Dagur - 23.02.1989, Síða 4

Dagur - 23.02.1989, Síða 4
4 - DAGUR - 23. febrúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþrottir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNAPSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Athyglisverð samþykkt Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkti sam- hljóða fyrir skemmstu ályktun, þar sem athygli er vakin á því „að neysla bjórs sem og annarra áfengra drykkja er með öllu óheimil á vinnustöðum bæjarsjóðs Siglu- fjarðar og stofnana hans,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni. Þar segir enn fremur að þrátt fyrir að samþykkt sem þessi ætti í raun að vera óþörf, sé hún samt sem áður gerð til að taka af öll tvímæli um afstöðu bæjaryfirvalda til bjórneyslu í vinnutíman- um. Bæjarstjórn Siglufjarðar hvetur jafn- framt til þess að fyrirtæki í bænum taki þessa stefnu upp þannig að sömu reglur gildi á öllum vinnustöðum í bænum. Þessi samþykkt hefur vakið nokkra athygli, m.a. vegna þess að hún er fyrsta opinbera samþykkt sinnar tegundar. í fljótu bragði mætti reyndar ætla að ekki þyrfti að taka það fram sérstaklega að meðferð áfengis á vinnustöðum og í vinnu- tíma sé með öllu bönnuð. En bæjarstjórn Siglufjarðar er með þessu að undirstrika að bjór er áfengi og ber að meðhöndlast sem slíkt. Sú staðreynd hefur farið fyrir ofan garð og neðan í þeirri gífurlegu umfjöllun sem verið hefur um bjórinn í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nú er tæp vika þar til sala og bruggun áfengs öls verður leyfð hér á landi. Afar lítil umræða hefur þó farið fram um nauðsyn þess að marka ákveðna stefnu gagnvart bjórneyslu á vinnustöðum eða í vinnutíma. „Bjórmenning" í nágrannalöndum okkar er mörgum kunn, en þar er ekki óalgengt að bjór sé kneyfaður í matar- og kaffitímum, í stað mjólkur, kaffis eða gosdrykkja. Víða er bjórneysla á vinnustöðum verulegt vanda- mál og því brýnt að við látum reynslu ná- grannaþjóðanna verða okkur víti til varn- aðar. Því ber að fagna fyrrnefndri sam- þykkt bæjarstjórnar Siglufjarðar. Hún er gott innlegg í þá umræðu sem vonandi á eftir að fara fram hér á landi á næstu dög- um og vikum um bjór og bjórneyslu. BB. Bílastæðisvandamál við M.A. Skólameistarí ekki virtur svars „Vegna greinar í lesendahorni Dágs, föstudaginn 17. febrúar þar sem m.a. er minnst á bíla- stæðismál Menntaskólans á Akureyri, vill undirritaður upp- lýsa eftirfarandi: Haustið 1987 voru tekin í notk- un 20 ný bílastæði á lóð skólans sunnan og vestan heimavistar. Fljótlega kom í ljós að þau dygðu skammt vegna ört vaxandi bíla- eignar nemenda, eða aðstand- enda þeirra. Haustið 1988 var ljóst að í óefni stefndi og var bæjarstjóranum á Akureyri þá sent bréf það er hér fylgir í ljós- riti. Nú fjórum mánuðum síðar og rúmum mánuði áður en skila þarf fjárhagsáætlun fyrir árið 1990 hafa bæjaryfirvöld ekki virt undirritaðan svars.“ Menntaskólanum á Akureyri, 20. febrúar 1989. Jóhann Sigurjónsson, skólameistari. Vona að íslendingar drekki ekki bjór í vinnunni M. hafði samband við iesenda- hornið og vildi leggja orð í belg varðandi bjórinn og allt sem honum fylgir. „Ég tel það mikið óheillaskref sem þjóðin hefur nú stigið með því að leyfa bjórinn, þann görótta drykk. Kvíði ég því mikið er landsmenn þjóta í áfengisútsölur að versla (væntanlega í ríkum mæli) mjöð þennan. Af áratuga- langri reynslu minni af þessari þjóð held ég að hún kunni fótum sínum ekki forráð og drekki ótæpilega að kveldi 1. mars. Hvað ætla vinnuveitendur að gera? Verður þjóðfélgið ekki hálflamað að morgni 2. mars? Mér finnst að vinnuveitendur ættu að taka sig saman og gera eitthvað sem spornað getur á móti fjöldadrykkju starfsmanna, Allsstaðar höfum við dæmin fyrir augunum. í sjónvarpinu eru sýndir fjölmargir þættir og margir góðir. Og kem ég þá að kjarna málsins. Margoft megum við horfa upp á hinar ýmsu persónur kneyfa öl í þessum sjónvarpsþátt- um og það meira að segja í vinnutímanum. Þýski lögreglu- foringinn Derrick er í miklu uppá- haldi hjá mér og finnst mér hann í flesta staði til fyrirmyndar, en bjórínn, þann görótta drykk,“ segir bréfritari m.a. eitt get ég ekki sætt mig við og það er þegar hann og félagi hans taka upp bjórflöskur á skrifstofu sinni, en það hef ég séð í nokkr- um þáttum. Kann ég því afar illa. Er ég hrædd um að slíkt geti hent hér á landi, að fólki finnist það harla lítið mál að kneyfa öl í vinnu sinni. Og margt fólk sinnir ábyrgðarstörfum, lögreglumenn og fleiri. Það er ósk mín og ein- læg von að íslendingar séu viti- bornari en svo að þeir muni stunda vinnustaðadrykkju." Ýtustjórinn: Er leiksýningunm lokið? - sameinast þingfriðungar allra kjördæma? Ég skal fúslega viðurkenna, að hafa á haustdögum í fyrra svarað ósanngjarnri gagnrýni í garð vegarspotta í Eyjafirði sem var lýst af sumum svo gott sem ófær. Þessi spotti er nú mikið notaður af heimamönnum og öðrum sem um hann aka og lofa óspart. Nú getur sá ágæti ýtustjóri, sem þetta skrifar, ekki lengur orða bundist, þegar starfsmenn hans á Alþingi hafa ekki lengur vinnufrið fyrir ábyrgðar- og sið- iausum fjölmiðlaskríl. Eitt af því, sem við hinir ágætu þegnar þessa lands státum okkur af umfram sumar aðrar þjóðir, eru frjálsar kosningar og lýðræði í raun. Þeir sem bjóða sig fram til alþingiskosninga og hafa komist á kjörseðilinn, eru þangað komn- ir fyrir eigin rammleik, klíku- skap, góða fjárhagsstöðu eða bara fyrir algjöra tilviljun. Nokkrir af þeim sem á kjör- seðlinum eru, komast síðan á þing og eru þar með réttkjörnir fulltrúar þjóðarinnar, valdir af mér og þér. Þeirra hlutverk er að vinna fyrir okkur á Alþingi og takast á við aðkallandi vandamál og annað sem snertir þjóðarhag. Ýmsar aðgerðir, miður vinsælar, eru óhjákvæmilegar og eru yfir- leitt hluti af stærra máli, fram- kvæmdar í þeim eina tilgangi að stýra þjóðarskútunni eftir bestu getu þó svo brotsjór ríði yfir hana og færi svo gott sem í kaf. Við megum aldrei gleyma þeirri staðreynd, að svo gott sem allir okkar ágætu þingmenn eru duglegir, heiðarlegir og trúir þeim embættiseið sem þeir hafa svarið. Þetta er ekki bara mín skoðun, hedur tölfræðilega og vísindalega sannað að aðeins 2-3% þjóðar- innar eru lygarar, þjófar og óheiðailegir menn. Þá erum við komin að kjarna málsins: Það eru í versta falli aðeins 2 þingmenn af þessum 63 sem má telja varhugaverða. Allir hinir eru sérstaklega vel til starfs- ins fallnir. En hvar eru þessir ágætu og duglegu menn og konur sem eiga að teljast fulltrúar okkar á Alþingi? A síðustu árum hefur þessi hópur tileinkað sér trúðshlut- verkið í æ ríkara mæli, og ekki nóg með það, heldur eru hér á ferðinni stefnulausir og villuráf- andi trúðar með hræðsluglampa í augum. Hvað hefur skeð? Jú, máttur fjölmiðlanna er mikill. í stað þess að bera virð- ingu fyrir okkar háttvirta Alþingi og þeim sem þar starfa, er yfir- gangur og virðingarleysi fjölmiðla (sérstaklega sjónvarpsins) slíkt að ekki tekur nokkru tali. Helst

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.