Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 7
21. febrúar 1989 - DAGUR - 7 Héðinn Gilsson átti stórlcik í síðari hálfleik og skoraði þrjú glæsimörk í röð. Mynd: TLV Handknattleikur: Ingibjörg má ekki leika með strákum - segir HSÍ Framkvæmdastjórn HSÍ hefur nú svarað málaleitan KA um hvort Ingibjörg H. Ólafsdóttir fái að leika með 5. flokki drengja á íslandsmótinu í handknattleik neitandi. Það er því Ijóst að Ingibjörg mun ekki geta leikið meir með liðinu í vetur. Aðalsteinn Jónsson formaður handknattleiksdeildar KA sagði Ingibjörg H. Ólafsdóttir. að þeir KA-menn væru að sjálf- sögðu svekktir yfir þessari niður- stöðu en ljóst væri að samkvæmt stífustu túlkun laganna hefði framkvæmdastjórn HSÍ ekki get- að svarað þessu öðruvísi. „Málið verður tekið fyrir á fundi hjá stjórninni í dag og þar munum við fara yfir hver næsti leikur okkar í þessu máli verður,“ sagði formaðurinn. í skeyti sem KA fékk frá HSÍ segir orðrétt: „Með tilvísun til Reglugerðar HSÍ um handknatt- leiksmót, greinar 2 og 5, þar sem kveðið er á um kynskiptingu í keppnum í handknattleik, þá er það skoðun framkvæmdastjórnar HSÍ, að framkvæmdastjórn hafi ekki heimild til að breyta frá ákvæðum núverandi reglugerðar. Þetta þýðir að Ingibjörg Harpa mun ekki geta leikið meir með liðinu í vetur og það eina sem KA gæti hugsanlega gert er að taka þetta mál upp á næsta HSÍ- þingi. Þetta mál vekur einnig upp spurningar um gjaldgengi Ingi- bjargar í íslandsmótinu í knatt- spyrnu næsta sumar. Það er víst ekki hægt að útiloka þann mögu- leika að eitthvert lið sýni þá „óíþróttamannslegu" framkomu að kæra KA fyrir að nota stelpu í strákaliði. B-keppnin í handknattleik: Stórglæsilegur sigur íslendinga - á V-Þjóðverjum 23:21 íslendingar unnu frábæran sig- ur á V-Þjóðverjum 23:21 í B- hcimsmeistarakcppninni í Frakklandi í gær. Þrátt fyrir að vera undir 10:9 í leikhléi og tveir lykilmenn, Alfreð Gísla- son og Kristján Arason, væru útilokaðir um miðjan síðari hálfleikinn héldu Islendingar haus og sigruðu glæsilega. Guðmundur Guðmundsson gaf tóninn í leiknum með því að skora glæsilegt mark í byrjun og kom hann Islendingum yfir 1:0. V-Þjóðverjar jöfnuðu þó strax í næstu sókn og jafnt var á flestum tölum fram í miðjan hálf- „Ástæðan fyrir þessu var fyrst og fremst athugunarleysi í okkur. Við héldum að leikur- inn ætti að fara fram kl. 20 en samkvæmt mótabók var hann settur á kl. 14,“ sagði Pétur Ólafsson, formaður körfu- knattleiksdeildar Tindastóls, aðspurður um ástæður þess að liðið mætti ekki til leiks gegn KR í Reykjavík síðastliðinn sunnudag. Sigurður Valgeirs- son, dómari, flautaði leikinn af eins og reglur segja til um að gera skuli þegar lið er ekki mætt til leiks 15 mínútum eftir auglýstan leiktíma. KR var því dæmdur sigur í leiknum en nú er Ijóst að leikurinn verður spilaður þar sem stjórn körfu- knattleiksdeildar KR sam- þykkti í gær ósk Tindastóls- manna um að reynt yrði að komast að samkomulagi um að setja leikinn á að nýju. Mál af þessu tagi hafa áður komið upp. Dæmi eru þess að leikur hafi verið spilaður þrátt fyrir að dómari hafi flautað hann af og dæmt liði sigur en til þess að leikinn. Þá tóku V-Þjóðverjar góðan sprett og komust tveimur mörk- um yfir. Þar munaði mestu um frábæra markvörslu Jurgens Thi- el í markinu og varði hann í allt 10 skot á stuttum tíma frá íslend- ingum. Þá náðu Þjóðverjar tveggja marka forskoti en með mikilli hörku minnkuðu íslendingar muninn í eitt mark fyrir leihlé 10:9. Sigurður Sveinsson gaf tóninn í síðari hálfleik er hann jafnaði leikinn 10:10 með hörkuskoti. Þjóðverjar náðu aftur forystunni svo megi verða þurfa liðin að ná samkomulagi. í þessu tilfelli hefði KR getað hafnað því að spila leikinn og þar með hefðu stigin verið þeirra. Þegar ljóst var á sunnudaginn hvað gerst hafði óskaði starfs- maður mótanefndar KKÍ eftir því við stjórnarmenn körfuknatt- leiksdeildar KR að þeir tækju ákvörðun um það hvort þeir frestuðu leiknum til hálf sex eins og Tindastólsmenn höfðu farið fram á. Lazlo Nemeth, þjálfari KR, var því algerlega mótfallinn og stjórnarmenn KR skutu á skyndifundi. Á meðan á honum stóð tók Sigurður Valgeirsson, dómari, um það ákvörðun, eftir að hafa rætt við formann Körfu- knattleiksdómarafélags íslands, að flauta leikinn af eins og lög kveða á um. Því leit allt út fyrir að Tindastólsmenn hefðu með mistökum sínum fært KR stigin á silfurfati en nú er ljóst að KR vill spila leikinn. Útlit er fyrir að leikurinn geti farið fram þriðju- daginn 7. mars en sá leikdagur er ekki ákveðinn. JÓH en íslendingar neituðu að hleypa þeim fram úr sér. Guðmundur Guðmundsson kom íslandi yfir í fyrsta skipti í leiknum 12:11 og eftir það var ekki aftur snúið fyrir Þjóðverjá. Alfreð jók forystuna fyrir ísland upp í 14:11 en þá var kom- ið að þætti frönsku dómaranna, sem reyndar höfðu sýnt ansi skrautlega dómgæslu frarn að því. Þeir vísuðu Kristjáni út af í þriðja skiptið í leiknum fyrir meinlaust brot og þar með gat hann ekki leikið meira með. Skömmu síðan sýndu þeir Alfreði rauða spjaldið fyrir ein- hverja sök sem engin á vellinum sá og nú fór að fara urn íslending- ana. Þjóðverjar gengu á lagið gegn fjórum fslendingum og minnkuðu muninn í 16:15. En með þremur stórkostlegum mörkum í röð tókst Héðni Gils- syni að auka forskot íslendinga í þrjú mörk 20:17. Mikil spenna var í höllinni og hinum frámuna- legu lélegu dómurum virtist ætla að takast að klúðra leiknum með því að dæma fullkomlega löglegt mark af Sigurði Sveinssyni. En Einar stóð fyrir sínu í markinu og varði tvívegis frá taugaóstyrkum Þjóðverjunum og það var því viðeigandi að Guð- mundi Guð'mundssyni tókst að innsigla sigur íslendinga með því að skora úr hraðaupphlaupi 23., mark íslands og þá var staðan orðin 23:19. Þjóðverjar skoruðu síðan tvö síðustu mörkin í leikn- um en mikilvægur sigur íslands 23:21 var staðreynd. Sigurður Sveinsson og Héðinn Gilsson eiga heiður skilið fyrir þennan leik. Þeir taka við erfiðu hlutverki þegar Alfreð og Krist- ján eru útilokaðir, en stóðu sig með sóma og skoruðu sannkölluð draumamörk fyrir áhorfendur og lið sitt. En í heild stóð liðið sig allt mjög vel. Einar fór að verja á mikilvægu augnabliki í síðari hálfleik og segja má að sú mark- varsla hafi ráðið úrslitum í leikn- um. Þessi sigur þýðir það að íslendingum nægir að sigra annað hvort Svisslendinga eða Hol- lendinga til þess að tryggja sér sæti í Heimsmeistarkeppninni í Tékkóslóvakíu árið 1990. Reyndar eiga íslendingar góða möguleika á verðlaunasæti því þeir eru nú komnir með 4 stig í úrslitunum og á venjulegum degi eigum við að sigra bæði Hollend- inga og Svisslendinga. En engin leikur er unninn fyrirfram og það verður að bera virðingu fyrir báð- um þessurn liðum. Skemmst er að minnast þess að Sviss lagði V- Þjóðverja að velli 18:17 í riðla- keppninni þannig að þeir eru með mjög gott lið. Mörk íslendinga: Sigurður Sveinsson 9/5, Guðmundur Guðmundsson 4, Héð- inn Gilsson 3, Sigurður Gunnarsson 3, Alfreð Gíslason 2, Kristján Arason 1 og Valdimar Grímsson 1. Eyjólfur og félagar gleymdu leiknum en fá annað tækifæri. Tindastólsmenn gleymdu leiknum - en KR-ingar hafa samþykkt að leika þrátt fyrir það

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.