvars Björnssonar skiptir meira máli. Samspil lýs- ingarinnar innan veggja heimilis- ins og utan er sérlega skemmti- legt. Lýsingin úti túlkar hreyfing- una í verkinu, tímann, við sjáum dimma nóttina víkja fyrir sólar- upprásinni. Vel að verki staðið hjá þessum ágæta ljósameistara. Leikararnir fjórir eru allir í essinu sínu. Helgi Skúlason stendur undir þeim kröfum sem við hann eru bundnar, ég veit að þær eru miklar, og hann túlkar hinn húmoríska jafnt sem djöful- lega Georg á áhrifaríkan hátt. Þessi reyndi leikari var samt óstyrkur á köflum og kom það niður á framsögn hans. Sennilega hverfur frumsýningarskrekkur- inn aldrei. Helga Bachmann kom mér satt að segja á óvart með tilþrifamikl- um leik. Hún hefur ekki verið áberandi á síðustu árum og virk- aði óörugg framan af. Þótt hún hafi hnotið um einstaka setningar bætti hún það fyllilega upp með túlkun sinni á Mörtu. Unun var að horfa á samleik þeirra hjóna og einnig átti Helga góða spretti í samskiptum sínum við Nick. Ellert Ingimundarson var öruggur í fasi. Hæfilega ýkju- kennd túlkun hans á Nick féll vel að heildarsvip sýningarinnar en mér fannst honum ganga betur að túlka hinn kómíska líffræðing fremur en hinn ógnvekjandi vís- indamann. En persónan sjálf er vitanlega ekki heilsteypt frá höfundarins hendi fremur en aðrar. Ragnheiður Tryggvadóttir er ekki öfundsverð í hlutverki hinn- ar „heilalausu" Honey. Þessi pre- dikaradóttir er þannig úr garði gerð að það jaðrar við kvenfyrir- litningu. Hún fengi ekki háa einkunn í raunsæisverki en ég minni enn á það að verkið er ekki raunsætt. Höfundur notar aðrar leiðir til að koma margháttuðum boðskap sínum á framfæri. En Ragnheiður var virkilega góð í þessu hlutverki og greinilega með það á hreinu hvernig Honey ætti að vera. í stuttu máli sagt þá er Virginía Wolf verk sem ekki er hægt að lýsa með almennum hætti, en áhorfendur njóta þess hver á sinn hátt. Sýning Leikfélags Akureyr- ar er mjög skemmtileg og heldur manni það vel við efnið að ekki kemur að sök þótt hún losi þrjár klukkustundir. Ef þið viljið vita meira um þessar óborganlegu persónur verðið þið að sjá sýn- inguna. Ég segi ekki meira, aðeins að lokum: Góða skemmtun. Stefán Sæmundsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.