Dagur - 02.03.1989, Blaðsíða 7
2. mars 1989 - DAGUR - 7
frú Nordurland?
Laufdal, Erla Haraldsdóttir, Sigtryggur Sigtryggsson, Guðrún Jóhannsdóttir
og Karl Davíðsson. Kynnir í kvöld verður Jóhann Steinsson. Að sjálfsögðu
verða stúlkunum veitt verðlaun sem fyrirtæki á Akureyri hafa gefið af
mikilli rausn. Það þarf svo ekki að taka það fram, að sigurvegarinn í
kvöld hlýtur ekki aðeins titilinn Ungfrú Norðurland, hún vinnur sér einnig rétt
til að taka þátt í keppninni um Ungfrú ísland sem fram fer í Reykjavík
annan í hvítasunnu, 15. maí nk. Stúlkurnar sem allar eru 18 og 19 ára
gamlar hafa lagt hart að sér undanfarið við strangar æfingar og sennilega er
nú farið að gæta töluverðrar spennu hjá þeim stöllum, eins og þeim gestum
sem ætla sér að fylgjast með í kvöld. Stúlkurnar sex, sem taka þátt í
keppninni, eru kynntar nánar hér á síðunni. Myndir: TLV Texti: VG
Guðrún Karítas Bjarnadóttir:
Hér er kominn annar nemandi á verslunar-
sviöi Verkmenntaskólans á Akureyri. Guðrún
er 18 ára Akureyringur og auk áhuga á allri
útivist hefur hún áhuga áferðalögum og lestri.
Hún stefnir að því að fara í viðskiptanám að
loknu stúdentsprófi, en að öðru leyti er fram-
tíðin óráðin.
Steinunn Geirsdóttir:
Steinunn er nemandi á náttúrufræðibraut
Menntaskólans á Akureyri. Hún er 18 ára
gamall Akureyringur, æfir handbolta með
meistaraflokki kvenna hjá Þór auk þess sem
hún hefur gaman að öllum öðrum íþróttum,
sérstaklega fótbolta og sundi. Steinunn hefur
líka gaman að dýrum en hún á bæði hund og
hesta. Að loknu stúdentsprófi hyggst hún
leggja stund á læknisfræðinám.
Þórunn Guðlaugsdóttir:
Þórunn er sú þriðja af stöllunum sem þátt taka
í keppninni sem stundar nám á verslunarsviði
Verkmenntaskólans á Akureyri. Hún er 18 ára
gömul, er frá Akureyri og hefur áhuga á Ijós-
myndun og heilsurækt. I framtíðinni stefnir
hún að því að fara til útlanda í nám.
Harmoniku-
dansleikur
A///r velkomnir
Harmonikuunnendur.
í Lóni v/Hrísalund,
laugardaginn 1. mars frá kl. 22.00-03.
íbúð til sölu!
Til sölu góð 2ja herb. íbúð í svalablokk.
Ibúðin er um 61 fm og er til afhendingar 1. maí.
Fasteignasalan
Brekkugötu 4 • Sími 21744
Gunnar Solnes hrl . Jon Kr Solnes hrl og Arm Palsson hdl
Sölust. Sævar Jonatansson
KARATE
Byrjendanámskeið er aö hefjast
laugardaginn 4. mars.
Kennt í tveimum aldursflokkum, 12-14 ára og 15
ára og eldri.
Upplýsingar og innritun í síma 22736 frá kl.
18.00-20.00.
Karatefélag Akureyrar.
Alþyðuflokksfélag
Akureyrar
heldur aðalfund sinn í dag fimmtudaginn 2. mars
að Strandgötu 9, kl. 20.30.
Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Dalvík - Blaðberar
Vantar blaðbera í syðri hluta bæjarins.
Upplýsingar í síma 96-61462.
ATVINNA!
Getum bætt við starfsfólki
við saumaskap og fleira.
Hálfsdagsstarf kemur til greina.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900
(220).
✓
Alafoss hf., Akureyri