Dagur - 02.03.1989, Síða 2

Dagur - 02.03.1989, Síða 2
2- DAGUR-2. mars 1989 verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 56, Akureyri dagana 4. og 5. mars og hefst kl. 20.00. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir flytur erindi um hugmyndafræði Kvennalistans. Þrjár þingkonur segja frá störfum á Alþingi. ★ Allir \relkomnir ★ Tilkynnið þátttöku til Gunnhildar í síma 22054. Kvennalistinn. Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrenni verður laugardaginn 4. mars að Hótel KEA. Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20.30. Miðasala á skrifstofunni, Hafnarstræti 90, fimmtu- daginn 2. mars milli kl. 16.00-18.00 og föstudáginn á sama tíma. Skemmtinefnd. Skrifstofutæknir AthygHsvert námskeið! Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfnm. Sérstök áhersla er lögð á notkun PC-tölva. Námið tekur þxjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofiifólk og þá er hyggja á skrifstoftivinnu. I námlnu eru kenndar in. a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfl, tölvusamskipti, rit- vinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlunar- gerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, gnmnatriði við stjómun, útfylling eyðublaða, versluuarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útsltrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæk- linga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska. Innritun og nánari upplýsingar veittar í síma 96-27899. Hákon Hákonarson: „Þegar ég sá auglýsingu frá Tölvufræöslunni ákvaö ég aö slá til og fara í skólann. tíl að rifja upp og læra nýtt. Óhætt er aö fullyröa að skólinn hefur ekki brugðist minum vonum. Hér er hægt aö læra heilmikið nytsamlegt, kennarar eru lítlegir og þægilegir og nemendahópurinn mjóg viöfelldinn. Vinnir þú við skrifstofustört og viljir bæta þig skaltu drífa þig í skóla hjá Tölvu- fræöslunní. Paö er engin spurning!" Tölutíræðslan Akureyri h.£ Glerárgötu 34 • 4. hæð • Sími 27899. Bæjarstjórn Húsavíkur: „Hringiða gjaldþrota og upp- sagna komin á fuila ferð“ - segir í ályktun til stjórnvalda Miklar og málefnalegar um- ræður um atvinnumál urðu á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sl. þriðjudag. Fyrir fundinum lá ályktun frá atvinnumála- nefnd sem lagt var til að yrði send stjórnvöldum. Ályktunin var samþykkt samhljóða í bæj- arstjórn eftir nokkrar breyting- ar og er hún á þessa leið: „A undanförnum árum hefur þannig verið búið að útgerð og fiskvinnslu að hún hefur verið rekin með verulegu tapi. Efnahagsmálastjórnunin hefur tekist með þeim ósköpum að það hefur aðeins tekið tvö ár að koma vel stæðum og vel reknum fyrir- tækjum í þannig greiðsluþrot að hringiða gjaldþrota og uppsagna starfsfólks er komin á fulla ferð. Aðgerða- og úrræðaleysi stjórnvalda og vaxtastefna lána- stofnana, sem jaðrar við okur, er á góðri leið með að koma undir- stöðuatvinnugreinunum á kné. Með þessu hefur tekist að éta upp allt eigið fé fyrirtækja á Húsavík og annars staðar á land- inu, þannig að þau eiga ekki fyrir skuldum. Laun verða ekki greidd og rekstur mun því sjálfkrafa stöðvast. Til að forða því að undirstaða atvinnulífsins stöðvist með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum, leggur atvinnumálanefnd Húsavíkur áherslu á eftirfarandi: 1. Stjórnvöld skapi nú þegar útgerð og fiskvinnslu, bætt skilyrði til rekstrar, með lækk- un fjármagnskostnaðar, styrkri markaðsstjórn, stjórn- un fjárfestingar og skiptingu kvóta milli verstöðva. 2. Útgerð verði gert skylt og kleift að koma með allan afla að landi ásamt lifur, gotu og innyflum, til að tryggja hámarks nýtingu þeirra verð- mæta sem kvótinn er. 3. Strangar reglur verði settar um útflutning á óunnum ferskum fiski með það að markmiði að hámarks arðsemi verði af veiðum og vinnslu til samans. 4. Unnið verði að nýtingu nýrra fiskistofna svo og að full- vinnslu afla í ríkari mæli en gert hefur verið, í þeim til- gangi að skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífið og tryggja nýja sókn til bættra lífskjara. Breyti stjórnvöld ekki stefnu sinni í þessum efnum nú þegar á þann hátt að útgerð og fisk- vinnsla verði arðbær atvinnuveg- ur á ný, þá verður hrun atvinnu- lífsins í landinu mun dýrkeyptara og sársaukafyllra en þær aðgerðir sem duga í dag.“ IM Bæjarstjórn Sauðárkróks: Fjárhagsáætlun lögð í'ram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Sauðárkróks- kaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1989 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn Sauðár- króks sl. þriðjudag. Ekki er hægt að merkja mjög áberandi aðhald í áætluninni, hvað varðar rekstur, en eitthvað verður minna um framkvæmd- ir á vegum bæjarins þó ekki sé það mikið. Heildarrekstrar- tekjur eru áætlaðar 208,9 millj- ónir og rekstrargjöld 190,6 milljónir króna. Af helstu framkvæmdum skal nefna varanlega gatnagerð, í þann þátt fara 28 milljónir, 4 milljónir í jarðvegsskipti og 24 milljónir í malbikun. Á móti kemur m.a. að áætluð innkoma vegna gatnagerðargjalda verður samtals 28,5 milljónir. Þá fara 33 milljónir í kaup á lóðum og hús- um vegna skipulagsmála. Fram- lag til fræðslu- og skólamála er um 37 milljónir, þar af 23,1 millj- ón í heimavist Fjölbrautaskól- ans, 6,7 milljónir í hönnun bók- námshússins og 5 milljónir í íþróttahúsið. Mótframlag ríkisins vegna Fjölbrautaskólans er 27,1 milljón. „Við erum út af fyrir sig Rækjuverksmiðjan Sigló hf. á Siglufírði mun að öllum líkind- um hefja vinnslu innan skamms. „Við erum að bíða eftir frosnu hráefni og það skýrist seinna í vikunni hvenær við förum af stað,“ sagði Guð- mundur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri. Að sögn Guðmundar er stefnt kannski ekki að spara, ef menn eru að tala um það að kaupa ein- um blýanti færra til að naga held- ur en í fyrra, eða minni pappír í ljósritun. Ég held hins vegar að það sé ekki hægt að segja það að við séum með neitt bruðl í ein- stökum liðum. Ef menn ætla að velta því fyrir sér að spara, þá held ég að spurningin sé einfald- lega þessi, sem menn verða að velta fyrir sér: Vilja menn hætta með einhverja ákveðna þjónustu við bæjarbúa, sem við höfum í dag, eða teljum við kannski að það sé hægt að veita hana á ódýr- ari máta? Ég get ekki séð, ef maður ber rekstur bæjarins sam- an við önnur sveitarfélög, að hann sé dýrari hjá okkur. Það eru í ljósi þeirra erfiðleika sem upp hafa komið í lagmetisiðnaði hef- að því að hefja starfsemina um miðjan marsmánuð en það fer þó eftir því hvernig hráefnisöflun gengur hvaða dag verksmiðjan hefur vinnslu. Þá er ekki alveg ljóst ennþá hvenær bátar hefja rækjuveiðar fyrir Sigló hf. Gert er ráð fyrir því að Sigló fái frosna rækju frá Noregi í 150 til 200 tonna skömmtum meðan á vinnslu stendur. EHB kannski helst fræðslumálin, þar sem við erum með Fjölbrauta- skólann inni. Við erum með ákaflega mikla þjónustu, miðað við bæjarfélag af þessari stærð,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri í samtali við Dag, aðspurður um fjárhagsáætlunina. Að sögn Snorra má ekki búast við miklum breytingum á fjár- hagsáætluninni á milli umræðna í bæjarstjórn, í mesta lagi gætu bæst við nokkrar milljónir. Kem- ur þar m.a. til þátttaka í héraðs- nefnd og sameiginleg sorphirða. Síðari umræða í bæjarstjórn um fjárhagsáætlunina fer að öllum líkindum fram á næsta fundi, eða 7. mars nk. -bjb ur iðnaðarráðherra ákveðið að skipa starfshóp til að kanna stöðu iðngreinarinnar og benda á leiðir til að bæta markaðsstöðu hennar. Hópurinn mun einnig fjalla um fjármögnun lagmetisframleiðsl- unnar. í starfshópnum eru: Halldór J. Kristjánsson, deildarstjóri í iðn- aðarráðuneytinu, formaður, Sveinn Björnsson, sendifulltrúi, tilnefndur af utanríkisráðuneyt- inu, Hermann Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, tilnefndur af sjávarútvegs- ráðuneytinu, Davíð Lúðvíksson, deildarstjóri, tilnefndur af Félagi ísl. iðnrekenda og Eiríkur Vals- son, sölustjóri, tilnefndur af Sölu- samtökum lagmetis. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og hefur iðnaðar- ráðherra óskað eftir því að hann hraði störfum svo sem kostur er. Sigló hf.: Fá l'rvsta rækju frá Noregi Iðnaðarráðherra skipar starfshóp - til að kanna stöðu lagmetisiðnaðarins

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.