Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 9
21. febrúar 1989 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Þeir stóru áfram í I A-bikarnum 3. deild kom á óvart og er enn með Graeme Sharp fagnar marki, en mark hans dugði gegn Barnsley og Everton heldur áfram í bikarnum. Um helgina fór fram 5. umferð FA-bikarkeppninnar á Eng- landi og lentu stórliðin þar í kröppum dansi gegn mótherj- um úr neðri deildunum. Þrátt fyrir það eru þau flest í hattin- um þegar dregið verður til næstu umferðar og má segja að þau hafi sloppið með skrekkinn. Liverpool sem flestir spá sigri í keppninni þurfti að taka á öllu sínu gegn 2. deildarliði Hull City. Sigur Liverpool í leiknum var þó sanngjarn þrátt fyrir að hann væri naumur. Fyrsta hálftímann hafði Liverpool mikla yfirburði, náði forystu og hefði hæglega getað skorað tvö í viðbót. John Barnes skoraði fyrir meistarana eftir 15 mín. með skalla, en þá hafði Gary Gillespie þurft að fara meiddur af velli. Varnarmistök Iiðsins urðu til þess að Hull City hafði yfir 2:1 í leikhléi. Billy Whitehurst jafnaði eftir mistök Gary Ablett og síðan kom Keith Edwards liðinu yfir eftir mistök Jan Molby. Kenny Dalglish fram- kvæmdastjóri Liverpool hefur lesið yfir sínum mönnum í hléinu og það bar skjótt árangur. Tvö mörk John Aldridge á 6. og 8. mín síðari hálfleiks eftir undir- búning Peter Beardsley og Steve McMahon gerðu út um leikinn. Liverpool hefði getað bætt við mörkum eftir það og Andy Payt- on var nærri búinn að jafna fyrir Hull City, en það hefði ekki verið sanngjarnt. Leikur Bournemouth og Man. Utd. var sýndur í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu. Mark Hughes náði forystu fyrir Utd. á 53. mín.. Staðan 1. deild Arsenal 24 15- 6- 3 50:24 51 Norwich 24 13- 8- 3 36:25 47 Man.Utd. 24 10- 9- 5 34:19 39 Nott.Forest. 24 9-11- 4 34:26 38 Coventry 24 10- 7- 7 33:25 37 Liverpool 23 9- 9- 5 30:20 36 Millwall 23 10- 6- 7 35:30 36 Derby 23 10- 5- 8 26:18 35 Evcrton 24 8- 9- 7 29:26 33 Wimbledon 23 9- 5- 9 27:30 32 Middlesbro 24 8- 6-10 30:36 30 Aston Villa 24 7-10- 7 34:38 30 Luton 24 7- 8- 9 27:29 29 Southampton 25 6-11- 9 37:47 28 Tottenham 24 6- 9- 9 34:36 27 QPR 24 6- 7-11 24:24 25 Charlton 24 5- 9-10 26:35 24 Shelf.Wed. 23 5- 8-10 18:33 23 Newcastle 24 5- 6-13 21:43 21 West Ham 23 4- 5-14 20:41 17 2 deild Chelsea 29 16- 9- 4 60:29 57 Man.City 29 16- 8- 5 45:24 56 Watford 28 14- 6- 8 42:29 48 Blackburn 28 14- 6- 8 46:40 48 W.B.A. 29 12-10- 7 46:29 46 Leeds Utd. 29 11-11- 7 36:27 44 Bournemouth 2813- 4-1131:3243 C.Palace 27 11- 9- 7 43:35 42 Barnsiey 28 11- 9- 8 39:37 42 Stoke 28 11- 8- 9 34:44 41 Swindon 28 10-10- 8 42:36 40 Ipswich 28 12- 4-12 42:39 40 Sunderland 29 10-10- 9 37:36 40 Portsmouth 29 10- 9-10 38:36 39 Hull 28 10- 8-10 39:39 38 Plymouth 29 10- 7-12 36:41 37 Leicester 29 9-10-10 35:40 37 Bradford 29 8-11-10 30:34 35 Oxford 28 9- 6-13 42:43 33 Oldham 29 7-10-12 44:47 31 Brighton 29 8- 6-15 40:48 30 Shrewsbury 28 4-11-13 22:43 23 Birmingham 29 4- 7-18 19:53 19 Walsall 29 3- 9-17 25:52 18 - Brentford í en áður hafði Gordon Strachan skotið í stöngina á marki Bourne- mouth. Hughes mistókst hins vegar í góðu færi síðar og Trevor Aylott jafnaði fyrir Bournemouth á 72. mín. Það munaði litlu að Luther Blissett tækist að skora sigurmark Bournemouth undir lokin, en liðin verða að mætast aftur og þá á Old Trafford í Manchester. Framherjar Utd. voru ekki nógu grimmir gegn þungum varnarmönnum Bourne- mouth, sérstaklega var John Williams miðvörður liðsins skrautlegur að sjá og hefðu stíg- vél farið honum mun betur en knattspyrnuskórnir. Óvænt úrslit úrðu í leik 2. deildarliðs Blackburn á heima- velli gegn 3. deildarliði Brentford. 3. deildarliðið hóf leikinn af miklum krafti og Terry Gennoe í marki Blackburn varði tvívegis vel á fyrstu mínútunni. Blackburn lék undan vindi í síð- ari hálfleik, en tókst ekki að ná tökum á leiknum. Simon Garner fékk þó gott færi, en Tony Parks gamli Tottenham markvörðurinn sá við honum. Það var síðan á síðustu 10 mín. leiksins sem Brentford gerði út um leikinn. Gary Blissett var hetja liðsins, fyrst skoraði hann eftir sendingu Richard Cadette og síðan 5 mín. fyrir leikslok gerði hann sitt ann- að mark er hann komst inn í sendingu til markvarðar og tryggði liði sínu óvæntan sigur. FA-bikarmeistarar Wimble- don fengu óvænta mótspyrnu á heimavelli sínum gegn 4. deildar- liði Grimsby. Keith Alexander náði forystu fyrir Grimsby með skallamarki í fyrri hálfleik eftir hornspyrnu John Cockerill og Richard O’Kelly hefði átt að bæta við marki stuttu síðar. John Gary Gillespie var nýkominn inn í Liverpool liðið eftir meiðsli, en var borinn meiddur útaf í sigurleik liðs- ins gegn Hull City. Vegna bikarkeppninnar foru aðeins fram þrír leikir í 1. deild og sjö í 2. deild. Mestur áhug- inn var fyrir bikarleikjunum, en rétt er að skoða deildarleik- ina aðeins. Efsta lið 1. deildar Arsenal varð að gera sér marka- laust jafntefli á útivelli gegn nágrönnum sínum Q.P.R. að góðu og hefur nú fjögurra stiga forystu í 1. deild. Sheffield Wed. rak fram- kvæmdastjórann Peter Eustace í vikunni og réð í hans stað Ron Atkinson sem stjórnaði liðinu gegn Southampton á heimavelli á laugardag. Mörkin í þeim leik komu á síðustu 5 mín. Fyrst skor- aði Rodney Wallace fyrir South- ampton, en Mark Proctor jafnaði fyrir Sheffield tveimur mín. fyrir Fashanu átti skalla í þverslá fyrir Wimbledon og Steve Sherwood átti stórleik í marki Grimsby. Wimbledon lék undan vindi f síð- ari hálfleik og var ekkert á því að gefa bikarinn eftir. Tvö mörk með stuttu millibili eftir um 15 mín. í síðari hálfleik komu hlutunum í lag hjá liðinu. Fyrst jafnaði Fashanu eftir að Sher- wood hafði hálfvarið skot og síð- an gott skallamark frá Terry Phelan. Dennis Wise bætti þriðja marki Wimbledon við með hörkuskoti á síðustu mín. og Wimbledon heldur því bikarnum enn. Andy Linighan og Ian Butt- erwort miðverðir Norwich hafa oftast haft betur í baráttunni við miðherja 1. deildarliðanna i vetur, en þeir áttu í hinum mesta leikslok. Steve Foster skoraði sigurmark Luton á heimavelli gegn Middlesbrough á 55 mín. 2. deild • W.B.A. fékk skell gegn Bradford, tapaði 2:0 og þeir Robert Hopkins og Carlton Palmer voru báðir reknir útaf. • Manchester City sigraði Birmingham á útivelli með mörk- um Nigel Gleghorn og Neil NcNab. • Leeds Utd. vann góðan sigur á útivelli gegn Leicester, öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Bobby Davison skoraði fyrst fyrir Leeds Utd., en Nicky Cross náði að jafna fyrir Leicester. Sigur- mark Leeds Utd. skoraði síðan basli með miðherja 3. deildarliðs Sheffield Utd., þá Tony Agana og Brian Deane í leik liðanna í Norwich. Sjálfsmark Steve Thompson hjá Sheff. Utd. kom Norwich yfir, en Brian Deane jafnaði fyrir Sheffield fyrir hlé. Malcolm Allen kom síðan Nor- wich yfir með marki úr víta- spyrnu er brotið var á Mike Phelan. Tony Agana jafnaði fyrir Sheffield, en sigurmark Norwich gerði Dale Gordon eftir sendingu Phelan. 3. deildarliðið sótti stöðugt það sem eftir var en tókst ekki að jafna þrátt fyrir að leik- menn liðsins ættu það fyllilega skilið. Charlton gerði sér góðar vonir um sigur á heimavelli gegn West Ham sem hefur gengið mjög illa að undanförnu. Ekki bætti úr Glynn Snodin. • Adrian Owers skoraði fyrir Brighton gegn Oldham, en það dugði skammt því Tommy Wright og Andy Holden tryggðu Oldham sigur. • Chelsea hefur nú leikið 16 deildarleiki án taps, sigraði Ply- mouth á útivelli með marki Kerry Dixon. • Stuart Rimnter skoraði fyrir Walsall í fyrri hálfleik gegn Ports- mouth, en Mike Quinn jafnaði fyrir Portsmouth í þeirn síðari. • Swindon sigraði Sunderland 4:1 heima þrátt fyrir að Sunder- land skoraði fyrst. Duncan She- arer skoraði tvö af mörkum Swindon í leiknum. Þ.L.A. skák hjá West Ham að þeir Juli- an Dicks og aðal markaskorarinn Leroy Rosenior voru meiddir auk þess sem Mark Ward var rek- inn út af hjá liðinu rétt fyrir hlé. En á móti kom að Phil Parks hinn 38 ára gamli markvörður liðsins lék nú með að nýju, hans annar leik- ur með liðinu á tveim árum og stóð hann sig mjög vel. Stuttu eftir hlé skoraði Stuart Slater sem kom inn í liðið fyrir Rosenior mark eftir sendingu Alan Devonshire og reyndist það eina mark leiksins. Parks sá um að halda hreinu fyrir West Ham það sem eftir var þrátt fyrir þunga sókn Charlton. 2. deildarlið Barnsley lék mjög vel á heimavelli gegn Everton, David Currie, Steve Agnew og Paul Futcher fengu góð færi sem þeiin tókst ekki að nýta. Neville Southall markvörður Everton lék af ntiklu öryggi og félagar hans tóku enga áhættu í leiknum. Eina rnark leiksins skoraði Graeme Sharp fyrir Everton á 15 mín. fyrri hálfleiks, fallegt mark sem Neil McDonald, Ian Snodin og Trevor Steven lögðu upp fyrir Sharp. Sanngjarnt hefði verið að Barnsley hefði náð að minnsta kosti jafntefli, en með öguðum leik tókst Everton að verjast öll- um þeirra sóknum. Sunnudagur 2. deildarlið Watford var ekki mikil fyrirstaða gegn hinu sterka liði Nottingham For. á sunnudag- inn. 1. deildarliðið hafði mikla yfirburði í leiknum, en tókst ekki að skora fyrr en 5 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks. Neil Webb skoraði með skoti sem lenti í varnar- manni á leið í markið. Forest bætti tveim mörkum við í síðari hálfleik án þess að Watford tæk- ist að svara fyrir sig. Franz Carr lagði upp bæði mörkin, það fyrra með aukaspyrnu sem Lee Chapman skallaði í mark og síð- an undir lokin opnaði hann vörn Watford. upp á gátt þannig að bakvörðurinn Brian Laws skor- aði þriðja og síðasta mark Forest. Þ.L.A. Úrslit FA-bikarinn 5. umferð Barnsley-Evcrton 0:1 Blackburn-Brentford 0:2 Bourncmouth-Manchester Utd. 1:1 Charlton-West Ham 0:1 Hull City-Liverpool 2:3 Norwich-Sheffield Utd. 3:2 Watford-Nottingham For. 0:3 Wimbledon-Grimsby 3:1 1. deild Luton-Middlesbrough 1:0 Q.P.R.-Arsenal 0:0 Sheffield Wed.-Southampton 1:1 2. deild Birmingham-Manchester City 0:2 Bradford-W.B.A. 2:0 Leicesler-Leeds Utd. 1:2 Oldham-Brighton 2:1 Plymouth-Chelsea 0:1 Portsmouth-Walsall 1:1 Swindon-Sunderland 4:1 Úrslit í vikunni 1. deild Everlon-Aston Villa 1:1 Deildabikarinn undanúrslit fyrri leikur Nottingham For.-Bristo! City 1:1 Fátt markvert í deildinui - Arsenal gerði jafntefli - Chelsea og Man. City að stinga af í 2. deildinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.